Morgunblaðið - 26.04.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
17
Fiskikort, nei takk
eftir Ágúst Úlfar
Sigurðsson
Nýlega hafa fjölmiðlar sagt frá
svonefndum fiskikortum, einhvers
konar leyfisbréfum, sem hugmyndin
er að lax- og silungsveiðimenn verði
skikkaðir til að kaupa. Jafnframt
hafa fylgt ýmsar uppástungur um
það hvemig megi veija fénu sem
þannig myndi innheimtast. Að von-
um hafa ýmsir aðilar lýst sig fúsa
til að veita því viðtöku.
Ég er einn þeirra sem hafa unun
af útivist og þó einkum og sér í iagi
ef hún tengist stangaveiði. Málið er
mér því skylt, en ekki að sama skapi
ljúft. í stuttu máli sagt þá finnst
mér þetta vera vond hugmynd og
vildi helst að hún hefði aldrei komið
fram. Þótt menn tali um lága fjárhæð
þá er engu að síður á ferðinni hug-
mynd um gjald eða skatt, sem lagð;
ur verði á afmarkaðan hóp fólks. í
mínum huga breytir það engu hvaða
nafni gjald þetta kann að vera nefnt
og hvort það sé hátt eða lágt, skatt-
ur er það engu að síður. Nóg fínnst
mér vera af sköttum fyrir.
Ekki hefur skort hugmyndirnar
um það hvað gera skuli við afrakstur-
inn: Auka fiskirannsóknir, styrkja
starfsemi veiðimálastjóra, kaupa upp
laxveiðikvóta í sjó og netum og svo
framvegis og svo framvegis. Ég ótt-
ast að lítill skattur geti vaxið eins
og mörg dæmi eru um. Mjór er mik-
ils vísir.
Hvað eiga svo stangaveiðimenn
að fá í staðinn — eða stóð ekki ann-
ars til að svo væri? Til að fínna það
skulum við fyrst athuga hvað geti
fengist fyrir skattféð og síðan hveij-
ir séu líklegastir til að njóta þess.
Skoðum dæmin tvö hér á undan;
hagnýtar fiskirannsóknir og kvóta-
kaup.
Ef auknar rannsóknir á fiskstofn-
Ágúst Úlfar Sigurðsson
„Með tilkomu fiskikort-
anna eykst því enn bilið
sem skortir á að stanga-
veiði nái skynsemis-
mörkum.“
um skila bættum árangri við seiða-
sleppingar, lægri tilkostnaði eða
auknum aflabrögðum — munu þá
stangaveiðimennimir njóta þess? Það
tel ég vera ólíklegt því „veiðiréttar-
eigendur" munu áreiðanlega hækka
verð á veiðileyfum þar sem afli eykst
og halda áfram að spenna bogann —
sem fýrr.
Ef aukin kaup á laxveiðikvótum í
sjó og netaveiði verða til að auka
laxagengd þá munu veiðileyfín einnig
hækka í verði. Þeir sem græða eru
annars vegar sjómenn og netabænd-
ur sem fá borgað fyrir að veiða ekki
og hins vegar veiðibændumir eða
hagsmunafélög þeirra, eins og í fyrra
dæminu.
Það þarf ekki ítarlega rannsókn á
aflatölum og gjaldskrá veiðileyfasala
til að sjá að fæstir stangaveiðimenn
ná því nokkum tíma að afla fýrir
veiðileyfunum sem þeir kaupa. Hvað
þá að nægi fyrir öðmm tilkostnaði.
Ef ekki kæmu til hin alræmdu bjart-
sýnisköst sem veiðidellumenn em
þekktir fyrir þá væm þeir allir fyrir
löngu búnir að taka upp einhveija
aðra hagnýtari dægradvöl. Með til-
komu fískikortanna eykst því enn
bilið sem skortir á að stangaveiði nái
skynsemismörkum.
Einnig má hafa í huga að fiski-
kortaskatturinn mun fæla byijendur
frá stangaveiði, t.d. unglingana „á
mölinni", sem ekki veitir af kynnum
við íslenska náttúm. Ef dregur úr
nýliðun í hópi stangaveiðimanna þá
gætu langtímaáhrif af fiskikortum
orðið verulega neikvæð fyrir alla
aðila, veiðiréttareigendur, stanga-
veiðimenn og fólkið í landinu í heild.
Eftir því sem ég hugsa þetta mál
oftar þá fínnst mér æ líklegra að
hugmyndin um fískikortin sé byggð
á fákunnáttu eða misskilningi. í þeim
löndum þar sem ég hef heyrt af físki-
kortum (Noregi og Bandaríkjunum)
veita kortin öllum sem þau kaupa
leyfi til veiða í fjölmörgum veiðivötn-
um án endurgjalds. Ég hef ekki heyrt
að neinn slíkur „glaðningur" til veiði-
manna eigi að fylgja íslensku físki-
kortunum. Ef um slíkt verður rætt
skal ég endurskoða afstöðu mína,
en annars fela kortin ekkert í sér
nema skattlagningu og kýs ég helst
að vera laus við þau. Ég segi því nei
takk.
Höfundur er tölvunarfræðingur
og áhugamaður um stangaveiði.
Fjórar góðar ástæður
til að kaupa rekstarvörurnar hjá Boðeind |
Bjóðum mikið úrval af rekstrarvörum fyrir tölvur og jaðartæki.
Disklingar, margar gerðir af köplum, rykhlífar fyrir tölvur, skjái, lyklaborð og
prentara. Blekbönd og dufthylki fyrir flestar gerðir prentara, músamottur og
úlnliðspúðar. Einnig bjóðum við lyklaborðsskúffur og skjáarma sem festa má á
vegg eða borð og þannig auka vinnurými.
*BOÐEIND-
Austurströnd 12 • Sími 612061 • Fax 612081
Fyrsta Power Macintosh-
tólvan kom meb þyrlu í
Apple-umboöib 14. 3. '94.
Power Macintosh 7100/66
8 Mb vinnsluminni
250 Mb harðdiskur
17" Apple Multiscan-litaskjár
Stórt hnappaborð
Grunnverð: 557.900,- kr.
Tilboðsverð: 414.000,- kr. stgr.
Tilboðsverð án VSK: 332.536,- kr. stgr.
Power Macintosh 6100/60
8 Mb vinnsluminni
160 Mb harðdiskur
14" Apple AV-litaskjár
Lítið hnappaborð
Grunnverð: 341.600,- kr.
Tilboðsverð: 266.000,- kr. stgr.
Tilboðsverð án VSK: 213.655,- kr. stgr.
Apple-umboðið hf.
Skipholti 21. Sími: 91 - 62 48 00 Fax: 91 - 62 4818