Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1, JÚNÍ 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN SIGRÍÐ UR MA GNÚSDÓTTIR + Kristín Sigríð- ur (Jakobína) Magnúsdóttir var fædd 12. septem- ber 1913, í Litlu- Avík, Arneshreppi, Strandasýslu. Hún lést 24. maí 1994. Foreldrar hennar voru þau Guðbjörg íS>orsteinsdóttir og Magnús Guð- mundsson og var Kristín eina barn þeirra. Magnús lézt þegar Kristín var á fyrsta aldurs- ári og var hún með móður sinni fram til sjö ára aldurs er hún var tekin í fóstur af hjónunum Margréti Þorsteinsdóttur og Matthíasi Helgasyni, hrepp- sljóra, á Kaldrananesi, Kaldr- ananeshreppi, Strandasýslu. Þeirra börn, og fóstursystkini Kristínar, voru Þorsteinn, rit- höfundur og skólastjóri, Svan- hprg, húsmóðir, og Halldór, sem lézt ungur. Þau eru nú öll látin. Kristín giftist hinn 28. september 1947 Matthíasi Jóhanni Jónssyni, þá sjómanni. Þau skildu. Börn þeirra eru: Einar, byggingafræðingur, maki Guðrún Gubjörnsdóttir, ljósmóðir, Margrét, leikskóla- stjóri, Guðbjörg, kennari, maki Sigurður Einarsson, útgerðar- maður, Svandís, hjúkrunar- fræðingur, maki Gunnar >Haukur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri, og Viðar Már, hæstaréttarlögmaður, maki Guðrún Angantýsdóttir, kenn- ari. Barnabörn Kristínar og Matthíasar eru 14. Kristín starfaði, auk húsmóður- og uppeldisstarfa, við ræstingar á aðalpósthúsinu í Reykjavík í 19 ár, eða þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag. ÞEGAR ég frétti að hún amma hefði dáið varð ég mjög sleginn. Hún amma var alltaf svo lífsglöð og baráttuglöð og hafði alla tíð verið svo ung í anda. Þó allir hafí sína galla var amma þeim kostum gædd, að maður tók ekki eftir neinum göllum í hennar fari. Hún þurfti að beijast allt sitt líf og oft var það kannski erfítt hjá henni, en hverri hindrun sem varð í vegi hennar ruddi hún burt með atorku- semi og dugnaði. Við vorum hepp- in að fá að hafa hana með okkur og allt sem hún hefur kennt mér og sagt mun ég hafa að leiðarljósi allt mitt líf. Eg varð mjög leiður yfír því að hafa hana ekki lengur á meðal okkar, en hún mun aldrei d&yja í hjarta mínu, því fólk er í raun ekki dáið fyrr en það er gleymt. Minning henn- ar mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Ég vil votta þeim Möggu, mömmu, Dísu, Vidda ög Einari mína dýpstu samúð. Guð gefí að ömmu muni líða vel hinum megin við móðuna miklu og megi hún ávallt lifa í minningu okkar. Þinn einlægur, Einar Sigurðsson. í dag verður til moldar borin ástkær amma okkar, Kristín S. J. Magnúsdóttir. Amma Stína, eins og við barnabörnin kölluðum hana, var góð og hlý kona sem óskaði okkur ætíð hins besta í lífinu. Amma Stína var sannkölluð kjarnakona sem lét aldrei bilbug á sér finna þrátt fyrir að lífsbaráttan væri oft erfið. Það var ávallt gott að koma til ömmu Stínu og Möggu frænku á Tunguveginn, þar beið okkar ávallt hlýja og góða skapið var aldrei langt undan. Amma Stína var mjög gestrisin kona og við bamabömin munum seint gleyma ísköldu mjólkinni sem var borin fram í hvítu könnunni og kleinunum. Elsku amma Stína, við munum heldur aldrei gleyma setningunni þinni sem þú sagðir svo oft og kom okkur til að hlæja: ,Segiði ekki allt þetta fína frá Kína?!