Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
3K«C0niti>IaiMft
BRÉF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Ræðismaður
settur af
Frá Davicl N. Wiesley:
KÆRI ritstjóri
Þótt mörg séu liðin minnist ég
þróttmikils ávarps þíns á ráðstefnu
ræðismanna íslands erlendis í
Reykjavík, þar sem þú lagðir
áherzlu á mikilvægi þess að varð-
veita tungu víkinganna. Of margar
þjóðir tala blöndu af esperanto,
sem brýtur niður gamlan menning-
ararf.
Leyfið mér að hverfa aftur í tím-
ann til þess að grennslast fyrir um
hvort sú nýja aðferð, sem er við-
höfð til þess að skipta um heiðurs-
ræðismenn, hefur ekki öfug áhrif?
Árið 1957 tilkynnti heiðursræð-
ismaður íslands í Mexíkó, H.O.
Johnson, Thor Thors sendiherra
að hann bæðist lausnar, því að
hann væri að flytjast búferlum til
Acapulco.
Þegar hann fréttti að ég hafði
áhuga á starfínu stakk hann upp
á mér við sendiherrann. Mér var
boðið í viðtal til Washington, D.C.,
og ég undirritaði umsókn um starf-
ið. Sendiherrann og fórum til ís-
lands til fundar við hinn mikils
metna forseta, Ásgeir Ásgeirsson,
auk annarra fulltrúa ríkisstjómar-
innar. Forsetinn og utanríkisráð-
herrann samþykktu umsókn mína
og Thor sendiherra afhenti hana
sendiherra Mexíkós í Washington,
D.C.
Þegar ég kom aftur til Mexíkó-
borgar var mér tilkynnt að Lopez
Mateos forseti hefði undirritað
skipunarbréf mitt, sem mér var
afhent í utanríkisráðuneytinu. Eg
kynnti mér íslenzka sögu og utan-
ríkismál áður en ég ávarpaði þjón-
ustuklúbba og sýndi kvikmyndir.
Flestir áhorfendur spurðu: „Hvar
er ísland og er það dönsk ný-
lenda?“ Ég skipulagði sendisveit
ræðismanna erlendra ríkja í Mexí-
kóborg og hef verið endurkjörinn
heiðursforseti undanfarin fímmtán
ár. Nú spyija líklegir skemmti-
ferðamenn: „í hvaða mánuði er
bezt að fara til íslands?“
Mér vaj það mikil ánægja að
hitta á íslandi Steingrím Her-
mannsson forsætisráðherra, sendi-
herrana Pétur Thorsteinsson, Har-
ald Kröyer, Tómas Tómasson,
Ingva S. Ingvarsson og Hans G.
Andersen og bjóða þeim í ræðis-
mannsbústað okkar.
Ólíkt þessu var mér skýrt frá
því að aldursmörk heiðursræðis-
manna væru 70 ár, annars hefði
ég lagt fram lausnarbeiðni mína.
í öðru lagi lét núverandi ræðismað-
ur mig aldrei vita að hann væri
að sækja um stöðuna. í þriðja lagi
barst ekki uppsagnarbréfið, sem
var undirritað af forsætisráðherr-
anum og utanríkisráðherranum og
dagsett 12. nóvember 1993, á
skrifstofu mína fyrr en 10. desem-
ber 1993. Á meðan var afrit af
uppsagnarbréfínu sent sendiherra
Mexíkós á íslandi og sendiherra
Mexíkós í Washington, D.C.
Hugsið ykkur vandræði mín
þegar ég bað mexíkóska siðameist-
arann um trúnaðarbréf mitt árið
1994 og hann sýndi mér afrit af
bréfaskiptunum um uppsögn mína.
Fyrrverandi sendiherra frá
Norðurlöndum kallaði brottvikn-
ingu mína dæmigert baktjaldam-
akk. Eðlilega gramdist mér að
komið var fram við mig eins og
fjárdráttarmann eða drottinssvik-
ara.
Frú Wiesley og ég viljum nota
tækifærið til þess að þakka trygg-
um vinum okkar í Reykjavík fyrir
samúð þeirra og vanþóknun þeirra
á þessum skrípaleik. Vegna fram-
tíðar þessarar vingjarnlegu þjóðar
biðjum við að þessi skortur á hátt-
vísi verði ekki endurtekinn.
Með beztu kveðjum,
DAVID N. WIESLEY,
fyrrverandi aðalræðismaður og
heiðursforseti sendisveitar ræðis-
manna erlendra ríkja í Mexíkóborg.
Fjölmiðlafólk illa að
sér í landafræði
Frá Gesti Sturiusyni:
ÉG EFAST um að menn geri sér
grein fyrir hvað fjölmiðlafólk ber
mikla ábyrgð. Sú ábyrgð felst í því
að segja rétt frá, upplýsa og fræða,
en ekki fara með rugl. En á þessu
finnst mér of oft vera nokkur mis-
brestur. Sérstaklega finnst mér
áðurnefnt fólk vera slakt í landa-
fræði og ekki síst hvað ísland varð-
ar, (sem kannski er eðlilegt þar sem
hætt er að kenna landafræði í
grunnskólum eftir því sem ég hef
heyrt, heldur eitthvað sem heitir
félagsfræði eða átthagafræði í stað-
inn) og kem ég hér með nokkur
dæ/ni máli mínu til stuðnings.
í Flóanum í Árnessýslu eru 7
sveitarfélög, einn kaupstaður og 6
hreppar. Einn hreppurinn heitir
Gaulveijabæjarhreppur, kenndur
við kirkjustaðinn Gaulveijabæ. En
nú er ekki lengur sagt Gaulveija-
bæjarhreppur, heldur er öll sveitin
nefnd Gaulveijabærinn eftir þess-
um eina bæ.
Annað dæmi er að ruglað er
gjaman saman Rangárvallasýslu
og sveitinni Rangárvöllum, sem
sýslan er kennd við, það er talað
um að þessi og þessi bær sé á Rang-
árvöllum þótt hann sé niður í Land-
eyjum eða upp í Fljótshlíð.
Og að endingu éitt dæmi til. Það
er stundum talað um Þjórsárósa
Ölfusárósa. Þetta er ekki rétt, hér
á engin fleirtala við, þessar ár hafa
bara einn ós til sjávar og hann frem-
ur þröngan, það geta allir séð sem
skoða landakortið. Og að lokum
þetta. í þessu ágæta blaði, Morgun-
blaðinu, birtast oft ljómandi fallegar
landslagsmyndir sem eru blaðinu
til mikillar prýði. En þarna er einn
galli á gjöf Njarðar, hvað þessar
myndir snertir það stendur oft á
tíðum ekkert hvaðan þær eru. Því
í ósköpunum má maður ekki vita
það? Þarna gæfíst ágætt tækifæri
til að kynna landið, og stendur ekki
á einum stað „Landslag væri lítils
virði ef það héti ekki neitt“.
GESTUR STURLUSON,
Hringbraut 50, Reykjavík.