Morgunblaðið - 26.04.1994, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRIL 1994
Morguntíiaðið/Sigrún Sv.
Helga Erlendsdóttir eigandi Gall-
erí Helgu, Árnanesi í Nesjum,
Hornafirði.
Nýbreytni
við þjóð-
veginn
Höfn.
MARGUR íslendingurinn mun
eflaust leggja leið sína um ísland
í sumar og þeir sem hafa ferðast
erlendis kannast eflaust við að
þegar þeir þeysa eftir þjóðvegin-
um sjá þeir við og við skilti merkt
Gallerí. Við höfum ekki haft mik-
ið af þessu hér á landi en þegar
við keyrum um Austur-Skafta-
fellssýslu þá sjáum við eitt svona
skilti merkt Gallerí Helga.
Gallerí Helga er í Nesjum í Horna-
firði og þar kenni ýmissa grasa allt
frá munum þekktra leirlistamanna,
svo sem Álafosshópsins og veggina
prýðir fjölda mynda, grafík, gler og
þá m.a. myndir eftir eiganda gall-
erísins. Margir sýslubúar nýta sér
þessa aðstöðu sem galleríið býður
uppá. Má til dæmis nefna muni unna
úr hrosshárum og karla og kerlingar
sem unnar eru úr jurtalituðu ein-
girni. Einnig er Helga með allskyns
blómaskreytingar á boðstólum. Ekki
skaðar svo að geta nýtt sér gistiað-
stöðu sem þau hjónin Ásmundur og
Helga reka fyrir allt að 15 manns,
á sama stað því þegar maður er
kominn niður í Árnaneslandið þar
sem þau búa er auðvelt að gleyma
sér í fegurð Homafjarðar.
S.Sv.
Hugleiðsla fyrir einleiksklarinett
Atli Heimir Sveinsson og Einar Jóhannesson.
_______Tónglist___________
Ragnar Björnsson
Engum er Kári líkur, segir í
Njálu. Þótt Atli Heimir vegi með
öðrum vopnum en Kári er á sama
hátt hægt að segja: Engum er
Atli líkur. Nýlega var frumflutt
eftir hann langt verk fyrir einleiks-
flautu, nú níutíu-mínútna verk fyr-
ir klarinettu eina. „Þetta er
kannske ekki tónverk í eiginlegum
skilningi, fremur hugleiðsla eða
hugleiðing," segir Atli í efnisskrá.
Í eiginlegum skilningi eða ekki, en
tónverk er það, ópera fyrir klari-
nett? Rekvíem fyrir klarinett? Eða
er það kannske einskonar uppgjör
höfundar við eigin vandamál? Eða
er það bæn til höfundar lífsins?
Eða e.t.v. allt þetta í einum þætti?
Þessum spurningum skal ekki svar-
að hér, en níutíu mínúturnarf án
hlés, hrifu mann með sér í leit að
einhveiju utan tíma og rúms, ein-
hverju sem skiptir algjöru máli fyr-
ir mig og þig ef við gefum okkur
tíma og leggjum á okkur að hlusta
einlægt á tif og slög klukkunnar.
