Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 2 7
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
ÞORSKUR OG
ÞJÓÐARHAGUR
Þorskur á íslandsmiðum er í sögulegu lágmarki að mati Haf-
rannsóknarstofnunar. Það er og mat fiskifræðinganna að
bæði hrygningarstofn þorsks og veiðistofn minnki áframhald-
andi við 190 þúsund tonna ársafla, en það er áætlað aflamagn
þorsks þetta árið. Svo lítill hefur þorskaflinn ekki orðið frá því
í síðari heimsstytjöldinni, sem takmarkaði á sinn hátt veiðisókn
í þorskinn. Það er einnig mat fiskifræðinga að með 160 þúsund
tonna ársafla standi hrygningarstofninn í stað en veiðistofn
aukist lítillega. Með 130 þúsund tonna ársafla, en það er sá
hámarksafli sem fiskifræðingar gerðu tillögur um næsta fiskveið-
iárið, stóðu hins vegar líkur til að bæði hrygningar- og veiði-
stofn stækkuðu, miðað við eðlilegar aðstæður í lífríki sjávar.
Ákvarðanir um hámarksafla þorks hafa verið þrengdar veru-
lega á hverju ári undanfarið. Heildarafli hefur engu að síður
farið töluvert fram úr tillögum fiskifræðinga. „Við erum komin
niður í lágmark þess sem nokkurntíma hefur þekkst við íslands-
strendur síðan fiskveiðar hófust hér að einhverju marki,“ sagði
Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenzkra útvegs-
manna, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum sammála
um að þetta sé svo alvarlegt ástand að það verði að taka tillit
til þess. Þetta. kemur okkur ekki á óvart sem höfum fylgzt með.
Þessir árgangar í þorski undanfarin átta ár hafa verið langt
undir meðaltali áranna þar á undan.“
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra tók í svipaöan streng
í viðtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að vísu erfitt að
skera þorskafla frekar niður en þegar hefur verið gert. „Að hinu
leytinu vitum við,“ sagði hann, „að við stöndum frammi fyrir
mikilli hættu og að við verðum að ná því marki að geta stækk-
að veiðistofninn. Það er jafnframt ljóst að hrygningarstofninn
má ekki minnka." Það var síðan niðurstaða ráðherra að taka í
senn tillit til atvinnu- og efnahagslegra aðstæðna og fiskifræði-
legra, er hann ákvað í gær að heildarafli næsta fiskveiðiár skuli
ekki fara yfir 155 þúsund þorsktonn.
Tillögur Hafrannsóknarstofnunar um hámarksafla þorsks
næsta fiskveiðiárið gerðu ráð fyrir 60 þúsund tonna niður-
skurði, miðað við líklegan þorskafla í ár. Það hefði þýtt um sex
milljarða króna tekjumissi við þorskveiðar, vinnslu þorsks og
útflutning, samkvæmt því er fram kom í fréttum blaðsins í gær.
Á móti kemur að fiskifræðingar spáðu góðum loðnu-, síldar- og
rækjuvertíðum.
Það eru gömul sannindi og ný að auðlindir hafsins eru burðar-
ásar atvinnu, afkomu og efnahagslegs fullveldis íslendinga. Án
þeirra væri landið vart byggilegt. Þorskurinn hefur lengi verið
og er dýrmætasta og gjöfulasta sjávarauðlindin. Það má undir
engum kringumstæðum búa honum sömu örlög og Norðurlands-
síldinni, sem var þungvæg í þjóðartekjum um áratugaskeið en
hrundi vegna ofveiði og/eða breytinga í lífríki sjávar. Þannig
námu síldarafurðir 21-45% af árlegum útflutningstekjum þjóðar-
innar á árabilinu 1961-1968. Hrun síldarstofnsins skók efna-
hagsundirstöður þjóðarinnar á sinni tíð. Hrun þorskstofnsins
yrði enn afdrifaríkara.
