Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Er bókmenntag’agnrýnin dauð? BÓKMENNTIR Biskops Arnö FUNDUR NORRÆNNA OG BALTNESKRA BÓK- MENNTAGAGNRÝNENDA Á GAGNRÝNENDAFUNDIN- UM í Biskops Arnö var mikið rætt um hlutskipti gagnrýninnar á vorum dögum. I Eystrasaltslönd- unum hefur listgagnrýni, þar með talin bókmenntagagnrýni, ákveðnu samfélagslegu hlutverki að gegna. Bókmenntasköpun í þessum löndum er að ganga gegn- um vissa eldskírn; gamlar for- skriftir gilda ekki lengur, allra síst í andófsbókmenntum. Eistnesku og litháísku fulltrúarnir sögðust binda vonir við að virk bókmennta- gagmýni myndi hjálpa til við að byggja bókmenntirnar upp að nýju^ Á Norðurlöndum virðist al- mennt viðhorf til bókmenntagagn- rýninnar ekki vera eins bjartsýnt. Samdóma álit norrænu gagnrýn- endanna var að hlutur gagnrýni í dagblöðum drægist sífellt meira saman og möguleiki gagnrýnenda til að hafa áhrif á menningarlega og pólitíska umræðu væri þverr- andi. Ýkjulaust mátti í málflutn- ingi sumra glögglega heyra djúpan saknaðartón, þeir lýstu beint yfir eftirsjá eftir þeim tíma þegar bók- menntagagnrýnin þjónaði áber- andi samfélagslegum og jafnvel pólitískum tilgangi. Sænskur gagnrýnandi á miðjum aldri gerði játningu: Fyrir tíu árum var ótrú- leg ásókn ungra bókmenntafræð- inga í að komast að sem gagnrýn- endur hjá dagblöðum. Núna væri hins vegar bæði minni áhugi á að skrifa, birta og lesa bókmennta- gagnrýni. Hvað veldur? Hvað hefur breyst? Ola Vigso frá Danmörku tók að sér að svara þessari krefjandi spurningu í erindi sem hann nefndi „Gegna bókmenntir og bók- menntagagnrýni enn þá pólitísku hlutverki?“ Ola svaraði sjálfur strax neit- andi. Tími bókmenntafræðinnar sem skoðanamyndandi tækis væri liðinn. Meira en ólíklegt yrði að telja að við sæjum nýja Brandesa koma fram á sjónarsviðið á næstu árum. En hvað hefur breyst í ár- anna rás? Og hvenær breyttist það? Ola nálgaðist svarið með því að rekja hlutverk (en ekki aðferð- ir) danskrar bókmenntagagnrýni síðustu öldina. Að mati Ola Vigso brutu dansk- ir bókmenntamenn á seinustu öld hefðir síns tíma. Þeir reyndu að lappa upp á hið gamla. Johan Ludvig Heiberg var gagnrýnandi á fyrri hluta 19. aldar. Hann skammtaði sér ákvörðunarvald um það hvaða bækur væru þess virði að vera ritdæmdar og hvaða fag- urfræðilegu reglur skyldu gilda um bókmenntir. Jafnvel Edvard og Georg Brandes, sem voru fræg- ir fyrir að lýsa upp vandamál með rökræðum, aðhylltust upphaflega hefðbundna afstöðu til bók- mennta. Brandes var ótrúlega áhrifamikill og kallaði fram hjá áhangendum sínum ótrúlega gagnrýnislausa aðdáun. Ónefndur aðdáandi segir í bréfi til Brandes- ar: „Þú ert hinn nýi Messías. Þú ert guð!“ Slíkt viðhorf til gagnrýnenda gat ekki leitt gott af sér. Áð mati Ola Vigso leið dönsk bókmennta- gagnrýni, þ.e. gagnrýni sem hafði breið samfélagsleg og pólitísk áhrif, undir lok 1. janúar 1905. Ofmat gagnrýnenda á sjálfum sér Politiken, sem var stofnað 1884, boðaði afar róttæka stefnu. Efnis- tök og framsetning blaðsins voru óhefðbundin en reyndust eigi að síður heppileg fyrir útbreiðslu blaðsins. Á nýársdag 1905 var ráðinn nýr ritstjóri við Politiken og hans fyrsta verk var að gera uppskurð á ritstjórnarstefnu blaðsins sem fól í sér þá róttæku breytingu að laga efni þess meira að þörfum hins almenna lesanda en stjórnvalda. Þetta þýddi að ýmiss konar léttmeti fékk meira vægi. í stað langra og þungra greina fýrir menntafólk var lögð áhersla á einfaldari hluti sem fleiri höfðu áhuga á. Tilhugalíf, matur, íþróttir, spennu- og hneykslismál var skyndilega efni sem hægt var að lesa um í