Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Kosninff- amar a Hólmavík kærðar KOSNINGARNAR til sveitarstjómar á Hólmavík verða kærðar til sýslu- mannsins í Strandasýslu í dag eða á morgun. Það er Hjálmar Halldórsson, íbúi á Hólmavík, sem kærir, en hann telur að ekki hafí verið farið að lög- um við undirbúning kosninganna. Eins telur hann að ólöglega hafí verið staðið að sameiningu Hólma- vikurhrepps og Nauteyrarhrepps, en félagsmálaráðuneytið gekk frá sam- einingunni um það leyti sem fram- boðsfrestur vegna kosninganna var að renna út. Kærufrestur vegna sveitarstjóm- arkosninganna er sjö dagar. Fátítt er að kosningamar séu kærðar. Far- ið verður fram á gjafsókn í þessu máli, en að sögn Haraldar Blöndals, lögmanns Hjálmars Halldórssonar, em fordæmi fyrir því að samþykkt hafí verið gjafsókn vegna mála sem höfðuð era vegna framkvæmdar kosninga. EIGNAHÖLUN FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 20 Sími 680057 Faxnúmer 680443. Opið kl. 9-18 virka daga FOSSVOGUR Góð íb. á 2. hæð. Góð sameign. Stórar sólsvalir. Laus strax. Lækkað verð. FYRIR MIÐBÆJAR- UNNENDUR Sórstök eign á tveimur hæðum í góðu steinhúsi 135 fm. Altt endurn. Laus fljótl. Getur sameinað heimili og at- vinnurými. Gott verð. ÓDÝRAR MINNI ÍBÚÐIR Á GÓÐUM KJÖRUM Baldursgata, Grettisgata, Grundarstíg- ur, Laugavegur og víöar. T.d. bílar uppí. EIIMBYLISHÚS ÁSVALLAGATA Tvær hæðir. Mögul. á sóríb. í kj. Góöur bílsk. og lóð. Makaskipti. BAUGHÚS Glæsil. nýtt hús. Einstakt útsýni. Góð óhv. lán. Mjög hagst. verð og kjör. KÖGURSEL Hæð og ris ca 180 fm og bílsk. Góö áhv. lán. Makaskipti. Fallegt vel staðsett fjölskhús með stór- um herb. VIÐARRIMI ( smíðum ca 200 fm á einni hæð. Gott hverfi i Grafarvogi. Hagst. verð. Maka- sklpti. SÉRBYLI GARÐABÆR - BYGGÐAHVERFI HLÍÐARHVERFRI - MIKLATÚN ÁRBÆJARHVERFI - KVÍSLAR LANGHOLTSHVERFI -LAUGARÁS VESTURBÆR - MELAR MIÐBORGIN 3JA-4RA HERB. MARÍUBAKKI. Rúmg. Útsýni. ÞINGHOLTIN. í gömlum stfl. LAUGARNESV. Gott útsýni. ÁSVEGUR. Allt sór. Stór lóð. BALDURSGATA. Skipti á stærra. Nú er hagstætt að kaupa. Það kostar ekk- ert að hafa samband. Slgurður Wilum, sölumaAur. Sjábu hlutina ívibara samhengi! - kjarni málsins! riíiri -tíi. FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Björn Bjarnason um fund hvalveiðiráðsins Staðfestir að við eig- um að ganga í ráðið Skólaslit- um fagnað SÖNGUR og gleði settu svip sinn á krakkana í Isaksskóla þegar skólanum var slitið. Nemendur settú upp margvísleg höfuðföt í tilefni dagsins, allt frá fiðrildapr- ýddum kórónum til svartra kolla sem bandariskir námsmenn setja vanalega upp að loknu fram- haldsskólanámi, og brostu sínu blíðasta mót sumri og sól í Reykjavík. ísak Jónsson, kennari og frumkvöðull í lestrarkennslu með ákveðinni hljóðfræðiaðferð sem hann lagðaði að íslensku máli og aðstæðum, stofnaði skól- ann árið 1926 fyrir 6-8 ára börn, þannig að skólinn hefur nú starf- að í 68 ár. BJÖRN Bjamason, formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, segir að ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins breyti engu um þá skoðun sína að hagsmunum íslands sé betur borgið innan ráðsins en utan þess. Hann segir að það sé varasamt fyrir íslend- inga að túlka niðurstöðu alþjóða- stofnana sér í óhag og reyna síðan að telja sér trú um að hagsmunum íslands sé betur borgið utan þeirra en innan. „Ég hef ekki séð nákvæman texta af samþykktum fundarins, en mér fínnst öll þróunin vera þannig að menn ætli að viðurkenna þann rétt manna að veiða hvali ef vísindaleg rök mæla með því. Mér finnst mjög hættulegt af okkur íslendingum að túlka niðurstöður alþjóðastofnana alltaf okkur í óhag og reyna síðan að telja okkur trú um að við náum betri árangri með því að standa utan við þær. Þessi fundur breytir engu um þá skoðun mína að staða okkar íslend- inga að þjóðarrétti er miklu skýrari með aðlild að Alþjóðahvalveiðiráðinu heldur en utan þess. Við þurfum að hafa þessa stöðu alveg skýra til þess að geta hafið hvalveiðar að nýju,“ sagði Björn. Morgunblaðið/Ámi Sæberg MENNTAMÁLARÁÐHERRARNIR Ole Vig Jensen Andersen frá Danmörku, Olli-Pekka Heinonen frá Finnlandi, Ólafur G. Einarsson, Gudmund Hernes frá Noregi og Per Unckle frá Svíþjóð undir- rita samkomulagið um að gera Norðurlöndin að einu menntunarsvæði. Menntamálaráöherrar Norðurlandanna Norðurlöndin verða eitt menntunarsvæði NORRÆNIR