Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
________MIIMIMIIMGAR_____
REGÍNA BJARNADÓTTIR
ROUND-TURNER
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994 31
Bílamarkaburinn FJörug bilaviðskipti
Vantar góða,
nýlega bíla á
sýningarsvæðið.
Opið: Laugardaga kl. 10-17, sunnudaga kl. 13-18.
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
671800
i
+ Regína Magda-
lena Bjarnadótt-
ir Round-Turner
var fædd á Húsavík
16. september 1918,
sjöunda í röðinni af
15 börnum hjón-
anna Bjarna Bene-
diktssonar kaup-
nianns og póst-
afgreiðslumanns og
frú Þórdísar Ás-
geirsdóttur. Að
loknu gagnfræða-
prófi frá Mennta-
skólanum á Akur-
eyri hélt hún utan
til hússtjórnar-
starfa í Danmörku og Þýska-
landi en kom heim eftir að síð-
ari heimsstyrjöldin brast á. Hún
giftist 11. maí 1941 Nigel H.L.
Round-Turner f. 22. júlí 1904,
d. 31. október 1971, bankastjóra
og höfuðsmanni í breska hern-
um og bjó eftir það í Englandi,
lengst af í Shrewsbury. Dætur
þeirra eru Kristín Sybil, f. 25.
janúar 1944. Maður hennar var
Frederik Walker. Börn þeirra:
Nigel Walker, f. 15. ágúst 1968
og Philipa Claire Walker, f. 8.
júní 1970; Sólveig Björg, f. 19.
október 1945. Fyrri maður
hennar var David Poulson. Son-
ur þeirra: Mark Geoffrey Poul-
son, f. 25. ágúst 1971. Seinni
maður hennar er Hugh Alexand-
er McConnell. Regína lést 16.
maí og var jarðsett í Englandi
23. maí. Minningarathöfn um
hana verður í Dómkirkjunni í
Reykjavík í dag.
Á BORÐI mínu liggur bók: Ljóð
sænska skáldsins Gustavs Frödings.
Á fyrstu síðu er handskrifðu áritun:
„Til Regínu frænku minnar til minn-
ingar um ógleymanlegar sólskins-
stundir í Oslo 1956.
Helgi Ásgeirsson.“
Bókina gaf Regína móðursystir
mín mér svo í kveðjuskyni þegar ég
heimsótti hana í Shrewsbury í Eng-
landi fyrir tíu árum. Þessi litla bók
hefur síðan verið eins og sólargeisli
í bókahillunni og minnt á allar þær
sólskinsstundir sem Regína frænka
færði öðrum allt sitt líf.
Regína Magdalena móðursystir
mín lifði ríka og óvenjulega æfi. Hún
var sjöunda í röðinni af 15 börnum
afa míns og ömmu, ein átta systra
sem allar lögðu sitt af mörkum við
rekstur hins stóra heimilis á Húsa-
vík, þar sem auk þess var rekið sum-
arhótel árum saman.
Regína fór í Menntaskólann á
Akureyri að loknu unglingaprófi og
lauk þaðan gagnfræðaprófi vorið
1936. Það ár hélt hún utan til Kaup-
mannahafnar til húshjálpar hjá ís-
lenskri fjölskyldu um eins árs skeið.
Þaðan lá svo leiðin til Þýskalands
en hún kom heim aftur árið 1938.
Á Hótel Ásbyrgi á Húsavík lá jafnan
straumur fólks úr öllum áttum —
og þetta sumar komu þangað meðal
annarra sendiherra Þýskalands í
Danmörku ásamt frú. Þau heilluðust
af þessari glaðlyndu og glæsilegu
stúlku, sem talaði reiprennandi
fjölda tungumála og óskuðu eftir að
fá hana til starfa í sendiráðið í Kaup-
mannahöfn. Það varð því úr að hún
fór aftur utan og var í þýska sendi-
ráðinu í eitt ár. Þaðan var svo ári
síðar óskað eftir henni til starfa á
heimili háttsetts herforingja í Þýska-
landi. En stríðið batt enda á dvöl
hennar þar og hún komst heim til
íslands með síðustu ferð Gullfoss í
ársbyrjun 1940.
