Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 19 ERLENT VERKAMENN leggja lokahönd Frakklandi vegna hátíðarhald- á vinnu við að koma fyrir styttu anna 6. júní. Þá verða 50 ár liðin af Eisenhower hershöfðingja í frá því að bandamenn hófu inn- borginni Bayeux í Normandí í rásina í Normandí. Reuter. Eisenhower komið fyrir Leiðtogafundur Helmuts Kohls og Mitterrands Þýskir hermenn með í Bastillugöngu í París Þjóðverjar skila stolnum málverkum til Frakka Mulhouse. Reuter. FRANCOIS Mitterrand, forseti Frakklands, bauð í gær evrópskum her- mönnum, meðal annars þýskum, að ganga um götur Parísar á þjóðhátíðar- degi Frakklands, 14. júlí, fimmtíu árum- eftir innrás bandamanna í Norm- andí. Mitterrand tilkynnti þetta eftir tveggja daga fund með Helmut Kohl, kanslara Þýskalands, sem hafði áður afhent honum málverk eftir Monet, fyrsta málverkið af 28 sem Þjóðveijar hyggjast skila til Frakk- lands. Nasistar numu málverkin frá Frakklandi í síðari heimsstyijöidinni og þau voru síðan geymd í Austur-Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem erlend- ir hermenn taka þátt í árlegri skrúð- göngu í París í tilefni af Bastilludeg- inum 14. júlí og í fyrsta sinn sem þýskir hermenn ganga um götur borgarinnar eftir hernámið í síðari heimsstyijöldinni. Hermennirnir eru í Evrópustórfylkinu, sem er skipað hermönnum frá Þýskalandi, Frakk- landi, Belgíu, Lúxemborg og Spáni. Mitterrand bauð ennfremur Kohl að taka þátt í skrúðgöngunni. Kansl- aranum verður hins vegar ekki boð- ið að taka þátt í hátíðahöldunum 6. júní í tilefni þess að 50 ár verða lið- in frá innrás bandamanna í Norm- andí. í eigu gyðinga Talið er að flest málverkanna sem Þjóðveijar ætla að skila hafi verið í eigu franskra gyðinga. Frönsk yfir- völd vita um eigendur sjö verkanna. Þýskur hermaður flutti verkin til Þýskalands í lok heimsstyijaldarinn- ar og setti þau í örugga vörslu fyrir herforingja, sem náði aldrei í þau. Hermaðurinn sagði kaþólskum presti frá verkunum og þau voru að lokum afhent austur-þýska ríkinu. Þegar Berlínarmúrinn hrundi árið 1989 óskaði franska stjórnin eftir því að málverkunum yrði skilað. Kohl afhenti Mitterrand verkið „Vegurinn í Louveciennes, snjór í sólarlagi" eftir Monet á fundi þeirra í borginni Mulhouse í austurhlut.a Frakklands. Kohl sagði að ferð verksins væri „ævintýri líkust“ og það ætti heima í Frakklandi. Mitterrand þakkaði Kohl þennan „mjög svo óvenjulega vináttuvott" og sagði í gamni að margir forstöðumenn listasafna hlytu að skjálfa í beinunum yfir þessu fordæmi. „Ég þekki fá dæmi þess að þjóð sem hafi haft slík verð- mæti hafi skilað þeim af sjálfsdáðum til eigendanna," sagði forsetinn. Á meðal hinna verkanna 27 eru verk eftir Monet, Manet, Cezanne, Corot, Courbet, Delacroix, Gauguin og Pissaro. Þau eru öll geymd í safni í Austur-Berlín. Veist þú hvernig er hægt að hafa stjórn á áhættu og njóta um leið hámarks ávöxtunar? SVARIÐ STENDUR í„ VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA Hvenrig er best að ávcixta þeninga?“ ✓ I bókabúðum um land allt! Vld erum 3ja ára Dagana 1. til 3. júní höldum við upp á 3ja ára afmæli Borgarkringlunnar. Við gefum þremur heppnum viðskiptavinum okkar veglega afmælisgjöf. Kl. 15.30 þessa daga verður nafn einhvers viðskiptavinar dregið út í beinni útsendingu á Bylgjunni og fær hann gjafakort Borgarkringlunnar að verðmæti 20.000 kr. Vinningshafinn getur síðan verslað að vild í öllum verslunum Borgarkringlunnar. Hvernig er ég með? Þegar þú verslar í Borgarkringlunni skráir þú þig, skilur miðann eftir í versluninni og þá áttu möguleika á að hreppa hnossið A afmælisdögunum er fjöldi glæsilegra afmælistilboða sem vert er að skoða. 20% afsláttur af öllum fatnaöi í Plexiglas. 50% afsláttur af skartgripum í Rauða vagninum á 2. hæö. 50% afsláttur af snyrtistöskum og slæðum á aöeins kr. 999,- (áöur kr. 2.390,-) í Bláa fuglinum. 15% afsláttur af peysum og buxum barna og gammosíum og afabolum fulloröinna hjá UNO. 20% afsláttur af Oilily buxum og úlpum í Fiðrildinu. 20% afsláttur af öllum umgjörðum hjá Gleraugnasmiðjunni. 40% afsláttur af jökkum og 60% afsláttur af skokkum í Mömmunni. 15% afsláttur af sumabolum, slæöum og skartgripum í Kokkteil. 15-30% afsláttur í Tískuversluninni Liv. Nýjar vörur. 20% afsláttur af sumarbolum í Hárprýöi-Fataprýöi. 20% afsláttur af öllum glösum hjá Hirti Nielsen. 50% afsláttur af Taylors te og tesíum hjá Whittard of London. 20% afsláttur af tertum og kaffi í Nýja Kökuhúsinu. 15% afsláttur af snyrtivörum og 20% afsláttur af föröu- narnámskeiðum hjá Make up forever búöinni Frá 1.000 kr. dömu- og herraskyrtur í Fil a Fil. 2ja hraöa Mitsumi geisladrif kr. 20.000 kr. og meö Encanta 29.000 kr. i Tölvulandi. Verlsanir opnar til kl. 18.30, Sólin og 10/11 opin lengur. 15% af sandölum hjá Stepp skóverslun. 10% afsláttur á Earth science snyrtivörum og fljótandi vítamíni hjá Betra líf. 20% afsláttur af öllum silfunælum og silfuháls- menum hjá Demantahúsinu. Fjöldi afmælistilboða í 10/11 Afmælistilboð í öllum verslunum í Þorpinu. 20% afsláttur af andlitsböðum hjá Snyrtistofunni NN. 500 kr. afsláttur af 3ja mán'aða kostum hjá Sólinni. Á afmælisdögunum verður fjöldi skemmtiatriða. Meðal annars koma fram Brúðubíllinn,, Pláhnetan, Bubbi Morthens, Spoon og Vinir vors og blóma. Eins og í alvöru afmælisveislum fá gestir blöðrur, ís frá Emmess, konfekt frá Machintosh, gos frá Ölgerðinni og Whittard of London verður með kynningu. ...og allir saman nú 1, 2, 3... Gjafakort Við viljum vekja sérstaka athygli á þvíað hægt er að fá gjafakort, sem gilda í öllum verslunum og þjónustumiðstöðvum Borgarkringlunnar. Gjafakortin eru til sölu hjá Blómum undir stiganum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.