Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 17
Verkfalli
hótað hjá
Chrysler
Detroit. Reuter.
UM 1300 launaðir verkamenn
úr verkalýðsfélögum hótuðu
verkfalli í gær, þriðjudag, í
tæknimiðstöð Chrysler-bif-
reiðaverksmiðjanna vegna deilu
um fyrirætlanir verksmiðjanna
um að ráða utanaðkomandi
menn í vaktavinnu að sögn
sambands verkamanna í bíla-
iðnaðinum, UAW.
David Corliss, gjaldkeri
UAW-deildarinnar Local 412,
sagði að haldið væri áfram við-
ræðum um nýjan samning við
fastráðna menn til þess að af-
stýra verkfalli. Formælandi
Chryslers kvað báða aðila von-
góða um að verkfalli yrði af-
stýrt.
í Local 412 eru um 1.300
hönnuðir, sérfræðingar, módel-
smiðir, verkfræðingar, skrif-
stofumenn, viðgerðarmenn og
fleiri fastlaunaðir starfsmenn.
Ef vinna verður lögð niður
verður ekki hægt að vinna
hönnunarvinnu og fram-
leiðsluáætlanir munu ekki
standast að sögn Corliss.
Verkfallið mun ekki hafa
áhrif á framleiðslu Chrysler-
farartækja.
Auknar aug-
lýsinga-
tekjur
fjölmiðla
Bonn. Reuter.
TEKJUR þýzkra fjölmiðla af
auglýsingum jukust um tæp-
lega 3% 1993 og munu halda
áfram að aukast á þessu ári
að sögn félags þýzkra auglýs-
enda, ZAW.
Að félaginu standa 39 aug-
lýsingaskrifstofur og að sögn
þess jukust auglýsingaútgjöld
1993 um 3,4% alls í 48,8 millj-
arða marka.
Nettótekjur ijölmiðla námu
alls 32,2 milljörðum marka og
jukust um 2,9% miðað við árið
áður. Auglýsingatekjur ijöl-
miðla jukust um 10,6% 1992,
en 15,5% árið á undan, og
magn auglýsinga hefur tvöfald-
azt á tíu árum.
Forstjóri ZAM, Volker Nic-
kel, sagði í yfirlýsingu að auk-
inn efnahagsbati gæfi ástæðu
til að vona að auglýsingaút-
gjöld mundu aukast að nýju
1994.
Minnkandi
tap VW
Wolfsburg. Rcutcr.
VOLKSWAGEN-bílaverk-
smiðjurnar (VW) tilkynntu fyrr
í mánuðinum að nettótap fyrir-
tækjasamsteypunnar á fyrsta
ársfjórðungi hafi verið minnkað
í 342 milljónir marka úr 1,25
milljörðum marka í fyrra.
Sala á þremur fyrstu mánuð-
um ársins jókst um 2,6% í
20,067 milljarða marka sam-
kvæmt bráðabirgðaskýrslu.
Móðurfyrirtækið skilaði 35
milljóna marka hagnaði á sama
tíma miðað við 917 milljóna
marka tap á fyrsta ársfjórðungi
1993.
Aukinn hagnaður VW er tal-
inn stafa af því að framleiðni
hefur verið aukin og dregið
hefur verið úr útgjöldum. Fyrir-
tækið telur sem fyrr að það
muni koma slétt út á þessu ári
og að hagnaður móðurfyrir-
tækisins muni halda áfram að
aukast.
VIÐSKIPTI
Tókst að tryggja framtíð Ermarsundsganganna með skuldbreytingu
Helming fram
úráætlun
London. Reuter.
ENSK-franskt fyrirtæki sem rekur
Ermarsundsgöngin, Eurotunnel
Plc/SA, hefur náð samkomulagi um
1,51 milljarðs punda skuldbreyt-
ingu til þess að tryggja fjárhagslega
framtíð sína að sögn forsvarsmanna
félagsins.
Félagið mun hefja útgáfu hluta-
bréfa að upphæð 816 milljónir
punda, sem er einhver sú mesta í
sögu fyrirtækja í Bretlandi, og hef-
ur komizt að samkomulagi við
banka um skuldbreytingu á lánum
að upphæð 693 milljónir punda. Þar
með nemur heildarupphæðin, sem
aflað hefur verið til mestu verk-
fræðiframkvæmdar í heiminum, um
10,5 milljörðum punda - og sú
upphæð er helmingi hærri en upp-
haflega var áætlað.
Hlutabréfín voru boðin hlutafjár-
eigendum með þeim kjörum að þeir
fái þijú ný hlutabréf fyrir hver
fimm, sem þeir eiga, á 265 pens
hvert. Verð hlutabréfanna er 25%
lægra en lokaverð þeirra á miðviku-
dag í sl. viku og svo verulegur.af-
sláttur bendir til þess að óttazt sé
að göngin muni ekki bera sig.