Þá um sumarið var Regína aftur
komin til starfa heim á hótelið á
Húsavík — og þangað lágu sem fyrr
leiðir margra. Einn þeirra var bresk-
ur bankastjóri, höfuðsmaður í liði
Breta hér á landi, Nigel H. L. Ro-
und-Turner. Þau Regína felldu hugi
saman og 11. maí 1941 var brúð-
kaup þeirra haldið á Húsavík.
Enn á ný lá leið Regínu að heim-
an, frá landinu sem hún unni og
foreldrum sem hún elskaði heitt.
þau utan til Englands
með herskipi og hófu
búskap í London. Þar
tók Regína strax þátt í
störfum hersins og
vann við upplýsinga-
deild breska hersins.
Að stríði loknu tók Nig-
el svo við bankastjóra-
starfi að nýju.
Fyrstu árin bjuggu
þau í London en starfs
síns vegna þurfti Nigel
oft að taka við nýjum
bönkum og þau fluttu
þá milli staða. Hvar-
vetna tók Regína að
nýju við húsi eða íbúð
sem hún standsetti af mikilli list og
gerði garðana að sannkölluðu lista-
verki.
Heimili þeirra var alla tíð skjól
íslendinga, ættingja og vina og vina-
fólks þeirra. Hvarvetna sem Regína
fór var hún glæsilegur ambassador
lands síns.
Regína kom neim til Húsavíkur í
heimsókn með dæturnar tvær strax
að stríði loknu og eins oft og færi
gafst heimsóttu þær ísland síðan.
Þess á milli skrifaðist hún á við syst-
ur sínar og frænkur og fylgdist vel
og af mikilli umhyggju og áhuga
með öllum heima á Islandi, systkin-
um, börnum þeirra og barnabörnum,
ættingjum og vinum.
Regína var hrífandi kona, glæsi-
leg og glaðleg og bjó yfir þeim töfr-
um að gera hveija stund og hvern
stað að sólskinsstund. Hún var áræð-
in og dugleg og glæddi líf annarra
birtu, jafn ættingja og vina sem
vandalausra. öll árin sem hún bjó í
Englandi gerði hún það að vana sín-
um að fara og heimsækja aldrað
fólk, einmana og sjúklinga og færa
þeim blóm.
En þótt líf hennar hafi verið ríkt
og fjölbreytt, þá trúi ég að sjálf
hafi hún alltaf saknað íslands, sakn-
að sólskinsstundanna í föðurhúsum
heima á Húsavík — og þaðan hafi
verið komið það mikla sólskin, gleði
og hlýja, sem hún miðlaði öðrum af
í svo ríkum mæli.
Regínu var mikið gefið og hún
miðlaði af örlæti og fórnarlund. í
minningarbrotum sínum frá sárri
kveðjustund segir hún: „011 árin sem
ég hef verið erlendis fannst mér svo
mikið öryggi að vita af pabba,
mömmu og Boggu heima á Húsavík.
Nú sat ég og hugsaði til baka yfir
öll árin í útlegðinni og mér varð það
ljóst að nú varð ekki snúið til baka.
Leið mín lá til Englands, til manns
og barna. Nú var röðin komin að
mér að tárast.“
Regína veiktist fyrir skömmu og
lést 16. maí sl. Hún var jarðsett í
heimaborg sinni Shrewsbury 23.
maí. Minningarstund um hana verð-
ur í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag.
1. júní, kl. 15.
Líf hennar var eins og fallegt ljóð,
sem lifir þótt við kveðjum.
Bjarni Sigtryggsson.
9044-743-3-52075.