Mönnum getur sýnzt sitt hvað um vísindalegar athuganir og
niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar. Við höfum hins vegar ekki
á öðrum betri eða marktækari niðurstöðum að byggja. Og reynsl-
an, sem er ólygnust, segir okkur, að þorskárgangar hafi verið
lélegir síðastliðin níu ár, langt undir meðaltali áranna þar á
undan. Það eitt út af fyrir sig er alvarleg ábending um þróun
þorskstofnsins næstu ár - og um hætturnar af veiðisókn umfram
veiðiþol auðlindarinnar. Við höfum einfaldlega ekki efni á að
taka þá áhættu sem veiði þorsks, langt umfram tillögur fiskifræð-
inga, hefur í för með sér.
Hagsmunir íslenzku þjóðarinnar til lengri tíma litið eru augljós-
ir í þessum efnum, hvort heldur þeir eru séðir frá efnahagslegum
eða fiskifræðilegum sjónarhóli. Affarasælast hefði verið að fara
að tillögum, sem fela í sér uppbyggingu þorskstofnsins fyrir
framtíðina. Þær tillögur skertu að vísu tímabundið kjör okkar,
'en voru mikilvægt innlegg í afkomu- og lífskjarabanka þjóðarinn-
ar; innlegg, sem komið hefði okkur öllum til góða á komandi
árum og áratugum.
Ákvörðun sjávarútvegsráðherra byggir í senn á ábendingum
fiskifræðinga og atvinnu- og efnahagslegum vandamálum næstu
misserin, sem stjórnvöld töldu sig ekki geta horft fram hjá, þrátt
fyrir fiskifræðilegar staðreyndir málsins. Hún stendur til hægrar
uppsveiflu veiðistofnsins, að mati fiskifræðinga, og leiðir ekki
til frekari minnkunar hrygningarstofnsins. En hún er eftir sem
áður umdeilanlegt frávik frá tillögum Hafrannsóknarstofnunar.
ENDURBÆTUR
STJÓRNMÁL
Mikil umskipti hafa orðið á efnahagslífi
Nýja-Sjálands á síðasta áratug
EFNAHAGSLÍF á Nýja-Sjálandi hefur tekið algerum
stakkaskiptum á síðasta áratug með markvissum stjórn-
valdsaðgerðum. Steve Marshall, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands Nýja-Sjálands, segir þessar róttæku end-
urbætur hafi verið nauðsynlegar til að bregðast við nýju
efnahagsumhverfi í heiminum og nýjum samkeppnislöndum.
Steve Marshall var gestur að-
alfundar Vinnuveitenda-
sambands íslands sem hald-
inn var í gær. í erindi sem
Marshall nefndi Frá haftabúskap til
hagvaxtar rakti hann feril endur-
skipulagningar sem átt hefði sér stað
á níunda og tíunda áratugnum í
Nýja-Sjálandi.
Hann sagði að fyrr á árum hefði
þjóðin komist vel af sem bresk ný-
lenda í hlutverki matarbúrs Bret-
lands. Atvinnulífið hefði verið vernd-
að, lífsgæði tryggð með þéttriðnu
neti opinberra gæða og
atvinnuleysi var lítið sem
ekkert.
Snögg umskipti
En þegar Bretland gekk
í Evrópubandalagið urðu
snögg umskipti. Nýsjá-
lendingar stóðu skyndilega
frammi fyrir því að afla
sér nýrra markaða og að
auki voru komnir fram
nýir keppinautar um úr-
vinnsluiðnað. Til að halda
uppi lífgæðum og einka-
neyslu voru tekin gífurleg
lán og niðurstaðan varð
víxlhækkanir launa og
verðlags, vaxtahækkun,
aukin innflutningshöfn og
hækkaðar útflutningsbæt-
ur þannig að jafnvel með
66% tekjuskatti komst rík-
ið ekki hjá frekari lántök-
um.
Til að stöðva þessa þró-
un gripu stjórnvöld til al-
gerrar launa og verðstöðv-
unar árið 1982. „Ef eitt-
hvað hreyfðist var það fryst,“ sagði
Marshall. „Þá gerðist það ótrúlega.
