Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 49
ÍÞRÓTTIR
KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ
Eiður Smári kom
Val á sigurbraut
Fyrsti leikur Guðna Bergssonar með Val síðan 1988
EIÐUR Smári Guðjohnsen er aðeins 15 ára unglingur, en þegar
fullvaxinn í meistaraflokki. Pilturinn er sterkur, yfirvegaður, leik-
inn og hefur gott auga fyrir spili og mark hans á Valsvelli í
gærkvöldi var sannkallað augnayndi. Það tryggði Valsmönnum
jafnframt 1:0 sigur gegn FH-ingum og Guðni Bergsson, fyrirliði,
sem lék í fyrsta sinn með Val síðan í lok tímabilsins 1988 og
fyrsta leik sinn síðan í september, var sérlega kátur. „Þetta er
fyrsti sigur okkar í íslandsmótinu og vonandi höldum við áfram
á sömu braut," sagði hann við Morgunblaðið. Með sigrinum
skutust Valsmenn upp í þriðja sæti á markatölu, en FH-ingar eru
ífimmta sæti með jafnmörg stig.
80. niínútu ætlaði
■ \#Atii Einarsson að
bægja hættunni frá á miðjum
vallarhelmingi FH, en skallaði
beint til Eiðs Smára Guðjohns-
ens. Hann þakkað fyrir sig, lék
aðeins áfram og þegar hann
nálgaðist vítateiginn skaut hann
þrumuskoti upp í hornið ijær,
vinstra megin við Stefán Amar-
son, markvörð, sem átti ekki
möguleika á að veija. Glæsilegt
mark.
URSLIT
Valur-FH 1:0
Valsvöllur, íslandsmótið i knattspymu, 1.
deild karla, þriðjudaginn 31. maí 1994.
Aðstæður: Svalt og rakt en nánast logn.
Völlurinn ósléttur.
Mark Vals: Eiður Smári Guðjohnsen (80.).
Gult spjald: Valsmennimir Hörður Már
Magnússon (11.), Bjarki Stefánsson (51.),
Guðni Bergsson (65.) og Atli Helgason (75.)
allir fyrir brot og Davið Garðarsson (88.)
fyrir leikaraskap.
Rautt spjald: Þorsteinn Halldórsson, FH,
(84. fyrir brot).
Dómari: Bragi Bergmann.
Línuverðir: Pétur Sigurðsson og Marinó
Þorsteinsson.
Ahorfendur: 456 greiddu aðgangseyri.
Valur: Lárus Sigurðsson - Bjarki Stefáns-
son, Guðni Bergsson, Kristján Halldórsson
- Atli Helgason, Steinar Adolfsson, Guð-
mundur Gislason, Jón S. Helgason (Davfð
Garðarsson 75.) - Eiður Smári Guðjohnsen,
Jón Grétar Jónsson, Hörður Már Magnús-
son.
PH: Stefán Amarson - Drazen Podunavac,
Auðun Helgason, Petr Mrazek, Ólafur H.
Kristjánsson - Hallsteinn Helgason, Þor-
steinn Halldórsson, Atli Einarsson, Þórhall-
ur Vikingsson (Þorsteinn Jónsson 61.) -
Hörður Magnússon, Jón Erling Ragnarsson
(Lúðvík Arnarson 78.).
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
Þá átti hann við það að sigra en
ekki leikinn sem slíkan. „Ég
var ekki hræddur um að við fengj-
um á okkur mark,
var viss um að við
héldum hreinu, en
vissulega var mig
farið að lengja eftir
marki,“ sagði fyrirliðinn. Tilfellið
er að allt stefndi í frekar dauft
markalaust jafntefli, en Eiður
Smári sá til þess að svo fór ekki.
Leikurinn eirikenndist af mjög
sterkum vörnum, en spilið var lítið
og framheijunum var gert mjög
erfitt fyrir með erfiðum sendingum.
Reyndar áttu liðin við sama vanda-
mál að stríða — að spila boltanum
manna á milli. Miðjumennimir börð-
ust meira af kappi en forsjá og
fyrir vikið var lítil tenging á milli
varnar og sóknar.
