Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 9 I FRÉTTIR ÞÓRÓLFUR Árnason kynnir safnkortið. Safnkorti Esso fylgja fríðindi OLÍUFÉLAG íslands hf. tekur í notkun í dag Safnkort, fríðindakort fyrir einstaklinga sem staðgreiða við- skipti sín við bensínstöðvar ESSO, verslanir, smurstöðvar og grillskála félagsins um allt land. Að sögn Þórólfs Árnasonar, hjá markaðssviði Olíufélagsins, er mark- miðið að auka markaðshlutdeild sína, auka hlut staðgreiðsluviðskipta, sem nema um 70%. og umbuna góðum viðskiptavinum. Safnkortið virkar þannig að í hvert skipti sem viðskiptavinur staðgreiðir bensín, vörur eða þjónustu fær hann punkta. Punktarnir eru reiknaðir saman ársfjórðungslega og ef við- skiptavinur er kominn með 20 þús- und punkta fær hann senda 2.000 króna ávísun sem gildir á afgreiðslu- stöðum ESSO. 10 punktar eru í einni krónu. Punktamir reiknast á 40 aura af hveijum bensínlítra þannig að fjór- ir punktar fást fyrir hvern lítra. Einn- ig verða þeir reiknaðir af 3% af því sem keypt er í verslunum ESSO og 10% af viðskiptum við grillskála og þjónustustöðvar. Safnkortshafi getur ákveðið að gefa líknarfélagi að eigin vali hluta af eða alla ávísunina. Fyrsti laxinn úr Ölfusá FYRSTI stangarveiddi lax sum- arsins sem Morgunblaðið hefur haft spurnir af veiddist í Ölfusá fyrir landi Hrauns 26. maí síð- astliðinn. Það var Jónína Eiríks- dóttir sem veiddi laxinn, sem var 9 punda hrygna, á sandsíli. Lax sá sem Steinn .Björgvin Jónsson veiddi í Hvítá í Borgar- firði við Norðurkot á sunnudag- inn var því ekki fyrsti stangar- laxinn. Sigurður Kristjánsson, eigin- maður Jónínu, sagði þau hjón lítt þekkja til Hraunsveiða í Ölf- usá, þau hafi verið þar að veið- um meira „til að liðka sig fyrir sumarið", eins og Sigurður komst að orði. Laxveiði á stöng hefst form- lega nú fyrir hádegi er menn bleyta færi í Norðurá í Borgar- firði. Það er að venju stjóm Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem „opnar ána“. Eftir hádegi hefst veiði síðan í Laxá á Ásum. Veiði hefur hafist á þessum degi í Þverá í Borgarfirði síðustu árin, en að þessu sinni hefur opnun árinnar verið frestað til sunnudagsins 5. júní. Þann dag hefur veiði jafnframt hafist í Blöndu. Meðalávöxtun í útboði húsnæðisbréfa undir 5% TUTTUGU og sjö tilboð frá 6 aðilum að nafnvirði 476 milljónir bárust í útboði húsnæðisbréfa Húsnæðis- stofnunar ríkisins í gær. Sigurður Geirsson, forstöðumaður húsbréfadeildar Húsnæðisstofnunar ríkisins, sagði niðurstöðu útboðsins þokkalega. „Þó við hefðum kannski viljað sjá aðeins lægri ávöxtun held- ur en við tókum. Annars er útboðið ekkert sérstakt að öðru leyti en því að það var stærra en áður. Við buð- um út þrjá flokka í staðinn fyrir einn. Meira framboð og við fengum meira á móti,“ sagði hann. Útboðið fór fram með breyttu sniði að því leyti að til boða voru þrír flokkar, þ.e.a.s 1. flokkur 1994, bréf til 20 ára, 2. flokkur 1994, bréf til 15 ára og 3. flokkur 1994, bréf til 10 ára. Niðurstöður Af tuttugu og sjö tilboðum var tuttugu tekið. Sex tilboðum var tek- ið í 1. flokk 1994, bréf til 20 ára. Meðalávöxtun var 4,99%, Iægsta ávöxtun 4,95% og hæsta ávöxtun 5,10%. Jafn mörgum tilboðum var tekið í 2. flokk 1994, bréf til 15 ára. Meðalávöxtun var 4,96%, lægsta ávöxtun 4,95% og hæsta ávöxtun 4,97%. Átta tilboðum var tekið í 3. flokk 1994, bréf til 10 ára. Meðalávöxtun var. 4,97%, lægsta ávöxtun 4,94% og hæsta ávöxtun 4,99%. Næsta útboð húsbréfa verður 14. júní. GETUR VERIÐ HAGSTÆTT AÐ KAUPA HLUTABRÉF NÚ í UPPHAFI SUMARS? Veruleg verðhækkun heí'ur verið á hlutabréfamarkaði að undanförnu og hefur Hlutabréfavísitala VIB hækkað um 7,1% frá áramótum. Þeir sem ætla að nýta sér hlutabréfakaup til lækkunar á tekjuskatti árið 1994 ættu því að huga að kaupurn núna, á meðan verðið er enn hagstætt. • 7,1% HÆKKUN FRÁ ÁRAMÓTUM • SKATTAFRÁDRÁTTUR Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um hlutabréf í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 91 - 60 89 00. Jafnframt er hægt að kaupa hlutabréþ í útibúum Islandsbanka um allt land. Verið velkomin í VIB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • L Ármúla 13a, sími: 91 - 60 89 00. _I . ;__________:.................„______________izlzzizz_—L^.LLíiinr Þú getur líka tekib þátt í vikulegum útbobum á ríkisverðbréfum Einstaklingar eins og aðrir geta ávaxtað peningana sína í vikulegum útboðum á ríkisvíxlum, ríkisbréfum og spariskírteinum ríkissjóðs. Útboðin fara þannig fram að löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst kostur á að gera tilboð í bréfin samkvæmt tilteknu tilboðsverði, en aðrir sem óska eftir að gera tilboð í bréfin geta haft samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá. Fjárfesting í ríkisvíxlum og ríkisbréfum er tilvalin fyrir einstaklinga sem eru t.d. á milli fjárfestinga og vilja ávaxta peningana sína til skemmri eða lengri tíma á meðan. - Lánstími ríkisvíxla er 3, 6 og 12 mánubir. - Lánstími ríkisbréfa er 2 ár. - Lánstími spariskírteina er 5 og 10 ár. Hafðu samband við starfsfólk Þjónustumiðstöðvarinnar og það veitir þér nánari upplýsingar um vikuleg útboð á ríkisverðbréfum. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.