Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ályktun aðalfundar Vinnuveitendasambandsins
Samninga um vinnutíma
þarf að endurskoða
VINNUVEITENDASAMBAND íslands telur
að gera þurfi næstu kjarasamninga til tveggja
ára hið minnsta með aukna atvinnu að mark-
miði. í ályktun aðalfundar VSÍ í gær segir að
endurskoða þurfi samningsákvæði um vinnu-
tíma til að bæta nýtingu framleiðslutækjanna
og einnig þurfi að endurskoða vinnulöggjöfína
þannig að dregið verði úr möguleikum sináhópa
til að valda stórtjóni með verkföllum. Forseti
Alþýðusambandsins segir að í þessu felist kröf-
ur um að lækka laun.
Magnús Gunnarsson var endurkjörinn for-
maður Vinnuveitendasambandsins á aðalfundi
þess í gær. Hann sagði í ræðu á fundinum að
við gerð næstu kjarasamninga hlytu vinnuveit-
endur að leggja höfuðáherslu á að varðveita
stöðugleika í verðlagsmálum og raunar taka
hann fram yfir önnur markmið.
„Þá er tímabært að endurskoða ýmislegt í
samningum einstakra atvinnugreina til að auka
sveigjanleika. Ég horfi hér sérstaklega á
ósveigjanleg ákvæði um vinnutíma og skort á
samningsákvæðum um vaktavinnu með eðlilegu
álagi fyrir afbrigðilegan vinnutíma. Ég fullyrði
að mörg fyrirtæki gætu fjölgað starfsmönnum
og lengt daglegan nýtingartíma fasteigna og
tækja ef heimildir til vaktavinnu væru tiltækar
með eðlilegu endurgjaldi. Framleiðslan gæti
borið 20-30, jafnvel 40% hærri launakostnað
á viðbótarvinnutíma en ekki 80% eins og greiða
þarf í yfirvinnu. Hér er úrbóta þörf til að opna
fyrir ný störf,“ sagði Magnús.
Krafa um launalækkun
„Þetta er aðeins einn hluti af kröfunni um
að lækka laun,“ sagði Benedikt Davíðsson for-
seti Alþýðusambandsins. „Það eru ákvæði í
okkar kjarasamningum um vaktavinnu. Því er
þarna væntanlega verið að biðja um að hægt
sé að grípa til vaktavinnu nánast hvenær sem
er, án þess að hafa á því fyrirvara eins og nú
er, og lækka launakostnaðinn. Ég sé því út af
fyrir sig ekkert nýtt í þessu umfram það sem
menn hafa verið að segja að undanförnu."
KA segir 35
upp störfum
UM 35 starfsmenn í bifreiðasmiðju
Kaupfélags Árnesinga á Selfossi
fengu uppsagnarbréf í gær. Að
sögn Guðmundar Búasonar, aðstoð-
arkaupfélagsstjóra KÁ, er ástæða
uppsagnanna sú að verið er að end-
urskoða reksturinn frá grunni og
nauðsynlegt hafi verið talið að gefa
stjórnendum fyrirtækisins færi á
að skoða starfsmannamál samhliða
þeirri endurskoðun.
Guðmundur sagði að talsverður
halli hefði verið á bifreiðasmiðjunni
í fyrra og staðan í ár hefði ekki
skánað. Hann sagði að þess vegna
hefði verið ákveðið að fara ofan í
reksturinn og endurskoða alla þætti
hans. Guðmundur sagði að menn
vonist eftir að hægt verði að endur-
ráða flestalla sem störfuðu hjá fyr-
irtækinu síðar í sumar, en uppsagn-
irnar taka gildi í haust.
________________________________________________________ Morgunblaðið/Einar Sigurður Einarsson
Minnkun á kvóta
Tekjur Granda lækka
um 350 milljónir kr.