Árið 1984 rændi lítill hópur fram-
sýns fólks völdum í nýkjörinni ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins og
hrinti af stað einhverri róttækustu
umbótaáætlun í sögunni. Á einni
nóttu varð viðskiptaheimurinn að
öðlast skilning á efnahagsmálum -
nokkuð sem hann hafði að mestu
leitt hjá sér áður.“
Umbæturnar fólust í lækkun
tekjuskatts, afnámi innflutnings-
hafta, upptöku neysluskatts, niður-
skurði ríkisútgjalda og breytingu rík-
isfyrirtækja í hlutafélög. Lögum um
seðlabankann var breytt til að efla
baráttu gegn verðbólgu. Áhrif þessa
voru þó óþægileg fyrir ýmsa og höfðu
í för með sér viðvarandi háa vexti
og meira atvinnuleysi en menn höfðu
áður gert sér í hugarlund.
Vinnumarkaði umbreytt
Ný ríkisstjórn Þjóðarflokksins tók
við völdum árið 1990 og viðhélt sömu
grundvallarstefnu í efnahagsmálum.
Að auki voru gerðar verulegar breyt-
ingar á félagslega velferðarkerfinu.
Tryggingabætur voru lækkaðar og
í sumum tilfellum afnumdar og al-
rnennur bótaréttur afnuminn en þess
í stað var bótum stýrt.
Þá var vinnumarkaði umbreytt
með lögum. Kjarasamningar á lands-
vísu voru bannaðir, frjáls aðild að
kjarasamningum var innleidd, vinnu-
veitendur og launþegar fengu rétt
til að ákveða sjálfir hveijir kæmu
fram fyrir þeirra hönd. Tekið var
upp nýtt kerfi kjarasamninga þar
sem heimilt er að gera ýmist ein-
staklingsbundna samninga eða heild-
arsamninga sem ná til hluta fyrir-
tækis, alls fyrirtækisins eða hóps
fyrirtækja eftir því sem við á.
Marshall sagði að nú væru Nýsjá-
lendingar fremstir I samkeppnis-
ályktað að vinnumarkaðslöggjöfin
brjóti í bága við hefðbundna túlkun
samþykkta stofnunarinnar. Nefndin
hefði meðal annars mælst til þess
að verkalýðsfélögunum verði færð
aftur lögvarin staða til kjarasamn-
inga, heildarsamningum verði veittur
forgangur fram yfir einstaklings-
bundna samninga og heimiluð verði
verkföll gegn efnahagsstefnu eða
félagsmálastefnu ríkisstjórnarinnar.
„Svona tilmæli eru á skjön við-
veruleikann í hinu nýja efnahags-
og félagskerfi heimsins," sagði
Marshall og sagði stórhættulegt að
leyfa samþykktum Alþjóða vinnu-
málastofnunarinnar að verða hluti
af alþjóðlegum viðskiptasamningum.
Krafa um meiri gæði
Hann sagði að áframhaldandi for-
skot í samkeppninni muni krefjast
enn meiri gæða með áherslu á fjár-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
STEVE Marshall framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Nýja-Sjá-
lands og Davíð Oddsson forsætisráðherra ræðast við á aðalfundi Vinnu-
veitendasambands íslands sem haldinn var í gær.
hæfni OECD-ríkja, verðbólgan hefði
minnkað úr 18,2% árið 1987 í 1,3%
síðustu 12 mánuði, landsframleiðsla
hefði vaxið umtalsvert síðustu ár og
hagvöxtur væri áætlaður 3,5% á ári
næstu fimm ár. Vextir hefðu lækkað
þótt þeir væru enn of háir og hagnað-
ur hefði orðið á rekstri ríkissjóðs á
þessu ári, meðal annars vegna auk-
inna skatttekna af völdum efnahags-
batans.
9,1% atvinnuleysi
Á móti kemur að atvinnuleysi er
9,1% en var 11,1% árið 1992 þegar
það var mest. Marshall sagði að
störfum hefði fjölgað verulega en
þeir sem væru án atvinnu uppfylltu
ekki í nægilegum mæli þær hæfn-
iskröfur sem nýju störfin krefðust.
