Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 AKUREYRI Þriggja dag’a lýðveldis- hátíð haldin á Akureyri Minnismerki vígft á Hamarskots- klöppum og 15 þúsund plöntur gróðursettar á Rangárvöllum > EFNT verður til þriggja daga hátíðahalda á Akureyri í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins og standa þau frá 17.-19. júní. Lýðveldishátíðarnefnd hefur staðið að undirbúningi í sam- starfi við mörg félög að undan- förnu. Hátíðin hefst á Hamarkotsk- löppum við fánastöng Akureyrar þar sem nýtt minnismerki um 50 ára lýðveldi verður kynnt en það er eftir Friðrik Örn Haraldsson myndlistarskólanema og útfært í kopar af Jóhanni Kristinssyni. Flutt verða ávörp, haldin helgi- stund, sungið og spilað og fjallkon- an mætir í fullum skrúða. Aðalhátíð dagsins verður í Lysti- garðinum þar sem verður samfelld dagskrá síðdegis. Sýning félags áhugaljósmyndara „Þá og nú“ verður í Listhúsinu Þingi þar sem bornar eru saman nýjar myndir við eldri. Unglingaskemmtun verður í göngugötu og á Ráðhústorgi síð- degis og um kvöldið verða tveir dansleikir í miðbænum, 20 manna harmonikkuhljómsveit leikur í göngugötu en tónlistin á torginu er sniðin að yngra fólki. 15 þúsund plöntur Nefndin skorar á sem flesta Akureyringa að koma að Rangár- völium til gróðursetningar í gilinu ofan Giljahverfis en þar er tak- markið að gróðursetja jafnmargar tijáplöntur og bæjarbúar eru eða um 15 þúsund. Harmonikkutónlist- in mun duna við gróðursetninguna og hestamenn kynna nýjan skeið- völl í nágrenninu. Skátar munu setja upp tívolí og þá verður væntanlega íslands- meistarakeppni í spyrnu á Tryggvabrautinni. Fjölskylduhátíð verður í Kjarnaskógi sem hefst með kvennahlaupi og lýkur með risagrillveislu en stöðug dagskrá með fjölbreyttum skemmtiatriðum verður allan daginn. 16 áratónskáld Lokaatriði þessarar þriggja daga hátíðar fer fram í Iþrótta- skemmunni þar sem Blásarasveit æskunnar blæs hátíðina af. m.a. með frumflutningi hljómsveitar- verks eftir 16 ára Akureyring, Davíð Brynjar Franzson. Lýðveld- ishátíðarnefndin býður öllum bæj- arbúum endurgjaldslaust á þessa tónleika. Stefnt að undirritun málefnasamnings VIÐRÆÐUM fulltrúa Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar hefur miðað í rétta átt að sögn Gísla Braga Hjartarsonar, Alþýðu- flokki, og var í gærkvöld stefnt að því að undirrita samkomulag um myndun meirihluta þessara flokka. Þrír formlegir fundir með fulltrúum flokkanna hafa verið haldnir og síðdegis í gær fóru þeir yfir málin hver í sínum herbúðum eins og Þórarinn E. Sveinsson, Framsóknarflokki, orðaði það. Gengið hefur verið frá mál- efnasamningi í grófum drátt- um, en fyrirhugað að leggja ítarlegri vinnu í einstök mál. Ljóst er að Jakob Björnsson verður bæjarstjóri og formaður bæjarráðs. Morgunblaðið/Rúnar Þór STÍF fundarhöld hafa verið síðustu daga hjá fulltrúum Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Þeir Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðu- flokki, og Jakob Björnsson, Framsóknarflokki, sem verður bæjarstjóri ræðast við á léttu nótunum, en Þórami E. Sveins- syni þótti vissara að kanna höggdeyfa á Fiat-bifreið Gísla Braga sem hann telur fullvíst að haldi út kjörtímabilið — jafn- vel þótt bæjarstjórinn fái oft far með kratanum. Menntaskólinn á Akureyri Níu tilboð í 2.400 m2 byggingu NÍU tilboð bárust í nýbyggingu við Menntaskólann á Akureyri en tilboð voru opnuð í gær. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 215 milljónir króna. Lægsta tilboðið er frá Fjölni hf. á Akureyri 168,6 milljónir króna eða 78,4% af kostnaðar- áætlun, SS-Byggir sendi inn tvö tilboð, 178,6 milljónir og 180,7 milljónir króna, eða 83,1-84,1% af áætluðum kostnaði. Ossi hf. bauð 186,6 milljónir eða 86,8% af kostnaðaráætlun, Vör bauð 191,1 milljón króna í verkið eða 89% af kostnaði, Blikk- og tækniþjónustan og Þengill Jó- hannsson 197,4 milljónir ogtil- boð SJS-verktaka var 201,9 milljónir. Trésmiðjan Borg á Húsavík bauðst til að vinna verkið fyrir 205,2 milljónir og ístak í Reykjavík fyrir 226,4 Ljósmynd/Páll A. Pálsson ÁTTA verktakar bjóðast til að reisa nýbyggiugu við Menntaskólann á Akureyri en framkvæmdir hefjast í sumar. Nemendur sk.ólans mynduðu á dögunum útlinur nýbyggingarinnar og eins og sjá má á myndinni tengist húsið bæði Möðruvöllum og gamla skóla. og var það eina tilboðið af þeim sem bárust sem var yfir kostn- aðaráætlun. Ráðgert er að taka fyrstu skóflustungu að byggingunni 17. júní næstkomandi. Húsið sem byggt verður er tæpir 2.400 fermetrar, að mestu á einni hæð og tengist það Möðru- völlum, húsi raunvísindadeildar og gamla skóla með göngum. Kennslustofur á aðalhæð ný- byggingar verða 10, þar verður einnig bókasafn með lestrarsal fyrir um 100 nemendur og svo- kallað miðrými sem verður dag- legur íverustaður nemenda með aðstöðu til veitingahalds, samkomustaður verður þar og félagsmiðstöð. Forleikur listasumars FORLEIKUR að listasumri er yfírskrift tónleika sem haldnir verða í safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju annaðkvöld, fimmtudagskvöldið 2. júní kl. 20.30. Þetta eru síðustu tónleik- ar Tónlistarfélags Akureyrar á starfsárinu. Á tónleikunum leikur Daníel Þorsteinsson einleik á píanó, verk eftir Bach, Brahms og Schubert. Daníel Þorsteinsson hóf tónlistarnám í Neskaupstað og hélt því áfram í Reykjavík og síðan í Amsterdam, en hann útskrifaðist úr Sweelinck tón- listarháskólanum árið 1993. Daníel hefur víða komið fram á tónleikum og mun hann í sum- ar leika ásamt Sigurði Halldórs- syni sellóleikara á tónleikum í St. Martin-in-the-Fields-kirkj- unni í Lundúnum. 10. bekk gekk vel á Laugum UMSÓKNARFRESTUR um skólavist í 10. bekk Framhalds- skólans á Laugum rennur út á föstudag. Við skólann er starf- rækt ein 10. bekkjardeild og í vetur voru 25 nemendur við nám í þeim bekk. Náðu nemendur að meðaltali mjög góðum árangri í samræmdum prófum. Var bekkurinn sér á vist og varð strax mjög samheldinn, en umsjónarkennari í vetur var Sverrir Haraldsson. Námsað- staða sem og aðstaða til íþrótta- og félagslífs er góð á Laugum. Að ioknum grunnskólapróf- um var farið í lysti- og menning- arreisu til Akureyrar þar sem framhaldsskólarnir voru skoðað- ir og einnig listagilið. * A spítala eft- ir hestaspörk TVEIR voru fluttir á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri um helg- ina eftir að hestar höfðu sparkað til þeirra. Fyrra atvikið varð á laugar- dag er stúlka datt af hestbaki við golfvöllin að Jaðri en svo óheppilega vildi til að hesturinn datt einnig. Hann sparkaði frá sér þegar hann var að koma sér á fætur aftur og lenti höggið á höfði stúlkunnar. Hún var með hjálm á höfði sem eflaust hefur bjargað að ekki fór illa. Stúlkan fékk að fara heim af sjúkrahúsi að Jokinni skoðun. Á sunnudag var karlmaður fluttur á sjúkrahúsið en hestur hafði slegið til hans við bæinn Munkaþverá í Eyjafjarðarsveit. Atvinnulausir ræða ígulker GUNNAR Blöndai verður gestur í Miðstöð fólks í atvinnuleit í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í dag, miðvikudag, frá kl. 15 til 18 og mun hann ræða um reynslu sína af ígulkera- vinnslu I Eyjafirði og svara fyrir- spurnum þátttakenda. Kaffi og brauð verður á borð- um og dagblöð liggja frammi. Þá tekur umsjónarmaður á móti pöntunum og annast skráningu fyrir lögmannavaktina sem starfrækt er í Safnaðarheimilinu frá kl. 16.30 tii 18.30 alla mið- vikudaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.