Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ NÆSTA FISKVEIÐIAR Akvörðun sjávarátvegsráðherra um heíldaraflann næsta fiskveiðiár Þorskaflinn fari ekki y fir 155 þúsund tonn SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA ákvað að loknum ríkisstjórnarfundi í gær leyfilegan heildarafla ein- stakra fisktegunda á næsta físk- veiðiári. Leyfilegur heildarafli þorsks verður 155 þúsund lestir. Áður en heildaraflanum er skipt milli einstakra skipa er dregið frá það aflamagn sem telst utan kvóta í samræmi við nýsamþykktar breyt- ingar á fiskveiðistjórnarlögunum vegna línuveiða yfir vetrarmánuð- ina, áætlaðs afla krókabáta og afla- heimilda sem notaðar verða til jöfn- unar. Vegna þessa frádráttar er út- hlutun á aflamarki í þorski miðuð við tæp 113 þús. tonn til togara og bátaflotans og tæp 57 þús. tonn af 65 þús. tonna heildarafla af ýsu. Leyfilegur heildarþorskafli á yfir- standandi fiskveiðiári er 165 þús. tonn en horfur eru á að aflinn verði um 190 þús. tonn. Leyfilegur línuafli utan aflamarks á næsta fískveiðiári verður rúmlega 14 þús. tonn, afli krókabáta utan kvóta rúmlega 21 þús lestir en-afla- heimildir utan kvóta sem ráðstafað verður til jöfnunar eru rúmlega 6.600 tonn. Samtals er um að ræða rúm 42 þús. tonn af þorskafia utan aflamarks. Aflamark einstakra skipa lækkar um 17,17% fyrir þorsk, um 6,13% fyrir ýsu, um 12,75% fyrir ufsa, agu regnfatnaður i miklu úrvali Celtic St. S-XXL 100% vind- og vatnsheldur. Verð kr. 7.795,- Dino St. 4-10 Vind- og skúrheldur. Verð kr. 3.990,- Sendum I póstkröfu. 5% staðgreiðsluafsláttur SPORTBUÐIN Ármúla 40 • Sími 813555 og 813655 Hámarks þorskveiði utan afla- marks rúm 42 þúsund tonn 12,39% fyrir karfa og 8,33% fyrir humar. Litlar breytingar verða hins vegar á úthlutuðu aflamarki grá- lúðu, skarkola, rækju og hörpudisks og úthlutun aflamarks af síld hækk- ar um 20%. Karfaafli 15 þús tonn umfram ráðgjöf Þorskafli á næsta fiskveiðiári verður 25 þús. lestum meiri en tillög- ur Hafrannsóknastofnunar gera ráð fyrir. Karfaaflinn verður um 15 þús. tonn umfram ráðgjöf en sjávarút- vegsráðuneytið hefur beint því til Hafrannsóknastofnunar að gera til- lögur að gera svæðalokanir á karf- amiðunum svo veiði á gullkarfa fari ekki fram úr 25 þús. lestum. Afli ufsa og grálúðu verður 5 þús. tonn umfram ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar og skarkolaaflinn 3 þús. tonn. Hins vegar er ýsuaflinn ákveðinn 65 þús. tonn í samræmi við tillögur Hafrannsóknastofnunar. Gert er ráð fyrir að heildarafli kvótabundinna botnfisktegunda á næsta fiskveiðiári verði 288 þús. þorskígildislestir eða tæplega 8% minni en á yfirstandandi ári. Afli annarra kvótabundinna tegunda gæti orðið um 148 þús. þorskígildis- lestir eða tæpum 6% meiri en á yfir- standandi ári og er þá miðað við að 1.150 þús. lestir af loðnu komi í hlut íslendinga á allri loðnuvertíð- 450.000 tonn Þorskaflinn frá 1980 Kvótaárið 1994/1995 Leyfilegur heildarafli: 155.000 tonn, sem skiptist þannig: — Línuafli: 14.211 tonn ZT1 Jöfnunarsjóður: 6.653 tonn L Krókabátar: 21.438 tonn Uthlutað aflamark: 112.699 tonn 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Dregnr um 1% úr hagvexti HAGVÖXTUR verður um það bil einu prósentustigi minni á næsta ári en reiknað hefur verið með vegna ákvörðunar um heild- arafla á komandi fiskveiðiári. Þetta er lauslegt mat Þjóðhags- stofnunar á efnahagsáhrifum ákvörðunar sjávarútvegsráð- herra frá í gær. Spáð var 1,5-2% hagvexti en vegna minni sjávarafla en ráð var fyrir gert reiknar Þjóðhag- stofnun með að hagvöxtur verði 0,5-1% á næsta ári. Utflutningsverðmæti rýrnar um 3,5 milljarða Talið er að sjávarafurðafram- leiðslan dragist saman um 3,5% frá 1994 til 1995 en Þjóðhags- stofnun hafði gert ráð fyrir 1% aukningu. í krónum talið svarar munurinn til um 3,5 milljarða breytingar útflutningsverðmæt- is milli ára. Á móti vegur að talið er að verðmæti útfluttra sjávarafurða verði töluvert meira í ár en spáð var. Þessar breytingar á forsend- um um sjávarafurðaframleiðslu á þessu ári og því næsta hafa töluverð áhrif á þróun viðskipta- jafnaðar sem hefur verið já- kvæður í ár. Hins vegar er reikn- að með að halli myndist á næsta ári, sem verði líklega 2-3 millj- arðar króna, sem svarar til rúm- lega 0,5% af landsframleiðslu. Þjóðhagsstofnun telur að áhrif aflaniðurskurðar á atvinnu og umsvifum í þjóðarbúskapnum verði frernur lítil, enda dragist þjóðarútgjöld minna saman en landsframleiðsla þar sem ekki er gert ráð fyrir sérstökum að- haldsaðgerðum. Samdráttur sjávarafurða- framleiðslunnar um 3,5% felur að öðru jöfnu í