Árlegar launabreytingar hafa
minnkað og umtalsvert dregið úr
verkföllum að sögn Marshalls og frá
því lögin um vinnusamninga tóku
gildi 1991 hefði mikil framleiðn-
iaukning átt sér stað.
Marshall sagði að innan nýsjá-
lenska þjóðfélagsins væru nú skýr
merki um vaxandi andstöðu gegn
frekari breytingum og væru seðla-
bankalögin og lögin um vinnusamn-
inga aðal deiluefnin. Þá sagði Marsh-
all að nefnd Alþjóða vinnumálastofn-
unarinnar um félagafrelsi hefði •
festingu í mannauði. „Á Nýja-Sjá-
landi hafa lögin um vinnusamninga
myndað ramma og innan hans geta
vinnuveitendur og launþegar þróað
með sér nauðsynlegt samband til að
ná langt í samkeppninni. Þótt okkur
sé bókstaflega ýtt saman til samn-
inga getum við valið á milli hins ein-
falda en hugsanlega banvæna kerfSs
gömlu viðhorfanna og hinnar erfiðu
þróunar nýrra samskipta sem byggj-
ast á sameiginlegum hagsmunum,
gagnkvæmri virðingu, trausti og
skilningi," sagði Marshall.
Hann sagði þetta þýða að vinnu-
veitendur yrðu að fjárfesta í málefn-
um sem áður töldust eingöngu til
kostnaðar, svo sem þjálfun ogendur-
menntun til að tryggja starfshæfni,
jafna möguleika til starfa og starfs-
frama, ábyrgð á vinnu og heilsu-
vernd og að áætlanir séu opnar fyrir
gagnrýni.
„Þjóðir verða stöðugt að viðhalda
samkeppnishæfni sinni. í þessu sam-
hengi er úrslitaatriði að allir aðilar,
sérstaklega stjórnmálamennirnir,
skilji nauðsyn.stöðugrar ái-vekni við
greiningu þátta sem hindra sam-
keppnishæfni, fjárfestingar og hag-
vöxt. Hegðun okkar á að vera öguð
og má ekki afvegaleiðast af tímá'-
bundinni velgengni,“ sagði Steve
Marshall.
INGIBJÖRG SÓLRÚN OG
„hreyfing
FÓLKSINS“
Ingibjörg Sólrún
Davíð
Jón Baldvin
Halldór
Ólafur Ragnar
Hvað gera þau nú?
Ingibjörg Sólrún er ótvíræður
sigurvegari nýafstaðinna kosn-
inga. Spurningin er hvort sigur
R-listans í Reykjavík kemur til
með að hafa áhrif á samstarf
flokkanna á landsvísu. Olíklegt
er talið að svo muni verða í
bráð, þótt líkur á myndun ein-
iivers konar vinstri stjórnar í
kjölfar næstu þingkosninga
hafi stórum aukist í kjölfar
kosninganna.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra og formaður Alþýðuflokks-
ins hefur lýst R-listasamstarfinu sem
„merkilegri pólitískri tilraun", þar
sem menn muni fylgjast grannt með
hvernig þessari tilraun reiðir af.
Halldór Ásgrímsson, formaður
Framsóknarflokksins segist ekki sjá
það fyrir að sigur sameiginlegs fram-
boðs vinstri flokkanna í Reykjavík
verði fyrirmynd um víðtækara sam-
starf flokkanna.
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
Alþýðubandalagsins telur á hinn bóg-
inn að sigur R-listans í Reykjavík
feli það í sér, að „nýr hugmyndagrun-
dvöllur" hafi fest sig í sessi.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
þingmaður Kvennalistans, segir aftur
á móti að hlutverki Kvennalistans sé
ekki lokið, þótt ekki sé óeðiilegt að
hefja umræðu um víðtækara sam-
starf.
Ef hér er um að ræða upphafið að
öðru og meira pólitískú samstarfi
Alþýðuflokks, Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Kvennalista að
ræða, en samstarfstilraun um að
stjórna Reykjavíkurborg til næstu
fjögurra ára, gætu umtalsverðar
breytingar í íslenskum stjórnmálum
verið í uppsiglingu. Um það er að
sjálfsögðu ótímabært að spá á þessu
stigi, og væntanlega mun framhaldið
ráðast að miklu leyti af því hvernig
til tekst hjá R-listanum í Reykjavík.
