Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 41 BREF TIL BLAÐSIINIS GREINARHÖFUNDUR er sannfærður um að væri þak sett á hámarkslaun væri lítil fyrirstaða þess að hækka lágmarkslaunin. Ur viðjum Mesopotamíu Réttarfar íréttarríki Frá Ásgeirí R. Helgasyni: MARGT hefur verið skrafað og skrifað á undanförnum árum um nauðsyn þess að minnka launabilið í landinu og standa vörð um kaup- mátt láglaunafólks. Ein athyglis- verðasta hugmyndin í þessa veru er lögbinding lágmarkslauna. Því miður hefur hún strandað á þeirri hryggilegu staðreynd að líklega myndi allur launastiginn hækka sem næmi kjarabót láglaunafólks og verðbólgan síðan éta upp ávinn- inginn og gott betur. Hræðslan við verðbólgudrauginn hefur dregið svo máttinn úr baráttusamtökum launafólks að Grýla gamla og frænka hennar í austri hefðu mátt vel við una. En hvað sem allir heimsins Hólmsteinar kvaka þá svíður það réttlætiskennd sannra íslendinga að sjá aldraða útslitna frændur sína og frænkur úr alþýðu- stétt rétt hafa í sig og á meðan gírugir íjármálahvolpar byggja hallir og aka um á köggum að and- virði verkamannaíbúðar. Þak á hámarkstekjur Fyrst vonlaust virðist að lyfta launum íslensks verkafólks og opin- berra starfsmanna að neðanverðu hljótum við næst að kanna mögu- leikann á að hysja þau upp að of- an. Það mætti t.d. prófa að lög- binda þak á hámarkslaun þannig að enginn fengi útborguð hærri laun en sem nemur þreföldum lág- markslaunum enda er tæplega hægt að ímynda sér að nokkur maður sé meira en þriggja manna maki hvað svo sem sumir kunna nú að halda um sjálfan sig. Ég er sannfærður um að væri þak sett á hámarkslaun væri lítil fyrirstaða fyrir því að hækka lágmarkslaunin. Sparnaðarsjóður umframtekna Nú er öllum ljóst að viss tæknileg vandkvæði eru samfara slíkri laga- Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. setningu. Hvað á t.d. að gera við þá sem afla mikilla tekna á stuttum tíma en eru tekjulitlir á öðrum tíma eða þá sem fá miklar tekjur af skuldabréfum og öðru fjárhættu- spili? Lausnin gæti t.a.m. legið í því að umframtekjur yðru lagðar inn á verðtryggða skyldusparnaðar- reikninga í Seðlabankanum. Þannig fengi ríkissjóður aukið innlent Iánsfé til ráðstöfunar. Úr þessum sjóði fengju menn síðan greitt þeg- ar tekjur þeirra næðu ekki leyfileg- um hámarkslaunum. Möppudýrin og þróunin Kefiskallar segja gjarnan þegar leiðréttingu launamismunar ber á góma að þetta sé vonlaus barátta því „svona hafi hlutirnir nú einu sinni verið síðan á dögum Mesopot- amíu“. Ég vil leyfa mér að benda þessum möppudýrum á að áður en maðurinn hóf sig til flugs hafði hann verið bundinn við jörðina allt frá því að fyrstu forfeður hans syntu um sem einfrumungar i sjón- um. Ef þankagangur möppudýr- anna hefði ráðið mannkynssögunni værum við líklega ennþá að slást við apana um banana í tijánum. Það þarf nefnilega bæði kjark og hugvit til að ryðja nýjar leiðir og hvort tveggja er því miður fremur sjaldséð í pólitík, að minnsta kosti að þetta tvennt fari saman. Nú má ekki skilja þessi orð mín á þann veg að ég sé sérstakur áhugamaðúr um stöðugar breytingar. Því er í raun öfugt farið því með aldrinum hef ég orðið það sem ég á unglingsárum hefði kallað „forpokaður íhalds- hlunkur“. En nóg er nóg og þegar jafnvel forpokaðir íhaldshlunkar sjá að þörf er á að koma sér upp úr gamla farinu þá hlýtur eitthvað meira en lítið að vera að. Framsóknarmaður í hjarta Góður vinur minn hélt því einu sinni fram að allir sannir íslending- ar væru framsóknarmenn í hjarta sínu jafnvel þó þeir hefðu aldrei kosið Framsóknarflokkinn. Vinur minn er spakur og því efast ég ekki um orð hans enda ganga flest- ar góðar hugsjónir þvert á flokka- pólitík. Ég bið að heilsa öllum heima á Fróni og fuilvissa ykkur um að „framsóknarhjartað“ mitt slær hraðar í hvert sinn sem ég sé Björk í sjónvarpinu eða les „létt rætnar" greinar sænskra blaðamanna af hrikalegum upplifunum þeirra frá íslenskum þorrablótum. ASGEIR R. HELGASON leggur stund á framhaldsnám við krabbameinslækningadeild Karol- inska sjúkrahússins í Stokk.hólmi. Frá Birni S. Stefánssyni: í RÉTTARRÍKI getur hver þegn fengið úr því skorið fyrir dómi hvort brotið hafi verið lögvörðum rétti hans. Kosningaréttur þykir mikils- verður. Kveðið er á um hann í stjórnarskránni og lögum um kosn- ingar til Alþingis og þá meðal ann- ars hvenær hans verður notið. Það verður þegar Alþingi missir umboð sitt. Forsætisráðherra getur fellt niður umboð Alþingis, en reglulega missir það umboð eftir fjögur ár frá kosningum. Ennfremur missir Al- þingi umboð sitt þegar það hefur samþykkt