Úr djúpum sálarinnar byijar klari-
nettið andvörp sín á einum tóni,
fær á sig ýmsar myndir og fleiri
tónar bætast við, sumir hikandi og
hverfa inn í hljómburð kirkjunnar,
maður fer að skynja tónbil sem
Píþagóras og Egyptar töldu heilög
tónbil og hvort tilviljun er eða ekki,
þá byggist verkið mikið upp á þess-
un tónbilum. Tónar og tónhending-
ar fá alltaf (upp)-lausn sem hljóm-
ar eðlilega en eru um leið spenn-
andi og hafa í sér þennan lífsneista
sem hveiju listaverki er svo nauð-
synlegur (og vona ég nú að Finnur
Torfi skilji hvað ég átti við með
skrifi um að spennu vantaði í
hljómaupplausnir), tónsviðið
breyttist, þandist út, tónarnir urðu
sterkari og sterkari, lengri og
lengri, sami tónninn virtist ætla
að verða endalaus og án þess að
hljóðfæraleikarinn andaði í milli,
tónninn varð að ákalli, varð að
hrópi leitandi sálar, hækkaði, og
endaði sem uppljómun og við tóku
tvö klarinett á orgellofti, eins og
undirtektir himnanna við ákalli
klarinettsins og verkinu lýkur með
einskonar tilvitnun til upphafsins
(sem kannski hefði mátt stytta eitt-
hvað), leitinni er ekki lokið, hún
heldur áfram og kannske lauk hér
aðeins fyrsta þætti óperunnar. En
lengur skal ekki beðið með að nefna
þann sem flutti þetta eftirminni-
lega verk, en sá var Einar Jóhann-
esson og flutti hann verkið af slíku
innsæi og með slíku valdi að tæp-
lega er hægt að yfirstíga það. Ekki
var í efnisskrá þeirra getið sem
léku á orgelloftinu, en svo vel náð-
ur þeir að eftirlíkja tón Einars að
undiritaður hélt að sjálfur hefði
Einar leikið það inn á band. Fleiri,
og ekki síst tónskáld, hefðu mátt
vera vitni að þessum makalausa
viðburði í Kristskirkju sunnudaginn
24. apríl og lýk ég þessari umfjöll-
un með síðustu málsgrein Atla úr
efnisskránni. „Við þá sem vilja
hlusta á þetta verk segi ég eins
og Cage sagði: „Take it easy, but
take it.“
Skúli Halldórsson
tónskáld áttræður
_________Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Skúli Halldórsson tónskáld held-
ur upp á áttugasta afmælisdag sinn
næstkomandi fimmtudag og til
heiðurs honum stóð Önfirðingafé-
lagið fyrir tónleikum í íslensku
óperunni sl. laugardag, þar sem
sönglistamenn og hljóðfæraleikar-
ar fluttu söngverk eftir Skúla. Auk
hálfrar aldar starfsdags hjá Stræt-
isvögnum Reykjavíkur og þátttöku
í íslensku sönglífi lagði Skúli sitt
að mörkum við uppbyggingu Tón-
skáldafélagsins og Stefs, sem hefur
unnið merkilegt starf í höfundar-
réttarmálum Islendinga og mun
ekki síður gegna mikilvægu hlut-
verki á því sviði í framtíð Evrópu-
samvinnunnar.
Skólakór Kársness undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur og undirleik
Marteins H. Friðrikssonar flutti
nokkur sönglög Skúla, og þar á
meðal Smaladrenginn og Smala-
stúlkuna, á einkar leikrænan og
skemmtilegan máta auk þess sem
söngur kórsins var einkar fallegur.
Skúli er fyrst og fremst söngva-
skáld en hann hefur einnig samið
nokkur verk fyrir einleikshljóðfæri
og fluttu Gunnar Kvaran og Selma
Gunnarsdóttir tvö verk ágæta vel,
sem nefnast Bæn og Prelúdía í
H-dúr. Martial Nardeau frumflutti
einleiksverk fyrir flautu, sem nefn-
ist Ótta og verk sem samið var
vegna afmælis SR og nefnist Viva
Strætó. Nardaeu lék bæði verkin
mjög vel og einnig verk sem nefn-
ist Morgunn, er hann flutti með
undirleik Selmu.
Jóhann Már Jóhannsson og Lára
Rafnsdóttir fluttu sex lög eftir
Skúli Halldórsson.
Skúla og voru þijú þeirra frum-
flutt og var gaman að heyra þenn-
an sérstæða alþýðusöngvara
syngja lög eins og Illgresi Arnar
Arnarsonar og fruinflytja söngv-
erkið Fagra veröld við kvæði Tómí-
asar Guðmundssonar. Sigríður Ella
Magnúsdóttir og Lára Rafnsdóttir
fluttu átta lög og af þeim var eitt
þeirra frumflutt, við Stökur eftir
Theodóru Thoroddsen. Stökurnar,
Glugginn minn, einnig við texta
eftir Theodóru, og Vor, við texta
eftir Vilhjálm frá Skáholti, eru
meðal bestu laga Skúla og voru
þau mjög vel flutt af Sigríði Ellu
og Láru.
