Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ég hræðist ekki úlfa. Látið mig um skjáturnar. Ég er góði hirðirinn . . . Hvernig bregðast menn við auknum aflasamdrætti? Ólafur Rögnvaldsson Menn gerðir að vanskila- mönnum Guðbjartur Ásgeirsson Horfir illa við okkur hér vestra „ÉG KVÍÐI því hvernig við eigiim að halda uppi atvinnu fyrir fólkið og veit ekki hvernig á að bregð- ast við þessu. Hvernig eiga menn að standa í skilum? Skilamenn verða gerðir að vanskilamönnum með þessu,“ sagði Ólafur Rögn- valdsson framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Hellissands. „Fiskurinn virðist líka allur vera hér uppi í landsteinum. Það sýna aflabrögðin á Breiðafirði í vetur og síðustu tvö árin. Það er miklu minna af þorski á djúpslóð en meira af honum á grunnslóð en verið hefur,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði að skerðingin kæmi afar illa við sitt fyrirtæki, 80-90% af allri vinnslunni væru þorskur í Hraðfrystihúsinu. „Ég veit ekki hvemigþessirmennætlasttil þess að við drögum fram lífið. Ég held að ráðamenn hefðu átt að vera víðsýnni hér á ámm áður þegar þeir hieyptu 20-30 fram- sóknartogurum á hvert kmmma- skuð sem er orðið gjaldþrota í dag. Það ætti að draga þessa menn til ábyrgðar," sagði Ólafur. „ÞETTA hefur mikil áhrif, ekki bara á okkur, heldur alla þá sem hafa byggt allt sitt á þorskveiðum. Ég hef heyrt að það sé alveg geig- vænlegt sem fleygt er af þorski í sjóinn vegna kvótaleysis og auð- vitað verður bara aukning á því,“ sagði Guðbjartur Ásgeirsson skip- stjóri á Guðbjörgu ÍS. „Mér finnst fiskifræðingamir vera alltof svartsýnir miðað við lífið í sjónum. Það hefur orðið vart við mikið meira af þorski síð- asta árið, ekki bara fyrir vestan heldur í kringum allt landið. Menn til sjós verða varir við það betur en Kristján Ragnarsson við sitt skrifborð." „Ég er ekki að fara fram á stór- kostlega aukningu heldur hefði ég viyað að þessu hefði verið haldið í horfinu og ekki farið niður fyrir það sem var á síðasta ári. Fyrir byggðarlögin mörg hér fyrir vest- an horfir þetta illa við mönnum. Ég veit ekki með nýja skipið okk- ar, hvemig útgerðarmynstur verð- ur á þvi, en sjálfsagt verður það meira í rækjuveiði og úthafskarfa- veiði," sagði Guðbjartur. Ákvörðun um leyfilegan heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár Tillaga Hafrann- Leyfilegur sóknastofnunar heildarafli Tegund lestir lestir Þorskur 130.000 155.000 Ýsa 65.000 65.000 Ufsi 70.000 75.000 Karfí 65.000 80.000 Grálúða 25.000 30.000 Skarkoli 10.000 13.000 Sfld 120.000 120.000 Humar 2.200 2.200 InnQarðarækja 5.700 5.700 Úthafsrækja 45.000 50.000 Hörpudiskur 10.050 10.060 Gunnar Ragnars Gerum allt tilað halda sjó „MIÐAÐ VIÐ að krókabátar hefðu frítt spil og línutvöföldun yrði áfram við lýði var \jóst að afla- heimildir til aflamarksskipa myndu skerðast. Við bjuggum okkur undir það og auk þess hef- ur stefnt í þetta. En mönnum bregður í brún þegar tillögumar em staðfestar," sagði Gunnar Ragnars forstjóri Utgerðarfélags Akureyringa. Hann sagði að þetta væri gífurleg skerðing og auk þess vofði yfir skerðing í öðmm