Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Söguleg tíðindi
Konunglegur hundur horfinn
Wynona Ryder
komin til
að vera
►LEIKKON-
AN Wynona
Ryder segist
ekki þurfa að
hafa miklar
áhyggjur af
fjárhag sínum:
„Ég er svo
heppin að vera
ekki í þeirri
stððu að standa í fjárhagsbasli.
Ég á þó í erfiðleikum á ýmsum
öðrum sviðum. Ég geng reglu-
lega í gegnum tilvistarkreppu.“
Ryder hefur gengið afar vel síð-
an hún sló í gegn í kvikmynd-
inni um Jerry Lee Lewis. Síðan
þá hefur mikið vatn runnið til
sjávar og hún virðist hafa fest
sig í sessi sem virt leikkona í
Hollywood. Vandað val á hlut-
verkum hefur mikið að ségja
hvað það varðar. Einnig hve
hún hefur verið óhrædd við að
fylgja einstökum leikstjórum,
s.s. Burton, Lehmann, Jar-
musch, Scorsese, Coppola og
August.
KARL Bretaprins er ekki
ánægður þessa dagana.
Ástæðan er sú að terrier-hund-
urinn hans hvarf í nýlegri helg-
arheimsókn til Skotlands í höll
konungsfjölskyldunnar. Hund-
urinn, sem var honum afar
kær, nefndist Pooh og hefur
fylgt honum í íþróttum og frí-
stundum undanfarin fimm ár.
Þjónar Karls urðu að leita
hundsins við höllina í þijá daga
áður en þeir máttu snúa aftur
tii London. Þá var auglýst í
skoskum dagblöðum til þess
að freista þess að fá hundinn
aftur. Ekkert gekk og líklega
verður Karl að finna sér nýjan
förunaut í kjölfarið.
Kynlífsútvarp
veldur titringi
íKína
. Jennifer JasonLeigh
ekki lengur fómarlamb
► JENNIFER Jason Leigh hefur gengið í gegnum hlutverk af
ýmsum toga á leiklistarferli sínum. Hún hefur margsinnis verið
barin til óbóta, henni var nauðgað einu sinni og hún var jafnvel
slitin sundur af vörubílum. í síðasta hlut-
verki sínu í kvikmyndinni „The Hudsucker
Proxy“ virðist hún hafa snúið baki við fórnar-
lambshlutverkum sínum. Þar leikur hún rit-
höfundinn Dorothy Parker: „Dorothy Parker
er ótrúlega mikilvægt hlutverk fyrir mig
vegna þess að það er mjög alvarlegs eðlis.
Ég öðlast reynslu og bý í haginn fyrir önnur
hlutverk í framtíðinni." Hún eyddi mikilli
vinnu í að undirbúa sig fyrir hlutverkið: „Ég
varð mér úti um hljóðupptökur af rödd henn-
ar, sofnaði með þær á hverri nóttu og vakn-
aði með þær morguninn eftir. Þær urðu mín
Biblía.“ Þessi aðferð Leigh við að setja sig
inn í hlutverk veldur því að hún treystir sér ekki út í leikstjórn
á næstunni: „Það tekur mig svo langan tíma að komast til botns
í einni persónu, að ég gæti ómögulega verið ábyrg fyrir þeim
öllum.“
Whoopi Goldberg
á báðum áttum
170
l‘ouno
>ST7//
‘ r**»ra,
Auglýsing sem
birtist í skosku
dagblaði.
Karl Breta-
prins og hund-
' ííritííV'Poólr.
RÝMRI útvarpslög hafa gert
kynlífsútvaipi kleift að hefja
göngu sína í Kína. Fólk getur
hringt inn og fengið svar við
spurningum sem brenna á þeim.
Þessi kynlífsfræðsla hefur hlotið
feykilega athygli og fær mikla
hlustun í stærstu borgum Kína.
Kynlífsfræðingurinn Wu Jieping
sagði af þessu tilefni: „Kynlífs-
fræðsla í útvarpi markar ný
tímamót í sögu Kína.“ Fram að
þessu hefur kynlíf legið í þagnar-
gildi í Kína.
►WHOOPI Goldberg var kynnir á
síðustu Óskarsverðlaunaafhend-
ingu og hefur látið í veðri vaka
við fjölmiðla að hún muni endur-
taka leikinn að ári. Billy Crystal
sem var kynnir hátíðarinnar um
árabil á undan henni hefur aðra
sögu að segja. Samkvæmt hon-
um hringdi Goldberg í hann
daginn eftir athöfnina og sagð-
ist vera glöð yfir að þessu væri
lokið og hún vildi aldrei gera
þetta aftur. Goldberg fékk mis-
jafna dóma fyrir frammistöðu
sína.
Crystal sagðist finna til með
gamanleikkonunni: „Ef áhorf-
endurnir hefðu setið í myrkri
hefði hún uppskorið hláturrok-
ur, en salurinn var upplýstur
og taugatitringur greip um sig.
Hún sagði góðan brandara um
EuroDisney, en [Disneys Mich-
ael] Eisner var meðal áhorf-
enda. Það gat enginn hlegið
vegna þess að „Uh-oh, Eisner
sá mig. Við fáum ekki samn-
ing.““
01
Mikið undratæki er útvai
Kínveijar geta nú f
svar við spurningui
um um k
iLABIO
SÍMI22140
Háskólabíó
Aðgöngumiði að Backbeat gildir sem 300 kr. afsláttur
af geislaplötunni .með rokktónlistinni dúndrandi
úr myndinni í verslunum Skífunnar.
FOLK
FOLK