Afmælistónleikunum lauk með
tvísöng Sigríðar Ellu og Jóhanns
Más, við undirleik Láru Rafnsdótt-
ur og Blásarakvintetts Reykjavík-
ur, sem einnig frumflutti mjög vel
smá hljóðfæraverk, sem nefnist
Út um hvippinn og hvappinn, í út-
setningu Herberts H. Ágústssonar.
Eins og fyrr segir, er Skúli Hall-
dórsson fyrst og fremst tónskáld
sönglagsins og það má glögglega
heyra í hljóðfæraverkunum, enda
hefur Skúli í lögunum eins og
Smaladrengurinn og Smalastúlkan
náð inn að hjartarótum hvers
syngjandi manns. Skúla Halldórs-
syni er óskað til hamingju með
afmælið og ekki síst fyrir það
hversu vel hann ber aldurinn en
hann er jafnfrískur og hvikur á
veili, sem áratugnum yngri menn
og mun því enn um sinn gleðja
fólk með söngvum sínum.
Gunnur, Jónar - og Jónar
_________Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Hugleikur í Hafnarhúsinu
Hafnsögur: Þrettán einþátt-
ungar
Um þessar mundir heldur leik-
félagið Hugleikur upp á tíu ára
afmæli félagsins með því að sýna
þrettán einþáttunga eftir Hug-
leiksfélaga í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu. Og sjálfir leikstýra
félagarnir einþáttungunum.
Á efnisskránni er bæði gaman
og alvara. Ekki svo að skilja að
hér séu á ferðinni gamanleikir og
harmleikir - því það er aðalsmerki
Hugleiksfélaga að hafa ekki hug-
mynd um hvar mörkin liggja á
milli gamans og alvöru. Þeir tveir
þættir haldast alltaf í hendur.
Gaman þeirra er hlaðið mjög al-
varlegum meiningum og alvöruna
taka þau ekki allt of hátíðlega.
Markmiðið er að skemmta áhorf-
endum sínum, leyfa þeim að hlæja
að sjálfum sér og öðrum. Þó alltaf
án illkvittni.
Það má segja að Hafnsögur séu
einhvers konar yfirlit yfir það sem
leynist í hugmyndabankahólfi fé-
laganna og þar kennir ýmissa
grasa. Við fáum gamla tíma og
nýja, ungt fólk og gamalt - í sveit
og í borg. En það er alveg sama
hvert litið er, allir eiga í einhveij-
um vanda hvað varðar mannleg
samskipti. Stráka vantar stelpur,
stelpur vantar stráka, karla vant-
ar konur og konur vanta karla.
Þeir sem hafa konu eða karl, vant-
ar að losna við hana/hann. Svaka-
leg tilvistarkreppa.
í rauninni er línan lögð strax í
2. þætti „Einu sinni var,“ sem
kemur á eftir „Verði ljós“ til þess
að reyna að kveikja á peru áhorf-
enda. En í „Einu sinni var“ eru
beinalína og bugðulína að reyna
að leika sér saman. Beinalína, sem
er auðvitað einstefnulínan, hefur
reglustiku sér til fulltingis. Það
gengur allt óskaplega vel hjá þeim
og allt er reglulega reglulegt, allt
þar til bugðulínan mætir á svæð-
ið. Hún fer í hringi og bugður -
sem beinalína getur alls ekki gert.
Bugðulínan hefur því forskot. Hún
getur alveg farið beina línu. Hún
bara það bara ekki. Hún er sveigj-
anleg, þekkir báðar aðferðirnar
og leggur því allt í rúst hjá beinul-
ínu, sem þolir engin frávik. Jafn-
vel þótt beinalína hafi reglustiku
til að þvinga allt inn í sínar regl-
ur. Þetta var skrambi vel skrifað
og hnitmiðað verk, eftir Fríðu B.
Andersen.
