Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 21 LISTIR KRISTINN Sigmundsson og Jónas Ingimundarson. Hver á afmæli í dag? IONIJSI Borgarlcikhúsið SÖNGUR OG PÍANÓLEIKUR Jónas Ingimundarson og Kristinn Sigmundsson. 30. maí 1994. „HVER á afmæli í dag?“ „Hann á afmæli hann Jónas, hann á af- mæli í dag!“ hljómaði í troðfullum sal Borgarleikhússins áður en tón- leikar þeirra félaga hófust. Sann- arlega glæsilega til afmælis boðið og líkt þeim félögum, Jónasi og Kristni. Yfir árafjöld hafa þeir unnið saman og mörgum veitt óblandna ánægju. Kristinn með sinni óvenju fallegu rödd og haf- andi raunar allt til að bera í af- bragðs söngvara, sem hann er vit- anlega. Röddin og hann sjálfur hafa þroskast síðan undirritaður heyrði hann síðast, tónlistarþrosk- inn uppá við og röddin í hina átt- ina. Dýptin er breiðari en var og um leið fallegri og þar gæti ég trúað að framtíðarröddin liggi. Sá bjarti litur sem nú er á hæðinni hlýtur þá að breytast og það er vel, því hvorutveggja heldur maður ekki, bjartri hæð og dökkum bassa, jafnvel ekki Mozart-bassa. Margt var mjög fallegt í Schu- bert-lögunum sem þeir byrjuðu tónleikana með og „In der Ferne“ reis þar kannski hæst, áhrifamikill flutningur, agaður og sum augna: blik minntu á Gerard Souzay. í aríunni eftir hlé var Kristinn í heimahögum og best létu honum síðustu tvær aríurnar úr Don Gio- vanni og Don Carlos, þar sem hlý og gefandi rödd Kristins naut sín sérlega vel, en litur raddarinnar er vitanlega ekki bara söngrödd heldur sú persóna sem maðurinn hefur að geyma. Varla er þó annað hægt en syngja aríuna fallega, svo ijári vel mótaði Jónas forspilið að henni. Þetta á Jónas til, að gera perlur úr oft litlu efni. Eg óska vini mínum Jónasi til hamingju með afmælið, sem ekki var nú gefið upp hve markilegt væri, en öll afmæli eru vitanlega merkileg þegar komið er á þroskaaldurinn. Jónas hefur gefið mörgum feikifallegar stundir, fengið hljóð- færi, jafnvel léleg hljóðfæri, til að syngja svo eftirminnilegt er, en sem betur fer á hann líka til að gera miður og hef ég stundum lent í því að minna hann á það á prenti. Ég ætla ekki að biðja Jónas afsökunar á þeim þætti skrifanna, hann veit að maður gagnrýnir ekki þá sem ekki geta betur og vini sína hættir manni kannske til að gagnrýna harðar en hina. Ein ástæðan er kannske sú að aldurs- munur á okkur Jónasi er sá sami og á mér og konunni minni og þar með verður dæmið enn skiljan- legra. Hafðu þökk fyrir fallegu stundirnar og ég vonast til að hitta fyrir óbrenglaðan húmor þinn, þeg- ar heim kem, ef ég slepp lifandi frá gagnrýnendunum á meginland- lnu- Ragnar Björnsson. TÓNLIST íslcnska ópcran LJÓÐASÖNGUR Ljóðasöngur: Guido Pikal tenór. Undirleikari: Alfred Walter. Söng- lög eftir Wilhelm Furtwangler, Karl Böhm, Siegfried Wagner, Rob- ert Heger, Hans Knappertbusch og Richard Strauss. 30. maí 1994. ÞRIÐJU tónleikarnir á Listahátíð Reykjavíkur lofuðu góðu, því þar skyldi koma fram ungur listamað- ur, frá háborg menningarinnar, Vínarborg, tenórsöngvarinn Guido Pikal, er samkvæmt efnisskrá hafði notið kennslu frægra söngvara og sungið víða um lönd. Þá var efnis- skráin forvitnileg en þar var að finna söngverk eftir fræga hljóm- sveitarstjóra og mikla kunnáttu- menn á sviði tónlistar, söngverk Sem sum hver voru algerlega óþekkt og í nokkrum tilfellum var um að ræða frumflutning, samkvæmt Mistök á Lista- hátíð kynningu undirleikarans, Alfred Walters. Það voru því nokkur von- brigði að Guido Pikal hefur hvorki rödd eða tækni, til að geta talist söngvari, sem eigi erindi á tónlistar- hátíð, jafnvel þó haldin sé á íslandi. Guido Pikal hafði ekki sungið mörg lög, er undirritaður tók að hugleiða hvort vert væri að rita gagnrýni um tónleikana. Við nánari umhugsun, var að fleiru að huga en söng Guido Pikals, því efnisskrá- in var áhugaverð og ekki síst, að hér hafði