Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA
Sjálfstraustið komið
- sagði Reggie Miller besti leikmaðurlndiana
„ÉG sagði strákunum það eftir fyrstu tvo sigurleikina, að við
hefðum ekki enn gert neitt meira en ífyrra og það hefur komið
á daginn," sagði Patrick Ewing, leikmaður New York, eftir
annað tap liðsins gegn Indiana, 83:77, ífjórða leik liðanna f
Indianapolis fyrrakvöld. Liðin standa þvíjöfn að vígi 2:2. Fimmti
ieikurinn fer fram í New York annað kvöld, en sjötti leikurinn
í Indianapolis og ef til sjöunda leiks kemur verður hann f New
York. New York vann fyrstu tvo leikina gegn Chicago í úrslitum
Austurdeildar f fyrra, en sfðan komu fjórar tapleikir í röð og
New York úr leik. Margir eru á því að sagan gæti endurtekið
sig, en ekki skal færður dómur á það hér.
LITLI
ÍÞRÓTTASKÓLINN
LAUGARVATNI
Stórkostlegt tækifæri fyrir 9—13 ára
stelpur og stráka fyrir aðeins
16.500 krónur.
Stórkostlegt tækifæri fyrir 9-13 ára stelpur og stráka í Litla
íþróttaskólanum á Laugarvatni. Boðið er upp á frábæra
aðstöðu, hollan mat, fyrsta flokks leiðbeinendur og heimsókn
þekktra íþróttamanna. Auk flestra íþróttagreina verður einnig
boðið upp á ratleiki, fjallgöngur, bátsferðir og kvöldvökur.
Tímabil:
19. júní - 25. júní (6 dagar)
26. júní - 2. júlí (6 dagar)
3. júlí - 9. júlí (6 dagar)
Leikurinn í fyrrakvöld var jafn og
spennandi og fór bakvörðurinn
Reggie Miller á kostum í liði heima-
manna. Hann gerði
Frá 31 stig og þar af 12
Gunnari stig í fjórða leikhluta.
Vajgeirssyni Rik Smits gerði 15
i Bandankjunum Qg Derrick McíCey
var með 10 stig. Patrick Ewing var
besti leikmaður New York, og reynd-
ar sá eini sem sýndi sitt rétta andlit,
gerði 25 stig og tók auk þess 13 frá-
köst.
Vörnin hjá New York var góð, en
hittnin afleit og sem dæmi um það
aðeins 38 prósent í skotum utan af
velli. Indiana lék góða vörn eins og
New York, en hittnin var betri og það
réð úrslitum. Heimamenn náðu mest
13 stiga forskoti í bytjun síðari hálf-
leiks, en New York náði að jafna
67:67 þegar 7 mínútur voru eftir. En
þá kom slæmur kafli hjá Ewing og
félögum þar sem þeir skoruðu ekki
stig næstu 5 mínútur og Indiana
tryggði sér sigurinn á lokasprettinum.
„Við lékum illa í tveimur fyrstu
leikjunum í New York, en nú höfum
við öðlast sjálfstraust," sagði Reggie
Miller besti leikmaður Indiana. „Ef
við höldum áfram að leika eins og
við höfum gert á heimavelli, getur
allt gerst."
„Við verðum að leika betur á mið-
vikudagskvöld [í kvöld] ef við ætlum
okkur sigur,“ sagði Pat Riley, þjálfari
New York. „Pacers lék vel og er erf-
itt heima að sækja og Miller er frá-
bær skytta. Ef þú gefur honum tæki-
færi getur hann unnið þig. Það þarf
því að finna ráð til að stöðva hann.“
Reggie Miller, bakvörður Indiana fór á kostum gegn New York. Hann gerði
31 stig og þar af 12 stig í fjórða leikhluta.
Látið ekki þetta tækifæri fram hjá ykkur fara. Pantið strax því
takmarkaður fjöldi kemst að.
Allar nánari upplýsingar veitir skrifstofa íþróttamið-stöðvar
íslands á Laugarvatni, sími 98-61151,
fax 98-61255. Systkina- og vinaafsláttur er í boði.
