Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR > Davíð Oddsson forsætisráðherra á aðalfundi VSI Leiðin til lýðveldis á sýningu Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Salome Þorkelsdótt- ir forseti Alþingis virða fyrir sér vaxmyndir af Asgeiri Ás- geirssyni fyrrum forseta Is- lands og Hermanni Jónassyni fyrrverandi forsætisráðherra við opnun sýningarinnar Leiðin til lýðveldis. Sýningin er til húsa í Aðalstræti 6 við Ingólfs- torg og er haldin í tilefni 50 ára afmælis lýðveldisins. Það eru Þjóðminjasafnið og Þjóð- skjalasafn íslands sem standa í sameiningu að þessari sýningu. Morgunblaðið/Kristinn EES-samningiir kom í veg fyrir ESB-umsókn EF ÍSLENDINGAR hefðu ekki gerst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) væri þeim við núverandi aðstæður nauðugur einn kostur að feta í fótspor hinna Norðurlandanna og sækja um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þetta sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra á aðalfundi Vinnuveitendasambands ís- lands í gær og jafnframt að íslendingar gætu áfram byggt á EES-samningnum sem grund- velli fyrir samskipti við Evrópusambandið. Davíð sagði að með EES samningnum hefðu íslendingar tryggt stöðu sína í Evrópu og lag- að sig að þeim viðskiptalegu reglum og al- mennu sjónarmiðum sem þar gilda án þeirra skuldbindinga sem felast í aðild að Evrópusam- bandinu. „Það er ljóst að viðræður okkar við Evrópu- sambandið á næstu mánuðum verða afar þýð- ingarmiklar fyrir okkur og ekki er fengur að því að blanda á þessu stigi máls hugmyndum um aðild að Evrópusambandinu inn í þær við- ræður. Ef menn gera það er verið að veikja samningsstöðu íslendinga um það með hvaða hætti Evrópusambandið hyggst uppfylla þær skyldur sem því ber vegna samningsins um Evrópska efnahagsvæðið. Ég fæ ekki betur séð en mjög ríkur meirihluti sé á Alþingi fyrir þessari málsmeðferð, það er að hlaupa ekki út undan sér á þessu stigi og skaða ekki hags- muni íslands,“ sagði Davíð. Hann bætti við, að íslendingar mættu ekki fá glýju í augun og missa sjónar á því að stefna Islands í Evr- ópumálum hlyti alltaf að snúast um íslenska hagsmuni, íslenskan veruleika og vilja. Jafnvægi raskast Magnús Gunnarsson formaður VSÍ sagði á aðalfundinum að jafnvægi EES-samningsins myndi augljóslega raskast ef íslendingar yrðu einir eftir á EFTA-væng samningsins og ein- hverra úrræða væri þörf. „í fyrsta lagi að okkur takist í samningum við ESB að þróa EES-samninginn þannig að hagsmunir okkar verði fullkomlega tryggðir í framtíðinni eða kanna möguleika á aðild með einhverjum hætti,“ sagði Magnús. Hann sagði að íslendingar yrðu sjálfir að skilgreina hvaða lágmarksþarfir samningur við Evrópusambandið yrði að uppfylla svo framtíð- arhagsmunir íslendinga væru tryggir og ekki væri hægt að horfa á aðildarsamninga ann- arra EFTA-ríkja í því samhengi vegna sér- stöðu íslendinga á sjávarútvegssviðinu. Magn- ús sagði að Samtök iðnaðarins væru um þess- ar mundir að vinna að úttekt á þessum málum og síðar á þessu ári ættu að geta komið fram heilsteyptar rökstuddar niðurstöður og tillögur af hálfu atvinnulífsins um það hvers konar alþjóðlegir samningar séu íslendingum fyrir bestu. Hjörleifur Kvaran SVR verði á ný borg- arstofnun HJÖRLEIFUR Kvaran fram- kvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar, telur að nú- gildandi rekstrarform strætis- vagna \ Reykjavík sé ekki heppi- legt. Úr því sem komið er sé heppilegast að gera fyrirtækið aftur að borgarstofnun. í greinargerð Hjörleifs, sem unnin er að tilhlutan Árna Sig- fússonar borgarstjóra og lögð var fram í borgarráði, segir að um hlutafélag sé að ræða, þar sem stór hluti starfsmanna er og verður um nokkra framtíð opinberir starfsmenn. Bendir hann á augljósa ókosti þess fyr- irkomulags og að rekstrarformið verði erfiðara eftir því sem tímar líða. Eðlilegt sé að reka Strætis- vagna Reykjavíkur annaðhvort sem hlutafélag eða sem borgar- stofnun. Hlutafélagarekstur Fram kemur að hlutafélaga- reksturinn hófst 1. desember sí., en forsendum hans hafi ver- ið breytt að hluta 1. mars. Með þeirri ákvörðun var hluti rekstr- arins færður til baka til