“ Við eig- um eftir að sakna þín þótt við vit- um að þér líði vel þar sem þú ert núna. Megir þú hvíla í friði. Kristín Rut, Þórlaug og . Stefán Óm Látin er í Reykjavík tengdamóð- ir mín Kristín S.J. Magnúsdóttir á áttugasta og fyrsta aldursári. Hún hafði lengi verið sjúklingur og kom því andlát hennar í sjálfu sér ekki á óvart. Þrátt fyrir það greip mig óþægileg tilfínning og því hvarflar hugurinn aftur í tímann og minn- ingar um mikilhæfa konu rifjast upp. Mig langar því að minnast hennar með nokkrum orðum og þakka henni fyrir árin sem við áttum samleið. Kristín fann snemma fyrir harðneskju lífsins, þegar hún tæp- lega ársgömul missir föður sinn. Móðir hennar átti ekki kost á að hafa hana áfram hjá sér og var Kristínu komið í fóstur að Kaldr- ananesi í Steingrímsfirði til hjón- anna Matthíasar Helgasonar hreppstjóra og Margrétar Þor- steinsdóttur konu hans. Þar ólst E R F í DRYKKJLR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaýlokks þjónusta <*» og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. VypltMM&uríeíuuiWm Erfidnkkjur Glæsileg kaffi- lilaðborð íídlegir salir og mjög góö þjónusta. IJpplýsingar ísíma 22322 FLUOLEIÐIR Bím LOFTLEIUIK hún upp við afar gott atlæti ásamt tveimur börnum þeirra hjóna. Ávallt litu þau Matthías og Mar- grét á hana sem eitt af sínum börnum. Kristín var komin vel á þrítugsaldur þegar hún hélt til Reykjavíkur til að nema matreiðslu á Hótel Skjaldbreið. I Reykjavík kynntist hún Matthíasi J. Jónssyni sem hún seinna giftist og átti með fimm börn. Þau slitu samvistum eftir nítján ára hjónaband. Kristín stóð þá ein uppi með börnin sín fimm á viðkvæmum aldri. Það er rétt hægt að ímynda sér hve erfitt það hefur verið fyrir hana á þeim árum að koma fimm börnum til manns. En Kristín lét ekki deigan síga og með atorku og dugnaði kom hún þeim öllum til mennta. Hún vílaði ekki fyrir sér að vinna myrkra á milli í því skyni því þar lá hennar metnaður. Henni tókst líka vel til og hafa þau öll átt giftu að fagna í lífinu. Þegar ég kynntist Kristínu fyrir nítján árum bjó hún í eigin hús- næði að Tunguvegi 58. Henni hafði tekist að koma þaki yfir sig og börnin og það gerði hún ein, án aðstoðar. Aldrei tók hún svo mikið sem eina krónu að láni því það var andstætt persónuleika hennar að skulda. Þess í stað vann hún því meira og kom því þannig fyrir að hún var heima hjá börnunum á daginn en lengst af starfaði hún við ræstingar hjá Pósti og síma. Kristín tengdamóðir mín var sterkur persónuleiki og þrátt fyrir að lífíð hafí ekki alltaf leikið við hana trúði hún á það og nægtir þess. Hvers kyns hégóma og hroka gat hún illa þolað enda gædd þeim manngildum sem stríddu gegn því. Tengdamóðir mín var hrein og bein og kom ávallt til dyranna eins og hún var klædd. Hún sagði sína meiningu umbúðalaust og fátt þoldi hún verr en kæruleysi og leti. Viðhorf hennar til lífsins var á þá Iund að láta gott af sér leiða og ævinlega var hún jákvæð. Henni líkaði ekki að talað væri um „að drepa tímann“. það var ekki í henn- ar anda því hún leit á hvert andar- tak þess virði að lifa því. Sjálf var hún skemmtileg kona og naut þess að syngja. Hún kunni kynstur öll af vísum og Ijóðum og söng þau jafnan með sinni fallegu rödd. Kristín fylgdist vel með því sem gerðist í þjóðfélaginu og hafði ánægju af íþróttum og ekki síður taflmennsku. Það var gagnstætt eðli hennar að gera kröfur til ann- arra sjálfri sér til handa. Hún þurfti ekki margbreytileika til að hafa ánægju af lífínu heldur naut hún þess á sinn hátt. Það sem gaf henni mest var að styðja börn sín út í lífíð og sjá þau vaxa úr grasi sem nýta og vel heppnaða einstaklinga. Hún hafði verið þeim bæði faðir og móðir og elskaði þau án eigin- girni. Margrét elsta dóttirin hefur búið við þá aðstöðu að geta sýnt móður sinni þakklæti sitt í verki með því að annast hana í veikind- um undanfarinna ára. Kristín var henni afar háð og Margrét var hennar stoð. Á milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og elska. Að Ieiðarlokum langar mig að þakka þessari merkiskonu, sem mér þótti afar vænt um og virti að verðleikum, fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Það hefur gert mig ríkari að manngildi. Þökk sé þér Kristín. Gunnar