KEILA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Strákarnír í 2. til 8. sæti
ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ÍSLANDS, LAUGARVATNI
Sími: 98-61151 Fax: 98-61255
en íslenska kvennaliðið án stiga í þremur leikjum
KARLALIÐ íslands í keilu er í 2. til 8. sæti að loknum fyrsta keppn-
isdegi á Evrópumeistaramótinu, sigraði í fjórum leikjum en tap-
aði einum. Kvennaliðið tapaði þremur leikjum og er í næst neðsta
sæti.
eppnin fer fram í Scheveningen
í Hollandi og réðust úrslit í leikj-
um strákanna á síðustu skotum.
Kvennaliðið lék á undan og gekk
stúlkunum illa, en þær réðu ekki við
kúlumar í mikilli olíu sem er borin á
brautirnar (magnið er um 13 einingar
um miðbik brautarinnar 40 fetum frá
refsili'nu). Strákamir sönduðu kúlurn-
ar og það bar árangur, þeir unnu
Spánverja 968-960, Slóvena 891-858,
Svisslendinga 951-858 og ísraela
977-911, en töpuðu 955-837 fyrir
ímm. 22 lið keppa í karlaflokki og
em Frakkar efstir með 10 stig.
Stúlkumar töpuðu 829-755 fyrir
stöllum sínum frá Noregi, 959-853
gegn ítölum og 952-835 fyrir Hollend-
ingum. 16 lið taka þátt og em fjórar
án stiga, en Frakkland, Svíþjóð, Hoi-
land og Noregur eru með sex stig.
KR -ÍBK
KR-völlur v/ Frostaskjól miðvikudaginn 1. júní kl. 20.00
KR KLUBBURINN
Fyrir leikinn verður opið hús í félagsheimilinu þar sem boðið
er upp á pasta og pizzu hlaðborð fyrir alla fjölskylduna á
vægu verði, kl. 18.30 verður 100 númeruðum sætum deilt út
til félaga í KR-klúbbnum. Ath. matur borinn fram kl. 18.oo .
DOMINO’S PIZZUR ERU
AÐAL STYRKTARAÐILI ÞESSA LEIKS
OLYMPIUNEFND
Smáþjóðaleikarnirá Möltu:
Óí greiðir kostnað sund
fólksins sem veiktist
Olympíunefnd íslands hefur
ákveðið að greiða allan læknis-
og lyfjakostnað auk vinnutaps þeirra
sundmanna sem veiktust á Smáþjóða-
leikunum á Möltu síðasta sumar.
Ólympíunefndin mun fljótlega skipa
nefnd til þess að endurskoða og semja
nýjar reglur um undirbúning, ábyrgð
og skyldur fararstjóra, þjálfara og
aðstoðarmanna sem og keppenda í
FELAGSLIF
„Pollamót" Þórs
Hið árlega „poilamót“ Þórs á Akureyri í
knattspyrnu, fyrir leikmenn 30 ára og eldri,
fer fram 1. og 2. júlí nk. Þátttökutilkynning-
ar verða að berast sem fyrst til Helga Páls-
sonar í félagsheimilinu Hamri.
-------♦ ♦ «---------
Leidrétting
Ólafur Þór, markvörður ÍR i knattspyrnu,
er Gunnarsson, en ekki Guðnason eins og
stóð á íþróttasíðu I gær. Beðist er velvirðing-
ar. á mistökunum.
ferðum á vegurn Ólympíunefndar í
framtíðinni. Einnig verða trygginga-
mál skoðuð sérstaklega.
Ólympíunefnd íslands harmar þau
vandræði og leiðindi sem veikindin
og eftirköst þeirra hafa valdið íslensk-
um landsliðsmönnum í sundi, sem
tóku þátt í leikunum á Möltu. Þetta
kemur fram í fráttatilkynningu sem
Ólympíunefnd íslands sendi frá sér.
íkvöld
Knattspyrna
Allir leikir hefjast kl. 20.
1. DEILD:
Akranessvöllur: Akranes - Stjarnan
Akureyrarvöllur: Þór A. - Fram
KR-völlur: KR - Keflavik
Kópavogsvöllur: Breiðablik - ÍBV
Bikarkeppnin, forleikir:
Ökkli - BI, Vikingur Ól. - HK, Smá-
stund - Selfoss.
4. deild B:
UMFN - Ármann, Hamar - Gk.Grind.