Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐV'IKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Þörf á
yfirtöku-
lögnm?
Seðlabankastjóri
vill ígrunda slíka
. löggjöf
LÖG um hlutafélög leggja engar
kvaðir á kaupendur eða seljend-
ur hlutabréfa um að þeir geri
gi'ein fyrir viðskiptum sínum.
Er gengið út ft'á því að eigendur
tilkynni sig til hlutafélagsins til
að njóta réttinda sinna, t.d. á
aðalfundi. Þá gilda engar reglur
hér á landi um yfirtöku fyrir-
tækja. Því var ekki skylt að til-
kynna um kaupin í íslenska út-
varpsfélaginu. Hins vegar er fé-
lögum á Verðbréfaþingi skylt að
tilkynna þinginu ef eignarhlutur
einhvers fer upp fyrir eða niður
fyrir tiltekin mörk.
Tilkynningaskylda hlutafé-
laga á Verðbréfaþingi um breyt-
ingar á eignarhaldi fellur undir
svonefnda „flöggunarreglu“.
Samkvæmt henni þarf að til-
kynna til þingsins ef hlutaflár-
eign einstakra aðila fer upp eða
niður fyrir 10%, 20%, 33,3%,
50% og 66,7%. í þessu tilviki er
hlutafélaginu sjálfu gert að til-
kynna slíkar breytingar. í sömu
grein í reglum Verðbréfaþings
er jafnframt kveðið á um að ef
veruleg verðbreyting eigi sér
stað á hlutabréfum skráðs félags
að mati stjómar Verðbréfaþings
skuli stjóm félagsins birta álít
um það mál, að sögn Eiríks
Guðnasonar seðlabankastjóra.
Ekki tilkynna öll viðskipti
Eiríkur benti í þessu sam-
bandi á þingsályktunartillögu
þeirra Matthíasar Bjamasonar
og Eyjólfs Konráðs Jónssonar
um að undirbúin yrði löggjöf um
yfirtöku. „Evrópusambandið
hefur haft í undirbúningi tilskip-
un um yfirtöku fyrirtækja en
ekki komist að niðurstöðu. Mér
finnst sjálfsagt að ígrunda vel
löggjöf um yfírtöku og inn á
þann vettvang kæmu meiri hátt-
ar kaup. Það ætti að eiga við
um öll almenningshlutafélög þar
sem engar hömlur eru lagðar á
viðskipti með hlutabréf. “
Viðskiptajöfnuður á fyrsta ársijórðungi mun betri en á sama tíma í fyrra
Hagstæður um 5 milljarða
VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var hag-
stæður um 5 milljarða króna á fyrsta ársljórð-
ungi 1994 samkvæmt bráðabirgðatölum Seðla-
bankans. Á sama tíma í fyrra var viðskiptajöfn-
uðurinn, sem samanstendur annars vegar af
vöruskiptajöfnuði en hins vegar af þjónustujöfn-
uði, varð halli í viðskiptum við útlönd að fjárhæð
2,2 milljarðar króna reiknað á gengi ársins í ár,
svo sem gert er í öllum samanburði hér á eftir
í frétt Seðlabankans.
Minni ferðamannatekjur
Vöruskiptajöfnuður á fyrsta ársíjórðungi var
samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar hag-
stæður um 8,7 milljarða króna sem er tæpum
5 milljörðum króna betri útkoma en á sama tíma
í fyrra, segir í frétt Seðlabankans. Batinn stafar
að mestu leyti af verulega auknum útflutningi
en einnig vegna nokkurs samdrátts í innflutn-
ingi. Heildarverðmæti vöruútflutnings á fyrsta
ársfjórðungi var tæpum 28% meiri en á sama
tíma í fyrra. Verðmæti útfluttra sjávarafurða
jókst um 14,5%. Verðmæti vöruinnflutnings
dróst saman um 4,5% frá sama tíma í fyrra
eftir mikinn samdrátt á árinu 1993.
Þjónustujöfnuður var óhagstæður um 3,7
milljarða króna á fyrsta ársljórðungi, samaborið
við 5,9 milljarða króna halla á sama tíma í fyrra.
í heild var útflutt þjónusta án vaxta óbreytt frá
síðasta ári. Samdráttur varð í tekjum af erlend-
um ferðamönnum en tekjur af varnarliðinu juk-
ust. Samdráttur varð í öllum liðum þjónustuút-
gjalda og í heild minnkaði verðmaéti innfluttrar
þjónustu án vaxta um 13,5%. Hrein vaxtagjöld
til útlanda námu 3,8 milljörðum samanborið við
4,7 milljarða í fyrra.