dagblaði. Þessi rit- stjómarstefna varð fyrir harðri gagnrýni, ekki síst fyrir sakir sem eru nú orðnar hluti af nútíma- blaðamennsku. Það þótti t.d. hreinasta goðgá að Politiken skyldi birta ljósmyndir af fólki og viðtöl við það. Árið 1906 gerðist nokkuð sem að mati Orla Vigso hafði afdrifa- ríkar afleiðingar fyrir mikilvægi danskrar bókmenntagagnrýni. Ritdeilur milli ritstjórnar Politiken og tiltekinna rithöfunda leiddu til þess að einir tuttugu rithöfundar og bókmenntamenn bundust sam- tökum um að hætta að skrifa fyr- ir blaðið í því skyni að knésetja það. En afleiðingarnar urðu aðrar en að hafði verið stefnt. Þessi ákvörðun hópsins skipti engu máli. Fólk hélt áfram að kaupa blaðið og lesa það þótt tuttugu menning- aivitar hættu að skrifa í blaðið. Þeir höfðu ofmetið áhrif sín. Þarna uppgötvaðist óvart ný staða dag- blaða: Markmið þeirra var ekki endilega að halda uppi skynsam- legri umræðu heldur að selja sig sjálf! Margs konar lesendur Erindi Ola Vigso vakti töluverða umræðu meðal gagnrýnendanna á Biskops Arnö. Ekki voru allir sam- mála honum um svo einfaldan og jarðbundinn tilgang dagblaða. Einn benti á að nú við endalok 20. aldar hefðu lesendur aldrei verið sundurleitari. Ekki væri lengur við hæfí að tala um almenn- ing heldur „almenninga“. Viðtak- endur skiptust í fjöldamargar smá- fylkingar sem gerðu hver sína kröfuna til fjölmiðla, og þar með talda listgagnrýni. Allir væru að keppast við að smíða sína eigin „sértilveru“ í heimi tæknivæddrar framleiðslu þar sem fjölbreytnin virðist óendanleg. Ekki væri því ástæða til að vera hissa á því að fjölmiðlarnir væru tætingslegir og líktust einna helst konfektkassa þar sem hver ætti að geta fundið mola við sitt hæfi. Gagnrýnendurnir frá Eystra- saltslöndunum voru á annarri skoðun. Hjá þeim ríkir bjartsýni fyrir hönd bókmenntagagnrýninn- ar eins og áður segir, þrátt fyrir ástand heima fyrir sem við mynd- um flest kalla dapurlegt. Þetta kemur skýrt fram í viðtali sem ég átti við Litháann Almantas Sal- amavicius og birtist í blaðinu á næstunni. Ingi Bogi Bogason Úr litlu norninni, sem danski leikhópurinn Mariehonen sýnir. Listahátíð í dag BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur, ásamt Vovka Ashkenazy, kemur fram á tónleikum í ís- lensku óperunni í kvöld klukkan 20.00. Einnig hefst barnaleikhúshá- tíð í Möguleikhúsinu við Hlemm, klukkan 17.00 með sýningu á „Den lille heks,“ sem danski leikhópurinn Mariehon- en sýnit'. í Ráðhúsi Reykjavíkur stend- ur yfir sýning á myndlist barna og ungiinga, undir yfirskriftinni „Island - sækjum það heim, á Kjarvalsstöðum er sýningin Is- lensk samtímalist. Helgi Þorgils Friðjónsson sýnir í Listasafni ASÍ og í Gallerí Sólon íslandus er sýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar. Á Mokka- kaffi opnar sýning á verkum ljósmyndarans Joel-Peter Witk- in í dag. Fyrsta barnaleikhúsið á Islandi opnað UMFERÐARÁLFURINN Mókollur í nýju leikhúsi. Tónskáldið Petr Eben MÖGULEIKHÚSIÐ stendur fyrir leiklistarhátíð fyrir börn á Lista- hátíð í Reykjavík dagana 1. - 6. júní. Hátíðin verður í nýju leikhúsi við Hlemm, sem jafnframt er fyrsta barnaleikhúsið sem opnað er á íslandi. Hátíðin hefst á sýningu á leikrit- inu Den lille heks - Litla nomin, sem danski leikhópurinn Mariehon- en sýnir. Mariehonen fékk verð- laun á síðasta ári sem besta barna- leikhús Danmerkur. Síðan tekur hver sýningin við af annarri, en aðrir leikhópar sem taka þátt í hátíðinni eru íslenska brúðuleik- húsið með Kabarettsýningu, Frú Emilía, sem sýnir Ævintýri Trítils, Tíu fingur, sem sýnir Englaspil, Augnablik sem sýnir Dimmalimm, auk