Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BERGLIND GRONDAL
Okkar innilegustu
samúðarkveðjur til þín,
elsku Kolla, og fjöl-
skyldu þinnar frá okkur
öllum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Vinnufélagar í
barnadeild Hagkaups,
Kringlunni.
Olöf Asgeirsdóttir.
+ Berglind Grön-
dal var fædd í
Reykjavík 1. júní
1976. Hún lést í
Reykjavík 24. maí
1994. Foreldrar
hennar eru Kolbrún
Ingólfsdóttir og
Maríus Gröndal (lát-
inn). Berglind var
yngst systkina
sinna. Hin eru Mar-
ía, Hólmfríður, Þor-
steinn, Aðalbjörn,
^Eiríkur og Sigrún.
Utför Berglindar
verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag.
MÉR ER hugsað til þess að það er
eins víst og það að töluð orð verða
ekki aftur tekin, þá koma þeir tímar
að manni finnst að ekki hafi verið
sagt allt sem skyldi.
Nú er hún litla systir mín dáin og
ég fínn sárt til þess að ég átti margt
ósagt við hana.
Eg vildi hafa sagt henni hvað mér
þætti afskaplega vænt um hana og
ég mæti það mikils hvað hún væri
boðin og búin að hjálpa mér og mín-
um þegar á reyndi.
Ég vildi hafa sýnt henni meiri
stuðning þegar hún átti erfítt og vildi
hafa samglaðst henni betur þegar
vel gekk, en það er sem er.
Núna fær hún Bergiind allar mín-
ar bestu óskir og hlýjustu hugsanir
í veganesti í þeirri ferð sem hún tekst j
nú á hendur. Eftir skilur hún minn-
ingar sem enginn geturtekið frá mér.
í bókinni Spámanninum segir:
Og hvað er það að hætta að
draga andann annað en að
frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo hann geti
risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund guðs
síns.
Aðalbjörn bróðir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
* margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Með orðum skáldsins kveðjum við
þig, kæra unga vinkona. Dauði þinn
var ótímabær, en hver deilir við al-
mættið?
Eftir vikufrí og góða hvítasunnu-
helgi var von á þér aftur til vinnu.
En tilkynning kom, engin Begga
kæmi meir, sorg og tómleiki fylltu
hug okkar allra. Af hverju þú? Þú
sem áttir allt lífið framundan aðeins
tæplega 18 ára gömul.
Það skilja víst fáir tilgang lífsins,
en eitt getum við verið viss um, að
þegar við skiljum við þetta jarðlíf
j)á bíður annað bjartara og fegurra
hinum megin.
Endurklœbum húsgögn.
Gott úrval áklceba.
Fagmenn vinna verkib.
Bólstrun Ásgríms,
Bergstaðastræti 2,
sími 16807.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Þegar okkur bárust þau tíðindi að
hún elsku Begga okkar væri dáin,
var það okkur ólýsanlegt áfall. Erfitt
er að skilja, og líklega munum við
aldrei skilja það, að svona ung og
falleg stúlka eins og Begga var, skuli
vera tekin frá okkur svo snögglega.
Flést okkar kynntumst Beggu
þegar við byrjuðum í Réttó. Strax
urðum við öll miklir vinir. Daglejga
lá leið okkar heim til hennar í As-
garðinn. Þar gerðum við margt
skemmtilegt saman. Á heimavelli var
Begga í essinu sínu og gerði tilraun-
ir í matargerð, sem við vinirnir feng-
um að njóta. Hún var mjög fær og
frumleg á þessu sviði og hafði talað
um að kokkanám væri eitthvað fyrir
sig. Snemma á unglingsárunum varð
Ásgarðurinn því okkar annað heimili
þar sem við vorum þar alla daga og
öll kvöld. Þar kynntumst við systkin-
um hennar og þá helst Sigrúnu, sem
alltaf var gaman að spjalla við. Á
kvöldin töluðum við mikið saman og
hlustuðum á tónlist. Begga kveikti
þá oft á kertum og myndaðist þá
notalegt andrúmsloft í stofunni.
Begga var mikið fyrir að breyta
og lagfæra og skipti þá engu hvað
klukkan sló. Hún breytti ekki aðeins
umhverfinu, því hún naut þess að
mega breyta eigin útliti ef svo bar
við og viídi alltaf hafa allt fallegt
og hreint í kringum sig. Við vorum
alltaf velkomin inn á heimili Kollu
og Svenna. Einnig voru þau svo in-
dæl að taka okkur með I ferðalög á
sumrin í bústaðinn á Laugarvatni.
Á þessum árum vorum við oft í
Bústöðum og var Begga ráðin þar í
vinnu eitt sumarið. Þar vorum við í
ferðaklúbbi sem fór í mörg mjög
skemmtileg ferðalög innanlands.