Svo hélt þetta svona áfram,
engar tvær manneskjur gátu verið
alveg samferða, eða samstíga -
ekki einu sinni þótt þær væru all-
ar af vilja gerðar. Það kom alltaf
að einhveijum hagsmunaárekstr-
um. ,;Litla Gunna og Litli Jón,“
eftir Ónnu Kristínu Kristjánsdótt-
ur, var mjög skemmtileg útfærsla
á þessu litla, sakleysislega ljóði,
sem allir þekkja. Hins vegar er
það ekki bara útfærsla, heldur
fjallar leikritið um afleiðingarnar
af niðurstöu ljóðsins „því lítið elsk-
ar Litla Gunna Litla Jón.“ Örverk-
ið „Bergmál," eftir sama höfund,
vísar svo til þess að Litla Gunna
og Litla Jón, er alltaf að gerast,
aftur og aftur. Þijú tilbrigði við
Jón (allir Jónar Sigurðssynir ís-
lensku sagnfræðinnar) voru upp
og ofan. Sumt var fyndið, annað
klént, einkum og sér í lagi 1. til-
brigðið. „Sonur og elskhugi" eftir
Ingibjörgu Hjartardóttur og Sig-
rúnu Óskarsdóttur, var æði smell-
ið. í því er dálítið sérstæð og frum-
leg hugsun og það var eitt best
leikna atriðið þessa kvöldstund,
sem endaði á óperuþykkninu
„Matselja hans hátignar,“ þar sem
Hugleiksandinn og húmorinn
braust fram í öllu sínu veldi. Ákaf-
Iega skemmtilega skrifað verk,
eftir þá Ármann Guðmundsson
og Þorgeir Tryggvason, og flutn-
ingurinn á því var sprenghlægi-
legur.
Hugleikur svíkur ekki, fremur
en fyrri daginn. „Hitt sjónarhorn-
ið“ á mannlegt eðli og mannleg
samskipti ber hátt og leikur félag-
anna að íslenskri tungu er alltaf
jafn skemmtilegur. Sýningin á
Hafnsögum er ákaflega ólík þeim
sýningum sem Hugleiksaðdáend-
ur eiga að venjast, sum verkin
betri en önnur, sum jafnvel ótta-
legur aulahúmor. En engu að síð-
ur er greinilegt að ftjósemin og
sköpunarkrafturinn, eru síður en
svo að dvína. Allavega skemmti
ég mér eins vel og ég vonaðist til
að gera.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Karlakór Selfoss vid söng í Selfoskirkju á sumardaginn fyrsta.
Tónleikaröð Karla-
kórs Selfoss tókst vel
Selfossi.
KARLAKÓR Selfoss hélt sína árvissu vortónleika á sumardaginn fyrsta
L Selfosskirkju. Þetta voru fjórðu tónleikar kórsins frá því í lok mars
en síðustu tónleikarnir í þessari tónleikaröð voru á Flúðum 23. Þeim
tónleikum lauk síðan með dansleik um kvöldið. Stjórnandi kórsins er
Ólafur Sigurjónsson og undirleikari Stefán Jónsson.
Húsfyllir var í Selfosskirkju að
kvöldi sumardagsins fyrsta. Fólk
kann vel að meta þann hressilega
anda bjartsýni og vonar sem karla-
kórinn býður upp á með kraftmiklum
söng sínum. 18 lög eru á söng-
skránni sem hófst með Árnesþingi
Sigurðar Ágústssonar og lauk með
lagi Páls ísólfssonar Úr útsæ rísa
íslandsfjöll. Um miðja tónleika var
kvartettsöngur sem setti skemmti-
legan blæ á tónleikana.
í Karlakór Selfoss eru 47 söng-
menn sem hafa með sér gott félags-
starf en æ fleiri ungir menn velja
sönglistina sem áhugamál. Kórfélag-
ar eru dyggilega studdir af kvenna-
klúbbi kórsins sem tvinnar hjón sam-
an í starfinu. Á næsta ári verður
kórinn 30 ára en auk þess verður
meðal verkefna næsta árs mót níu
karlakóra af Suður- og Vesturlandi,
Kötlumótið, sem haldið er á 5 ára
fresti. Sig. Jóns.