Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C
121. TBL. 82.ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
ísraelar veita
til sín vatni
Amman. Reuter.
ÍSRAELAR eru gagnrýndir harðlega í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðun-
um og sakaðir um að hafa veitt til sín miklu vatni frá Líbanon síðan
þeir lögðu undir sig svæði syðst í landinu árið 1978. Þá eru þeir einnig
sagðir hafa tekið vatn frá aröbum á Vesturbakkanum og í Gólanhæðum.
Kom það fram í skýrslu, sem
lögð var fyrir ársfund Efnahags-
nefndar SÞ í Amman í gær og
sagði þar, að ísraelar hefðu farið
að dæla til sín vatni úr tveimur líb-
önskum ám, Litani-ánni og Wazz-
ani-ánni, þegar eftir innrásina árið
1978. Var dælingin áætluð 2'l5
milljónir rúmmetra á ári eða meira
en þriðjungur af því, sem ísraelar
taka úr Jórdaná og Galileuvatni
árlega.
Langt er síðan orðrómur um
þessa vatnsnotkun komst á kreik
en Líbanonsstjórn hefur þó aldrei
sakað ísraela um hana opinberlega
og þeir hafa alltaf svarið fyrir að
vilja ásælast vatn nágranna sinna.
Skýrsluhöfundar segja, að vatns-
skortur sé á stórúm svæðum í Líb-
anon og einkum í suðurhlutanum.
Sagt er, að ísraelar hafi einnig
meinað aröbum aðgang að vatni
víða á hernumdu svæðunum,
Gólanhæðum, Vesturbakkanum og
á Gaza, og ýmist veitt því til ísra-
els eða til nýbyggða gyðinga á
svasðunum.
Asakanirnar, sem fram koma í
skýrslunni, eru mjög alvarlegar,
enda eru samningaviðræður um
vatnsnotkun eitt eldfimasta málið
í Miðausturlöndum og sumir hafa
spáð því, að næstu styijaldir á þess-
um slóðum muni snúast um aðgang
að vatni.
Rostenkowski
Rosten-
kowski
ákærður
Washington. Reuter.
ÁKÆRA var gefin út í gær á
hendur Dan Rostenkowski, for-
manni íjáröflunarnefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings,
fyrir misnotkun almannafjár í
eigin þágu.
Ákæran á hendur Rost-
enkowski er í 17 liðum og er
hann sakaður um saknæmt at-
hæfi allt aftur til júlímánaðar
1971. Meðal annars er hann
ákærður fyrir fjársvik og fjár-
drátt sem nemur hundruð þús-
undum dollara af almannafé.
Rostenkowski hafnaði dóm-
sátt og hélt fram sakleysi sínu.
Sagðist hann myndu verjast fyr-
ir rétti og sagðist sannfærður
um réttlát málalok. Hann er 66
ára, hefur setið 36 ár á þingi
og verið með áhrifamestu mönn-
um þar um árabil. Þar hefur
hann verið meðal dyggustu sam-
verkamanna Bills Clintons for-
seta og er litið á ákæruna á
hendur Rostenkowski sem áfall
fyrir forsetann. Hann verður að
víkja sem nefndarformaður
meðan málaferli á hendur hon-
um standa yfir.
Stjórn Norður-Kóreu hafnar skoðun kjarnorkuvers
SÞ hóta að grípa
tíl viðskiptabanns
Samcinudu þjóðunum, Seoul. Reuter.
Norður-Kóreumenr. hafa neitað
eftirlitsmönnum frá Alþjóðakjarn-
orkumálastofnuninni (IÁEA) að
fylgjast með endurnýjun á eldsneyt-
isstöngum í Yongbyon-kjarnorkuver-
inu. Leikur grunur á að þegar síðast
var skipt um stangir árið 1989 hafi
þær verið notaðar til framleiðslu á
plútóníum, sem hægt er að nýta í
kjamavopn. Aðstoðarsendiherra
Norður-Kóreu hjá SÞ sagði í gær að
Norður-Kóreumenn höfnuðu kröfum
SÞ með öllu.