Það er alveg ljóst að kosningaúr-
slitin, einkum hér í Reykjavík, en þó
einnig að vissu marki úti um land,
gera þa,ð ólíklegra^ erj, elja, að Áis-
stjórnin sitji ekki út kjörtímabilið.
Talsvert hafði verið rætt um það, að
ef Sjálfstæðisflokkurinn héldi meiri-
hluta sínum í Reykjavík og næði
þokkalegri eða góðri kosningaútkomu
á landsvísu, væri allt eins líklegt að
Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins léti kné fylgja kviði og boð-
aði til haustkosninga, til þess að efla
Sjálfstæðisflokkinn einnig í landsmál-
unum.
Slík umræða er vart fyrir hendi
lengur, og þrátt fyrir að erfið íjár-
lagagerð bíði stjórnarflokkanna í
sumar og haust, kjarasamningar séu
lausir um næstu áramót og að líkur
séu á því að veiðiheimildir lands-
manna verði enn skornar niður á
nýju fiskveiðiári, hlýtur nú að teljast
líklegra að ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar sitji út þetta kjörtímabil.
Umræðan um auknar líkur á haust-
kosningum nú fyrir nokkrum vikum,
var meðal annars ástæða þess að Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins beitti sér fyrir því að
flokksþingi Alþýðuflokksins sem
halda átti í haust, var flýtt og hefst
nú eftir rúma viku. Þannig mun for-
maðurinn hafa viljað vera undir það
búinn að þurfa fyrirvaralítð að hella
sér og flokknum út í kosningabaráttu.
Því hafði verið spáð að Alþýðu-
flokkurinn gyldi afhroð í sveitar-
stjórnarkosningunum. Svo fór ekki,
þótt vissulega tapaði flokkurinn fylgi,
eins og í höfuðvígi sínu Hafnarfirði,
þar sem flokkurinn missti meirihluta
sinn. Flokkurinn galt hins vegar ekki
það afhroð sem honum hafði verið
ÍJrOTðfl HTíifJCj BinJimi 01V ÍTÍU
spáð, og þarf þar af leiðandi ekki að
óttast haustkosningar svo mjög.
Talsmenn R-Iistans og þeirra
flokka sem að honum standa, eru
ekki allir á einu máli um það hvaða
þýðingu þessi samstarfstilraun geti
haft. Þeir varkárari segja sem svo,
að reynslan muni skera úr um, hvort
framhald verði á slíku samstarfi,
hvort sem er í sveitarstjórnarmálum,
eða á landsvísu. Þeir sem vilja lesa
dýpra í samstarf flokkanna, telja að
hér gæti verið í burðarliðnum, vísir
að tveggja flokka stjórnmálakerfi á
íslandi, þar sem valkostirnir væru
skýrir og pólitísk skil skörp: annars
vegar Sjálfstæðisflokkur og hins veg-
ar nýr vinstri flokkur, sem til yrði
úr flokkunum fjórum sem að R-lista
standa.
Líklegra hlýtur að teljast að þeir
varfærnari hafi að minnsta kosti enn
sem komið er meira til síns máls.
Eygi forystumenn flokkanna sem að
R-listanum standa möguleika á frek-
ara samstarfi flokkanna í náinni
framtíð, hljóta þeir strax að velta
fyrir sér ákveðnum grundvallarspurn-
ingum, að því er varðar pólitíska af-
stöðu hvers flokks um sig í veigamikl-
um málaflokkum.
Geta þessir fjórir flokkar náð sam-
an um eina stefnu í máli eins og jöfn-
un atkvæðisréttar? Erfitt er að
ímynda sér að Framsóknarflokkurinn
annars vegar og Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag hins vegar geti séð
vægi atkvæða sömu augum.