Haukur Gunnarsson. Guðbjörg móðir Kristínar er orð- in ekkja með dóttur sína eins árs 1914 og þá er hún sjálf 38 ára. Ekki þarf að fara mörgum orðum um þá erfiðleika sem ekkjur og munaðarleysingjar áttu við að búa efnalega á fyrri árum eða tilfínn- ingar þeirra sem urðu fyrir áföll- um. Sjálfsagt hefur þó samfélagið reynt að gera sitt besta og vinir og ættingjar rétt fram hjálparhönd eftii* sinni getu. Um 1920 er Kristín komin í fóst- ur að Kaldrananesi til hjónanna Margrétar Þorsteinsdóttur og Matthíasar Helgasonar. Þar ólst hún upp í hlýjum fjölskyldufaðmi og féll vel að þremur systkinum sem þar voru fyrir. Yngsta barn hjónanna á Kaldrananesi var Svan- borg jafnaldra Kristínar. Mikil og traust vinátta ríkti á milli þeirra meðan báðar lifðu. Og mjög lágu Kristínu hlý orð til fóstru sinnar sem hún mat umfram aðra. Matthí- as var tveggja ára er hann missti föður sinn og varð að fara til vandalausra. I æviminningum sín- um lætur hann þess getið að það hafi mótað afstöðu hans til þeirra er minna máttu og áttu um sárt að binda. Á 3. og 4. áratugnum var mann- margt í Kaldrananeshreppi og hver jörð setin. Útræði var stundað á öllum sjávaijörðum og töluvert var um aðkomufólk. Félagslíf var gott og samkomur haldnar og unað við heimafengið skemmtiefni. Þó ætla ég að vinnan hafi ávallt gengið fyrir - þessi endalausa stritvinna við heyjaöflun fram í september, sláturstörf, margvísleg þjónustu- störf á stóru heimili og þannig áfram ársins hring. Kristín var harðdugleg að hveiju sem hún gekk og trúmennsku hennar við- brugðið. Vel galt hún fósturlaunin. 1941 fór Kristín „suður“ eins og margir aðrir að leita nýrra tæki- færa og taka þátt í þeirri þjóð- félagsbyltingu sem þá var hafin. Þá var ennþá nokkuð um að stúlk- ur færu í vist á góðum heimilum á veturna og í kaupavinnu á sumr- in og þetta gerði Kristín fyrstu árin syðra. Var hún m.a. í Teigi í Fljótshlíð og á Hvanneyri. Um ára- bil vann hún í þvottahúsi Landssp- ítalans. Upp úr stríði kynntist Kristín síðan eiginmanni sínum Matthíasi Jónssyni frá Þórshöfn á Langa- nesi. Fyrsta barn þeirra, Einar, fæddist nokkru áður en þau hófu sambúð og var þá Kristín til húsa hjá foreldrum mínum, Stefáni og fóstursystur sinni Svanborgu, sem þá voru flutt hingað til Reykjavík- ur fyrir nokkrum árum. Ég var þá um fermingu og hafði lítið kynnst ungbörnum áður. Var mér það óþijótandi uppspretta vísdóms að fylgjast með þessu háværa drengkríli og viðbrögðum þess við því sem heimurinn hafði uppá að bjóða. Einar var velkominn gleði- gjafi fjölskyldunni allri og ég held að ég hefði ekki skilið hvað átt væri við ef einhver hefði minnst á óvelkomin böm. Kristín og Matthías stofnuðu heimili við fremur þröng efni og eignuðust fjögur böm í viðbót. Man ég þau fyrst undir lágreistri súð á Njálsgötu og síðar í risíbúð á Spít- alastíg, þar til þau eignuðust nýja íbúð í raðhúsi á Tunguvegi 58. Með stakri smekkvísi tókst Krist- ínu að gera heimili sitt vistlegt og aðlaðandi hversu þröngt sem búið var. Þrifnaður og myndarskapur var hennar eðli og aldrei heyrðist hún tala um að nokkuð vantaði uppá þessa heims gæði. Hún bar ekki stóra „respekt" fyrir kenning- um og „credo“ og hafði litla trú á nýtísku uppeldisfræðum, en börnin hennar öll fimm eru sérstaklega vel gert fólk, sem hvarvetna bera vitni góðri og heilsteyptri móður. Milli þeirra fóstursystra Kristín- ar og Svanborgar var alla tíð mjög náið samband og kærara með þeim en oft gerist með alsystkini. Þær tóku dijúgan þátt í lífi hvor annarr- ar, hittust oft og ekkert fjölskyldu- boð þótti fullsetið ef aðra hvora vantaði. Það góða samband hélst órofa meðan báða'r lifðu. Þegar Svanborg dó 1. mars í fyrra var eins og Kristín gæti ekki trúað því og