KARFAKVÓTI Granda hf. skerðist um 1.600 tonn, ufsakvótinn um
700 tonn og þorskkvótinn um 400 tonn við ákvörðun um hámarks-
afla fyrir næsta fiskveiðiár. Þýðir þetta um 350 milljóna króna lækk-
un á tekjum fyrirtækisins, að sögn Jóns Rúnars Kristjónssonar fjár-
málastjóra, og munar þar mest um karfann. Framkvæmdastjóri
Haralds Böðvarssonar hf. á Akranesi segir að minnkun á karfakvótan-
um komi ekki á óvart og fyrirtækið hafi reynt að aðlaga sig sam-
drættinum með því að sækja meira á úthafskarfann.
Munar allt
að 722%
á verði
varahluta
ALLT að 722% verðmunur er á
varahlutum í bíla af árgerð 1988
eftir því hvort þeir eru keyptir í
varahlutaverslunum bifreiðaum-
boða eða í öðrum varahluta-
verslunum. Þetta kemur fram í
verðkönnun sem Samkeppnis-
stofnun gekkst fyrir í samvinnu
við FÍB. í umsögn Samkeppnis-
stofnunar segir að Ijóst sé að
umboðin séu að jafnaði með dýr-
ari varahluti en þeir aðilar sem
sérhæfa sig í varahlutum fyrir
margar tegundir bifreiða.
Samkeppnisstofnun leggur
ekki mat á gæði einstakra vara-
hluta. Verð á varahlutum hefur
hækkað um 8,37% samkvæmt
framfærsluvísitölu frá því í apríl
á síðasta ári.
Mestur verðmunur var hjá
Glóbus hf. og almennum vara-
hlutaverslunum. Bremsuklossa-
sett að framan í Saab 900 var
dýrast hjá Glóbus og kostaði
8.863 kr. en lægst hjá Stillingu
hf., 1.078 kr., sem er 722% mis-
munur á hæsta og lægsta verði.
662% munaði á verði á bremsu-
borðum að aftan í Saab 900 hjá
Glóbus þar sem þeir voru dýrast-
ir og þar sem þeir voru ódýrastir
hjá Bílanaust og Hábergi.
Meirihluti
á Isafirði
SAMIÐ var um meirihlutasamstarf
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks í bæjarstjórn Isafjarðar í gær-
kvöldi.
Kristján Þór Júlíusson fráfarandi
bæjarstjóri á Dalvík hefur verið ráð-
inn bæjarstjóri.
JÓHANNA Sigurðardóttir, félags-
málaráðherra, hefur tilkynnt Jóni
Baldvini Hannibalssyni, utanríkis-
ráðherra og formanni Alþýðuflokk-
ins, að hún gefí kost á sér í for-
mannskjörs flokksins á flokksþingi
aðra helgi.
Bragi Guðbrandsson, aðstoðar-
maður félagsmálaráðherra, sagði
að hún hefði gengið á fund Jóns
Baldvins síðdegis í gær. Jóhanna
hefði tilkynnt ráðherra ákvörðun
Grandi hf. og Haraldur Böðvars-
son hf. á Akranesi eru meðal fyrir-
tækja sem hafa lagt áherslu á
karfaveiðar og vinnslu. Grandi er
til dæmis með tæp 16% af öllum
karfakvóta landsmanna og hefur
karfinn verið um 60% af lönduðum
afla fyrirtækisins.
Jón Rúnar sagði að menn yrðu
að treysta vísindamönnunum. Hins
sína og átt viðræður við hann. Bragi
sagðist ekki vjta til annars en þær
umræður hefðu verið vinsamlegar.
Flokksþing Alþýðuflokksins fer
fram í íþróttahúsi Suðurnesjabæjar
10.-12. júní. Þingfulltrúar verða
rúmlega 300 af landinu öllu. Fimm-
tíu og einn fulltrúi frá Alþýðu-
flokksfélaginu í Reykjavík hefur
þegar verið valinn til setu á þinginu.
Búist er við að Jóhanna geri grein
fyrir ákvörðun sinni í dag.
vegar væri staðan sú að ekki hefði
verið hægt að lifa árið af ef farið
hefði verið eftir tillögum Hafrann-
sóknastofnunar. Með þeirri ákvörð-
un sem nú hefði verið tekin tæki
lengri tíma að byggja upp stofnana
en önnur leið væri ekki fær.
