Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 I DAG MORGUNBLAÐIÐ CLARINS -----P A R I S- snyrtivörukynning frákl. 12—17. Nýjungar kynntar. Sny/itistojari ^fmnd Grænatúni 1, Kópavogi, sími 44025. Verslunin okkar 1 árs 1. iúní í tilefni afmælisins veitum við 30% afslátt dagana1.,2. og3.júní. Verslunin okkar, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 651588. CLARINS kynning ámorgunkl. 12-17. 15% afsláttur. Ný sending af slæðum. Gullbrá hf, Nóatún 17, simi 624217. V______________________________/ Pontiac TTansPort, árgerð 1990 Nýr á götuna í scptember 1990. Ekinn 57.000 þús. km, 7 manna (allt stólar og þar af 5 auðlosanlegir), rafmagnssæti, rafmagnsrúður, geislaspilari, equalizer, loftkælibúnaður, loftdemparar (hleðslujafnari), hraðastillir, veltistýri, dökkar rúður, yfirbygging ryðgar ekki (öll úr plasti). BÍLASALAN BÍLABATTERÍIÐ, BÍLDSHÖFÐA 12, SÍMI 673131 Kolaportið, nú bjartara, betra og ennþá ódýrara... venjulegur sólubás kostar nú aðeins 2500 kr. KOLAFORTHE) MARKAÐSTORG vertu með - hringdu í síma 625030! VELVAKANDI svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Óánægja með undirgöng í Seljahverfi JÓHANNA hring;di til að lýsa undrun sinni á stað- setningu undirgangna í Seljahverfi og segist mæla fyrir munn margra með það. Hún segir að mikil óánægja sé með staðsetn- ingu þeirra við skíða- brekkuna, sem notuð er u.þ.b. hálfan mánuð á ári, og tók fram að böm leggi ekki á sig að fara alla leið upp í Jaðarsel til að nota undirgöngin þar. Nýlega átti hún leið yfir götuna neðar, þar sem umferðarljósin em, og var á hjóli med bam sitt. Hún þurfti að bíða mjög lengi til að komast yfir, lenti svo á milli akreina sem henni stóð ekki á sama um. Bflar keyra þarna um á miklum hraða og böm, sem þama fara yfir, gera sér ekki grein fyrir hraða þeirra. Því er nauðsynlegt að fá gönguljós þama. Jóhanna vill fá svör við því hvort fyrirhugað sé að gera eitthvað í málunum þama áður en slys hlýst af? Rúllustig’ar eru ekki leiksvæöi * STARFSMAÐUR í Borg- arkringlunni hringdi og vildi benda fólki, sem kemur í Borgarkringluna, á það að rúllustigamir eru alls engin leiksvæði fyrir böm. Hann segir að það sé alltof algengt að fólk sem kemur til að versla sendi böm sín fram í rúllu- stigana til að leika sér. Afgreiðslufólk þarf iðu- lega að hlaupa frá vinnu sinni til að bjarga bömum úr stigunum, þegar for- eldramir em uppteknir við að versla. Einnig vildi hann benda fólki með börn í vögnum á það að miklu hentugra er að ferðast með kermm- ar í lyftunum heldur en reyna að fara í stigana með þær. Tapað/fundið Týnt mótorhjól HONDA 50, árgerð 1965, hvarf frá sumarbústað við Rauðavatn. Finnandi vin- samlega hafi samband við lögregluna í Breiðholti. Lyklakippa fannst LYKLAKIPPA með níu lyklum á, þ.á m. lyklar af hengilásum, fannst við Kmmmahóla 10 sl. þriðju- dagsmorgun. Eigandi hafi samband í síma 78447 á kvöldin. Gullhringur tapaðist GULLHRINGUR tapaðist 26. maí á Laufásveginum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 18348. Týnt hjól NÝTT svart 20“ Pro-Star fjallaþjól hvarf frá Gnoð- arvogi sl. helgi. Hafí ein- hver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 37173. Gæludýr Kettlingar FIMM níu vikna kettlinga vantar góð heimili. Upp- lýsingar í síma 651630 til kl. 14 eða 653672 eftir kl. 14. Hamstrabúr óskast VILL einhver losna við hamstrabúr? Ef svo er þá er viðkomandi beðinn að hafa samband í síma 666848. Rebekka. Kettlingur GULLFALLEG og bíð 11 vikna grá og hvít læða fæst gefins. Kassavön. Upplýsingar í síma 10023. Kettlingar SEX átta vikna gamlir kettlingar (blanda af norskum skógarketti) óska eftir nýju heimili. Upplýsingar í síma 621055 eða 624903 (sím- svari) eftir kl. 19. Páfagaukar fást gefins TVEIR páfagaukar í búri fást gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 658517. Kristjana. Pennavinir SPÆNSKUR piltur sem getur ekki aldurs en er trú- lega um tvítugt. Talar ensku, spænsku, ítölsku og portúgölsku og hefur áhuga á tónlist, bréfaskriftir, íþróttir og ferðalög: Francisco Rodríguez, c/El Cercao 2, E-04760 Berja-Aimeria, Spain. FIMMTUGUR Trinidadbúi með áhuga á tónlist, sigl- ingum, ljósmyndun . D. Geddes, P.O. Box 3345, Maraval, Trinidad, West Indies. ÞRETTÁN ára dönsk stúlka með áhuga á hund- um og tónlist: Mette Luno, Galopbakken 56, 9230 Svenstrup, Danmark. Mia Kesti, Oikokatu 4 E122, 