Hápunkturinn var svo Danmerkur-
ferðin sem farin var sumarið eftir
9. bekk. Begga hafði mjög mikla
ánægju af þessarri ferð. Engu okkar
datt í hug að þetta væri hennar fyrsta
og síðasta utanlandsferð.
Eftir skemmtilegu árin okkar í
Réttó tók Begga þá ákvörðun að
hvíla sig á skóla um sinn og fór að
vinna. Þótt við höfum farið að gera
ólíka hluti hélst okkar mikli vinskap-
ur áfram. Við heimsóttum hana oft,
ýmist í vinnuna eða heim, og leið
varla sá dagur að við hittumst ekki
eða töluðum saman.
Begga stóð alltaf með okkur og
vildi allt fyrir okkur gera. Stundum
fannst okkur sem hún gleymdi að
hugsa um sjálfa sig, þegar hún var
að hjálpa öðrum. Hún kunni ekki að
segja nei, ef hún var beðin um eitt-
hvað og þannig vildi hún öllum gott
gera. Hún vildi hlusta og svara öl'.um
játandi, jafnvel þótt erfitt væri að
uppfylla öll loforðin. Hún vildi alitaf
gera meira heldur en hún komst yfir.
Við gátum trúað henni fyrir vanda-
málum okkar og hugsunum. Hún
kunni að hlusta á okkur og sýndi
mikinn skilning.
Beggu fannst alltaf gaman að
reyna eitthvað nýtt og var því oftast
jákvæð á nýjar hugmyndir sem komu
upp í vinahópnum. Hún var mikill
dýravinur og hún var einstaklega
lagin við börn og þau urðu fljótt vin-
ir hennar. Hún leit alltaf vel út þótt
henni hafi ekki alltaf fundist það
sjálfri. Hún var mjög brosmild og
hafði sérstaklega fallegj; bros sem
við fáum nú aldrei að sjá aftur nema
í minningunni.
Nú er kominn 1. júní og í dag
hefði elsku Begga okkar orðið átján
ára. Þegar við lítum til baka fínnst
okkur að hún hafi upplifað miklu
meira en margir aðrir jafnaldrar
hennar. í stað gleðinnar sem við öll
væntum á afmælisdegi hennar er
þetta mesti sorgardagur í lífi okkar,
eins og allir þeir dagar síðan dauða
hennar bar að. Stóra skarðið í vina-
hópnum verður aldrei fyllt. Enginn
getur skilið þá miklu sorg er mynd-
ast við svona áfall nema hafa upplif-
að það sjálfur, það sjáum við einna
best núna. Þær eru ófáar spurning-
arnar sem leita í huga okkar, en við
fáum engin svör. Þegar svona hræði-
legt atvik á sér stað styrkist trúin á
Guð. Trúin sem ávallt hefur verið
óljós skýrist nú í huga okkar. Nú
trúum við að Begga sé á betri stað
þar sem Guð vísar henni réttu leiðina
og hún fær að njóta sín betur. Við
trúum því líka að Guð taki þá fyrst
til sín sem hann elskar mest.
Kolla, Svenni og systkini Beggu.
Við vonum að Guð styrki okkur öll
í þessarri miklu sorg og alla þá sem
elskuðu Beggu jafn heitt og við.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur hug þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Elsku Begga. Við kveðjum þig úr
þessum heimi með trega og þakk-
læti fyrir að hafa fengið að kynnast
þér. Állt virðist vonlaust núna, en
við trúum því að allt hafi sinn til-
gang í lífinu. Við vitum að við mun-
um hittast á ný á öðrum og betri
stað þar sem þú munt taka vel á
móti okkur. Við vitum að þú munt
fylgja okkur og vemda á lífsleiðinni.
Minningin um þig mun ávallt lifa
meðal okkar.
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
lögð í jörð með himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða,
ljúf og björt í dauða
lézt þú eftir litla rúmið auða.
(M. Joch.)
Þínir vinir,
Björn, Svanlaug,
Elísabet Áslaug og Jenna.
Rós og fjóla rauð og blá
runna grænum fegurð ljá
en liljan hreina á hvítum kjól
klæðin breiðir móti sól,
fegra blóm ei finna má
hún fegurð þína minnir á.
(K.N.)
Þessar Ijóðlínur lýsa vel ástkærri
mágkonu ininni og vinkonu, Berg-
lindi Gröndal, sem lést svo langt fyr-
ir aldur fram hinn 24. maí sl.
Engin orð fá lýst þeirri djúpu sorg
og þeim söknuði, sem eftir situr í
hjarta okkar allra sem Berglindi
þekktum. Elsku Kolla og aðrir ást-
vinir, megi Guð gefa okkur styrk,
ást og hlýju f þeirri sorg sem við nú
stöndum frammi fyrir.
