Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ
20 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
Fjölskyldan
í Hewlett-
Packard
bleksprautu-
prenturum:
HP DeskJet 310
Einn sá allra sniðugasti á markaðinum.
Fyrirferðalítill, vandaður, hljóðlátur
og auðveldur i notkun. Fæst með
•kamatara og sem fullkominn litaprentari.
HP DeskJet 310, sv/hv, án arkamatara:
Kr. 33.500,22
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 310, sv/hv, m/arkamatara:
Kr. 39.900,22
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 310 litaprentarí
Kr. 46.900,22
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 520
Sterkur og hraðvirkur. Gæðaútprentun.
300x600 dpi + RET*
Kr. 34.900,
staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 550C
úflugur og ódýr litaprentari.
Tviskipt bleksprautun. Samsiða svört
og litaprentun. 300x300 dpi*
Kr. 56.900,22
^ staögreitt m/vsk.
HP DeskJet 560
Nýjung frá HP. Öflugur og hraðvirkur.
Colorsmart. 300x600 dpi + RET*
og spamaðarhamur.
Kr. 85.500,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 1200C
oq HP DeskJet 1200C/PS
Hraðvirkur hágæða litaprentari sem
hefur slegið I gegn um allan heim.
Fjórskipt bleksprautun.
300x600 dpi + RET*
HP DeskJet 1200C (2MB):
Kr. 189.000,22
staðgreitt m/vsk.
HP DeskJet 1200C/PS (4MB m/Postscript)
Kr. 269.900,22
staðgreitt m/vsk.
Kynntu þér heila fjölskyldu
af bleksprautuprenturum frá
Hewlett-Packard hjá okkur!
tllljfí
----------*
ii = Upplausn
kta á tommu.
r = HP
lausnaraukning
ræknival
Skeifunni 17
Sími 681665-Fax 680664
____________LISTIR_________
Mikil hvatning’ fyrir
íslenska listamenn
Vovka Ashkenazy og
Blásarakvintett Reykja-
víkur ætla, að eigin
sögn, að flytja áheyri-
lega skemmtitónlist á
tónleikum í Islensku
óperunni í kvöld. Á efn-
isskránni eru verk eftir
Mozart, Poulnec, Bozza
og Rimsky-Korsakov.
Blásarakvintett Reykjavfkur
og Vovka Ashkenazy
halda eina tónleika á
Listahátíð í Reykjavík.
Þetta er í fyrsta skipti sem BÍásar-
akvintettinn tekur þátt í Listahátíð.
Meðlimir kvintettsins hafa leikið
áður á Listahátíð en þeir hafa ekki
komið fram sem hópur. Þar að auki
þetta er í fyrsta_ skipti sem Ashk-
enazy leikur í íslensku óperunni.
Enda var húsið enn Gamla bíó þeg-
ar Ashkenazy lék hér sfðast árið
1986 eins og Einar Jóhannesson,
klarínettleikari, benti á.
Blaðamaður leitt inn á æfingu
hjá Blásarakvintettinum og Ashk-
enazy og forvitnaðist um tilurð þess
að þeir leika saman á Listahátíð.
Einar Jóhannesson varð fyrir svör-
um og sagði að til væru góð tón-
verk fyrir blásarakvintett og píanó
og hefði meðlimi Blásarakvintetts-
ins langað til að takast á við nokk-
ur þeirra. Þeir hefðu velt fyrir sér
hvaða píanóleikara þeir vildu fá
með sér og hefðu nokkur nöfn kom-
ið til greina en alltaf hefðu þeir
komið aftur að einu nafni. Að sögn
Einars var ákveðið að hafa sam-
band við Vovka Ashkenazy, og þar
sem hann var laus sló hann til. Það
spilaði einnig inn í valið að þeir
hefðu ekki heyrt né séð Ashkenazy
lengi og langaði til að hitta hann.
Að sögn Ashkenazys var hann
hálfkviðinn að koma aftur til ís-
lands að spila. Hann sagði að þó.
að hann hefði verið hér í skóla hefði
hann ekki haft mikið samband við
íslenska tónlistarmenn nýverið.
Hann hefði þess vegna talið erfítt
að stofna aftur til tengsla. Auk
þess gerði hann sér grein fyrir því
að miklar væntingar væru gerðar
Morgunblaðiö/Þorkell
VOVKA Ashkenazy á æfingu með Blásarakvintett Reykjavíkur í íslensku óperunni.
til sín. Hann hefði verið í útlöndum
og búist væri við því að hann væri
orðinn snillingur. Ashkenazy virtist
þó ekkert yfírspenntur og sagði
hann að andrúmsloftið á æfingu
væri mjög afslappað.
Áheyrileg skemmtitónlist
Aðspurður um verkin á efnis-
skránni sagði Einar að þau væru
frá mismunandi tímabilum
og ýmsum löndum. Verkin
væru þýsk, frönsk og rúss-
nesk, eftir Mozart, Poulenc,
Bozza og Rimsky-Korsakov.
Hann sagði að eftir því sem
hann best vissi hefði verkið
eftir Rimsky-Korsakov ekki
verið flutt áður á íslandi.
Það væri bæði létt og skemmtilegt,
og með alvarlegum áhrifum úr rúss-
neskri rétttrúnaðartónlist. Hann
sagði að öli verkin væru stórfín
tónlist. Daði Kolbeinsson, óbóleik-
ari, skaut því hér inn í að Mozart
hefði sjálfur sagt um verkið sem
þeir ætla að flytja að það væri sitt
besta verk. Það var samdóma álit
þeirra allra að tónverkin væru
áheyrileg skemmtitónlist.
