Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rúanda Stjórnln áflótta Kigali. Reuter. FULLTRÚAR Sameinuðu þjóð- anna voru í gær að kanna frétt- ir frá starfsmönnum hjálpar- stofnana um að 500 manns hefðu verið drepin í flótta- mannabúðum í Rúanda. Tals- menn ríkisstjórnarinnar og upp- reisnarmanna féllust í orði kveðnu á vopnahlé í gær og ræddust þá við í fyrsta sinn um fólk, sem lokast hefur inni milli fylkinganna, og hvemig best væri að flytja það brott. Abdul Kabia, framkvæmda- stjóri hjálparstarfs SÞ í Rúanda, sagði í gær, að verið væri að kanna fréttir um fjöldamorð í flóttamannabúðum fyrir sunnan höfuðborgina, 'Kigali, fyrir þremur dögum. Foringjar í eftir- litssveitum SÞ höfðu áður lýst áhyggjum sínum af því, að stjórnarhermenn gripu til fjölda- morða á flótta sínum undan uppreisnarmönnum, og svo virð- ist sem þær hafi ekki verið ástæðulausar. Að sögn starfs- manna Rauða krossins voru um 20.000 tútsar saman komnir í kaþólskum skóla 50 km fyrir sunnan Kigali fyrir tveimur vik- um en fréttamenn, sem komu þangað fyrir nokkrum dögum, sáu aðeins um 1.000 manns. Um hálf milljón hútúa hefur flúið Kigali undan sókn upp- reisnarmanna og er mannfjöld- inn nú staddur nálægt bænum Gitarama og kemst ekki lengra. Ríkisstjórn hútúa hafði flúið þangað áður en er nú komin til bæjarins Kibuye á strönd Kivu- vatns. Segja starfsmenn Rauða krossins, að fólkið sé matar- og vatnslaust en næstum ógjöm- ingur að koma því til hjálpar. Reuter, JAMES Harkess, fyrrum dómari, ásamt eiginkonu sinni Valerie til hægri og dótturinni Josephine á blaðamannafundi á Heathrow-flugvelli í gær. „Nomastóð“ vill hefna sín á Clark London. The Daily Telegraph JAMES Harkess, fyrr- um dómari, kom í gær til Bretlands frá Suð- ur-Afríku ásamt eig- inkonu sinni og tveim- ur dætrum til að ráð- ast gegn Alan Clark, fyrrum ráðherra í bresku ríkisstjórn- inni. Mæðgurnar lýstu því yfir í viðtali við breska sunnudags- blaðið News of the World um helgina að þær hefðu allar þrjár átt í ástarsambandi við Clark á áttunda og níunda áratugnum. Clark gefur þetta í skyn í endurminningum sinum, sem gefnar voru út á síðasta ári. Harkess dómari, sem flutti til Suður-Afríku árið 1977, frétti ný- lega af þessum ástar- ævintýrum eiginkonu sinnar og dætra og sagðist hafa fyllst hryllingi er hann las bók Clarks. Hann sagðist hafa haldið til London til að „segja sannleikann og koma málum á hreint“. Að hans mati hefðu margir ráðherrar í núverandi og nýleg- um rikisstjórnum mjög óhreint mjöl i pokahorninu og það yrði að draga fram i dagsljósið. Dóttir hans Josep- hine, sem nú er 34 ára gömul, sagðist telja Clark hafa svikið sig. „Ég hef þekkt hann frá því ég var níu ára. Hann hefur verið fjöl- skylduvinur alla okkar ævi og við eigum ekkert erindi inn i pólitísk- ar endurminningar." Það er breskt æsifréttablað ásamt útgefandanum Max Clif- ford, sem skipuleggur ferð fjöl- skyldunnar til Bretlands. Harkess- fjölskyldan hafði samband við Clifford í siðustu viku og sagðist vilja hefna sín á Clark en Clifford sérhæfir sig í því að gera hneyksl- ismál að féþúfu. Ion Trewin, sem ritstýrði end- urminningum Clarks, sagðist undrast að fjölskyldan kysi nú allt í einu að leysa frá skjóðunni. „Bók- in hefur verið seld í Suður-Afríku frá því að hún var gefin út fyrir ári en einungis í mjög takmörkuðu upplagi. I hreinskilni sagt þá spyija sig flestir þarna hver þessi Alan Clark sé eiginlega." Trewin sagði mæðgurnar hafa greint frá mun meiru en Clark gerði í endurminningunum og það væri þeim að þakka að málið yrði nú á allra vitorði. Clark gefur í bókinni í skyn ástarsamband við kvennahóp sem hann kallar „nornastóðið" og segir þær tengj- ast blóðböndum innbyrðis. . Alan Clark A __ Forsíðugrein um Island í dagblaðinu The Wall Street Joumal EVRÓPUÚTGÁFA bandaríska dag- blaðsins The Wall Street Journal birti á mánudag forsíðugrein um ísland undir fyrirsögninni: „Tilvist- arkreppa. íslendingar finna fyrir vaxandi einangrun meðan Evrópa og Bandaríkin draga úr tengslun- um.