tegundum. „Ég var svona að slá á það að þetta gæti orðið heildarskerðing hjá okkur yfir 3.000 tonn sem þýddi 3-400 milljóna kr. tekjutap á næsta fiskveiðiári. Á síðasta fiskveiðaári var tekjutap okkar um 300 milljónir kr. þannig að þetta verða um 6-700 miHjónir kr. á tveimur ámm,“ sagði Gunn- ar. Hann vildi ekki spá neinu um hvort þetta leiddi til samdráttar í starfsemi fyrirtækisins. „Við höf- um á undanfömum ámm þrátt fyrir þessar skerðingar aukið framleiðsluna og veltuna. Við ger- um allar ráðstafanir tdl að halda sjÓ.“ Á að skila aftur bolfisk- og rækjukvóta til togara- útgerðarinnar? Gunnar sagði að í Ijósi stöðunnar nú og góðs ástands loðnustofnsins mætti skoða hvort ekki væri tíma- bært að skila aftur bolfisk- og rækjukvóta til togaraútgerðarinn- ar sem loðnuflotinn fékk á sínum tíma þegar illa horfði í loðnuveið- um. „Þetta var á sínum tíma yfir- fært til loðnuflotans vegna vand- ræða hans þegar loðnuveiðar duttu niður. Nú erum við í vand- ræðum og spuming er hvort kvót- inn eigi að ganga til baka,“ sagði Gunnar. Tölfræði Hafrannsóknastofnunar Góðar aðstæður til að byggja upp FISKIFRÆÐIN er umdeild og oft er sagt um hana að hún sé ung og óná- kvæm vísindagrein. Gunn- ar Stefánsson er tölfræð- ingur Hafrannsóknastofn- unar og það kemur í hans hlut að vinna úr rannsókn- um og upplýsingum frá fiskifræðingum. Rann- sóknir í fiskifræði hafa staðið allt frá því um síð- ustu aldamót, m.a. hér við land og við Noreg. Því er einnig haldið fram að reiknilíkanið sjálft sé nýtt og takmarkað á því að byggja, en undirstöðuatr- iðin í því komu fram um 1918 og heildarmynd á reiknilíkönin, sem við not- um í dag, kom fram í bók sem var gefin út 1957. Þetta er því ekki eins nýtt og menn vilja vera láta. Síðan hefur bæst við þekkinguna. Á undanförnum einum til tveimur áratugum hafa menn verið að bæta við fjölstofna hugleiðingum og áhættugreiningunni. Nú er rétti tíminn — En er nokkur vissa fyrír því að stofninn muni stækka þó að dregið verði úr sókn? Eru ekki margir aðrir þættir sem skipta máli en veiðin? „Auðvitað er þetta háð um- hverfísaðstæðum og að vissu leyti má segja að þetta sé spuming um heppni. Það eru nokkrir þættir sem spila inn í. Einn þeirra er vöxtur einstaklinganna. Það skiptir máli hvað margir einstaklingar verða kynþroska á hvetju ári og eins skiptir miklu máli hvernig nýliðun kemur út. Eins og staðan er núna erum við með þorskstofn sem er mjög lítill. Það er mjög lítið af eldri fiskum í stofninum. Uppi- staða í veiðinni er ungur þorskur, smáfiskur. Þetta er fiskur sem er að vaxa mjög hratt. Þess vegna fínnst manni afskaplega ótrúlegt annað en að þegar umhverfisað- stæður eru góðar, eins og núna er, að þá muni stofninn stækka hratt.