Morgunblaðið - 11.03.1994, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARZ 1994
Háskólabíó
STÆRSTA BIOIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
HASKOLABIO
SÍMI 22140
MBL.
★★★ Rás 2
★★★ DV
-kickick B.T.
■kickick E.B.
flltUCH \
ADOÁBOíJll
NOn-ÍINGtó
# kkk MBL
kkk Rás 2
*** DV
**★* NY POST
kkk* EMPIRE
ORLAGAHELGI
BESTA MYNDIN • BESTl LEIKSTJÓRINN Jim Sheridan • BESTI AÐALLEIKARINN Daniel Day-Lewis
• BESTU LEIKARAR í AUKAHLUTVERKUM Emma Thompson og Pete Postlethwaite
★★★★ A.l. MBL ★★★★ Ö.M.TÍMINN
★★★★H.H. PRÉSSAN ★★★★ J.K. EINTAK
DANIEL DAY-LEWIS
EMMA TIIOMPSON
PETE POSTLETIIWAITE
DIRTY WEEKEND - EIN UMDEILDASTA MYND ÁRSINS
Bella er búin að fá nóg af karlpungunum sem eru alltaf að áreita hana. Hún hefur hreinsunarstörf og
einfaldlega kálar kvikindunum. Ný mynd frá leikstjóranum Michael Winner (Death Wish).
Lia Williams er stórkostleg sem hin varnarlausa Bella sem rís upp gegn ofríkinu.
Mynd sem allar stelpur ættu að draga stráka á og láta þá titra aðeins
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
§, Berlin ;
| Berlin )
Á, 1994,/
SÝND KL. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára,
Vanrækt vor
ORSCN WELLES
HÁTÍÐ 1. TIL 10. MARS
FFORFAKE
Óðurinn til blekkingarínnar
og falsins í glettnislegri
mynd eftir meistara allra
meistara Orson Welles.
Sýnd kl. 5.
Réttarhöldin eftir
sögu Franz Kafka.
Anthony Perkins
í hlutverki Jósefs K.
Sýrtd kl. 9.
Stórkostleg mynd.
Sýnd kl. 5 og 7.
Skoðanakönmin Skáís fyrir Eintak
Meirihluti vill
viðræður við ESB
MEIRIHLUTI þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að Island ætti að
óska eftir viðræðum við Evrópusambandið um hugsanlega inn-
göngu, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Skáís hefur
framkvæmt fyrir vikublaðið Eintak. 56,6% þeirra sem afstöðu tóku
sögðu já og 43,4% nei. Rúmur fjórðungur var óákveðinn.
Sex hundruð manns voru í úrtak- hluti fyrir viðræðum í Alþýðuflokki,
inu af landinu öllu. Spurt var hvort
viðkomandi teldi rétt að íslendingar
færu að dæmi Austurríkismanna,
Finna, Norðmanna og Svía og hæfu
viðræður við Evrópusambandið um
hugsanlega inngöngu. 39,3% sögðu
já, 30,2% sögðu nei, 27,4% voru
óákveðnir og 3,2% neituðu að svara.
Samkvæmt könnuninni var meiri-
73% með og 27% á móti, Sjálfstæðis-
flokki, 72% með og 28% á móti, og
Framsóknarflokki, 56% með og 44%
á móti. í Alþýðubandalagi voru 51%
á móti og 49% með og í Kvennalista
voru 61% á móti og 39% með. Á
meðal þeirra sem ekki töldu sig til
sérstaks stjórnmálaflokks voru 55%
með og 45% á móti.
■ HALDINN
verður fræðslu-
fúndur um
sveppasýkingu
og sveppaóþol í
einum af sölum
Háskólabíós
laugardaginn 12.
mars.
Sveppasýking
er einn af þeim
nútíma sjúkdóm-
um sem skotið hafa.upp kollinum
á síðari árum og margir hvetjir vilja
ekki ennþá líta á sem sjúkdóm.
Sjúkdómeinkennin sem leggjast á
líkamann geta verið margvísleg
m.a. uppþemba, meltingartruflanir,
höfuðverkur og síþreyta svo eitt-
hvað sé nefnt. Hallgrímur Þ.
Magnússon, læknir, mun halda
erindi þar sem hann fjallar um"það
hvað Candida Albieans eða
sveppasýking ér, um skaðleg áhrif
Guðrún
Hallgrímur
sveppasýkingar á
líkamann og þau
sjúkdómsein-
kenni sem rakin
hafa verið til
sveppasýkingar.
Einnig mun hann
íjalla um leiðir til
lækningar.
Guðrún G.
Bergmann Ijall-
ar um reynslu
sína af sveppasýkingu og þær leiðir
sem hún hefur reynt til að ná tökum
á henni. Einnig verður rætt um
stofnun sjálfshjálparhópa fyrir þá
sem þjást af sveppasýkingu, þar
sem m.a. yrði veittur stuðningur á
bataleiðinni, skipst á matarupp-
skriftum og aðferðum sem duga til
bata.