“ „Frá lítilli kirkju skammt frá þeim stað þar sem elsta starfandi þing veraldar var stofnað rýnir séra Sig- urður Árni Þórðarson á mörk tveggja heima, hrífandi gjá sem markar misgengið milli amerísku og evrópsku jarðhniksflekanna," segir í upphafí greinarinnar, sem er sögð skrifuð á Þingvöllum. „Jarðvegurinn hér sígur um hálfan sentímetra á ári en [presturinn] hefur meiri áhyggjur af hinu breytta pólitíska landslagi." „Ameríka er að færast í vesturátt og meginland Evrópu færist í austur og ég hef áhyggjur af því að við íslendingar sökkvum hér á milli þeirra," er haft eftir séra Sigurði. Blaðamaðurinn, Charles Gold- smith, segir prestinn ekki einan um þessar áhyggjur. „Islendingar eiga nú skyndilega í tilvistarkreppu vegna veikari tengsia við bæði Evr- ópu og Bandaríkin. .. .“ Hvert skal halda? I greininni er fjallað um áhyggjur íslendinga vegna hugsanlegrar að- ildar Norðmanna, Svla og Finna að Evrópusambandinu (ESB), mögu- legra endaloka Evrópska efnahags- svæðisins (EES) og niðurskurðarins hjá varnarliðinu í Keflavík, sem sagður er undirstrika minnkandi tengsl við Bandaríkin og stórveikara hernaðarlegt vægi íslands. „Á sama tíma og mörgum fínnst að verið sé að skilja íslendinga eftir úti í kuldanum hafa menn tvíblendn- ar tilfinningar í garð Evrópusam- bandsins, þar sem þessi þjóð, sem Fjallað um tilvistarkreppu Islendinga er háð sjávarút- vegi, óttast afleið- ingar þess að veita ESB-þjóð- um, svo sem Spánveijum, að- gang að sjáva- rauðlindum sín- um,“ heldur blað- ið áfram. „Ég býst við að við vitum ekki hvert skuli halda, eða er ekki svo?“ er haft eftir Jóni Baldvin Hannib- alssyni utanríkis- ráðherra. „Hcrra Hannibalsson harmar að þijár stoðir íslenskrar utanríkisstefnu hafi molnað allar í einu: landfræðilegt mikilvægi í kalda stríðinu sem veitti íslendingum meiri áhrif innan Atlantshafsbandalagsins en stærðin sagði til um; samvinnan við aðrar norrænar þjóðir, sem ein- beita sér nú í staðinn að Evrópusam- bandinu; og aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu, sem mikið var gert úr á sínum tíma.“ rödd heyrast innan Sameinuðu þjóð- anna og fleiri al- þjóðasamtökum með raddsterkari samstarfsmönnum frá Skandinavíu. En herra Hannib- alssyni þykir leitt að norrænu tengslin geti brátt orðið lítið annað en menningarleg samskipti, sem gæti þýtt að menn „kæmu saman ti! að syngja forna og dapurlega víkinga- söngva“. í framhaldi af því tekur hann síð- ár að kyija óhugn- anlega vísu um víkinga og „ræn- ingja“, sem „slátra friðsömum kúa- bændum á meginlandi Evrópu“.“ „Eina vopnið“ The Wall Street Journal fjallar ennfremur um áhyggjur Suðurnesja- manna af niðurskurðinum hjá varn- arliðinu og sagt er að herstöðin hafi aukið áhrif íslendinga á alþjóðavett- „Norðurlandaráð hefur gert Is- vangi. Bent er á þorskastríðið og lendingum kleift að láta sína litlu sagt að Bandaríkjamenn hafi beitt rIdentity Crisis Iceland Feels Isolation I Growing as Europe [ Arid U.S. Reduce Ties NordicNeighbors Lookto EU, Pentagon Trims jÁir^ AndArn^- ófFlue Lagoon | öy Charlbs Goldsmith Sro/7 lUporut THTNGVELUR, lceland - From the \ i smal) church néar the site oí the world’s oldeal survlvlng parllament, the Rev. Shfur- dur Arni Thordarson peers out at the