Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994 35
ró“ og fleira í þeim dúr. Aðdáun
okkar á afa var mikil og um tíma,
þegar við bjuggum í Straumi, fórum
við í sérstakan „afaleik" á sumrin.
Að sjálfsögðu einkenndist sá leikur
af söng og galsa. Þannig var afi.
Góða skapið hans létti undir með
fólki og vakti elsku barna.
Við viljum að lokum minnast afa
með orðum Láru, sem sagði sem
barn: „Ef allir væru eins og hann
afí, þá væri nú gott að lifa.“ Elsku
amma, guð veiti þér styrk í þinni
miklu sorg.
Anna María, Aðalheiður,
Lára, Jónas og fjölskyldur.
Það er erfltt að trúa því að elsku-
legur afi okkar, Sigurjón, sé farinn
yfir móðuna miklu. Hann lést
snögglega að morgni hvítasunnu-
dags. Hann hafði verið að sinna
lambfé og hestum á litla búinu sínu
við Kaldárselsveginn. Það var gam-
an að fylgjast með ánægjustundun-
um hans þar og hvað honum leið
vel, allir skemmtilegu reiðtúrarnir
sem við nutum svo að fara saman
og aðrar samverustundir bæði í leik
og starfi. Það var árið 1966 sem
afi og amma fluttu úr sveitinni sinni
að vestan til Hafnarfjarðar og nú
síðustu tuttugu ár hafa þau búið
við Miðvang á myndarlegu og hlý-
legu heimili þar sem alltaf er gott
að koma og vel tekið á móti okkur.
Við eigum erfitt með að sætta
okkur við að afi komi ekki aftur í
heimsókn, en það gerði hann mjög
oft og ræddi þá við okkur um allt
milli himins og jarðar bæði í gamni
og alvöru. Hann var jafnan léttur
og hress, uppörvandi og tilbúinn til
þess að fræða okkur um eitt og
annað sem hann kunni.
Oft rifjast upp sú stund þegar
eiginkona mín var kynnt fyrir hon-
um í fyrsta skipti, auðvitað með
opnum örmum tók hann á móti
henni, sagðist vera afi og bauð
hana velkomna í fjölskylduna þar
sem kossar á kinnina fylgdu falleg-
um orðum. Þessu gleymir hún seint.
Alltaf var afi boðinn og búinn til
þess að hjálpa ef á þurfti að halda
eða létta undir á einhvern hátt.
Þannig munum við minnast þín, afi
minn.
Likt og rótföst angan er
ímynd þín í hjarta mér.
Minning þína þar ég geymi,
þinni mynd úr huga mér
aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér.
Elsku afi, við söknum þín sárt
og vitum að eftir dauðann munum
við öðlast eilíft líf í fallegum heimi,
heimi sem leiðir okkur saman á ný.
Elsku amma, við biðjum guð um
að gefa þér styrk í sorginni, þann
styrk frá guði þurfum við öll á
erfiðri skilnaðarstund.
Sigjurjón, Lára og börn,
Iiafsteinn og Sigrún.
Siguijón föðurbróðir minn verður
til moldar borinn í dag. Hann féll
22. maí síðastliðinn er hann var að
koma frá gegningum ofan Hafnar-
Qarðar þar sem hann hafði gripahús
um árabil. Dauðinn vitjaði hans á
nærri sama stað og föður míns
nærri 14 árum fyrr. Einmitt sama
daginn og Friðgeir elsti bróðirinn
frá Sveinsstöðum vestra dó fyrir
43 árum - og reyndar daginn eftir
að Steinar var fæddur en hann er
einnig látinn. Þannig tengjast þeir
saman í einum punkti fjórir bræð-
urnir frá Sveinsstöðum. Eftir lifa
sex systkini, þrír bræður og þijár
systur.
Sigurjón Sveinsson var fjórða
barn og þriðji sonur hjónanna
Sveins Hallgrímssonar og Salóme
Kristjánsdóttur. Hann fæddist í
Stóra-Galtardal eins og faðir okkar
líka, en þeir bræður voru ótrúlega
samtvinnaðir í örlögunum og dauð-
inn vitjaði þeirra svo til á sama
staðnum er yfir lauk. Sveinn lést á
ungum aldri, rétt tæplega fertugur
frá konu og tíu bömum. Siguijón
er þá innan fermingaraldurs, en var
þá þegar kallaður til ábyrgðar
ásamt öðrum elstu systkinunum.
Hann tók síðan smám saman við
búi með ömmu minni þar ve$tra á
Sveinsstöðum. Setti þar svo sjálfur
saman bú með konu sinni Önnu
Benediktsdóttur frá Stóra-Múla í
Saurbæ í Dalasýslu. Þau hófu bú-
skap á Sveinsstöðum 1944 og
bjuggu þar í 22 ár, til 1966. Þá
fluttu þau í Hafnarfjörð og bjuggu
þar því í 28 ár en voru samt alltaf
Dalamenn og með hugann við allt
það sem gerðist vestra.
