Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og íangafi,
KRISTJÁN SVEINBJÖRNSSON
frá Súðavík,
lést í Landspítaianum mánudaginn
30. maí sl.
Útför hans verður gerð frá Víðistaða-
kirkju föstudaginn 3. júní kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeir, sem vildu minnast hans,
láti krabbameinsdeild Landspítalans njóta þess.
Guðbjörg Guðrún Jakobsdóttir,
Jakob K. Þorsteinsson,
Grétar Már Kristjánsson,
Kristján Kristjánsson,
Sveinbjörn Kristjánsson,
Samúel Kristjánsson,
Hálfdán Kristjánsson,
Sigurborg K. Kristjánsdóttir,
Ásdís Kristjánsdóttir,
Svandfs Kristjánsdóttir,
Hanna Sigmannsdóttir,
Lára Þorsteinsdóttir,
Helga Sveinbjarnardóttir,
Sesselja G. Ingjaldsdóttir,
Rannveig Ragnarsdóttir,
Helga Guðjónsdóttir,
Sveinn Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
ARNÞÓR ÓSKARSSON,
írabakka 8,
er lést á heimili sínu 26. maí, verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 3. júní kl. 13.30.
Hrönn Pálsdóttir,
Dagný Arnþórsdóttir, Sveinn Stefánsson,
Berglind Arnþórsdóttir,
Arnþór Arnþórsson,
Lilja Dögg Arnþórsdóttir,
Sara Sif, Sveinn Aron,
Svanfri'ður Örnólfsdóttir, Óskar Þórðarson,
Svandís Óskarsdóttir, Ársæll Óskarsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KONRÁÐ INGIMUNDARSON
fyrrv. lögregluþjónn,
Dalbraut 20,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 2. júní kl. 13.30.
Þuriður Snorradóttir,
Ingigerður Konráðsdóttir Hallidy, Malcholm Halliday,
Hrafnhildur Konráðsdóttir, Halldór Sigurðsson,
Gylfi Konráðsson, Þóra Grönfeldt,
Ingimundur Konráðsson, Áslaug Hafstein,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SOFFÍA ÁRNASON,
Hafnarbúðum,
áður Öldugötu 54,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. júní kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarkort
Thorvaldsensfélagsins, en blóm eru afþökkuð.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gfsli G. ísleifsson,
Árni ísleifsson,
Ásdís ísleifsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur,
REYNIR GEIRSSON,
Álftamýri 52,
Reykjavik,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. júní
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minn-
ast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið.
Guðlaug Bjarney Elíasdóttir,
Þórdís Hulda Hreggviðsdóttir,
Margrét Eyrún Reynisdóttir, Jón Geirsson,
Bjarni Ómar Reynisson, Ásdís Sigurðardóttir,
Elías Rúnar Réynisson, Rúna Björg Þorsteinsdóttir,
Sólrún Lára Reynisdóttir,
Björk Reynisdóttir, Sigurður Magnússon,
barnabörn og
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
SIG URJÓN SVEINSSON
+ Signrjón Sveinsson,
Hafnarfirði, fyrrum bóndi á
Sveinsstöðum og síðar starfs-
maður í Straumsvík, var fædd-
ur í Stóra-Galtardal í Dalasýslu
18. janúar 1922. Hann varð
bráðkvaddur við útistörf í
Hafnarfirði að mprgni hvíta-
sunnudags 22. maí síðastliðinn.
Sigurjón var sonur hjónanna
Sveins Hallgrímssonar og
Salóme Kristjánsdóttur sem
bæði voru ættuð úr vestan-
verðri Dalasýslu. Þau hófu bú-
skap í Stóra-Galtardal 1920,
fluttu í Dagverðarnessel 1922
og síðan að Kvenhóli 1932.
Nýbýli, sem hlaut nafnið
Sveinsstaðir, reistu þau úr
þeirri jörð og fluttu þangað
1936, en á því ári andaðist
Sveinn frá stórum barnahópi.