námsmenn munu eiga jafnan rétt til inngöngu í háskólanám hvarvetna á Norðurlöndunum frá og með skólaárinu 1994-95 og stefnt er að því að samið verði um gagn- kvæmar greiðslur vegna kennslu- kostnaðar. Menntamálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu á sunnudag samning þess efnis að Norðurlöndin verði að einu mennt- unarsvæði, en ráðherramir héldu fundi hér á landi á sunnudag og mánudag. Einnig funduðu hér menn- ingarmálaráðherrar landanna. Samkvæmt samningnum er ísland undanskilið greiðslum vegna kennslukostnaðar, en stefnt er að því að reglan verði að peningamir fylgi stúdentinum. Ólafur G. Einars- son, menntamálaráðherra, sem sat fundinn fyrir íslands hönd, sagðist ekki geta fullyrt hvort íslendingar yrðu undanskildir greiðslum til fram- búðar. Hann sagði að ljóst væri að ísland nyti velvilja hinna Norðurlandanna í þessu máli. Það myndi koma illa við Islendinga að þurfa að greiða kennslugjald þvi hlutfallslega fleiri íslendingar sæktu nám til annarra Norðurlanda heldur en námsmenn hinna Norðurlandanna hingað. Til dæmis stunduðu um 1.000 íslending- ar nú nám á Norðurlöndum, en um 200 erlendir stúdentar væra við nám við Háskóla íslands. Aukin samkeppni Samkomulagið felur í sér. að norr- ænir námsmenn munu eiga rétt til inngöngu í háskólanám með sömu eða sambærilegum skilyrðum og heimamenn. Um 500 háskólastofn- anir era á Norðurlöndum og er búist við því að þetta muni leiða af sér meiri samkeppni milli þeirra um bestu nemenduma. Sé litið til lengri tíma er einnig búist við því að þetta muni auka gæði námsframboðs. Kringlan - verslunarhúsnæði Til sölu á besta stað í Kringlunni 8-12 verslunarhús- næði sem er um 65 fm nettó og 95 fm brúttó að stærð. í húsnæðinu er rekin sérverslun og eru aðeins tvær slíkar í Kringlunni. Leigusamningur til 2ja ára. Mjög góð leiga. Upplýsingar aðeins á skrifst. Ásbyrgi, fasteignasala Suðurlandsbraut 54,108 Reykjavík, sími682444. 700 á fundi um málefni fatlaðra HÁTT í 700 manns taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um mál- efni fatlaðra sem hefst í Reykjavík í dag undir yfir- skriftinni Eitt samfélag fyrir alla. Ráðstefnan er haldin á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags íslands í samvinnu við Sameinuðu þjóðimar og fé- lagsmálaráðuneytið. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra, bauð til ráðstefnunnar á allsherjarþingi SÞ haustið 1992. Þetta verður ein stærsta ráðstefna sem haldin hefur ver- ið hérlendis um málefni fatl- aðra. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða um 100 frá öllum heims- homum. Meðal þeirra verða Bengt Lindquist, fyrrum fé- lagsmálaráðherra Svíþjóðar (sem er blindur og verður lík- lega fyrsti fastafulltrúi fatlaðra á Allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna), prófessor Douglas Biklen frá Syracuse-háskóla í Bandaríkjunum, Kristján Tóm- as Ragnarsson, prófessor og endurhæfingarlæknir í New York, Grace Duncan frá Jama- ica, Michal Mathias frá Ind- landi, Stefán Hreiðarsson, for- stöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, og fleiri. Ráðstefnan verður haldin í ráðstefnusölum Háskólabíós og Hótels Sögu. Henni lýkur á föstudaginn 3. júní. Formaður undirbúnings- nefndar ráðstefnunnar er Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunar- fræðingur, formaður Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Landspítalinn Færri börn hafa fæðst en í fyrra FÆÐINGAR á Landspítalan- um era 170 færri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Fæðingar eru orðnar 1.170 miðað við 1.340 í fyrra. Guðrún Björg Sigurbjöms- dóttir, yfírljósmóðir, sagði að gert væri ráð fyrir fæðingum jafnt og þétt út árið. Hún sagði að fjölburum hefði fjölgað vegna glasafijóvgunar. Þeir væru heldur minni en fullburða nýburar. Hins vegar hefðu ís- lenskir tvíburar komið ágæt- lega út í nýlegri könnun á tví- burafæðingum hér á landi og í Skotlandi. Engir fjórburar hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er árinu. Tvennir þríburar hafa fæðst og tuttugu og sjö tvíbur- ar. Fjórir slösuðust FJÓRIR vom fluttir á slysa- deild eftir harðan árekstur tveggja bíla á mótum Grundar- stígs og Bjargarstígs á mánu- dag. Slysið varð um kl. 18. Fólkið í bílunum slasaðist lítið, en bíl- ana varð báða að fjarlægja með aðstoð kranabíls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.