Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1994 39
FRETTIR
Stórstúkuþing IOGT
hefst á morgun
STORSTÚKUÞING IOGT hefst
með guðsþjónustu í Hallgríms-
kirkju kl. 10.30 fimmtudaginn
2. júní. Biskup íslands, hr. Ólafur
Skúlason, predikar. Sjálf þing-
setningin verður í Templarahöll-
inni, Eiríksgötu, kl. 11.30. Þáfer
jafnframt fram stigveiting.
Að loknum hádegisverði verða
skýrslur stórtemplara og kjör-
bréfanefndar lagðar fram ásamt
reikningum og fjárhagsáætlun.
Eftir kaffihlé verða nefndarstörf
og hástúkufundur. Kvöldverður
verður í Vinabæ, Skipholti.
Að kvöldverði loknum verður
heiðursveiting til bindindisfólks
sem skarað hefur fram úr og
unnið að framgangi bindindis-
hugsjónarinnar. Fyrirfram er
aldrei upplýst hveijir verða heiðr-
aðir, en óhætt er að fullyrða að
heiðursveitingin að þessu sinni
mun vekja meiri athygli en áður.
Dagskrá fimmtudagsins lýkur
með opnum fundi í Vinabæ. Yfir-
skrift fundarins er: Hver er
áfengismálastefna yfirvalda?
Föstudaginn 3. júní verður
framhald á þingstörfum kl. 9.30
og fram eftir degi. Kl. 15 fer
kosning embættismanna fram.
Þinginu lýkur síðan með innsetn-
ingu embættismanna, ávörpum,
vali á næsta þingstað, meðmæl-
um með umboðsmönnum al-
þjóðaforseta.
GISSUR Guðmundsson, Hrólfur Kjartansson, talsmaður
foreldraráðs, og Jónas Reynisson.
■ FORELDRARAÐ Hafnar-
fjarðar hefur í þriðja sinn veitt
viðurkenningar fyrir vel unnin
störf í þágu hafnfirskra barna
og unglinga. Að þessu sinni
fengu Gissur Guðmundsson
rannsóknarlögregiumaður og
Sparisjóður Hafnarfjarðar við-
urkenningar.
í fréttatilkynningu segir m.a. að
foreldraráði hafi þótt við hæfi
að vekja sérstaka athygli á elju-
semi Gissurar á sviði fíknivarna
bæði í starfi sem lögreglumaður
og utan þess. Sparisjóður Hafn-
arijarðar fær viðurkenningu for-
eldraráðs 1994 fyrir athyglisvert
framtak á sviði ijármálafræðslu
fyrir unglinga. Báðum þessum
aðilum voru afhent listaverk eftir
Sigrúnu Guðjónsdóttur.
■ Á ALMENNUM félagsfundi
í Sjálfstæðisfélagi Tálkna-
fjarðar þann 19. maí sl. var sam-
þykkt að lýsa yfir fullum stuðn-
ingi við brúargerð yfir Gilsfjörð
skv. vilja heimamanna, jafnframt
er hörmuð nýframkomin ályktun
náttúruverndaráðs þar sem um-
hverfissjónarmið eru farin að
standa í vegi fyrir nauðsynlegum
framkvæmdum, eins og segir í
ályktuninni.
■ ÁRLEGA veitir Sjóvá-
Almennar tryggingar hf. tvo
námsmannastyrki að upphæð
100.000 kr. hvor. Fjórða maí sl.
voru þessir styrkir veittir í annað
sinn. Þeir sem hlutu styrkinn að
þessu sinni eru Katrín María
Þormar, læknanemi við Háskóla
íslands, og Ásta Bjarnadóttir,
nemi á sviði vinnu- og skipulags-
sálfræði við Minnesota-háskóla.
■ FULLTRÚAR sjö húsa á
Akureyri hlutu í vikunni viður-
kenningu fyrir gott aðgengi fyrir
fatlaða um húsin. Það er ferlinefnd
fatlaðra á Akureyri sem veitir við-
urkenningamar en síðast voru
slíkar viðurkenningar veittar fyrir
fimm árum.
Þau hús sem hlutu viðurkenningu
nú voru Islandsbanki, Kaupfélag
Eyfirðinga vegna KEA-Nettó,
Akureyrarbær vegna þjónustu-
byggingar við íbúðir aldraðra í
Víðilundi, Akureyrarbær vegna
Listasafns Akureyrar, Akur-
eyrarkirkja vegna Safnaðar-
heimilis, Glerárkirkja og Fasteign-
ir ríkisins vegna Hafnarstrætis 95,
5. og 6. hæð, þar sem m.a. Skatt-
stofan er til húsa.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir, for-
maður ferlinefndar fatlaðra, sagði
að til að hljóta viðurkenningu yrðu
húsin að uppfylla ákveðnar kröf-
ur, aðkoma yrði að vera í góðu
lagi sem og einnig húsakynni inn-
andyra. Síðast veitti nefndin við-
urkenningar fyrir gott aðgengi
fyrir fimm ámm og sagði Sigrún
að nú hefðu augu nefndarmanna
einkum beinst að þeim húsum sem
byggð hefðu verið í millitíðinni eða
verið endurbætt.