Sveinn og Salóme eignuðust tíu
börn. Þau eru Ingunn, húsmóð-
ir í Stykkishólmi, Friðgeir,
kennari og skrifstofumaður í
Reykjavík (látinn), Gestur
bóndi á Grund og lögreglumað-
ur í Reykjavík (látinn), Siguijón
bóndi á Sveinsstöðum og síðar
starfsmaður í Straumsvík, sem
hér er minnst, Kristinn, bygg-
ingameistari í Reykjavík, Jó-
fríður Halldóra, húsmóðir í
Reykjavík, Ólöf Þórunn, hús-
móðir í Reykjavík, Baldur, tré-
smiður í Reykjavík, Steinar,
bílsljóri í Reykjavík (látinn) og
Kristján, húsgagnasmiður í
Garðabæ. Siguijón kvæntist
hinn 29. maí 1944 Önnu Bene-
diktsdóttur, f. 12. ágúst 1925,
frá Stóramúla í Saurbæ, dóttur
hjónanna Benedikts Sigurðar
Kristjánssonar bónda þar og
Gíslínu Ólafar Ólafsdóttur frá
Þórustöðum í Strandasýslu.
Siguijón og Anna eignuðust sex
börn. Þau eru: 1) Sveinn, f.
1944, kvæntur Kristínu Krist-
björnsdóttur, börn þeirra: Sig-
uijón Björn, kvæntur og á þijú
börn, Hafsteinn Elvar og Sig-
rún Hanna. 2) Ólöf, f. 1946,
gift Guðmundi Jónassyni, börn
þeirra: Anna María, gift og á
tvö börn, Aðalheiður, gift og á
tvö börn, Lára, gift og á tvö
börn, og Jónas. 3) Bára, f. 1949,
gift Benedikt Ketilbjarnarsyni,
börn þeirra: Ketilbjörn, I sam-
búð og á eitt barn, Sigmar, í
sambúð, Kristinn og Anna Mar-
ía. 4) Hólmfríður Alda, f. 1953,
gift Halldóri Harðarsyni, börn
þeirra: Hörður Jóhann og Sig-
ríður Hrönn. 5) Unnur Torf-
hildur, f. 1957, gift Friðriki
Hafberg, þau eiga einn son,
Siguijón Viðar, Unnur átti fyr-
Skilafrest-
ur vegna
minningar
greina
Eigi minningargrein að birtast
á útfarardegi (eða í sunnudags-
blaði ef útför er á mánudegi)j
er skilafrestur sem hér segir: I
sunnudags- og þriðjudagsblað —
grein berist fyrir hádegi á föstu-
dag. í miðvikudags-, fimmtu-
dags-, föstudags- og laugar-
dagsblað berist greinin fyrir
hádegi tveimur dögum fyrir birt-
ingardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða
eftir að útför hefur farið fram,
er ekki unnt að lofa ákveðnum
birtingardegi.
' Krossar
TTT áleiði
I viþariit og máloöir
Mismunandi mynslur, vönduo vinna.
Slmi 91-3593» og 35735
ir einn son, Valdi-
mar Valdimarsson,
og 6) Anna Lísa, f.
1969, unnusti henn-
ar er Hreiðar Már
Sigurðsson og eiga
þau einn son, Sig-
urð Arnór. Barna-
börnin eru orðin
sextán og barna-
barnabörnin tíu.
Utför Siguijóns
Sveinssonar verður
gerð frá Víðistaða-
kirkju í dag, mið-
vikudaginn 1. júní.
VINUR minn og mágur, Siguijón
Sveinsson, var að teyma ferfættu
vinina sína í haga þegar kallið kom
að morgni hvítasunnudags. Hann
hafði flutt sveitina með sér til
Hafnarfjarðar þegar heilsan leyfði
ekki lengur umsvif og eril búskap-
arins. Atti gripahús ofan við bæinn
þar sem hann sinnti hestum sínum
og kindum. Þar var hans annað
heimili ef svo má að orði komast.