leiddi það hjá sér og vildi aldr- ei heyra það nefnt. Kristín var hispurslaus og hafði ákveðnar skoðanir, sem hún lét í Ijós tæpitungulaust. Ekki voru það neinir sleggjudómar heldur álit sem var vel gmndað og oft krydd- að kímni og nærfærni um persónu- leika náungans. Minni hennar á fólk var frábært og þótti mér, sem barn að aldri fór að norðan, gott að spyija hana um ýmsa sem ég mundi óljóst eftir en hún gat lýst nánast sem stæðu ljóslifandi fyrir sjónum þrátt fyrir að áratugir væri liðnir. Kristín átti miklu barnaláni að fagna. Margrét elsta dóttir hennar bjó með henni alla tíð og veitti henni gott atlæti og öryggi eftir að heilsu fór að hnigna. Önnur börn hennar héldu við hana nánu sambandi ásamt tengdabörnum og barnabörnum. Kristín hóf vegferð sína vinafá og fátæk við lítið ver- aldarlán. Við ferðalok var hún umvafin ástúð barna sinna, ann- arra afkomenda og venslafólks. Hún sýndi lífinu trúnað og uppskar ríkulega. Við Hjálmfríður og Stefán, faðir minn, vottum aðstandendum sam- úð okkar. Halldór Stefánsson. Leiðir okkar Kristínar Magnús- dóttur lágu saman fyrir nokkram árum, þegar yngsti sonur hennar og yngsta dóttir mín gengu í hjóna- band og stofnuðu heimili. Kristín var sú manngerð sem óx í huga manns við nánari kynni. Hún var slíkum mannkostum búin að fág- ætt er. Móðir hennar, Guðbjörg Þor- steinsdóttir, vinnukona Litlu Ávík, dvaldi með barn sitt í vinnu- mennsku á ýmsum bæjum til sjö ára aldurs Kristínar. Kristín sagði mér að þetta hefði verið strangt líf hjá móður hennar og mundi hún eftir hvað hún hafði oft verið svöng á þessum tíma. Þó hafi móðir henn- ar reynt að hygla henni af sínum nauma skammti. Á þessum tíma voru mörg börn sársvöng á ís- landi. Við skulum því halda vöku okkar og sjá til þess að slíkt komi aldrei fyrir aftur hjá okkar þjóð. Sjö ára gömul var Kristín tekin í fóstur af ágætishjónum, Margréti Þorsteinsdóttur og Matthíasi Helgasyni, sem þá bjuggu í Kald- rananesi. Þar sleit hún barnsskón- um. í Kaldrananesi leið henni vel og vænkaðist nú heldur hennar hagur. Hún var alla tíð þakklát þessum ágætishjónum og minntist þeirra ætíð með virðingu og þökk. Tvö börn áttu þau hjón fyrir og reyndust þau Kristínu góð fóstur- systkini. Sérstaklega var kært með henni og fóstursysturinni Svönu. Svana andaðist fyrir nokkrum árum og var sárt saknað af Krist- ínu. Kristín gifti sig nokkuð fullorð- in, Matthíasi Jónssyni, og eignuð- ust þau fimm börn. Þau slitu sam- vistum. Kristín var strax staðráðin í því að halda hópnum sínum sam- an og hófst hún strax handa. Hófst nú aftur erfiður tími í lífi hennar. Hún stritaði myrkranna á milli, en missti aldrei sjónar á takmarki sínu að halda hópnum sínum saman. Það tókst henni meira að segja með ágætum; með ýtrustu spar- semi og nýtni. Hún skúraði á kvöldin í mörg ár hjá Pósti og síma. Öll bera börnin móður sinni fag- urt vitni því hún hvatti þau til dáða. Innprentaði þeim að mennt væri máttur og að Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur, því að hún skildi af eigin raun að allir þurfa að eiga heimili. Kristín átti fáa sér líka. Það er ekki lítið afrek að koma fimm börnum til manns og mennta og með sama sem ekk- ert í höndunum. Dásamlegt var að sjá hve öll börnin sýndu móður sinni mikla ástúð og kærleika síðustu æviár hennar. Einkum kom það í hlut elstu dótturinnar, Margrétar, að annast móður sína síðustu árin og eru systkini hennar innilega þakk- lát fyrir hvað hún annaðist móður þeirra af mikilli kostgæfni og vakti yfir velferð hennar og reyndar þeirra alla. Magga mín. Ég veit að það verð- ur einmanalegt á Tunguvegi 58 fyrst í stað. Tíminn læknar þó öll sár og það var ekki í hennar anda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.