“ — Þú telur þá að aðstæðurnar í sjónum séu þess eðlis að það sé betra núna en oft áður að byggja upp stofninn? „Já, á því er enginn vafi. Ef við reiknum þetta með sama hætti og innlögn á bankabók þá má segja að vextimir séu alveg sérstaklega háir í dag. Sumir hafa reyndar haft tilhneig- ingu til að hæðast að þess konar útreikningum, en ég get nefnt þorskárganginn frá ár- inu 1983 sem dæmi um hvað til mikils er að vinna. Það voru veidd- ir um helmingi fleiri einstaklingar af fjögurra ára fiski en sex ára úr þeim árgangi. Hann tvöfaldaði hins vegar þyngd sína á milli þess- ara ára, þannig að þessir helmingi fleiri fiskar voru álíka þungir sam- tals fjögurra ára og þeir voru sex ára. Þessar tölur hljóta að verða til þess að menn spyiji sig hvort ekki hefði borgað sig að geyma eitthvað af þessum físki í tvö ár frekar en að veiða hann fjögurra ára.“ Getum aukið veiðar um aldamót — Hvenær getum við átt von á að geta aukið veiðina aftur ef við drögum úr sókn núna tímabundið? „Það fer svolítið eftir því hvað við erum heppnir. Það skiptir máli hvort vaxtarskilyrði í hafinu verðá áfram góð og hvort þorskár- gangurinn á þessu ári verður góð- ur. Þorskárgangurinn frá árinu Gunnar Stefánsson ► GUNNAR Stefánsson hefur starfað sem tölfræðingur við Hafrannsóknastofnun í 11 ár. í hans hlut kemur að vinna úr þeim upplýsingum sem fiski- fræðingar afla og setja fram, í samráði við þá, tölur um hversu mikinn fisk er óhætt að veiða á íslandsmiðum. Gunnar er fæddur 9. ágúst 1955. Hann er kvæntur Krist- ínu Rafnar hagfræðingi og eiga þau tvö börn. Foreldrar Gunnars eru Stefán Aðal- steinsson og Signe Kristine Sætre. 1993 er einna skástur af þeim árgöngum sem hafa komið fram á undanförnum árum. Hann hefur verið metinn á 180 milljónir ein- staklinga. Meðalárgangurinn er hins vegar í kringum 200 milljón- ir. Þessi stofn verður ekki veiðan- legur fyrr en árið 1997. Ef við viljum nýta árgangana betur og reyna byggja upp stofninn væri skynsamlegra að veiða hann ekki fyrr en hann er orðinn sex ára eða tveimur árum seinna. Við erum því að tala um að um aldamótin getum við farið að vonast eftir einhveijum bata að ráði.“ — Undanfarin ár hefur nýiiðun í þorski verið léleg. Hefur það ekki áhrif á ykkar tillögur? „Jú, að sjálfsögðu. í síðustu átta eða níu árgöngum eru að meðaltali um 130 milljónir ein- staklinga sem þriggja ára fiskur. Fram að þeim tíma var meðal- talið 220 milljónir. Hver þriggja ára fískur gefur af sér að jafnaði 1,6-1,8 kíló í afla. Það sést á þessum tölum hvað það er ofboðs- léga mikiil munur á þeim grunni sem við höfum á að byggja við veiðamar. Þeim mun stífari sem við veiðum þeim mun yngri er þorskurinn sem við veiðum og því léttari er hann þegar við veiðum hann.“ „í árlegri skýrslu Hafró er fyrst og fremst horft á fískifræðilegu rök. Þar er innbyggt að lágmarki að fá sem mestan afla út úr hveij- um árgangi sem kemur inn. Að hluta til er einnig tekið tillit til kostnaðar við útgerðina. í aðalat- riðum notum við þó hrein fiski- fræðileg rök. Fyrir nokkrum mán- uðum var skipuð sérstök nefnd með sérfræðingum frá Hafrann- sóknastofnun og Þjóðhagsstofnun og þar var tekið beint tillit til efna- hagsþáttanna líka. Þar var metinn kostnaður og hagnaður af vinnslu og einnig framlag til þjóðarfram- leiðslu. Það var alveg sama þó að þessir þættir væru teknir inn í dæmið. Það borgaði sig samt að reyna að draga úr sókninni." Það borgar sig að leyfa fiskn- um að stækka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.