í Þetta númer hefi ég hringt í
fjöldamörg ár. Þar hefur svarað
frænka mín, frú Regína Bjamadóttir
Round-Turner. Systir föður míns
heitins.
Regína var vinkona mín. í þess
orðs fyllstu merkingu. Aldursmunur
virtist þar ekki segja neitt til sín.
Regína var einstakur gleðigjafi, öll-
um, hvar sem hún kom. Háir sem
lágir nutu nærveru hennar. Líf og
fjör fylgdi henni ávallt. Ailar þær
heimsóknir, sem hún náði að fara í,
engum gleymdi liún. Færandi öllum
einhverjar, smáar en persónulegar,
gjafir. Alla tíð hefur kort, bréf eða
lítil gjöf dottið inn um póstkassann
minn, jafnt um jól, afmæli sem hvers-
dags.
Fyrsta utanlandsferð mín var auð-
vitað heimsókn til Regínu og eigin-
manns hennar, Lewis, þegar þau
áttu heima í Bury St.Edmonds, árið
1956. Síðan þá má segja, að ég hafi
heimsótt hana árlega. Hún var ein-
staklega góð lieim að sækja. Ótrú-
lega smekkleg var hún. Heimili henn-
ar bar þess ávallt merki. Fundvís var
hún á fallega hluti í „antik“-búðum.
Hún var ávallt að fmna út, gera upp
og gefa þessum og hinum. Og ein-
staklega góður kokkur var hún.
Garðamir voru hennar yndi. Ég
man að eitt sinn árið 1967 kom hún
inn á heimili mitt, sneri þar öllu við,
fyllti stærsta vasann sem ég átti með
njólum. Meiri háttar flott skreyting.
Svona lék allt í höndum hennar. Hún
spilaði bridge og hafði mikið gaman
af. Bauð nýjum nágrönnum heim, í
mat eða spil. Þannig var hún, ávallt
gefandi, ávallt örvandi. Allir menn
voru jafnir og góðs verðir í hennar
augum. Hún elskaði náungann eins
og sjálfa sig.
Regina gaf mikið og hún fékk
mikið. Ég elskaði þessa manneskju.
Guð blessi hana og varðveiti og bless-
uð sé ávallt minning hennar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn siðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Ahugaverðar
Grænlandsferðir
Sértilboð til Suður-Grænlands
13. júní til 19. september.
4ra daga ferðir frá kr. 19.995,
5 daga ferðir frá kr. 22.995.
Kangerlussuag
(Syðri Straumfjörður)
Vikuferðir frá 13. júni til 19. september.
Skóla- og íþróttahópar frá kr. 21.900.
Einstaklings- og fjölskylduferðir frá kr. 27.900.
Narsarsuag
13. júní til 19. september.
4ra daga ferðir frá kr. 33.500.
5 daga ferðir frá kr. 37.800.
Narsag - veiðiferðir
í 4 til 8 daga í ágúst og september.
Frá kr. 29.950.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir altt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
S. Þórdís Ásgeirsdóttir („Dísella")
GJ
Leitið nánari upplýsinga
FerAaskrifstofa
GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF.
Borgartúni 34, simi 683222
í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins gefur Morgunblaðið út sérstakt
lýðveldisblað á þjóðhátíðardaginn, 17. júní nk.
Blaðið verður sérprentað og látið fylgja með Morgunblaðinu þennan
hátíðisdag. Auglýsendum gefst kosmr á að auglýsa í blaðinu og
bendum við á þann möguleika að koma kveðjum frá fyrirtækjum til
þjóðarinnar í tilefni 50 ára afmælisins.
Auglýsendum sem vilja kynna sér þessa sérstöku útgáfu er bent á að
hafa samband við starfsmenn auglýsingadeildar, Agnesi Erlingsdóttur,
Helgu Guðmundsdóttur eða Petrínu Ólafsdóttur,
í síma 691111 eða símbréfi 691110.
- kjarni málsins!