■ HAFNARGÖNGUHÓPUR-
INN stendur fyrir gönguferð um
hafnarbakka og bryggjur gömlu
hafnarinnar. Farið verður frá
Hafnarhúsinu kl. 21. í ferðinni
verður bent á ýmislegt sem skoð-
unarvert er, hópnum boðið að
skoða það nánar og njóta útsýnis-
ins yfir höfnina og út á Sundin
frá góðum útsýnisstað. í lokin
verður gefinn kostur á að fara í
sólarlagssiglingu ef veður leyfir.
MYNDIN var tekin við veitingu styrkjanna og á henni eru,
talið frá vinstri: Einar Sveinsson, framkyæmdastjóri Sjóvár-
Almennra, Katrín María Þormar, Bjarni Ólafsson, faðir Ástu,
og Ólafur B. Thors, l'ramkvæindastjóri Sjóvár-Almennra.
Morgunblaðið/RAX
FORSETASPILIN, sem gefin eru út í tilefni 50 ára lýðveldis-
afmælisins.
Forsetaspil gefin út
HJÖRTUR Sandholt hefur gefið út
spil með myndum af forsetum ís-
lenzka lýðveldisins á bakhlið kort-
anna og ártölunum 1944 og 1994.
Spilin eru gefin út í 4.000 einstökum
og í þrenns konar pakningum,
þ.e.a.s. einn stokkur í kassa og kost-
ar þá á bilinu 580 til 700 krónur
eftir álagningu verzlana, tvöfaldur
stokkur á bilinu 1.200 til 1.500 krón-
ur og tveggja stokka par í gjafa-
öskju kostar á bilinu 2.500 til 3.000
krónur, allt eftir álagningu útsölu-
staða.
Með hvetjum spilastokki fylgir lít-
ill sérprentaður bæklingur með æviá-
gripum forsetanna fjögurra, Sveins
Björnssonar, Ásgeirs Asgeirssonar,
Kristjáns Eldjárns og Vigdísar Finn-
bogadóttur og einnig er stuttur sögu-
annáll á ensku. Spilin eru gefin út
með fullu leyfi aðstandenda forset-
anna þriggja, sem látnir eru og for-
setaskrifstofunnar, svo og Þjóðhátíð-
arnefndar 1994, og með leyfi ljós-
myndara og höfundar þjóðhátíðar-
merkisins, Jóns Ágústs Pálmasonar.
Hjörtur Sandholt er búsettur í
Þorlákshöfn. Spilin eru seld í minja-
gripaverzlunum.
Dr. Anna Birna
Almarsdóttir
Viðhorf
barna til
sjúkdóma
o g lyfja
ANNA Birna Almarsdóttir, lyfla-
fræðingur, varði nýlega doktorsrit-
gerð sína við University of North
Carolina í Bandaríkjunum. Ritgerðin
fjallaði um viðhorf barna til heil-
brigðis, sjúkdóma og notkunar lyfja.
Anna Birna, sem er fædd 8. maí
1963, varð stúdent frá Öregaard
menntaskólanum í
Kaupmannahöfn
árið 1982 og lauk
kandidatsprófi í
lyíjafræði frá Há-
skóla íslands árið
1988. Hún vann við
rannsóknir á hita-
kærum örverum við
líftæknideild Iðn-
tæknistofnunar
1988-1989 og
starfaði svo um
skeið í Hafnarfjarðarapóteki. Hún
iauk meistaraprófi í félagslyfjafræði
frá háskólanum í Norður Karólínu
vorið 1991 og hóf þá rannsóknir.
Hún flytur fyrirlestur um niðurstöður
doktorsverkefnis síns á Norrænni
Ly íj afræði ráðstefnu, sem haldin
verður í Reykjavík 13.-15. júní.
Foreldrar Önnu Birnu eru Almar
Grímsson, apótekari í Hafnarfirði og
eiginkona hans Anna Björk Guð-
bjömsdóttir. Eiginmaður hennar er
Kári Harðarson, tölvufræðingur.
Dr. Anna Birna
Almarsdóttir
Þessi auglýsing er birt í upplýsingaskyni ogfelur ekki í sér tilboð um sölu skuldabréfa.
Verslunarlánasjóður
kt. 440581-0569
Kringlunni 7,103 Reykjavík
Tilkynning um skráningu skuldabréfa á
Verðbréfaþingi Islands
Flokkur Gjalddagi Upphæð
l.fl.A1994 01.02.2000 100.000.000
1.Í1.B1994 01.08.2000 100.000.000
1.H.C1994 01.02.2001 100.000.000
1.11. D1994 01.04.2001 100.000.000
1.11. E1994 01.08.2001 100.000.000
Skuldabréfín eru verðtryggð skv. lánskjaravísitölu.
Utgáfudagur var 5. maí 1994.
Grunnvísitala er 3347.
Ávöxtun yfir hækkun lánskjaravísitölu er nú 5,4%.
Skráningarlýsing skuldabréfanna, ársreikningur og samþykktir
Verslunarlánasjóðs liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði
íslandsbanka hf., Amiúla 13a.
VlB
VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF.
* Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 60 89 OO.