Fræðslufundurinn hefstkl. 13.30
og er miðaverð 400 kr. Miðasala
er við innganginn og hefst kl. 13.
Lofsöngur um íslenskar
laxveiðiár
ísland og hérlendar laxveiðiár
fá mikla og lofsamlega umfjöll-
un í þriggja siðna myndskrýddri
grein í nýjasta tölublaði tímarits-
ins „Salmon, Trout and Sea
Trout, sem er annað tveggja
mest lesnu blaða stangaveiði-
manna á Bretlandseyjum. Er
þetta í annað sinn á fáum mánuð-
um, að íslensku árnar fá svona
kynningu, en Rangárnar fengu
stóra grein á dögunum í hinu
blaðinu, „Trout and Salmon“.
Inntak greinarinnar, „Salmon
Sagas“ er sú staðreynd að ísland
er ekki lengur veiðiland sem
venjulegt fólk sjái í hyllingum,
heldur hafi landið „opnast" og
„hugsanlegt sé að einhverjar
verðlækkanir muni líta dagsins
ljós sumarið 1994“, eins og sagt
er.
Greinarhöfundur er Andrew
Wallace, einn af fastapennum rits-
ins og inngangur hans er í þá veru,
að Island sé þess háttar óvenjulegt
laxveiðiland, að mislukkað högg á
reykvískum golfvelli geti valdið
ótímabærri fækkun í Atlantshafs-
laxastofninum og á hann þá vænt-
anlega við að kúlan geti lent ofan
í laxveiðiá og rotað einn íbúann.
Telur Wallace með ólíkindum
hversu lítið ritað hefur verið um
íslensku laxveiðiárnar miðað við
gæði þeirra, og kallar þær m.a.
„Shangri La stangaveiðimanns-
ins,“ en skýringin sé áreiðanlega
sú, að um áratuga skeið hafi sami
tiltölulega þröngi hópurinn haldið
tryggð við árnar og endurnýjun
hafi lítil verið í hópi veiðimanna.
Ef stöng losnaði, hafi hún verið
látinn til vinar eða vandamanns,
þegjandi og hljóðalaust. Verðlag
komi hér einnig við sögu.
Wallace kemur víða við og nefn-
ir m.a. til sögunnar að laxastofnar
á Islandi hafi eins og aðrir orðið
fyrir barðinu á rányrkju í hafinu,
en á móti komi að hann sé lítið eða
ekkert veiddur í sjó við landið, og
mengun af ýmsum toga, m.a. skóg-
ræktar, sé ekki vandamál sem þarf
að kljást við. Og þó að veiðin sé
ekki söm og fyrir 2-3 áratugum,
sé hún enn framúrskarandi, sér-
staklega í samanburði við það sem
veiðimenn mega búa við víða í
Skotlandi, Englandi og Noregi, þar
sem stofnar hafa farið illa af ýms-
um ástæðum.
Síðar í greininni nefnir Wallace
vanda veiðiréttareigenda á Islandi
í dag. Á Islandi sé kreppa sem víð-
ar og erlendum veiðimönnum hafi
fækkað af þeim sökum. Opnun
Rússlands hafí einnig haft úrslita-
þýðingu, því íjöldi landshorna-
manna í röðum laxveiðimanna fari
nú ár hvert á Kólaskagann og sjá-
ist því ekki annars staðar rétt á
meðan. Veiðiréttareigendur á Is-
landi hafi því gert sér ljóst að þeir
verði að keppa um viðskiptavinina,
jafnvel þó það kosti að slá eitthvað
af verðlaginu. Átta veiðifélög hafi
nýverið gefið út sameiginlegan
kynningarbækling um ár sínar og
sé honum nú dreift víða.
Loks spyr Wallace hvort að ís-
land sé þess virði, jafnvel ef verð
lækki. Hann fullyrðir að hinir efn-
uðu Bretar sem hér hafi Iengi veitt
séu ekki í vafa. Á íslandi séu
viðráðanlegar laxveiðiár á hvetju
strái. Aðeins Laxá í Aðaldal sé eitt-
hvað í líkingu við ár á borð við Alta
í Noregi, þar sem menn þurfi helst
„að standa upp undir háls í jökul-
köldu vatni, með blýþyngda skotl-
ínu og túbuflugu hnýtta á fall-
byssupatrónu!"
Hér verður ekki dvalið við allt
sem Wallace nefnir til, eins og
meðalveiði í betri ánum, aðbúnað
og mat í veiðihúsum. Er skemmst
frá að segja að allt fær það ágætis-
einkunn með þeim orðum að auð-
velt sé að fá á tilfinninguna á bakka
íslenskrar laxveiðiáar, að raun-
veruleikinn gæti hæglega slegið
lygasögunni við...
Veiðimenn setja í’ann ofan af brúnni á Laxá í Kjós.