Sigurjón var góður bóndi og hafði
gaman af landbúnaði - sem hann
flutti reyndar sumpart með sér suð-
ur. Hann varð forðagæslumaður
þeirra Hafnfirðinga. Vestra gegndi
hann margvíslegum félagsstörfum
fyrir sína sveit sem þá hét Klofn-
ingshreppur og er hluti þess sem
heitir Dalabyggð. Hann gegndi
einnig trúnaðarstörfum fyrir Dala-
menn syðra í félagi þeirra Breiðfirð-
ingafélaginu þar sem hann var allt-
af virkur eins og börnin hans reynd-
ar líka, þar sem Sveinn Sigurjóns-
son gegnir nú formennsku.
Sigurjón var framsóknarmaður
og skipaði reyndar sæti á framboðs-
lista þeirra framsóknarmanna nú
við bæjarstjórnarkosningarnar í
Hafnarfírði. Þeir voru framsóknar-
menn bræðurnir frá Sveinsstöðum
í nafni samvinnu og samstöðu og
félagshyggju þar sem Friðgeir heit-
inn hafði forystu enda formaður
Sambands ungra framsóknar-
manna á sinni tíð. Siguijón var
heill flokki sínum eins og í öllu
öðru er hann tók sér fyrir hendur.
Ég sé það stundum í minningar-
orðum að fjölskylda er sögð sam-
hent. Um fjölskyldu Siguijóns og
Önnu væri það beinlínis stórkostlegt
vanmat að segja það eitt; þau voru
miklu frekar og eru samrýnd og
saman öllum stundum í sorg og í
gleði. Hið sama er reyndar að segja
um Sveinsstaðaijölskylduna hina
eldri. Jafnvel þó að við sjáumst
sjaldan og þekkjum varla unga fólk-
ið sem sprettur stöðugt upp í þriðja
og ljórða lið frá þeim Sveini og
Salóme þá er þessi hópur svo sam-
sækinn að það er ævinlega eins og
við eigum hvert bein hvert í öðru,
þó það líði mörg ár á milli samfund-
anna. Ég veit að það er hvorki frum-
legt né sérlega lýsandi að nefna
orðið hlýja um einhveija fjölskyldu
öðrum fremur; svo vill hins vegar
til að við skiljum það orð tilteknum
og sérstökum skilningi því að við
höfum af því reynslu. Og þessi
reynsla er tengd Siguijóni sérstak-
lega.
Siguijón á alveg ákveðinn og
óumbreytanlegan sess í hugum okk-
ar systkinanna. Hann kom nærri
daglega að Grund meðan við bjugg-
um þar og heilsaði okkur ævinlega
með kossi og kvaddi sömuleiðis -
jafnvel þó hann kæmi tvisvar á
dag. Hann kom á Ferguson gráum
sem hafði sömu þýðingu fyrir okkur
í fásinninu og gervihnattadiskar nú
til dags; Fergusoninn var samband-
ið við umheiminn. Og hann gegndi
líka hlutverki langferðabifreiða eða
strætisvagna þegar heyvagninn var
kominn aftan í og lagt upp í stolt
ferðalög um hávetur jafnvel niður
að Staðarfelli. Þegar Siguijón heim-
MIIMNIINIGAR
sótti okkur á Grund kom hann með
birtu og fjör í heldur fátæklega til-
veruna og sagði óborganlegar sögur
af köllum og kellíngum. Hláturrisp-
urnar sem við tókum þá systkinin
voru engu líkar; að ekki sé minnst
á skemmtanirnar sem við sáum um
sjálf hvert fyrir annað þessir
krakkahópar á Grund og Sveins-
stöðum. Þá voru sumir við það að
grenja úr sér augun úr hlátri. Og
enn sækja þær minningar að á ótrú-
legustu stundum þegar maður miss-
ir á sig bros þegar minnst varir í
umferðinni eða jafnvel á fundum
sem eru svo leiðinlegir að bros eru
beinlínis óviðeigandi og þess vegna
stílbrot. Þessar gleðistundir vestra
og syðra eru á sínum stað alltaf
og munu hvorki hverfa fyrir óáran
af náttúrunnar völdum né af mann-
anna völdum. Þannig mun ég alltaf
muna þennan léttstíga og glaðværa
öðlingsmann, frænda minn.
Önnu og börnum þeirra, tengda-
börnum og öllu öðru venslafólki
flytjum við samúðarkveðjur á þess-
um degi þegar Sigutjón verður
lagður til hvílu í kirkjugarðinum í
Hafnarfirði. Þar hafa þeir hlotið
legstað þeir bræður fæddir í Stóra-
Galtardal fyrir 72 og 74 árum við
giiið sem kemur ofan úr Örtugad-
alnum eftir að hafa runnið fyrir
Taglið undir Kollfjallinu. Heima.
Svavar Gestsson.