Valsmenn eru með sterkt lið á
pappírnum, en verða að spila betur.
Eiður Smári var á hægri kanti í
fyrri hálfleik og gerði góða hluti
þá sjaldan að hann fékk boltann,
var meðal annars nálægt því að
skora í lok hálfleiksins, en eftir hlé
fór hann í miðheijastöðuna og réðu
FH-ingar ekkert við hann. Vörnin
var sterk og Guðni á eftir að reyn-
ast liðinu mikill styrkur, en hann
hefur verið frá vegna meiðsla. „Ég
er ánægður með að hafa farið i
gegnum leikinn og það er gaman
að koma aftur inn í liðið,“ sagði
hann. „Ég kenni mér ekki meins,
en þessi fáu skipti, sem ég fór fram,
urðu mér nær ofviða og rispurnar
verða að bíða betri tíma.“
FH-ingar eru einnig með gott lið,
en leikmennirnir náðu ekki nógu
vel saman að þessu sinni og er
miðjumönnunum um að kenna.
Hörður Magnússon ógnaði nokkr-
um sinnum upp á sitt einsdæmi,
en fékk litla aðstoð. Hins vegar var
vörnin öflug, sem fyrr sagði og
Stefán Arnarson stóð sig vel í mark-
inu og átti ekki möguleika á að
koma í veg fyrir markið. „Ég sá
ekki boltann, en hefði hugsanlega
getað gert eitthvað ef hann hefði
ekki farið í Petr og breytt um
stefnu.“
Arnór fær laun
f rá Anderlecht
FIFA, Alþjóða knattspyrnusam-
bandið, hefur úrskurðað í máli
Arnórs Guðjohnsens gegn And-
erlecht. Að sögn Eggert Magnússon-
ar, formanns KSÍ, sem beitti sér í
málinu fyrir Amór, barst skeyti til
KSÍ frá FIFA fyrir helgina þar sem
sagði að Anderlecht yrði að greiða
Arnóri laun í fimm mánuði, eða á
meðan hann var á milli félaga.
Sem kunnugt er var franska félag-
ið Bordeaux gjaldþrota meðan Arnór
var hjá félaginu 1992 og fór hann
því aftur yfir til Anderlecht, sem taldi
sig eiga hann. Hann fékk engin laun
á þessu tímabili frá belgíska félaginu,
en nú hefur verið bætt úr því.
Amór stendur einnig í málferlum
við Bordeaux, sem skuldar honum
umsamdar greiðslur og er það enn
óútkljáð, en það mál hefur ekki kom-
ið inn á borð hjá FIFA.
Bikarkeppni kvenna:
Bikarmeistarar ÍA
mæta Valsstúlkum
Bikarmeistararnir frá Akranesi í kvennaknattspyrnu mæta Val í
16-iiða úrslitunum á Hlíðarendavelli 7. júní. íslandsmeistarar KR
fá Fjölni í heimsókn, en aðrir leikir sama dag verða ÍBA - ÍBV, Breiða-
blik - Haukar, Afturelding - Leiftur, Tindastóll - KBS eða Sindri,
Stjarnan - Dalvík og Höttur - Reynir Sandgerði.
Fjögur kvennalid
hætt við þátfttöku
Eiður Smári Guðjohnsen, Val, Petr Mrazek,
FH.
Bjarki Stefánsson, Guðni Bergsson, Kristján
Halldórsson, Val. Drazen Podunavac, Auð-
un Helgason, Ólafur H. Kristjánsson, FH.
Bikarkeppni karla
Forleikir SV:
Grótta - Fjölnir..................2:4
Gunnar Skúlason, Brynjólfur Bjarnason -
Stefán Axelsson, Björgvin Björgvinsson,
Miroslav Nikolic, Þorvaldur Logason.
Irainherjar - Víðir...............0:4
Tennis
Opna franska meistaramótið
Einliðaleikur karla - átta manna úrslit:
7-Jim Courier vann 1-Pete Sampras 6-4,
5- 7, 6-4, 6-4. Þar með missti Sampras af
tækifærinu til að verða fyrsti tennisleikar-
inntil að sigra (öllum fjórum stóru mótunum
í röð síðan Rod Laver tókst það 1969.