Jón Rúnar sagði gott að ákvörð-
un ráðherra kæmi svona snemma,
betri tími gæfist til að undirbúa
aðgerðir til að mæta þessum tekju-
samdrætti en oft áður. Farið yrði í
skoðun á því næstu daga og vikur.
Hann sagði að reynt yrði að sækja
meira út fyrir landhelgina, til dæm-
is á úthafskarfa. Skip Granda
veiddu um 3.500 tonn af úthafs-
karfa á síðasta ári og stefna að
9.300 tonnum í ár. Spurningin sner-
ist um það hvað hægt yrði að auka
þær veiðar mikið. Ef möguleikar til
úthafsveiða takmörkuöust enn frek-
ar yrði fyrirtækið að draga saman
seglin.
Kemur ekki á óvart
Haraldur Sturlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Haralds Böðvarsson-
ar hf., sagði að tillögur Hafrann-
sóknastofnunar hefðu ekki komið
sér á óvart. Við þessu hefði verið
að búast enda yerið sífellt erfiðara
að ná kárfanúm. Því hefði fyfirtæk-
ið verið að undirbúa sig undir þenn-
an samdrátt með því að sækja
meira á úthafskarfa.
Frystiskipið Höfrungur III. og
ísfísktogarinn Sturlaugur H. Böðv-
arsson hafa veitt um 3.000 tonn
af úthafskarfa á þessu ári. Afli
Sturlaugs er unnin í frystihúsinu á
Akranesi. Haraldur sagði að þeir
væru enn að læra á vinnsluna og
ekki ljóst hvað mikið þyrfti af út-
hafskarfa til að bæta upp minnkun
karfakvótans. Hann sagði.að það
væri síðan spurning hvað úthafs-
karfinn entist lengi þegar sóknin í
hann ykist eins mikið og undanfar-
in ár.
Dreginn með
mann í skóflu
VEGIR eru flestir að komast í
fyrra horf á Norðurlandi vestra,
þar sem vatnsflaumur leysinga og
regns rauf skörð um helgina.
Fólksbilar geta nú ekið yfir bráða-
birgðabrú á Stóru-Giljá, en vöru-
fiutningabílar eru dregnir yfir
ána á vaði með aðstoð jarðýtu.
Meðan Stóra-Giljá var ófær beið
fjöldi flutningabíla þess að komast
norðuryfir. Haftið reyndist þeim
illfært vegna aurbleytu og til að
koma þessum flutningabíl yfir
varð beltagrafan að bakka með
hann út slóðann og yfir ána. í
skólfu gröfunnar sat maður þess
albúinn að stökkva út í og hnýta
ef taugin slitnaði.
„Næsta verkefni verður að styrkja
brúna, svo hún beri einnig vöru-
flutningabila og því verður von-
andi lokið eftir 1-2 daga. Framtíð-
arviðgerð bíður hins vegar í ein-
hverjar vikur,“ sagði Jónas Snæ-
björnsson hjá vegargerðinni á
Sauðárkróki.
Ásgeir Svemsson frétta-
stjóri erlendra frétta
ÁSGEIR Sverrisson
hefur verið ráðinn
fréttastjóri erlendra
frétta við Morgun-
blaðið frá og með
deginum í dag.
Ásgeir Sverrisson
er fæddur 7. janúar
1960 og er því 34ra
ára. Hann varð stúd-
ent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík
árið 1979 og lagði
síðan stund d heim-
speki við Háskóla ís-
lands. Eftir nám
Ásgeir Sverrisson
vann Ásgeir sem
þýðandi, kennari og
tónlistarmaður. Frá
árinu 1986 hefur
hann unnið á rit-
stjórn Morgunblaðs-
ins sem blaðamaður.
Undanfarin ár hefur
Ásgeir verið umsjón-
armaður erlendu
fréttadeildarinnar.
Ásgeir Sverrisson
er sonur Sverris
Þórðarsonar blaða-
manns og Petru G.
Asgeirsdóttur, sem
er látin.
Alþýðuflokkurinn
Jóhanna fer fram
g,eg,n Jóni Baldvin