Seðlabankinn segir einnig að fjármagnsjöfn-
uður við útlönd hafi orðið jákvæður um 7,7
milljarða á fyrsta ársfjórðungi, einkum vegna
erlendrar lántöku ríkissjóðs á fyrsta ársfjórð-
ungi. Erlendar lántökur í heild námu 18,7 millj-
örðum króna og afborganir 4,6 milljörðum þann-
ig að hreint innstreymi langra erlendra lána nam
14,1 milljarði króna. Fjármagnshreyfingar til
skemmri tíma voru neikvæðar um 5,5 milljarða
króna aðallega vegna endurgreiðslu innláns-
stofnana á skammtímalánum.
Verðbréfakaup erlendis
Hreint innstreymi fjármagns vegna beinna
fjárfestinga nam 68 milljónum króna en hreint
fjármagnsútstreymi vegna verðbréfaviðskipta
nam 908 milljónum á þessum þremur fyrstu
mánuðum ársins. Fram kemur að hrein verð-
bréfakaup íslendinga erlendis námu 2,7 milljörð-
um en á móti kom hrein sala á innlendum verð-
bréfum úr landi fyrir 1,8 milljarða króna. Þess
er getið að íslendingar bæði keyptu og seldu
erlend verðbréf. Þannig námu brúttókaup þeirra
á erlendum verðbréfum 3,7 milljörðum á fyrsta
ársijórðungi en sala á erlendum verðbréfum úr
landi liðlega milljarði króna. Umtalsverður hluti
brúttókaupanna voru skuldabréf sem Norræni
fjárfestingarbankinn gaf út í íslenskum krónum
á Evrópumarkaði á árinu 1991, og hafa þau
væntanlega boðist með betri kjörum en fáanlegu
eru á hliðstæðum verðbréfum innanlands, segir
í frétt Seðlabankans.
Loks kemur fram að heildagreiðslujöfnuður
sem sýnir breytingu á gjaldeyrisstöðu Seðlabank-
ans var jákvæður um 6,7 milljarða króna á fyrsta
ársfjórðungi. í lok mars námu erlendar skuldir
til langs tíma 280 milljörðum króna en hrein
skuldastaða við útlönd, þ.e. löng lán og stutt
að frádregnum peningalegum eignum, nam 240
milljörðum króna samanborið við 238 milljarða
króna í lok mars 1993.
Viðskiptajöfnuður í % af útflutningstekjum
Sfðustu 12 ma'nuðir til loka hvers ársfjórðungs
5
%
-10
-15
— ViOskíptajöfnuður
síöustu 12 mánaða
LÍNURITIÐ sýnir viðskiptajöfnuðinn sem hlutfall af útflutnings-
tekjum yfir tólf mánaða tímabil til loka hvers ársfjórðungs.
Verðbréfasjóðir
Sjóðir Kaupþings
orðnir stærstir
VERULEG aukning hefur orðið á
verðbréfasjóðum í vörslu Kaupþings
hf. á þessu ári. í ársbyrjun var
heildarstærð allra sjóðanna rúm-
lega 3,6 milljarðar króna en hinn
1. maí sl. voru þeir komnir upp í
rúmlega 5,9 milljarða og hafa því
aukist um 63,8%. Er heildareign
sjóða Kaupþings hf. nú orðin mest
allra íslenskra verðbréfafyrirtækja.
Heildareignir allra verðbréfa-
sjóða námu um 17,4 milljörðum
króna í byijun þessa mánaðar og
er hlutur Kaupþings því 34,4%.
Það eru einkum þrír af sjóðum
Kaupþings hf. sem mest hafa vaxið
á framangreindu tímabili. Eininga-
bréf 2 hafa vaxið um 58,1% frá
áramótum. í annan stað hefur veru-
leg aukning orðið á Einingabréfum
5 sem hóf starfsemi fyrr á árinu en
í honum eru eingöngu erlend
skuldabréf. Er stærð hans nú um
einn milljarður króna. Þá hafa
Skammtímabréf tvöfaldast og voru
í byijun maí 637 milljónir saman-
borið við 318 milljónir um áramót.