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, og Kim Young-sam, forseti
Suður-Kóreu, sögðust í gær vera
sammála um að ríki þeirra yrðu að
vinna náið saman til að tryggja að
eftirlitsmenn IAEA yrðu ekki útilok-
aðir frá Norður-Kóreu. Sögðu þeir
málið vera komið á „mjög alvarlegt
stig“.
Ef Norður-Kóreumenn verða ekki
við kröfum SÞ er búist við að IAEA
muni í næstu viku lýsa því yfir að
stofnunin geti ekki tryggt að stjórn-
völd í Pyongyang standi við skuld-
bindingar á grundvelli samkomulags-
ins gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna.
Er búist við að þá muni fulltrúar
innan öryggisráðsins krefjast þess
að gripið verði til viðskiptaþvingana.
Kínveijar eru helstu bandamenn
norður-kóreskra stjórnvalda og gætu
þeir beitt neitunaivaldi gegn tillögum
um viðskiptaþvinganir. Það er þó
ekki talið útilokað að þeir munu sitja
hjá við hugsanlega atkvæðagreiðslu.
Kjósi þeir að beita neitunaivaldi
segja embættismenn líklegt að
Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn
og Japanir muni grípa til einhliða
viðskiptabanns.
STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu vöruðu í gær leiðtoga Norður-Kóreu við
því að þeir ættu á hættu að fá allan heiminn á móti sér ef þeir féllust
ekki á kröfur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um að leyfa eftirlitsmönnum
að skoða kjarnorkuver. Öryggisráð SÞ samþykkti á mánudagskvöld
ályktun þar sem Norður-Kóreumenn eru aðvaraðir og gefið í skyn að
annars verði gripið til frekari aðgerða, svo sem viðskiptabanns.
Reuler
Nýr Bosníuleiðtogi
ÞINGIÐ í Sarajevo kaus einróma í gær uppgjafarhernianniim
Kresimir Zubak, leiðtoga Bosníu-Króata, (t.h.) sem fyrsta forseta
sambandsrikis múslima og Króata og múslimann Ejup Ganic vara-
forseta. Zubak kemur ekki i stað Alija Izetbegovics forseta sem
áfram gegnir æðstu völdum í stríðsmálaráðuneyti landsins. Haris
Silajdzic forsætisráðherra sagði í gær að Bosníumenn myndu
ekki fara til friðarviðræðna í Genf nema Serbar drægju sveitir
sínar út af griðasvæðinu umbverfis Gorazde í austurhluta lands-
ins. Vítalíj Tsjúrkín milligöngumaður Rússa í Bosníudeilunni sagð-
ist í gær eiga von á því að sainkomulag tækist í Genf í vikunni
um víðtækt fjögurra mánaða vopnahlé.
Reuter
Deiltum
þingsköp
Þingmenn stjórnar og stjórn-
arandstöðu á Taívan deildu um
þingsköp í gær, þráttuðu um
hvort þingmeirihlutinn væri
ákvörðunarbær. Ekki tókst að
sætta með rökum ólík sjónar-
mið um það hvort t ilskilinn lág-
marksföldi til þess að sam-
þykktir væru löglegar væri við-
staddur. Um síðir hitnaði í kol-
um og upp úr sauð með þeim
afleiðingum að þingmenn kusu
að láta hnefana ráða.
Tóbakið
tekur sinn
toll í ESB
Brussel. Reuter.
REYKINGAR draga að
minnsta kosti 450.000 manns
til dauða á ári hveiju í ríkjum
Evrópusambandsins (ESB), að
sögn Padraigs Flynns sem fer
með félagsmál í framkvæmda-
stjórn ESB.
„Á þessu ári kemst um ein
milljón íbúa ESB-ríkja að því
að hún hefur fengið krabba-
mein, um það bil 850.000
manns deyja af völdum sjúk-
dóma en af þeim verða
250.000 tengdir reykingum
beint,“ sagði Flynn. Til viðbót-
ar deyja 200.000 manns af
völdum hjarta- og æðasjúk-
dóma sem stafa af. völdum
tóbaksreykinga, sagði Flynn í
yfirlýsingu sem hann gaf í gær
í tilefni tóbakslauss dags Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunarinn-
ar (WHO) sem er í dag.