Ermarsundsgöngin voru opinber-
lega tekin í notkun í síðustu viku
'þegar umferð flutningalesta hófst,
en þau verða ekki opnuð almenn-
ingi fyrr en í október. Farþegaflutn-
ingar hefjast ekki fyrir alvöru fyrr
en á næsta ári, talsvert á eftir upp-
haflegri áætlun. Félagið gerir ekki
ráð fyrir að greiða hluthöfum arð
fyrr en 2004 og að vaxtagreiðslur
verði meiri en tekjur til 1998.
Fyrirtækið segir að þær ráðstaf-
anir sem nú hafa verið gerðar og
aðrir fjármagnsmöguleikar muni
nægja til þess að mæta öllum
greiðsluþörfum þess. Verðbréfasal-
ar eru hins vegar haldnir efasemd-
um og mjög erfiðlega gekk að afla
útgáfu hlutabréfanna stuðnings og
fáir bankar, sem ábyrgðust hana,
gerðu ráð fyrir að geta selt hluta-
bréfin litlum fjárfestum, sem skipta
hundruðum þúsunda.
í bókabúðum um land allt!
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aöili aö Veröbréfaþingi íslands •
VERÐBREF
f/Co erniy er 6exf arf áoa.xla J'xem'/uja.°
?SSail
ÍftSftlSllil
SSi
iBSIiS'
,
Veistþú bvemig er hœgt að hafa stjóm á áhœttu oq nióta
um leið hámarks ávöxtunar? Þekkirþú alla möguleika til
ávöxtunar í verðbréjúm? Veist þú hverjar eru helstu
tegundir verðbréfa og hverjar þeirra henta þér? Síðasti
kafli bókarinnar erhelgaður hagnýtum aðferðum sem
einstaklingar geta notað til að skipuleggja spamað sinn og
ávaxta hann sem best.
Hvernig má fá hærri ávöxtun án þess að
taka metri áhættu?
1 Hvernig á að lesa og túlka upplýsingar í
fjölmiðiutn?
1 Hvernig er best að ávaxta peninga?
1 1 hverju felst ávöxtun hlutabréfa?
1 Hvernig get ég iækkað skattana?
Bókin er komin!
Ávöxtun peninga í verðbréfum á sér ekki
langa sögu á Islandi. Utgáfa spariskírteina
ríkissjóðs hófst árið 1964 en starfsemi á
skipulegum verðbréfamarkaði ekki íyrr en
um tveimur áratugum síðar. Margir
íslendingar hafa kynnst viðskiptum með
verðbréf í útlöndum en í augum fjölmargra
eru þó verðbréf og sú áhætta sem fylgir
verðbreytingum þeirra ókunn og framandi.
Bróðurhlutinn af peningalegum eignum í
llestum lönduin er ávaxtaður í skulda-
bréfum og hlutabréfum og það á ekki síður
við á íslandi eftir að markaður fyrir verð-
bréf tók að eflast. Hlutverk bókarinnar
Verðbréf og áhætta er að leggja grunn að
þekkingu lesandans á verðbréfum og þeim
sveiílum sem jafnan vilja verða á verði
þeirra.
Verðbréf og áhætta fjallar um ávöxtun
peninga í verðbréfum. Á hana má líta sem
sjálfstætt framhald af Fjármálahandbók VÍB
sem er um fjármál einstaklinga og fjöl-
skyldna almennt og uppbyggingu á eignum
þeirra.
í bókinni er fjallað um innlend skuldabréf
og hlutabréf, erlend verðbréf og verðbréfa-
sjóði. Þar er að finna upplýsingar um
íslenskan og erlendan verðbréfamarkað,
Árni Vilhjáimsson auk skilgreininga og skýringa.
professor segir rn.a. þefta Kjarna bókarinnar er að finna í köflunum
sem fjalla um ávöxtun og áhættu. Þar er
„Þessi bók ér aðdáunarverð beeði um sett fram á aðgengilegan hátt ein helsta
efiiistök og málfar. Semfyrsta bók kenning fjármálafræðinnar um það
sinnar tegundar a tslensku er hun hvernig best er að ávaxta peninga í
sannarlega tímabær... Það er verðbréfúm
heillandi hversu vel höfundum tekst
til við útlistun ketininga fiármála- I síðasta bluta bókarinnar eru settar fram
fræðinnar um val verðbréfa...Og að hagnýtar aðferðir sem einstaklingar geta
sialfiögðu a bokin erindi við notað til að skipuleggja sparnað sinn og
kennara ognemendiir í viðskipta- , ávaxta hann sem best.
frœðum bceði i framhaldsskolum og í
háskólum." I viðauka er orðalisti með yfir 140 skil-
greiningum og einnig er fjöldi formúla
settur fram með einföldum dæmum.
VERÐBRÉF OG ÁHÆTTA ER í SENN TIL
FRÓÐLEIKS OG TIL ÁNÆGJU,
ÆTLUÐ JAFNT SEM UPPFLETTIRIT OG
KENNSLUBÓK. BÓKIN ER HAFSJÓR
UPPLÝSINGA, KENNINGA
OG HAGNÝTRA AÐFERÐA VIÐ
ÁVÖXTUN PENINGA.