Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 43 I DAG Arnað heilla GEFIN hafa verið saman í hjónaband í Newport Beach í Kaliforníu Guð- laug Rósinkranz og Keith William McFatridge III. BRIDS llmsjón Guðm. Páll Arnarson Brids er ein af örfáum íþróttagreinum þar sem aldur keppenda skiptir til- tölulega litlu máli hvað varðar árangur. Haldi menn þokkalegri heilsu geta þeir spilað í hæsta gæðaflokki fram eftir öllum aldri. Sem dæmi má taka sveit Ron Gerards, sem varð í öðru sæti í Vanderbilt-keppninni nýlega. Meðalaldur sveitar- félaga er 60 ár (Kaplan, Kay, Steiner og Lazard). Lazard virðist sérstaklega hafa verið í góðu formi. Við höfum nýlega séð varnar- spil með honum í þessum þætti, og hér er annað, enn glæsilegra: Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 10 ¥ Á ♦ ÁKD853 ♦ D10542 Vestur ♦ Á84 ¥ G10972 ♦ 96 ♦ 876 Austur ♦ DG532 ¥ 863 ♦ 104 ♦ KG9 Suður ♦ K976 9 KD54 ♦ G72 ♦ Á3 Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 tíglar Allir pass Gerard var í vestur og leysti fyrstu þrautina þegar hann lagði af stað með spaðaás. Komi eitthvað annað út vinnst spilið auðveldlega með því að henda spaða niður í hjartakóng. En síðari þrautin var þyngri viðureignar. Ef vestur spilar hlutlausu spili í öðrum slag, trompi eða hjarta, lendir austur í kast- þröng í svörtu litunum þegar fram líða stundir. Sagnhafi tekur trompin, hjónin hjarta, spaðakóng og stingur spaða. Klárar svo tíglana: Norður ♦ - ▼ - ♦ 5 ♦ D10 Vestur Austur ♦ - ♦ D ▼ G ♦ - 11 ¥ - ♦ - ♦ 87 Suður ♦ 9 ¥ - ♦ - ♦ Á3 ♦ KG Austur er þá vamarlaus þegar síðasta tíglinum er spilað. Þetta sá Lazard fyrir og skipti yfir í lauf í öðrum slag og klippti þar með á sam- ganginn fýrir þvingunina. Þessi vöm gat ekkert kostað, því ef austur átti ekki lauf- gosann lá kóngurinn fyrir svíningu hvort sem ,var. Hlutavelta Þau styrktu Rauða kross íslands ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu nýlega og varð ágóðinn 6.130 krónur. Þau heita Stefán Atli Jakobsson, Jón Bjarni Friðriksson, Eiríkur Oddsson, Eiríkur Bjarki Jóhannesson, Oddný Ófeigsdóttir og Freysteinn Oddsson en hann vantar á myndina. Með morgunkaffinu Ást er, Þegar öll eggin eru í cinni körfu. TM Reg U.S P«t Otf,—a* rightt rM«rv«d • 1994 Los Angetes Times Syndicatt /•m Jú, elskan, ég er mjög hrifinn af heilsufæðinu þínu. En ertu viss um að kaktus-bollur séu jafn hollar og sagt er? HOGNIHREKKVISI é<S ER A€> bJÁLFA N-ýjAN STARESKRAFT. " LEIÐRETT Rangt nafnt í undirskrift Rangt nafn slæddist inn í undirskrift undir seinni minningargreinina um Hannes S. Guðjónsson á blaðsíðu 33 í Morgunblað- inu í gær. Höfundar grein- arinnar em tveir sonarsynir Hannesar, bræðumir Hannes Svanur og Ingvar Grétarssynir, og áttu nöfn þeirra að standa undir greininni. Hlutaðeigendur em innilega beðnir afsök- unar á þessum mistökum. Hluti setning- ar féll niður Síðasti hluti formála að minningargreinum um Ás- mund Matthíasson, fyrr- verandi aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík, á blaðsíðu 30 í Morgunblað- inu í gær, féll niður. Þar kom fram, að útför Ás- mundar fór fram frá Bú- staðakirkju í gær. Þá féll niður hluti ljóðlínu úr sálmi Stefáns Thor., sem Ár- mann Kr. Einarsson vitnaði til í minningargrein sinni um Ásmund. Birtast erind- in tvö því hér á nýjan leik: STJÖRNUSPA eftlr Frances Drakc Ég heyri Jesú himneskt orð: „Sjá, heimsins Ijós ég er. Lit þú til mín, og dimman dvín og dagur ljómar þér.