Mín ástkæra Berglind, megi algóð-
ur Guð varðveita þig og veita þér
skjól I faðmi sínum.
Þar sem báran suðar létt við sand
og sólin gyllir bæði haf og land
og aldin glóa á eikum pl og rauð
og enginn maður þarf að líða nauð,
lífið við þig leiki hvar sem fer
og lán og gæfan jafnan fylgi þér.
Ég sé þig aftur seinna vinan kær
það sakar ei, þó á morgun verði í gær.
(K.N.)
Hlín Einarsdóttir.
Hún Berglind er dáin.
Það kemur yfir mann ólýsanlegur
tómleiki og sorg þegar ungt fólk í
blóma lífsins hverfur svo snöggt á
brott.
Fyrstu viðbrögð eru oft afneitun
á staðreyndum en svo sækja á mann
minningar. Minningarnar eigum við
alltaf og enginn getur tekið þær frá
okkur.
Við kynntumst Berglindi þegar við
vorum tíðir gestir á heimili hennar
í Ásgarði 6, þar sem við og Sigrún,
systir hennar, vorum óaðskiljanlegar
vinkonur. Við vorum táningar og
Berglindi fannst mjög spennandi að
fylgjast með öllu sem við gerðum og
gerðum ekki. Af öllum þeim stundum
sem við vörðum í Ásgarði 6 leið ekki
sá dagur að Berglind væri ekki ná-
læg. Hún var mjög glettin og bros-
mild stúlka sem var forvitin um ungl-
ingsárin og það sem þeim fylgdi.
En smátt og smátt fór þessum
stundum fækkandi því leiðir skildu,
Berglind varð táningur sjálf og fór
að bralla það sama og við gerðum
nokkrum árum áður.
Elsku Kolla, Sigrún, Mohammad,
Eiríkur, aðrir fjölskyldumeðlimir og
vinir, góður Guð styrki ykkur í hinni
miklu sorg. Guð blessi ykkur.
Ásdís Rósa og Guðrún Þóra.
í dag kveðjum við góða vinkonu
okkar, Berglindi Gröndal eða Beggu
eins og hún var kölluð. Það er skrít-
ið að sitja og semja minningargrein
um jafn lífsglaða stúlku eins og
Beggu. Begga vildi enga sorg, gleðin
var þar sem hún var. Hún vildi allt
fyrir alla gera þó að það kæmi niður
á henni sjálfri. í dag hefði Berglind
orðið 18 ára og ekki óraði okkur
fyrir því að við myndum vera við
jarðarför hennar á afmælisdeginum.
Við vinkonurnar höfum átt margar
góðar stundir saman og vorum allar
fullvissar um að afmælisdagurinn
yrði einn af gleðidögum okkar. Ein-
hvern tímann verða allir menn að
deyja. En hvers vegna að taka frá
okkur góða vinkonu sem átti allt líf-
ið framundan? Begga var falleg og
það er erfitt fyrir okkur að sætta
okkur við það að fá aldrei aftur að
sjá fallega brosið hennar.
Begga var félagslynd stúlka og tók
ávallt vel á móti vinum sínum og
öðrum sem til hennar komu. Síðast
þegar við hittum Beggu var hún
hress og kát eins og venjulega og
ákveðin í því að gera eitthvað
skemmtilegt, en ekkert varð úr því
og kvöddum við hana ánægða að sjá
með orðunum: „Bless, við sjáumst á
morgun." En við sjáumst ekki aftur
og erfitt er að sætta sig við þá stað-
reynd. Hún hefur yfirgefið þennan
heim, sem er heimur gleði og sorg-
ar. En ef það er til heimur þar sem
bara gleði ríkir þá vonum við að vin-
kona okkar sé þar, því þar á hún
heima.
Elsku Kolla, Sveinn og fjölskylda,
Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu
sorg. Berglind er farin en enginn
getur tekið frá okkur minninguna
um hana. Hún lifir í hjarta okkar til
æviloka. Með þessum orðum kveðjum
við elskulega vinkonu okkar, hana
Berglindi.
Upp til himins liggur leið
lífsins eftir þetta skeið.
Þar sem dýrðar ljósin ljóma
og iofgjörð tungu guði róma
og öll er horfin angurs neyð.
Þar er yndi, þar er friður,
þar er lífsins fagurt skjól.
Þar er engin þraut né kliður,
þar skín drottning náðar sól.
(Jón Ólafsson, Einarslóni.)
Hinsta kveðja.
Valdís og Helga.
Elsku Berglind, duglega frænkan
og barnapían, með fallega brosið.
