Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994 25 AÐSENDAR GREINAR Konur, frelsi og kjördæmaskipan hafa einnig möguleika á að ráða því sjálfir hversu stóra fjölskyldu þeir ætla að eignast. Tekjumunur karla og kvenna gerir kringumstæður vissulega erfíðari eins og óhagstætt dagvistunarfyrirkomulag. Þessi at- riði hafa bara ekkert með frelsi eða fjötrun að gera, nema í varhuga- verðri merkingu. Frelsishugtakið misnotar dr. Sigrún með því að tengja það sjálfkjörnum þáttum og félagslegum aðstæðum sem kennd er við hegelíska og marxíska merk- ingu orðsins. Þessi svokallaða „pósi- tíva“ útgáfa hugtaksins er alvarleg afbökun frelsishugsjóna vestrænna lýðræðisríkja sem merkir það fyrst og fremst að tryggja einstaklingum og samtökum nægilegt svigrúm til athafna án afskipta utanaðkomandi aðila. Þess vegna tölum við um frið- helgi einkalífsins og félagafrelsi. Það er því mótsagnakennt að íslenskar konur séu ófijálsar ef þær hafna stjórnmálaafskiptum á meira eða minna sjálfkjörnum forsendum undir fijálsum kringumstæðum sem gilda fyrir alla sjálfráða íslendinga. Það er því Ijóst að Kristín Maija bæði greinir vandamálið rangt og dregur hæpna og jafnvel niðrandi niðurstöðu almennt um íslenskar konur. Islenska kjördæmaskipanin er enn og aftur sek um óheppilega þingsamsetningu, í þessu tilfelli færri konur á þinginu en í nágranna- ríkjum okkar, þrátt fyrir framboð margra kvenna. íslenskar konur eru nefnilega síður en svo ófijálsar, held- ur fyrirmynd kvenna í öðrum löndum í dugnaði, framtaksemi og myndar- skap. Frelsi íslenskra kvenna er hornsteinn í okkar þjóðfélagi og á eftir, eins og hingað til, að skipta sköpum fyrir velferð okkar og vel- megun. Það væri verðugt verkefni fyrir íslenskar stjórnmálakonur að vinna að hagstæðafi kjördæmaskip- an, sem myndi tryggja konum fleiri þingsæti. Höfundur er stjórnmálafræðingw og stundar framhaldsnám í stjórnmálaheimspeki í London. Samkeppni um forsíðumynd í tilefni 50 ára lýðveldisafmælis efnir Morgunblaðið til samkeppni um forsíðumynd á sérstakt blað sem gefið verður út 17. júm'. Þátttakendum er í sjálfsvald sett úr hvaða efrú verkið er unnið en þemað er „Lýðveldið 50 ára“. Verkin geta verið vatnslitamyndir, olíumyndir, krítarmyndir, klippimyndir, ljósmyndir o.s.frv. Eina skilyrðið er að verkið hafi ekki komið fyrir sjónir almennings. Verðlaun fyrir mvndina sem birt verður á forsíðu eru 200.000 krónur. Ef fjöldi verka berst, gefúr það hugsanlega tækifæri til að setja upp sýningu. Allir þeir, sem senda inn verk, fá þau til baka að samkeppni lokinni. Skilafrestur er til 10. )úní. Dómnefnd er skipuð þremur aðilum, þeim Áma Jörgensen, Braga Ásgeirssyni og Sjöfn Haraldsdóttur. Dómnefnd Iskilur sér rétt til að hafrta öllum verkunum. Verkunum skal skilað í móttöku Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, innpökkuðum, isamt áföstu lokuðu umslagi, þar sem kemur frarn nafn listamanns, heimilisfang og símanúmer. KRISTÍN Maija Baldursdóttir blaða- kona spyr mérkilegrar og nauðsynlegrar spurningar í greininni Sterkar en ófijálsar í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 10. apríl síð- astliðinn. Hún spyr hvers vegna íslenskar konur hafi ekki náð jafnmiklum frama stjórnmálum og kyn- systur þeirra á Norður- löndum, t.d. að hlut- fallslega færri konur nái kjöri á þing. Því miður eyðir Kristín miklu púðri í aðrar skýringar en þær augljósu. Það má vel vera að íslenskir karlar séu afturhaldssamir, stjórnmála- fiokkarnir einstrengingslegir og ljöl- skylduaðstæður erfíðar. Málið er hins vegar það að þó svo að íslensk- ir karlar væru víðsýnir, stjórnmála- flokkarnir opnari og sveigjanlegri og fjölskylduaðstæður kjörnar, kæmi kjördæmaskipanin í veg fyrir að nokkuð myndi breytast. Mörg lít- il og fámenn kjördæmi, þar sem fímm eða sex þingmenn eru kjörnir í samkeppni fimm flokka, valda því að frambjóðendur fyrir neðan efsta manninn hafa litla möguleika á að ná kjöri. Á Norðurlöndum sem og á Islandi eru karlar mest áberandi í stjórnmálum og skipa þar eins og hérna heima oftar en ekki efsta sætið á framboðslistanum. Konur verða því hvort tveggja á Norður- löndum og á Islandi kjörnar oftar en ekki í fjölmennum kjördæmum þar sem sumir framboðslistar fá marga frambjóðendur kjörna. Þetta er málið í hnotskurn: Á meðan ís- lensku kjördæmin eru mörg og fá- menn verða færri konur kjörnar til þings en ef kjördæmin væru hlut,- falislega fá og fjölmenn eins og á Norðurlöndum. Þessa skýringu vant- ar í fyrrnefnda grein og þar skortir umfjöllun um þau áhrif, sem kosn- ingakerfið hefur á þátttöku kvenna í