Reykja- víkurborgar. Úr því sem komið er sé eðlilegast að stíga skrefið til fulls og gera fyrirtækið aftur að borgarstofnun. Slík breyting hafi ákveðnar afleiðingar í för með sér og segja þyrfti þeim starfsmönnum upp sem nú eru bundnir kjarasamningum ASÍ og VSÍ og bjóða þeim starf sam- kvæmt kjarasamningi ASÍ og Reykjavíkurborgar eða Starfs- mannafélags Reykjavíkurborg- ar. Þá þyrfti að taka afstöðu til þess hvort tilkynna beri þeim sem nú þiggja biðlaun að þeim standi sitt fyrra starf til boða og biðlaunagreiðslur féllu þar með niður. Loks þyrfti að ákveða hvort rekstur strætisvagnanna yrði áfram skilinn frá leiðakerf- inu og taka afstöðu til þess hvort hlutafélaginu yrði skilað. Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Gufuþurrkarar settir upp í loðnubræðslunni Fangelsi fyrir mis- notkun á systur sinni Eskifirði - Undanfarnar vik- ur hefur verið unnið við end- umýjun loðnubræðslu Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. Myndin var tekin þegar gufu- þurrkararnir voru settir upp. Tæki til gufuþurrkunar komu til landsins í þrennu lagi og vóg hvert stykki um 25 tonn. Stefnt er að því að nýja verk- smiðjan komist í gang við upphaf loðnuvertíðar, l.júlí næstkomandi, og losna Esk- firðingar þá við reykinn frá loðnubræðslunni. Aætlað er að framkvæmdir við verk- smiðjuna í sumar kosti um 250 milljónir króna. HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef- ur dæmt 25 ára mann til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðis- lega misnotkun á hálfsystur sinni, þegar hún var á aldrinum 8-14 ára, en hann 15-20 ára. Þá var honum gert að greiða henni eina milljón króna í miskabætur. Maðurinn játaði við yfirheyrslur að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna á þessu tímabili. Þegar hann kom fyrst fyr- ir dóm játaði hann efni ákæru rétta í öllum meginatriðum, en neitaði þó að hafa þröngvað stúlkunni með ofbeldi til samræðis. Við aðalmeð- ferð málsins dró hann svo enn úr og neitaði að hafa haft samræði við hana. Dómurinn Ieit hins vegar á framburð hans við rannsóknina, sem var í fullu samræmi við fram- burð stúlkunnar, og taldi samræði sannað, auk annarra kynferðis- legra afskipta. Gegn eindreginni neitun hans, sem stoð fengi í fram- burði stúlkunnar og gögnum máls- ins, þætti hins vegar ósannað að hann hafi nokkru sinni þröngvað henni með ofbeldi til samræðis. Foreldrar stúlkunnar sinntu ekki hjálpar- beiðni hennar Við ákvörðun refsingar leit dóm- urinn til aldurs mannsins þegar brotin voru framin, svo og til þess að rúm fjögur ár voru liðin frá því að athæfí hans lauk. „Á hinn bóg- inn þykir misgerð ákærða við hálf- systur sína svo svívirðileg, bæði með tilliti til aldurs hennar og þess fjölda tilvika, sem hann misnotaði hana barnunga inni á heimili þeirra, síðast er ákærði var rúmlega tví- tugur að aldri, en engum má dylj- ast, að X [stúlkan] hafi hlotið alvar- legan skaða af hinni ótímabæru reynslu á þessu sviði. Að þessu öllu virtu þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í þrjú ár,“ segir í niðurstöðum Jónasar Jóhannsson- ar, héraðsdómara, sem féllst einnig á kröfu stúlkunnar um eina milljón króna í miskabætur. Stúlkan kærði hálfbróður sinn til Rannsóknarlögreglu ríkisins fyr- ir einu ári. Hún gaf þá skýringu á því, hve lengi hefði dregist að leggja fram kæruna, að eftir að hún hefði tvívegis biðlað til foreldra sinna um aðstoð, þegar athæfíð var nýhafið, án þess að hlustað væri á hana, hefði hún ekki getað rætt þessi mál við nokkurn mann fyrr en hún hóf samband við ungan pilt sem hún lagði traust á. Hún hefði farið suður, gagngert til að leggja fram kæru, en guggnað á því vegna harðrar andstöðu for- eldra sinna, en sökum hennar hefði hún brotnað saman og farið aftur heim næsta dag. Síðar hefði hún svo látið verða af því að kæra. Ákærði kvaðst hafa vitað að stúlkan hefði einhverju sinni kvart- að undan honum við móður þeirra, en hann neitað öllu er hún innti hann eftir slíku. Löngu eftir að hinni kynferðislegu áreitni lauk hefði hann hins vegar játað gagn- vart móður sinni að „hafa verið að fikta við“ stúlkuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.