Morgunblaðið - 26.04.1994, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.04.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 27 Staða rektors við Háskólann á Akureyri Háskólanefnd mæl- ir með Þorsteini HÁSKÓLANEFND Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi síð- degis í gær að mæla með því við menntamálaráðherra að Þorsteinn Gunnarsson verði ráðinn rektor Háskólans á Ak- ureyri. Haraldur Bessason núvei'andi rektor mun láta af störfum í vor. Tvær umsóknir bárust um stöðuna frá Þorsteini Gunnarssyni og Fanneyju Kristmundsdóttur sem er doktor í líffærafræði og starfar við Háskólann í Edenborg. Þorsteinn er doktor í uppeldis- fræði. Hann er nú vísinda- og menntafulltrúi við sendiráð íslands í Brussel. Fyrir háskólanefndarfundi í gær lá fyrir dómnefndarálit þess efnis að báðir umsækjendur voru taldir hæfir til að gegna stöðunni. Álit háskólanefndar hefur verið sent til menntamálaráðherrá sem skip- ar í stöðuna. Ferðaskrif stofan Nonni fimm ára * Ahersla lögð á vistvæna ferðaþjónustu FERÐASKRIFSTOFAN Nonni er 5 ára um þessar mundir, en hún hefur það að markmiði að auka straum ferðamanna, bæði innlendra og erlendra, til Akur- eyrar og Norðurlands með raun- hæfum tilboðuin um afþreyingu og sérstök áhersla hefur verið lögð á vistvæna ferðaþjónustu og góða umgengni. Auk þess að kaupa þjónustu ýmissa aðila á svæðinu hefur reynst nauðsynlegt að stofna til eigin skoð- unarferða. Fyrstu árin var nokkurt tap á rekstrinum, en á síðasta ári skilaði rekstur skrifstofunnar hagn- aði og jákvæðri eiginfjárstöðu. Skrifstofan hefur aðallega skipu- lagt ferðir innanlands en einnig hefur hún boðið ferðir tii útlanda. Nýlega tók Nonni hf. við Akureyr- arumboði Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar og í ágúst verður skipu- lögð sérstök afmælisferð til Vestur- Grænlands fyrir íslendinga, en ætl- unin er að Grænland skipi vaxandi sess í ferðatilboðum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur fullan hug á því að vinna betur úr þeim mögu- leikum í framtíðinni sem það hefur tekið þátt í að skapa á liðnum árum. Hjá ferðaskrifstofunni starfa þrír starfsmenn en framkvæmdastjóri og aðaleigandi er Helena Dejak. (Úr fréttatilkynningu.) Smásagnasamkeppni Dags og Menor Islenskunemi hlaut fyrstu verðlaun SKÚLI Björn Gunnarsson nemi í íslensku við Háskóla Islands hlaut fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Menningarsam- taka Norðlendinga og dagblaðsins Dags en úrslit voru kunn- gjörð síðastliðinn Iaugardag. Skúli Björn hlaut verðlaunin Þetta er í þriðja skipti sem fyrir smásöguna „Skórnir". Dagur og Menningarsamtök Önnur verðlaun komu í hlut Norðlendinga efna til smásagna- Ólafs Þórðarsonar kennara á samkeppni. Að þessu sinni bár- Akureyri fyrir söguna „Verk- ust dómnefnd 20 smásögur. f æri “ (Fréttatilkynning.) # # Morgunblaðið/Kristinn Eigendurmr LINDA Pétursdóttir ásamt foreldrum sínum, Ásu Hólmgeirsdótt- ur og Pétri Olgeirssyni. Baðhúsið opn- að við Armúla BAÐHÚSIÐ nefnist heilsuræktarmiðstöð fyrir konur, sem opnuð hefur verið í Ármúla 30. Aðaleigandi og stjórnandi er Linda Pétursdóttir, fyrrverandi Ungfrú Heimur. Baðhúsið er heilsulind í víðustu Einnig er á boðstólum leikfími, merkingu og leggur áherslu á erobikk, danskennsla, teygjuæf- skemmtilegar æfingar í þægilegu ingar og kripalujoga. Ljósabekkir umhverfi, segir í frétt frá fyrirtæk- eru í Baðhúsinu, svo og nuddpott- inu. Æfingatæki eru sérhönnuð ur og vatnsgufuklefar. Fagfólk sér fyrir konur og boðið er upp á um leiðbeiningar. Hægt er að ljúka margvíslegt nudd og snyrtingu. deginum í kaffíhúsi staðarins. 11112 frá Oroblu Silhouette 20 og 40 den ^ Sokkabuxur með sérlega stífum efri buxnahluta. ^ Silkiáferð. ^ Bómullarskrefbót. ^ Sérstaklega styrktar á tám. ► Ofnæmisprófaðar. nnnDi i s ^ Efri buxnahlutann má nota áfram þótt sokkarnir slitni. UMBOÐS- OG DREIFINGARAÐILl ÍSLENSK - AUSTURLENSKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.