stjórnmálum. Kristín Maija veltir í staðinn fyrir sér menningarleg- um þáttum sem vissu- lega geta verið athygl- isverðir en í þessu sam- hengi án mikillar þýð- ingar. Öllu verra er það svo að dr. Sigrún Júlíus- dóttir lektor í félagsráð- gjöf lýsir í ofannefndri grein stöðu kvenna á Islandi sem ófijálsri. Mig grunar að dr. Sig- rún hafi ekki gert sér nægilega grein fyrir hvað felst í að vera ftjáls eða ófijáls. Hún segir að vilji íslenskra kvenna sé ófijáls vegna þess að þær gifti sig yngri og eigi fleiri börn en kynsyst- ur sínar á Norðurlöndum, sinni heim- Á meðan íslensku kjör- dæmin eru mörg og fá- menn verða færri konur kjörnar til þings, að mati Ragnars Garð- arssonar, en ef kjör- dæmin væru hlutfalls- lega fá og fjölmenn eins og á Norðurlöndum. ilisstörfum, tekjur eiginmanna séu hærri, fyrirkomulag dagvistunar sé lélegt og sú vanabinding sem þetta leiðir af sér. Það má alveg vera að konur við slíkar aðstæður eigi erfið- ara með að helga sig stjórnmálum en karlar. Það er hins vegar mis- mæli og beinlínis rangt að konur séu þar með ófrjálsar. Málið er að nú til dags velur fólk sjáift hvenær og hveijum það ætlar að giftast. Menn Ragnar Garðarsson Þjóðargjöf við þjóðarböli ÞEGAR litið verður upp úr amstri kosn- ingabaráttunnar munu menn væntan- lega snúa til þeirrar umræðu, sem einna hæst bar í þjóðfélag- inu fyrir slaginn: Ákvörðun um frum- varp Alþingis á Þing- völlum 17. júní nk. Umræðan vikið í önnum dagsins Nokkuð hljótt hefur verið um mál þetta hina síðustu daga, enda önnur mál tekið upp hug manna. Hins vegar er hér á ferðinni mál, sem skiptir veru- legu máli, því rétt ákvörðun um verkefnaval hins háa Alþingis þennan dag getur haft afgerandi úrslit í lífi fjölmarga íslendinga. Bent hefur verið á verkefnið Landvernd og gróðurvernd hafa Átak til að útrýma at- vinnuleysi á að vera kjarni Þingvallasam- þykktar Alþingis 17. júní nk., segir Leifur Guðjónsson, og bendir á að slíkt átak megi tengja landvernd og gróðurvernd. verið nefnd. Fordæmi eru enda fyrir slíkum málum. Allt er gott um það að segja. En tilefni til- skrifa minna að þessu sinni eru einfaldlega þau að ég tel að verk- efnavalið sé í raun einfalt og raun- ar fram sett af okkar ástsæla for- seta er hún ávarpaði okkur landa sína á nýársdag — fyrsta degi lýð- veldis- og fjölskylduárs. Orð forseta okkar Hver man ekki hin þróttmiklu og alvöruþrungnu orð forseta okk- ar við upphaf ársins. Hver man ekki áhyggjur hennar vegna at- vinnuleysisins. Orð hennar í þá veru að í okkar fámenna og góða landi væri slíkt ekki sæmandi. Að ólíðandi væri að fjölskyldur á með- al okkar liðu fyrir þá sök að ekki væri vinnu að hafa. Varnaðarorð hennar um afleiðingar atvinnuleys- isins. Orð sem marg hafa hlotið staðfestingu okkar í vísustu manna og kvenna, sem um málefni at- vinnulausra hafa fjallað. Mannvernd — mannréttindi Að mínu mati og allra þeirra fjölmörgu, sem ég hef unnið með í baráttunni gegn atvinuleysinu, er atvinnuleysi einhver mesta vá sem að íslenskri þjóð steðjar. Niðurbrot ein- staklinga og fjöl- skyldna, líkamlega og andlega, upplausn íjölskyldna og gleði- lausir dagar í martröð óyfírstíganlegra reikninga lífsnauð- synja er ólíðandi. Sá skuggi, sem þetta ástand hlýtur að varpa á gleði allra hugsandi ílendinga á þessu ári fjölskyldunnar, hlýtur að kalla á harkaleg viðbrögð og viðspyrnu. Hér er ekki ijallað um neitt annað en mannréttindi í land- inu okkar góða. Þjóðargjöfin „ísland sér um sína“ Hér er því komið að megininn- taki þessa greinarkorns. Ekkert lýsir betur hug okkar allra til þeirra, sem ekki sitja lengur við sama borð og við hin lánsömu, sem halda vinnu okkar en þetta: Rót- tæk yfirlýsing og gjörð hins háa Alþingis á lýðveldisafmæli þjóðar- innar 17. júní, í þjóðarhelgidómi okkar á Þingvöllum, í formi átaks til útrýmingar atvinnuleysis. Sú gleði sem því er samfara að vera Islendingur er að búa í sveitarfélagi sem er þegnum sínum og börnum þeirra skjól og vörn í hverri vá. Samhugur og kærleikur, sem birist í skilyrðislausri um- hyggju fyrir velferð hver annars, eykur gleði okkar allra og býr okkur bjarta framtíð. Engin fjár- festing og engin steypa er dýrmæt- ari sjálfum þegnunum sem landið byggja. Höfundur er starfsmaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Leifur Guðjónsson „Sem fyrsta bók sinnar tegundar á íslensku er hún sannarlega tímabær.“ Anii Vilhjálmsson práfessor um bóhhin: VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA ^ Hvernig er best að ámxta peninga? I bókabúðum um land allt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.