15100 Lahti, O Aára afmæli. Á morg- Ovun, 2. júní, verður áttræð Guðbjörg Magnús- dóttir, Álfaskeiði 74, Hafnarfirði. Hún tekur á móti gestum í Haukahúsinu við Flatahraun eftir kl. 20 á morgun, afmælisdaginn. SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson Þessi staða kom upp á minn- ingarmótinu um Max Euwe f Amsterdam sem sameinuðu hollensku sparisjóðimir standa fyrir á hveiju ári. Sjálfur Gary Kasparov (2.800 áætluð stig), PCA heimsmeistari, hafði hvftt og átti leik, en heimamaðurinn Jan Timman (2.620) var með svart. Hann lék síðast 23. — Hc8-d8? sem gaf færi á sleggjuleik: 24. He5! (Svar svarts er nú þvingað því ef drottningin vfk- ur sér undan þá fellur riddar- inn á kantinum á a5) 24. — Bxe5, 25. Re7+ - Kg7, 26. Rxd5 — Bxb2 (Örvænting f vonlausri stöðu) 27. Rf4 — Bxd3, 28. Rxd3 - Bxcl, 29. Dxcl — Hxd3, 30. Dg5+ og nú gafst Timman upp þvf ridd- arinn á a5 fellur. Hann tapaði báðum skákunum fyrir Ka- sparov á mðtinu sem er afar gremjulegt fyrir Hollending- inn. Hann á enn óuppgerðar sakir við Kasparov frá því á sfðasta ári, en þá lét Rússinn ýmis niðrandi orð falla um tafl- mennsku Timmans í tengslum við FIDE-heimsmeistaraein- vfgi hans við Karpov. Víkverji skrifar... Ekki bar það vitni um mikinn faglegan metnað hjá Stöð 2 að vera ekki með neitt kosninga- sjónvarp á kosninganótt nú um helgina. Ein helsta iðja Víkveija á kosninganóttum í undanfömum kosningum hefur verið að skipta á milli sjónvarpsstöðvanna, bera sam- an vinnubrögð, tölvuúrvinnslu, grafískar upplýsingar stöðvanna og viðtöl við frambjóðendur. En nú þurfti ekki að skipta á milli stöðva, því einungis var kosningasjónvarp hjá Ríkisútvarpinu. Þetta er miður, því samkeppni á þessu sviði sem öðrum er auðvitað af hinu góða, og hlýtur að stuðla að auknum fag- legum metnaði þeirra sem undirbúa og stjórna slíkri dagskrárgerð. Vík- veiji taldi Sjónvarpið standa sig mætavel í kosningasjónvarpinu og sérstaklega var áhugavert að fylgj- ast með því hversu fljótt og vel tölulegar upplýsingar komust til skila til áhorfenda í formi skífurita, súlurita, prósentureiknings og hversu áferðarfallegar hinar graf- ísku upplýsingar voru. Því var vel við hæfi hjá Sjónvarpinu að sýna stutta, valda kafla úr kosningasjón- varpi frá því 1970, sem sýndi glöggt að á þessu tímabili hefur ekki átt sér stað breyting heldur bylting, að því er varðar það með hvaða hætti upplýsingunum er komið á framfæri við áhorfandann. xxx að er alltaf skemmtilegt í aðra röndina að fylgjast með við- brögðum stjómmálaforingjanna að afloknum kosningum, hvort sem um sveitarstjómakosningar er að ræða, eins og var nú um helgina, eða alþingiskosningar. Auðvitað fylgjast flestir með kosningasjón- varpi á dögum sem slíkum og Vík- veija sýnist sem það séu nánast samantekin ráð hjá foringjunum að hver um sig reynir að fegra útkomu síns flokks eftir megni. Mottóið virðist vera að viðurkenna alls ekki að flokkur manns hafi beðið ósigur. Ámi Sigfússon, borg- arstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum kosningum, er þó undantekning í þessum efnum. Yíkverji fékk ekki betur séð en Árni tæki ósigrinum af stakri karl- mennsku og yfirvegaðri rósemd. Auk þess þótti Víkveija það sér- lega hraustlega gert hjá Árna að áma keppinaut sínum, sem farið hafði méð sigur áf hólmí, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, heilla í starfi á jafnprúðmannlegan og hlý- legan hátt og hann gerði. xxx Annað sem vakti athygli Vík- veija í kosningasjónvarpi var það hvemig frambjóðendurnir, hvort sem um þá var að ræða sem skipuðu sigurlistann, R-listann, eða þann lista sem lúta varð í lægra haldi, D-listann, em almennt famir að tjá sig um kosningabaráttu og þann árangur sem náðst hefur eða árangursleysi sem þeir hafa mátt búa við, eins og keppnisíþróttamenn tjá sig gjaman, að afstöðnum æsi- spennandi kappleik. „Við gerðum okkar besta. Baráttan hefur verið afar hörð. Við höfum lagt okkur öll fram. Þetta er sigur liðsheildar- innar. Það var við of ramman reip að draga. Við hefðum þurft á fram- lengingu að halda,“ og svo fram- vegis, eru allt vel þekkt svör íþrótta- manna sem koma beint úr hita leiksins og tjá sig, en Víkveiji hygg- ur að svör frambjóðenda til sveitar- stjórnakosninga víða um land um síðustu helgi hafi verið afar keimlík svörum íþróttamahnanna. '■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.