tillögu um breytingu á stjórnarskránni. Slík samþykkt kostar Alþingi því umboðið svo að kosningar verða að fara fram. Til að gæta kosningaréttar síns þarf maður því ekki aðeins að gá að því, að hann sé á kjörskrá held- ur einnig þess, að kosningar séu haldnar eins og fyrir er mælt. í mannréttindasáttmála Evrópu, sem ísland er aðili að, eru almenn fyrir- mæli um að kosningar séu haldnar með hæfilegu millibili. Ef Alþingi heldur umboði ranglega hefur það kosningarétt af almenningi. Stjórnarskrárbreytingu verður að réttu einungis komið þannig á, að Alþingi samþykki tillögu um breyt- ingu, en þá missir það sem sagt umboð sitt og óbreyttur kjósandi kemur til skjalanna við kosningu nýs þings, sem meðal annars hefur það verkefni að staðfesta fyrri sam- þykkt um breytingu á stjórnar- skránni, svo að hún verði gild. Ef Alþingi raskar ákvæði stjórnar- skrárinnar á annan hátt er það meðal annars að sniðganga réttindi óbreytts kjósanda í þessu ferli. Sérstök lög eru um það hvernig menn gæta réttinda sinna fyrir dómi, lög um meðferð einkamála. Þau eru skýr og skilmerkileg. Þau eiga við hvers konar lögvarin rétt- indi og þá vitaskuld kosningarétt, sem ekki er aðeins spurning um að vera á kjörskrá heldur ekki síður að kosningar séu haldnar, eins og fyrir er mælt, svo að maður fái notið þessa réttar. Menn hafa ekki áttað sig á því, að hér væri réttarríki einnig að þessu leyti. Menn hafa talið, að Alþingi gæti sett lög, sem raska ákvæðum stjórnarskrárinnar, án þess að óbreyttur kjósandi gæti krafizt ógildingar laganna með framangreindum rökum. Menn hafa því talið að ísland væri ekki réttar- ríki að því er varðar grundvallar- réttindi þegns í lýðræðisríki. Svo er sem sagt ekki og má það vera nógu ljóst. Hvað segja Danir? Þeir sem lenda í því að koma auga á það, sem er einfalt mál og kunnáttumenn hefðu átt að skilja og skýra fyrir löngu, kynnast við- brögðum, sem semja mætti bækur um. Hér skal aðeins drepið á nokk- ur atriði sem komu fram meðan ég var að átta mig á þessu máli og eftir að mér var orðið það ljóst. Fyrst kemur upp undrun þess, sem áttaði sig á því, sem reyndist vera einfalt mál og sýnist ekki þurfa miklar gáfur til. Hvers vegna röt- uðu kunnáttumennirnir ekki á þetta? Maður les í ritum þeirra, hvernig þeir hitta ekki kjama máls- ins, en prýða mál sitt lærdómsorð- um. Síðan minnist maður á málið við þá, sem numið hafa af kunnáttu- mönnunum og búið sig undir að endursegja á prófi orðfagran skiln- ingsskort þeirra. Þá geta fyrstu við- brögðin verið þegar bent er á rök málsins: Þetta hefur engum dottið í hug — en kunna svo engin and- svör þegar á reynir, tala um annað eða þegja. Af því að um er að ræða lögfræðinga, þar sem eru meðal annarra héraðsdómarar og hæsta- réttadómarar, hefur orðið til í huga mínum nýr flokkur lögfræðinga, hleypidómarar. Þá eru það þeir sem hafa hagsmuna að gæta og eiga mál að veija. Loks em það venjuleg viðbrögð þess kunnáttumanns sem ekki kann að leita kjarna málsins, en leitar fyrirmynda hjá öðrum. Í þessu efni, þegar um lögfræðilegt álitamál er að ræða, er spurt, hvað segja Dan- ir og hvað segja Norðmenn. Ef þangað á að vera nokkuð að sækja þarf fyrst að vera fyrir hendi álit um sama mál við sömu forsendur, þ.e.a.s. sömu lög og stjórnarskrá. Einnig þarf að vera dæmi um að Dani eða Norðmaður hafi sýnt þá hugkvæmni, sem skýrir stöðu óbreytts kjósanda i því ferli, sem röskun á ákvæði stjórnarskrár ger- ist í. Þau viðbrögð að byggja á áliti Dana eru viðbrögð hins þegnlynda og drottinholla sem gerir ráð fyrir að hugkvæmni hafi náð æðsta stigi í Danmörku og ekki verði lengra komizt, en ræður ekki við málið með eigin rökum. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. og er í Vísindafélagi Norðmanna? Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni ogfelur ekki í sér tilbob um sölu skuldabréfa. <ö>. Iðnlánasjóður kt. 540172-0139 Ármúla 13a, Reykjavík Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþingi Islands Flokkur Gjalddagi Upphæð l.fl.A 1994 l.fl.B 1994 l.fl.C 1994 05.06.1997 05.06.2000 05.06.2004 100.000.000 100.000.000 100.000.000 Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu. Utgáfudagur var 5. maí 1994. Grunnvísitala er 3347. Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravísitölu er nú 4,95%. Skráningarlýsing skuldabréfanna, ársreikningur og samþykktir Iðnlánasjóðs liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka hf., Armúla 13a. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Ármúla 13a, 155 Réykjavík. Sími 60 89 OO.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.