Sergi - Bruguera vann Andrei Medvedev
6- 3, 6-2, 7-5 og 'mætir Courier ( undanúr-
slitum.
Einliðaleikur kvenna - 8-manna úrslit:
12-Mary Pierce (Frakklandi) vann Petra
Ritter (Ástralíu) 6-0 6-2
1-Steffi Graf (Þýskalandi) vann ines
Gorrochategui (Argentínu) 6-4 6-1
S-Conchita Martinez (Spáni) vann 16-Sab-
ine Hack (Þýskalandi) 2-6 6-0 6-2
Tvíliðaleikur karla - 8-liða úrslit:
1-Grant Connell (KanadaJ/Patrick Galbra-
ith (Bandaríkjunum) unnu Sergio Ca-
sal/Emilio Sanchez (Spáni) 7-6 (7-4) 5-7 6-3
Fjögur kvennalið, sem höfðu til-
kynnt þátttöku í 2. deild ís-
landsmótsins, hafa hætt við þátt-
töku. Þau eru Fram, Víðir, HSH og
BÍ. í 2. deild verða því 14 lið, en
þau voru 16 í fyrra.
Átta lið, sem léku í 4. deild á síð-
asta keppnistímabili, eru ekki með
í ár. Það eru: Ernir, Austri Eski-
firði, Valur Reyðarfirði, KVA. HB,
Hvatberar, Hafnir og Dagsbrún. Ný
lið í deildinni nú eru: Ökkli, Neisti
frá Djúpavogi, UMFL og KVA, en
það er sameiginlegt lið frá Austra
Eskifirði og Val Reyðarfirði, Golf-
klúbbur Grindavíkur, Framheijar og
Smástund úr Vestmannaeyjum, Kor-
mákur og Geislinn. í ár er 31 lið sem
tekur þátt í 4. deildarkeppninni, en
þau voru 29 í fyrra.
Morgunblaðið/Kristinn
Guðni öruggur
GUÐNI Bergsson lék sem aftasti maður í vörn Vals og skilaði hlutverki sínu
með prýði. Hér hefur hann betur í baráttu við Hörð Magnússon og skallar
boltann frá, en Kristján Halldórsson er við öllu búinn og fjær er Eiður Smári
Guðjohnsen.
■ ÞORSTEINN Halldórsson fékk
réttilega að sjá rauða spjaldið fyrir
að bijóta illa á Eiði Smára Guð-
johnsen og verður í banni í næsta
leik FH, gegn UBK á sunnudag.
■ ANDRI Marteinsson verður þá
hugsanlega með FH-ingum. Áð
sögn Þóris Jónssonar, formanns
Knattspyrnudeildar FH, er norska
liðið Lyn tilbúið að gefa hann frá
sér 5 sumar, en eftir á að semja um
greiðslu. Þórir gerir ráð fyrir að
málið skýrist í dag.
■ ANDRI á eftir ár af samningi
sínum við norska liðið, en hefur lít-
ið fengið að leika með því að undan-
förnu.
ar í Sviss
Sigurður Grétarsson knatt-
spyrnumaður skrifaði undir
þjálfarasamning hjá Affoltern am
Albis í Sviss í gær.
Samningurinn er til
tveggja ára. Hann
tekur við fjórðu
deildar liði serfí
stefnir á þriðju deild.
Affoltern am Albis er tæplega
10.000 manna bær skammt fyrir
utan Zurich. Sigurður mun vinna
með þjálfarastarfinu í stórri
íþróttavöruverslun í bænum. Hann
byijar þar með haustinu en tekur
við liðinu í sumar.
Sigurður hefur sótt þijú af fimm
þjálfaranámskeiðum svissneska
knattspyrnusambandsins. Hann
hyggst ljúka þeim til að fá form-
lega full þjálfararéttindi í Sviss.
Anna
Bjamadóttir
skrifar
frá Sviss
Breiðablik — ÍBV
á Kópavogsvelli í kvöld kl. 20
VtoAR-HF
byggingaverktaki.
Skandia
á íslandi