í nábýli við 'skepnur undi hann sér
vel enda mikill og einlægur dýravin-
ur. Það fór því vel á því að Hafnar-
fjarðarbær fól honum það vanda-
sama verk að hafa eftirlit með bú-
fjárhaldi í bænum. Því starfi gegndi
hann í 26 ár.
Það er hlýlegt og vorar oft
snemma sunnanundir Klofnings-
fjallinu. Þaðan er útsýni líka ægi-
fagurt yfir dagverðarnesið, eyjarn-
ar og allt til fjallanna á Snæfellsnes-
inu méð jökulinn yst við sjónarrönd.
Til vesturs blámar í fjarska fyrir
Skoraríjalli og Vestureyjamar hillir
stundum uppi á lygnum og mildum
eftirmiðdagsdögum. Þetta er í stór-
um dráttum sú mynd sem blasir
við af hlaðinu á Sveinsstöðum, ný-
býlinu sem foreldrar Siguijóns
reistu þegar hann var á fermingar-
aldri. Atvikin höguðu því hins vegar
svo að hann hafði lengst af um
annað og meira að hugsa en virða
fyrir sér útsýnið af bæjarhlaðinu.
ungur var hann kallaður til starfa
og mikillar ábyrgðar.
Þegar Sigurjón er 15 ára fellur
faðir hans skyndilega frá, þá á besta
aldri. Elsti bróðirinn, Friðgeir, hafði
þá hafið skólanám og sá annar í
aldursröðinni, Gestur, ólst upp ann-
ars staðar. Það kom því í hlut hins
15 ára unglings að aðstoða móður
sína við að halda búrekstrinum
áfram og barnahópnum saman. Þar
var mikil ábyrgð lögð á ungar herð-
ar. Allt fór þetta þó vel og Siguijón
óx með hveijum vanda. Hann
stjórnaði ekki aðeins búrekstrinum
og vann hörðum höndum. Hann var
einnig föðurímynd og fyrirmynd
yngri systkina. Á þessum árum var
ekki um aðstoð að ræða frá sam-
félaginu þótt fyrirvinna stórrar fjöl-
skyldu félli frá. Þeir sem eftir stóðu
urðu að bjarga sér sjálfir. Um ann-
að var ekki að ræða. Almanna-
tryggingalöggjöfin var um þetta
leyti að mótast en ekki komin til
framkvæmda. Tii umræðu mun
hafa komið hjá forsjármönnum
hreppsins að leysa heimilið á
Sveinsstöðum upp og tvístra barna-
hópnum. Bæði hin dugmikla ekkja,
Salóme, og elstu drengirnir neituðu
með öllu að fallast á slíkar ráðstaf-
anir enda var frá þeim horfið.
Siguijón veitti svo búi móður
sinnar fostöðu næstu árin. Árið
1944 ganga þau Anna og Siguijón
í hjónaband og taka við búsforráð-
um á Sveinsstöðum ári síðar. Þar
fæddust börnin þeirra sex. Þar var
unnið hörðum höndum til að sjá
heimilinu farborða og vinnustund-
irnar ekki taldar fremur en hjá öðru
bændafólki.
Sauðfjárbúskapur á Sveinsstöð-
um var erfiður. Féð sótti í fjallið
sem er bæði hátt og bratt. Smala-
mennska vor og haust var því lýj-
andi þótt ekki þyrfti langt að fara.
Það kom sér því vel fyrir Siguijón
að hann var léttur á fæti og ekki
síður þegar gengið var til ijúpna
sem hann stundaði mjög.
Ég held að það hafi
verið almenn eftisjá
hjá öllum á Ströndinni
þegar Ijölskyldan á
Sveinsstöðum tók sig
upp 1966 og flutti til
Hafnarljarðar. Til Sig-
uijóns var gott að
leita. Hann var hjálp-
samur við nágranna
og fljótur til að veita
aðstoð ef eitthvað
bjátaði á. Að Sveins-
stöðum var líka gott
að koma. Þar var vel
tekið á móti gestum
og gangandi.