stjóm Listahátíðar gert alvarleg mistök. Listahátíð í Reykjavík þarf að huga að áliti sínu, ekki aðeins hér heima, því hugsan- legt er að Guido Pikal muni telja sér það til gildis, þegar hann þarf að tíunda afrek sín, að hafa komið fram á Listahátíð í Reykjavík. Lögin eftir hljómsveitarstjórana í Bayreuth eru mörg hver fallega gerð og af kunnáttu en ekki frum- leg eða sérlega persónuleg, heldur nánast dæmigerð fyrir rómantískt tónmál þess tíma. Undantekning að þessu leyti eru meistaraverkin eftir Richard Strauss; Allerseeen, Morgen og Zueignung, sem voru skást og næstum skammlaust flutt á þessum undarlegu tónleikum. Tónleikar Guido Pikals eru mis- tök, er varða bæði þá frábæru lista- menn, sem komið hafa fram á þess- ari hátíð frá upphafi og hljómleika- gesti, sem hafa sett traust sitt á stjórn Listahátíðar í Reykjavík um vandað val og hin bestu listgæði, framfærð af mikilhæfum lista- mönnum. T, . Jón Asgeirsson. Dýrið gengur laust KVIKMYNPIR Rcgnboginn NYTSAMIR SAKLEYSINGJAR (NEEDFUL THINGS) ★ ★ Leikstjóri Fraser Heston. Handrit byggt á samnefndri skáldsögu eftir Stephen King. Aðalleikendur Max Von Sydow, Ed Harris, Bonnie Bedelia, J.T. Walsh, Amanda Plum- mer. Bandarisk. Castle Rock 1993. MYRKRAHÖFÐINGINN gengur laus, í orðsins fyllstu merkingu, í smábænum Castle Rock, Maine. í líki Lelands (Max Von Sydow), stimamjúks forn- gripaverslunareiganda, sem kem- ur sér fyrir þarna í fámenninu. Brátt fara kyndugir hlutir að gerast, því eins og sálmaskáldið orti, „Andskotinn illskuflár, enn hefur snöru snúna...“ , þá vakir löngum fyrir Djöfsa að leggja gildrur sínar fyrir mannskepn- una, koma á úlfúð og illindum og hirða sálirnar að lokum. Hann hyglir íbúunum eftirsóknarverðu góssi úr versluninni og fer svo sem ekki fram á mikið, duggunar- litla smágreiða. En þeir felast í því að espa þorpsbúa upp hvern á móti öðrum á hinn lævíslegasta hátt og brátt er hinn friðsæli Castle Rock orðinn að logandi Víti sem hinn skeleggi löggæslu- maður staðarins (Ed Harris) botnar ekkert í, til að byija með. Við erum stödd á gamalkunn- um slóðum Kings, hinum „upp- diktaða“ bæ Castle Rock, sem komið hefur fyrir í mörgum bóka hans (og hið farsæla kvikmynda- fyrirtæki sem framleiðir myndina heitir eftir) og á sér hliðstæðu í Jerúsalem, þar sem vampýrusag- an hans, Salem’s Lot, átti að eiga sér stað. Nytsamir sakleysingjar er á svipuðum nótum; einn af öðrum ánetjast íbúarnir myrkra- öflunum, aðeins eitt, traust val- menni lætur ekki blekkjast og snýst ótrauður gegn þeim. Við erum enn og aftur komin á bólak- af í baráttu góðs og ills. King gæti sem hægast verið undir áhrifum Sympathy For the Devil, hinum gráglettna kveðskap The Rolling Stones þar sem dregin er upp allt að því samúðarfull dándimannsmynd af Kölska. Bók- in var óárennilegur doðrantur, hreinræktaðar afþreyingarbók- menntir einsog flest annað eftir metsöluhöfundinn. Krydduð nokkrum gálgahúmor sem kemst til skila í kvikmyndagerðinni, eins þær vinsamlegu ábendingar skáldsins að forðast beri allt hið illa... En þetta er allt til gamans gert og ekki ætlað að rista djúpt, dæmigert amerískt sumarbíó. Max Von Sydow gefur myndinni aukið skemmtanagildi þar sem hann fer hamförum í hlutverki Paurans óg J.T. Walsh ofleikur reyndar, en riær þó réttum tökum á dæmigerðri skoppersónu úr smiðju skáldsins. Sæbjörn Valdimarsson Þekkir þú alla möguleika til ávöxtunar í verðbréfum? SVARIfí STENDUR í„ VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA Hvernig er best nð ávaxtn peninga?“ / I bókabúðum um land allt! Einn virtasti jazztónlistarmaður Gerry Mulligan saxófónleikari ásamt the Gerry Mulligan Quartet, Ted Rosenthal, píanóleikari Dean Johnson, bassaleikari Ron Vincent, trommur Háskólabió Föstudaginn 3. júní kl. 20:00 Miðasala í íslensku óperunni sími: 11475

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.