Möguleikhússins sjálfs sem sýnir Ufmferðarálfinn Mókoll. * kemur til Islands TÉKKNESKA tón- skáldið Petr Eben mun sækja ísland heim á komandi hausti. Hann hefur þegið boð Dómkórs- ins í Reykjavík um að vera heiðursgest- ur á Tónlistardögum Dómkirkjunnar. Petr Eben er prófessor við Tónlistarháskólann í Prag og listrænn stjórnandi listahátíð- arinnar „Vor í Prag“. Petr Eben hefur samið verk fyrir org- el, kór og hljómsyeit. Oratóríuna „Apológioa Petr Eben samdi hann fyrir hina þekktu Holand Lista- hátíð 1993, „Prager Nocturne" fyrir Fíl- harmóníuhljómsveit Vínarborgar, orgel- konsert fyrir Austur- ríska útvarpið og kórverkið „Missa cum populo" fyrir listahátíð í Avignon. Tónskáldið hefur fengið fjölda við- urkenninga fyrir list sína. Hann mun semja kórverk fyrir Dómkórinn sem frumflutt verður Sokratus" Tónlistardögunum. Frumsýning í dag Frumsýningin í hinu nýja leik- húsi verður í dag klukkan 17.00, en í tilefni opnunarinnar leikur Lúðrasveit fyrir utan húsið frá klukkan 16.40 og Ieikarar verða í hinum ýmsu búningum fyrir utan. Önnur sýning hátíðarinnar verð- ur fimmtudaginn 2. júní, klukkan 17.00, en þá verður Umferðar- álfurinn Mókollur sýndur. Á föstu- daginn, 3. júní, klukkan 15.00 verður Kabarettsýning íslenska brúðuleikhússins og klukkan 17.00 verður Englaspil. Á laugardaginn 4. júní, verður Litla nornin sýnd aftur klukkan 15.00. Á sunnudag- inn 5. júní verður Ævintýri Trítils, klukkan 15.00 og Umferðarálfur- inn Mókollur, klukkan 17.00, Há- tíðinni lýkur síðan með sýningu á Dimmalimm, mánudaginn 6. júní, klukkan 17.00. Ný finnsk glerlist í Ráðhúsinu í TILEFNI af 50 ára lýðveldishátíð íslendinga hefur Finnska sendiráðið á íslandi, Þjóðhátíðarnefnd Reykja- víkur og Finnska glerlistasafnið í Rihimáki staðið að undirbúningi sýningar á nýrri fínnskri glerlist. Hún verður opnuð í Ráðhúsi Reykja- víkur 4. júní og stendur til 3. júlí. í fréttatilkynningu segir: Finn- land er þekkt fyrir frumlega og list- ræna glerhönnun. Hún spannar bilið milli tveggja póla, annars vegar er notagildið í fyrirrúmi og hið einfalda og hnitmiðaða form haft að leiðar- ljósi, hins vegar er efniviðurinn „þreyttur" til hins ýtrasta til að ná fram listrænum áhrifum. Á sýninguna Ný finnsk glerlist hafa verið valin verk eftir nokkra af þekktustu glerhönnuðum Finn- lands í dag. Meðal þeirra eru Oiva Toikka, Kertuttu Nurminen, Heikki Orvala og Markku Salo. Vinnustofulist og unga fólkið I sýningunni eru einnig fulltrúar hinar svokölluðu vinnustofulistar, glerlistamenn eins og Mikko Meiri- kallio og Heikki Kallio. Vinnustofu- hreyfingin leggur áherslu á hand- verkstækni sem hluta hins listræna tjáningarforms. Hönnuðurin býr sjálfur til hlutina. Fulltrúar þess nýjasta í finnskri glerlist er unga kynslóðin sem num- ið hefur við Listiðnaðarháskólann í Helsingfors, en þar hófst kennsla á gleriðnaðarsviði í Iok níunda áratug- arins. Páivi Kekáláinen, Eija Lein- onen, Vesa Varrela, Annaleena Hakatie og Brita Flander hafa kom- ið með ný og fersk sjónarmið inn í finnska glerlist. Fyrirlestur á föstudaginn Það er Páivi Nordberg listfræð- ingur við Finnska glerlistarsafnið í Rihimáki sem hefur valið verkin á sýninguna og mun annast uppsetn- ingu hennar í Ráðhúsi Reykjavíkur. I tilefni af sýningunni mun pró- fessor, Oiva Toikka halda lit- skyggnuerindi í Norræna húsinu föstudaginn 3. júní kl. 17. Prófessor Oiva Toikka er í dag talinn í farar- broddi finnskra glerlistamanna og er fyrirlesari við marga þekkta hönnunarskóla. Erindið nefnir hann Finnska glerlist og flytur á sænsku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.