Við þökkum þér samveruna oggeym-
um minninguna um þig.
Hvíl í friði.
íris og Lena Sól.
Hún elsku Begga mín er dáin.
Af hveiju þú, þú sem varst í blóma
lífsins, spumingarnar sem fljúga um
í huganum fá engin svör en guðs
vegir eru órannsakanlegir.
Það er sárt að hugsa um það að
eiga aldrei eftir að sjá þig aftur. Ég
kynntist Beggu sumarið 1991, þá
var ég búin að búa í næsta húsi við
hana I eitt ár en við höfðum aldrei
þorað að tala hvor við aðra fyrr en
þetta sumar, eftir það varð ég fasta-
gestur á heimili hennar og Kolbrún-
ar, móður hennar. Þar urðu margar
góðar kvöldstundir með henni og
vinahópi hennar. Ég varð svo lánsöm
að eignast dóttur mína, Guðrúnu
Elísabet, vorið 1991 og varð hún
yndið hennar Beggu strax og við
kynntumst. Hún var svo barngóð og
var alltaf tiibúin að passa fyrir mig
og frændsystkini sín og hjálpa öllum.
Begga mín vann í barnadeild Hag-
kaups í Kringlunni og ég gat ekki
keyrt framhjá eða komið við í Kringl-
unni án þess að dóttir mín væri að
biðja mig að fara til Beggu, þá var
hlaupið í fang hennar, látin halda á
henni út um allt og sýna henni öll
fötin og allt dótið. Það voru ófá skipt-
in sem við fórum að heimsækja
Beggu í vinnuna.
Við náðum mjög vel saman þótt
að ég væri nokkrum árum eldri en
hún, við gátum talað saman um allt
milli himins og jarðar og trúað hvor
annarri fyrir leyndarmálum.
Það er erfitt að eiga ekki eftir að
geta sagt við ömmu og afa sem ég
bý hjá „ég ætla aðeins að skreppa
yfír til hennar Beggu“ eins og ég
sagði svo til á hveiju kvöldi.
Elsku Begga mín, ég sakna þín
og ég vildi að ég gæti séð þig einu
sinni enn. Guðrún mín á eftir að
gera það líka þegar ég hef kjark til
að segja litlu barni að þú sért farin
og _að þú komir ekki aftur.
Ég get ekki svarað þessum spurn-
ingum sem ég á eftir að fá að heyra:
„Hvar er Begga?“ „Hvert fór hún?“
„Hvenær kemur hún?“ „Af hveiju
fór hún?“ Ég hef ekki svör við þess-
um spurningum. Ég veit að við eigum
eftir að hittast einhvers staðar, ein-
hvern tímann á öðrum stað og tala
aftur saman.
Elsku Kolbrún, Sveinn, systkini,
aðstandendur og vinir. Megi guð
styrkja ykkur í þessari sorg og þess-
um mikla missi.
Guð geymi þig elsku Begga mín
um ókomna tíð.
Þín vinkona,
Ellen Bára Þórarinsdóttir.
Mig langar, með eftirfarandi ljóði
eftir Áróru Guðmundsdóttur, að
minnast frænku minnar Berglindar
Gröndal sem lést hinn 24. maí síðast-
liðinn.
Mannsbarn
Er ungbarnið hjalar og augu þess brosa þér
mót,
þá andar um sál þína ljúfur og himneskur
friður
frá hljómkviðu lífsins og alheimsins undirrót
því engill af himni er stiginn á jörðina niður.
Hvert barn er sem geisli af brosi Guðs hér
á jörð,
það ber okkur veigar frá upphafsins tæru
lindum.
Þó sál okkar þrái að halda um hreinleik
þess vörð
við hljótum að grugga það með vorum dag-
legu syndum.
Og æska þess líður í gáska og glaðværum
leik.
Grátinn á bernskunnardögum, fékk mamma
að hugga.
En þegar að sjálfið er vaknað og komið á
kreik,
kannar það bráðlega, mannlífsins gleði og
skugga.
Hver skilur það afl og þau ókunnu máttar-
völd,
sem úrslitum virðast í hamingjuleitinni ráða.
Einn hlýtur munað, öðrum er tilveran köld.
En eins er þó gangan að síðustu fyrir þá
báða.
Því andinn í kyrrþey mun alltaf sinn skap-
ara þrá,
sem alla okkar fálmandi leit gegnum ævina
skilur.
Og aftur snýr geislinn að upphafsins ljósu
brá.
En eftir er skugginn, sem lindina tæru hylur.
Elsku Lilla frænka, guð gefi þér
og öðrum aðstandendum Berglindar
styrk í þessari miklu sorg.
Fyrir mína hönd og systur
minnar,
Rakel Linda Kristjánsdóttir.