Eftir að til Hafnar-
fjarðar kom gerðist Siguijón starfs-
maður í Straumsvík þar sem hann
vann í 20 ár.
í Hafnarfirði reistu þau hjónin
vandað og gott raðhús að Miðvangi
55. Þar hefur miðstöð fjölskyldunn-
ar verið en öll börnin að einu undan-
skildu eru gift og búsett í Firðinum.
Innan við fimmtugsaldurinn fann
Siguijón fyrir þeim vágesti sem
aldrei síðan yfirgaf hann og um
skeið sótti svo hart fram að við sjálft
lá að hann bæri sigur af hólmi. Sú
barátta varð bæði hörð og tvísýn
um skeið. eftir versta áfallið fór
heilsan batnandi og eftir að hafa
gengist undir hjartaaðgerð árið
1987 gat hann lifað fullkomlega
eðlilegu lífi, sinnt störfum sínum
fyrir Hafnarfjarðarbæ, annast eigin
búpening og dansað með Breiðfirð-
ingum og eldri borgurum.
Siguijón var léttur á fæti, léttur
í lund og hvers manns hugljúfi enda
vinsæll af öllum sem honum kynnt-
ust. Slíkum mönnum kynnumst.við
ekki of mörgum á lífsleiðinni. Þess
vegna verður eftirsjáin meiri þegar
þeir hverfa á braut.
Systur minni og íjölskydunni allri
sendum við hjónin innilegar samúð-
arkveðjur.
Kristján Benediktsson.
Hann afi okkar dó á hvítasunnu-
dag. Guð kallaði hann til sín að
morgni þessa fallega helgidags af
því að hann var svo góður. Við
vorum harmi slegin, full trega og
saknaðar. Ljúfar minningar hrönn-
uðust upp, ein af annarri. í þeim
kemur afi til með að lifa áfram
meðal okkar.
Afi var engum líkur. Engum.
Allir dáðust að persónuleika hans,
lífsgleði og óþrjótandi lífsorku.
Hann var sannkallað náttúrubarn,
yrkti jörðina og hlúði að gróðri og
skepnum allt sitt líf. Þar að auki
var hann einstakur mannvinur og
naut samskipta við fjölda fólks. Afi
átti auðvelt með að umgangast
aðra og fyrir honum voru allir jafn-
ir. Það skipti ekki máli hverra
manna viðmælendur voru, hversu
efnaðir eða vel menntaðir, en sanna
mannkosti þekkti hann og kunni
að meta. Hann hvatti fólk til dáða
í orði og verki og var óspar á hrós
og uppörvun. Hann var skemmti-
legur viðmælandi, stóð fast á sinni
meiningu, en var hlynntur gagn-
rýnni hugsun og virti skoðanir ann-
arra.
Ást sína lét hann í ljós með remb-
ingskossum, hvenær sem færi
gafst. Hann klappaði okkur á bakið
og faðmaði okkur fast. Mökum
okkar tók hann opnum örmum. Þau
Gaui, Jói, Viddi og Hlín fundu fljótt
hversu einstakur maður afi var og
kunnu að meta umhyggju hans fyr-
ir okkur og börnum okkar. Afi og
amma hugsuðu af samheldni og
einhug um velferð afkomenda
sinna. Þau komu oftar en ekki fær-
andi hehdi og gaukuðu að okkur
kjötbita, ullarsokkum eða öðru nyt-
samlegu. Fyrir jólin bakaði amma
flatkökur en afi réðst í konfektgerð
— og allir fengu sinn skerf af þess-
um yndislega jólaglaðningi, sem
fyllti hús okkar nærveru þeirra.
Æskuminningarnar eru óteljandi
og allar góðar. Oft var kátt á hjalla,
einkum þegar afi söng og kenndi
okkur lög á borð við „Komdu inn
í kofann minn“, „Fram í heiðanna