sér rýrnun á af- komu í greininni um nálægt 1% af tekjum, að mati Þjóðhags- stofnunar en þau koma misjafn- lega niður innan greinarinnar. Ráðherrar um ákvördun hámarksafla og áhrif hennar á þjóðarbúskapinn Þorsteinn Raunveru- legur afli ■ ÞORSTEINN Pálsson sjávar- útvegsráðherra segir að ákvörð- un um 155 þúsund lesta há- marksþorskafla á næsta ári feli í sér að raunveru- leg heildarveiði fari ekki fram úr því marki. Skv. breytingum sem gerðar hafa ver- ið á fiskveiði- stjórnarlögunum er dregið frá það aflamagn sem telst utan kvóta vegna línuveiða og áætlaður afli krókabáta og að öllum líkindum mun nánast enginn þorskur flytjast yfir á næsta ár, að sögn Þorsteins. Með breytingum sem gerðar hafa verið á fiskveiðistjórnarlög- unum er heimild til að bregðast við áföllum sem verða vegna skerðingar á einstökum tegund- um og eru 12 þúsund þorskígild- islestir teknar frá Þorsteinn sagðist hafa tekið ákvörðun um að þessum aflaheimildum verði ráðstafað til jöfnunar þannig að ekkert eitt skip verði fyrir meiri skerðingu en um 6%. „Það er vikið svolítið frá til- lögu Hafrannsóknastofnunar með hliðsjón af öllum aðstæðum og mcðal annars vegna þess að við teljum að hérna verði um raunverulegan niðurskurð að ræða, bæði vegna nýrra laga og vegna þess að það eru engir geymslumöguleikar á þorski fyr- ir hendi,“ sagði hann. Þorsteinn sagði að þrátt fyrir þennan niðurskurð yrði greinin í heild rekinn í kringum núllið. „Það er að þakka þeim efnahags- ráðstöfunum sem gripið var til í fyrra og vaxtalækkuninni. Þessar aðgerðir hafa skilað sér vel til sjávarútvegsins og tryggt honum betri samkeppnisskil- yrði.“ Aðspurður hvort aukin veiði utan landhelgi og landanir er- Iendra skipa hefðu gert þetta mikinn niðurskurð mögulegan svaraði Þorsteinn: „Það er alveg ljóst að við getum stóraukið okk- ar veiðar, sérstaklega í úthafs- karfanum, sem fara mjög vax- andi og fiskvinnslan hefur brugðist við þessum nýju aðstæð- um og keypt í vaxandi inæli fisk,“ sagði hann. „Eg lagði á það mikla áherslu að afgreiða þetta strax. Á undan- förnum árum hefur þetta tekið langan tíma og menn hafa geng- ið í gegnum alla þessa umræðu en ég taldi að það væru allar forsendur fyrir því að ákveða þetta skjótt. Ríkisstjórnin féllst á að það væri rétt að gera það og flestir ráðherranna gerðu ekki athugasemdir við þær ákvarðanir sem ég hef tekið en ég get ekki sagt að það hafi verið alger einhugur,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Davíð * Utgerðin hallalaus ■ „ÞVÍ MIÐUR eru þessar tölur harðari en þær bera með sér við fyrstu sýn vegna þess, að afli sem umfram gengur, verður miklu minni við núver- andi skilyrði heldur en áður,“ sagði Davíð Odds- son forsætisráð- herra á aðalfundi VSI í gær þar sem hann fjallaði um ákvörðun sjáv- arútvegsráð- herra um heild- arþorskafla á næsta fiskveiðiári. Davíð sagði að Þjóðhagsstofn- un gerði ráð fyrir '/2-1% hag- vexti á næsta ári. Hann sagði að þótt þorskafli hefði minnkað um 50% frá 1988 til 1994 hefði afla- verðmæti á föstu verðlagi dregist mun minna saman eða um 15%. „En aflaminnkunin hefur ekki farið einfari. Töluverð verðlækk- un fylgdi einnig. En við megum álykta að þau kaflaskipti hafi orðið að héðan af verði ekki um frekari samdrátt að ræða og ekki eru efni til að spá frekari verð- lækkun og reyndar hefur orðið nokkur verðhækkun að undan- förnu. Því má spá að sjávarútveg- urinn í heild verði rekinn án halla, þrátt fyrir aflaniðurskurð- inn,“ sagði Davíð. Sighvatur Gagnrýnir ráðgjöfina ■ SIGHVATUR Björgvinsson við- skiptaráðherra er ósáttur við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um heildarafla á næsta fiskveiði- ári og gagnrýnir harðlega að- draganda ákvörðunarinn- ar og málsmeð- ferð og ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar, sem kynnti tillögur sínar frétta- mönnum á mánu- dag. „Mér finnst það ekki ná nokk- urri átt ef ráðgjafarstofnun ríkis- stjórnar starfar þannig að ráð- herrar í ríkisstjórn þurfi að lesa um ráðgjöf hennar í blöðum og horfa á hana í sjónvarpi," segir Sighvatur. Sighvatur lýsti andstöðu sinni á ríkisstjórnarfundi í gær og óskaði eftir að beðið yrði með að taka ákvörðun um heildarafla svo ráð- herrum gæfist kostur á að skoða forsendur hennar og áhrif í þjóð- arbúskapnum. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið sú að sjávarút- vegsráðherra tæki þessa ákvörð- un. Aðspurður sagði Sighvatur að fleiri ráðherrar hefðu tekið undir viðhorf hans en hann hefði þó einn lýst yfir að hann væri ekki sáttur við þessa niðurstöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.