“ Ég leit til Jesú, Ijós mér skein, það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal að Drottins náðarstól. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Hlaut 79 atkvæði í frétt á blaðsíðu 10 í Morgunblaðinu í gær, þar sem skýrt er frá kosningu til formanns Rithöfunda- sambandsins féll niður at- kvæðamagn, sem Kirstján Jóhann Jónsson hlaut. Hann hlaut samtals 79 atkvæði og er beðizt vel- virðingar á mistökunum. * TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú vinnur oft betur útaf fyrir þig en með öðrum og vilt gjarnan ráða ferðinni. Hrútur (21. mars - 19. april) Ættingi trúir þér fyrir leynd- armáli í dag og þér gefst tími til að sinna einkamálun- um. Viðskipti ganga vel. Naut (20. apríl - 20. maí) fl^ Vinur leitar eftir aðstoð við lausn á vandamáli. Félagar vinna vel saman og sumir eru að undirbúa ferðalag. Tvíburar (21. maí- 20. júní) 4» Taktu með varúð tilboði um skjóttekinn gróða. Kynntu þér vel staðreyndir málsins. Þér býðst ábyrgðarstarf. Krabbi (21. júnl — 22. júlf) HSS8 Þér getur mislíkað eitthvað varðandi framkomu vinar, en átt góð samskipti við aðra f dag. Ferðalag er framund- an. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú gætir þurft að greiða ' gamla skuld í dag. Eining ríkir hjá ástvinum og þú getur gert vinnufélaga mik- inn greiða. Meyja (23. ágúst - 22. september) Fyrirhuguðum fundi sem þú ætlaðir að sækja verður frestað. Þeir sem eru lausir og liðugir fá að kynnast ást- inni í dag. Vog (23. sept. - 22. október) Þú vekur hrifningu einhvers sem þú átt viðskipti við í dag. Framkoma þín veitir þér velgengni og skilar góð- um árangri. Sporddreki (23. okt.-21.nóvember) Þú hefðir gaman af að bregða þér í bíó eða á góðan veitingastað í dag. Skemmt- analifið er þér ofarlega í huga. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Þú hefur skyldum að gegna heima árdegis. Nú er ekki rétti tíminn til að taka fjár- hagslega áhættu. Hafðu hagsýni að leiðarljósi. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Eitthvað amar að hjá þér árdegis, en þú hressist þegar á daginn líður. Þér berast gleðifréttir varðandi vinn- una. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) ðh Framlag þitt í vinnunni er mikils metið í dag. Breyting- ar geta orðið á tímasetningu fyrirhugaðs mannfagnaðar. Víxlun á listum Fiskar í töflu yfir kosningaúr- slit á Suðureyri i Morgun- blaðinu í gær víxlaðist heiti tveggja lista, F og G. Þær tölur, sem sagðar eru hafa hlotnazt G-list- anum á F-listinn og öfugt. F-listinn hlaut 3 menn kjöma, en G-listinn eng- ann. Beðizt er velvirðingar á mistökunum (19. febrúar - 20. mars) Óvæntir gestir geta heimsótt þig í dag. Hlustaðu vel á það sem aðrir hafa til málanna að leggja áður en þú tekur afstöðu. Stjörnuspdna d að lesa sem dœgradvöl. Spdr af þessu tagi byggjast ekki d traustum grunni visindalegra stod- reynda. METAi WOODS Full búð af golfvörum. 20% afsláttur af heilum golfsettum. Golfpokar á tilboðsverði Golfkerrur kr. 6.800,- mWrh GRAPHITE SHAFT 40'/2' STEELSHAFT 40' GRAPHITE SHAFT 391/2* STEEL SHAFT 39' v.- - varða víðtæk fjármálaþjónusta Landsbanki íslands Bankl allra landsmanna „Jöfn dreifing útgjalda ... gjörið svo vel“ Þú gerir fjárhagsáætlun fyrir næstu 12 mánuöi og þjónustufulltrúinn sér um að dreifa útgjöldunum jafnt á áriö. Varðan vísar þér leiðina að fyrirhyggju í fjármálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.