Allir meðlimir Blásarakvintetts-
ins leika í uppsetningunni á Hring-
óperum Wagners í Þjóðieikhúsinu.
Þeir voru sammála um að tónleik-
amir væru góð tilbreyting frá Nifl-
ungahringnum. Þeir væru alltént
styttri en Wagner.
Einar sagði að þar sem það væri
meira lýjandi að hlusta til lengdar
á blásarasveit en strengjasveit væru
smábreytingar á skipan kvintettsins
milli verka. í verki Mozarts væri
engin flauta og í verki Rimsky-
Korsakoffs væri ekkert óbó. Þeir
leyfðu einnig píanóleikaranum að
hvfla sig eftir hlé en þá ætlar Blás-
arakvintettinn að flytja nokkur ör-
stutt frönsk lög.
Listahátíð holl fyrir
menningarlifið
Þetta er í fyrsta skipti sem Blás-
arakvintettinn leikur á Listahátíð í
Reykjavík. Að sögn Einars er þægi-
legt að taka þátt í hátíðinni m.a.
vegna þess að þá þurfí þeir ekki
að hafa sjálfír áhyggjur af skipu-
lagi og kynningu. Skipulagið er í
höndum annarra og áhugi er úti í
bæ á dagskránni.
Einar sagði einnig að Listahátíð
væri mjög hvetjandi fyrir íslenska
listamenn. Það væru t.d. staddir
hér erlendir gagniýnendur og væri
það mjög gott fyrir þá. Joseph
Ognibene, homleikari, bætti því við
að hollt væri fyrir menningarlífíð
að fá gesti í heimsókn. Einn-
ig væri nauðsynlegt fyrir
íslenska tónlistarmenn að
ferðast tii þess að þeir fest-
ust ekki í sama farinu.
Að loknum tónleikunum á
Listahátíð fer Blásarakvint-
ett Reykjavíkur til London
þar sem þeir leika á sér-
stakri lýðveldishátíð þar í borg,
Norðurljós í fímmtíu ár. Því næst
halda þeir til Kaupmannahafnar og
Færeyja en á síðamefnda staðnum
taka þeir þátt í menningarhátíðinni
Sumartónar.
Vovka Ashkenazy leggur einnig
land undir _fót eftir tónleikana á
Listahátíð. Á næstunni heldur hann
tónleika í austurhluta Þýskalands,
Svíþjóð og á írlandi. Hann kemur
ýmist fram sem einleikari eða með
bróður sínum, klarinettleikaranum
Dimitri Ashkenazy.
Vovka Ashkenazy sagðist
hálfkvíðinn að koma aftur
til íslands að spila.
Fyrirlestur í Norræna húsinu
Bækur á
auðlesnu máli
HALDINN verður fyrirlestur í Nor-
ræna húsinu 2. júní n.k. kl. 17 um
efni á auðlesnu máli. Fyrirlesari er
Inger Fredriksson ritstjóri LL-for-
lagsins í Stokkhólmi, en forlagið
hefur sérhæft sig í útgáfu á bókum
á auðlesnu máli fyrir unglinga og
fullorðna og gefíð út um 300 slík
verk.
Í erindinu mun hún gera grein
fyrir útgáfunni og fjalla m.a. um
gerð slíkra bóka og hvernig mynd
og texti vinna saman. í fréttatil-
kynningu segir: „Hér á landi hefur
ekki verið gefíð út efni af þessu
tagi fyrir fullorðið fólk sem hefur
takmarkaðan málþroska og mál-
skilning. Það er því afar brýnt að
íslendingar kynnist þessari tegund
bóka og hafín verði útgáfa á slíku
efni sem fyrst.
Landssamtökin Þorskahjálp og
Námgsgagnastofnun hafa unnið
lýsingu á auðlesnum texta hvað
varðar efni, mál, framsetningu og
útlit sem fáanleg er í fjórblöðungi.
Aðstandendur fyrirlestursins,
Landssamtökin Þroskahjálp og
Námsgagnastofnun, vilja hvetja rit-
höfunda, teiknara, útlitshönnuði og
aðra sem vinna að bókaútgáfu til
að fjöimenna á fyrirlesturinn sem
á einnig erindi til allra þeirra, sem
vinna með þroskaheftum svo og
bókasafnsfræðinga".
Tónleikar Bamakórs
Grensáskirkju á Ítalíu
BARNAKÓR Grensáskirkju héit
sl. laugardagskvöld tónleika í San
Sisto kirkju í Piacenza á Ítalíu,
ásamt barnakór Farnesiano, undir
stjórn Margrétar Pálmadóttur.
Sérstakur heiðursgestur tónleik-
anna var Kristján Jóhannsson sem
söng þrjú lög til minningar um
Unu Elefsen söngkonu.
Una Elefsen stundaði söngnám
í Piacenza á sama tíma og Krist-
ján. Tónleikarnir voru þeir fyrstu
í röð kirkjukóratónleika og sér-
staklega tileinkaðir krabbameins-
sjúkum í Piacenza. Húsfyllir var
í kirkjunni.
Á sunnudag sungu íslensku
börnin við messu og þar á eftir
héldu þau útitónleika og á eftir
var þeim boðið upp á máltið að
ítölskum sið. Kórinn tekur sér nú
frí á ströndum Toscana.