Það kom eins og reiðarslag þegar
Sveinn Siguijónsson vinur minn
kom heim til mín á hvítasunnudag
og sagði mér lát föður síns, Sigur-
jóns. Ég hitti Siguijón á fimmtu-
dagskvöldið í Álfafelli þar sem hann
var ásamt eldri bæjarbúum að
dansa og skemmta sér. Hann lék
þá á alls oddi, eins og ævinlega.
Siguijón var dyggur framsóknar-
maður, gaf mikið af sér og kom
með góð ráð. Það var mikill heiður
að fá hann á lista framsóknar-
manna fyrir þessar bæjarstjórnar-
kosningar í Hafnarfirði.
Við þökkum honum fyrir einlægt
og gott starf í þágu Framsóknar-
flokksins. Siguijón var alltaf hress
og kátur, viðmótsþýður og
skemmtilegur í tali. Hans er nú
sárt saknað.
Siguijón stundaði búskap á
Sveinsstöðum í Dalasýlsu frá 1945
og þar til 1966 er hann fluttist með
fjölskyldu sína til Hafnarfjarðar.
Hann starfaði hjá ísal frá upphafi
rekstrar þar og vann þar til ársins
1986. Síðastliðin 26 ár hafði Sigur-
jón eftirlit og umsjón með búfé í
bæjarlandinu fyrir Hafnarfjarð-
arbæ.
Eftirlifandi eiginkona Siguijóns
er Anna María Benediktsdóttir og
eignuðust þau sex börn. Við þökk-
um af heilum hug samveruna með
Siguijóni og vottum konu hans,
börnum og íjölskyldum þeirra
dýpstu samúð og virðingu.
Baldvin E. Albertsson, for-
maður fulltrúaráðs Fram-
sóknarfélaganna í Hafnar-
firði.
t
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar,
SÖLVI JÓNSSON,
Grensásvegi 60,
Reykjavík,
lést 30. maí.
Jarðarför auglýst síðar.
Sigríður Sölvadóttir,
Dagbjört Jónsdóttir,
Jóni'na Jónsdóttir.
t
Þökkum öllum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
HÖSKULDAR F. DUNGAL.
Sérstakar þakkir til starfsfélaga hans í Helguvík.
Guðrún Árnadóttir,
Arna Dungal, Sigurður Steinþórsson,
Þór Dungal,
Árný Richardsdóttir
og barnabörn.
.•y) ia i■niJe.anEfl nior: iniid!
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INGIBERGUR SÆMUNDSSON
fyrrv. yfirlögregluþjónn
í Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
fimmtudaginn 2. júní kl. 15.00.
Elín Dóra Ingibergsdóttir, Haraldur L. Haraldsson,
Örn Sævar Ingibergsson, Guðlaug Óskarsdóttir,
Jón Kristinn Ingibergsson.Guðrún Snorradóttir
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐFINNUR SIGURJÓNSSON
frá Vestmannaeyjum,
Eskihlíð 22a,
Reykjavík,
hefurverið jarðsunginn frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum. Hjartans þakkir fær-
um við öllum þeim, sem önnuðust hann
í veikindum hans og sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför.
Helga Bachmann,
Þorkell Guðfinnsson, Edda Snorradóttir,
Guðbjörg Guðfinnsdóttir, Jóhann Magni Jóhannsson,
Sigurjón Guðfinnsson, Kristín Birgisdóttir,
Snorri og Guðfinnur Þorkelssynir,
Magni, Guðfinnur og Anton Jóhannssynir,
Sævar, Hafþór og Helga Sigurjónsbörn.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
er sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför dóttur minnar, eigin-
konu, móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
MARGRÉTAR VALDÍSAR
ÁSMUNDSDÓTTUR,
Langholtsvegi 169a.
Einnig sendum við sérstakar þakkir til
starfsfólks lungnadeildar Vífilsstaða-
spítala og annarra, sem aðstoðuðu hana í veikindum hennar.
Ásmundur Bjarnason,
Þórir Haraldsson,
Hallfríður K. SkúladóttirjVlagnús Björnsson,
Halldóra Þórisdóttir, Ásgeir Ragnarsson,
Benedikt S. Þórisson, Guðrún Guðjónsdóttir,
Bjarni B. Þórisson, Anna S.S. Jóhannesdóttir,
Hafberg Þórisson,
Ásmundur I. Þórisson,
Sigurður H. Þórisson,
Þórir Þórisson
og barnabörn.
t
Alúöarþakkir til ykkar ailra, sem sýnduð
okkur hlýhug og vinsemd við andlát og
útför mannsins míns og föður okkar,
ÁRNA AÐALSTEINS
ÞORLÁKSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar
11E á Landspítalanum.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Kristín Zophoníasdóttir
og börn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
TRAUSTA JÓNSSONAR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Vesturbraut 16.
Alda Traustadóttir, Baldur Gunnarsson,
Kristinn Traustason,
Elín Traustadóttir,
Guðrún Traustadóttir, Aðalsteinn Guðmundsson,
Hafsteinn Traustason, Wilma Young,
Sigríður T raustadóttir,
Dagbjörg Traustadóttir,Jón Rúnar Jónsson
og afabörnin.