Einingabréf 2 er stærsti verð-
bréfasjóður á íslandi með um
þriggja milljarða heildareignir. Það
eru einkum tvær ástæður fyrir
stækkun hans, að mati forráða-
manna Kaupþings hf. í fyrsta lagi
er áhætta fjárfesta mjög lítil, sjóð-
urinn eignarskattsfijáls og mis-
munur á kaup- og söluverði Ein-
ingabréfa 2 hið lægsta sem þekkist
eða 0,5%.
r
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Yfir 260 milljóna króna umsnúningur í afkomu
milli ára og halli af starfseminni í fyrsta sinn í 24 ár
Tréklossar
Verð kr.
Stærðir: 36-46
Litir: Hvítur og svartur
1 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS ■ 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 1
Domus Medica, Kringtunni, Toppskórinn
Egilsgötu 3, Kringlunni 8-12, Veltusundi,
sími 18519 sími 689212 sími 21212
Tap Iðnþróunarsjóðs
167 milljónir króna
TAP Iðnþróunarsjóðs á sl. ári varð alls um 167 milljónir króna samanborið
við tæplega 100 milljóna hagnað árið 1992. Þetta er í fyrsta sinn í 24 ára
sögu sjóðsins sem tap verður af starfseminni sem skýrist af auknum af-
skriftum og lækkun á hreinum ijármunatekjum. Námu afskriftir útlána og
yfirtekinna eigna alls 371 milljón sem er liðlega tvöföldun frá árinu 1992
en óvænt útlánatöp á árinu voru meiri en nokkru sinni fyrr. Þá er stór hluti
eigna sjóðsins bundinn í eignum sem skila litlum sem engum arði, þ.e. yfir-
teknum eignum og hlutabréfaeign. Þetta kom fram í máli Þorvarðar Alfons-
sonar, framkvæmdastjóra Iðnþróunarsjóðs, á aðalfundi sjóðsins í gær.
Fjármunatekjur umfram fjár-
magnsgjöld námu alls um 289 millj-
ónum á árinu sem er um 60 milljón-
um króna lægri upphæð en árið
1992. Styrkveitingar námu alls 10
milljónum. Niðurstöður efnahags-
reiknings í árslok 1993 nema alls
8.406 milljónum og ábyrgðir utan
efnahagsreiknings 108 milijónum.
Heildarútlán í árslok að viðbættum
áföllnum vöxtum námu alls 6.989
milljónum en frá þeirri upphæð
dregst afskriftarreikningur að ijár-
hæð 336 milljónir og er heildarupp-
hæð útlána því 6.653 milljónir.
Af 372 milijóna framlagi á af-
skriftarreikning eru um 300 milljónir
vegna 8 fyrirtækja en 72 milljónir
færast á reikninginn vegna 41 fyrir-
tækis. Á síðasta ári var samþykkt
að veita lán að fjárhæð 1.100 millj-
ónr en þar af voru einungis 244
milljónir vegna nýflárfestinga en 850
milljónir vegna fjárhagslegrar endur-
skipulagningar og skuldbreytinga.
Bókfærð hlutafjáreign sjóðsins í
árslok nam 455 milljónum í tveimur
félögum. Hlutafé í Draupnissjóðnum
nam alls 402 milljónum og í Þróunar-
félagi íslands 52 milijónum.
Yfirteknar eignir eru bókfærðar á
470 milljónir og er það áætlað mark-
aðsverð. Hér er um 13 eignir að
ræða. Sölusamningar höfðu verið
gerðir fyrir um 100 milljónir um 7
eignir en afsöl voru ófrágengin. Sex
eignir eru áfram í eigu sjóðsins að
öllu leyti eða hluta og var matsverð
þeirra 370 milljónir.
Skuldir Iðnþróunarsjóðs námu í
árslok samtals 5.848 milljónum og
hafa lánin fyrst og fremst verið tek-
in hjá Norræna fjárfestingarbankan-
um.
Eigið fé sjóðsins í árslok nam
2.463 milljónum. Þar af var stofnfé
hinna Norðurlandanna 315 milljónur
en það á að endurgreiðast á næsta
ári og verður sjóðurinn þá eign ís-
lenska ríkisins. Þorvarður Alfonsson
sagði á aðalfundinum í gær að áætl-
að 2,2 milljarða eigið fé sjóðsins á
næsta ári væri afrakstur arðbærra
fjárfestinga í íslensku atvinnulífí,
aðallega iðnaði. Auk þess hefði sjóð-
urinri lagt um 500 milljónir á verð-
lagi í dag til margyíslegra verkefna.