frontier of two worids. a hreathtaklng 1 Cíinyon that marks thc íaaJt line between Ui. { American and European tectomc plates. Breta miklum þrýstingi vegna ótta við að sundrungu innan Atlantshafs- bandalagsins. „Við notfærðum okkur hernaðar- lega stöðu okkar til að fá betri með- ferð - það var eina vopnið sem við höfðum," er haft eftir Davíð Odds- syni forsætisráðherra. Misstum af tækifæri The Wall Street Journal segir að það hafí komið íslenskum stjórn- málamönnum í opna skjöldu að EFTA-ríkjunum skyldi hafa tekist að semja um aðild að Evrópusam- bandinu á tilskildum tíma. „Þetta fékk mjög á okkur,“ hefur blaðið eftir Hannes Hafstein, sendiherra íslands hjá Evrópusambandinu. Blaðið bendir á að enn hafi enginn íslenskur ráðamaður mælst til þess að íslendingar gangi í Evrópusam- bandið. „Nú þegar hátíðahöldin vegna sjálfstæðisafmælisins nálgast er þjóðerniskenndin meiri í ár,“ er haft eftir Davíð Oddssyni, sem bæt- ir við: „í þessu landi eru sjávarútveg- ur og fullveldi sama málið.“ Blaðið segir að íslendingar hafi náð hagstæðum samningi í viðræð- unum um Evrópska Efnahagssvæðið og The Wall Street Journal heldur áfram: „Samningurinn náðist hins vegar í sterkri stöðu í samfloti með öðrum EFTA-ríkjum, en umsókn frá íslandi um aðild að Evrópusambandinu kynni nú að verða metin samhliða aðildarbeiðnum frá dvergríkjunum Möltu og Kýpur - í kjölfar ráðstefnu um stjórnskipulag ESB árið 1996 sem búist er við að minnki völd smárikja. „Þetta eru erfiðir tímar,“ and- varpar Davíð Oddsson forsætisráð- herra. „Staða okkar er veikari eftir árið 1996. Við misstum af tæki- færi.““ „Sarajevo- listi“ í framboði LEIÐTOGI hreyfíngar franskra menntamanna, sem berst fyrir málstað múslima í Bosníu, sagði í gær að hreyfíngin myndi bjóða fram í kosningunum til Evrópu- þingsins 12. júní. Daginn áður hafði hreyfingin, sem nefnist „Evrópa hefst í Sarajevo", lýst því yfir að hún hefði hætt við framboðið. Leiðtoginn, Leon Schwartzenberg prófessor, þekktur sérfræðingur í krabba- meinslækningum, sagðist þó ætla að standa við framboðið. Hreyfingin berst fyrir því að vopnasölubanninu á múslima í Bosníu verði aflétt. Wörner held- ur áfram MANFRED Wörner, fram- kvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins (NATO), hefur skrifað til aðildarríkja banda- lagsins þar sem hann kveðst ekki ætla að láta af embættinu og hefja störf að nýju í haust. Wörner, sem er 59 ára að aldri, hefur átt við krabbamein að stríða og er á batavegi. Leotard ekki sóttur til saka FRANSKUR ríkissaksóknari ákvað í gær að falla frá ákæru á hendur Francois Leotard, varnarmálaráðherra Frakk- lands, sem var sakaður um spill- ingu vegna kaupa og endurbóta á sveitasetri. Leotard var sagður hafa keypt sveitasetrið á lægra verði en öðrum bauðst og í stað- inn boðið verktökum opinbera byggingarsamninga. Saksókn- arinn sagði að rannsókn, sem hófst í fyrra, hefði ekki leitt neitt saknæmt í ljós. Höfundur Bic-penna látinn MARCEL Bich, sem auðgaðist á því að hanna einnota Bic- penna, rakvélarblöð og kveikj- ara, lést á mánudag, 79 ára að aldri. Bich var sonur ítalsks inn- flytjanda í Frakklandi og stofnaði fyrir- tæki sitt eftir að hafa keypt einkaleyfið á kúlupenna sem Ungveijinn Ladislao Biro hann- aði. Sebástian Coe á uppleið SEBASTIAN Coe, heimsmet- hafi í 800 m hlaupi og gullverð- launahafi á tveimur ólympíu- leikum, náði fyrsta áfanganum að ráðherrastóli í gær þegar hann var skipaður sérstakur fulltrúi aðstoðarsamgönguráð- herra. Coe, sem er 37 ára gam- all, var _ kjörinn á þing fyrir breska íhaldsflokkinn í apríl 1992. -------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.