Hvernig gætu þessir flokkar náð
saman um eina og sömu stefnuna í
landbúnaðarmálum, sjávarútvegs-
málum eða utanríkismálum, svo
nokkrir veigamiklir málaflokkar séu
nefndir, þar sem mikill munur er á
stefnu flokkanna?
Enn eru ónefndar tvær lykilspurn-
ingar: Hvernig ætla flokkarnir fjórir
að sameinast um einn formann? Og
hvernig ætlar Kvennalistinn að gerast
þátttakandi í hefðbundnum stjórn-
málaflokki, þar sem karlar og konur
hafa jafnan kost á því að vera fram-
bjóðendur? Væri Kvennalistinn ekki
með slíku samkrulli að fórna þeirri
sérstöðu sem tilvera hans sem stjórn-
málaafl hefur byggst á?
Hafa líkur á íjögurra flokka vinstri
ríkisstjórn eftir næstu þingkosningar
aukist við þessi úrslit? Sumir álíta
það. Eða er andúð stjórnarandstöðu-
flokkanna í garð Alþýðuflokks og
verka hans í ríkisstjórn í samstarfi
við Sjálfstæðisflokkinn það mikil að
Framsóknat'flokkur, Alþýðuflokkur
og Kvennalisti myndu þrír reyna að
ná þingmeirihluta og mynda stjórn
án Jtátttöku Alþýðuflokks?
Urslitin um helgina hafa í raun
vakið upp miklu fleiri spurningar um
pólitíska þróun hér á landi næstu
árin, en þau hafa gefið svör við. Það
verður reynslan ein sem getur skorið
úr um það hvernig þessu samstarfi í
Reykjavík reiðir af, en ljóst er, að
verkefnin sem bíða hins nýja borgar-
stjóra, að halda utan um og leiða
samstarf flokkanna Ijögurra og sæta
um leið harðri en vonandi málefna-
legri stjórnarandstöðu Sjálfstæðis-
flokksins, verða ærin.
Það mun að sjálfsögðu mæða mest
á nýjum borgarstjóra, Ingibjörgu
Sólrúnu Gísladóttur, í því borgar-
stjórnarsamstarfi sem nú er að hefj-
ast. Ingibjörg Sólrún er ótvíræður
sigurvegari nýafstaðinna kosninga og
auðheyrt að stuðningur við hana og
traust á henni, nær langt út fyrir
raðir Kvennalistans og inn í allar rað-
ir stjórnmálaflokka. Þar er Sjálfstæð-
isflokkurinn ekki undanskilinn. En
Ingibjörg Sólrún hefur þrátt fyrir
þann stuðning sem hún nýtur og það
traust sem til hennar er borið, ekki
mikla stjórnunarlega reynslu.
Hún hefur getið sér gott orð fyrir
skeleggan málflutning á Alþingi,
sjálfstæði í afstöðu, svo sem að því
er varðaði sérstöðu hennar innan
Kvennalistans til evrópska efnahags-
svæðisins, rökfestu og ákveðni. Hún
hefur ekki reynslu af stjórnarsam-
starfi, heldur af stjórnarandstöðu.
Það mun því verða fróðlegt að
fylgjast með því hvernig Ingibjörgu
Sólrúnu tekst að skapa sér nýja og
mýkri ímynd, sem hinn jákvæði, upp-
byggilegi borgarstjóri allra Reykvík-
inga og láta þá um leið af hlutverki
hins framsækna og harða stjórnar-
andstöðutalsmanns Kvennalista.
Takist henni það, er alls ekki úti-
lokað að blekkingarslagorð R-listans
um „hreyfingu fólksins" geti orðið
að veruleika, og það verði raunveruleg
hreyfing fólksins sem standi að R-list-
anurn í framtíðinni.
Kemur sigur R-listans til
með að breyta litrófi ís-
lenskra stjórnmála? Nær
Ingibjörg Sólrún að gera
slagorðið „hreyfing
fólksins“ að veruleika?
Geta flokkarnir fjórir
sem að R-lista standa
sameinast um heild-
stæða stefnu á lands-
vísu? Agnes Bragadótt-
ir veltir fyrir sér áhrifum
af kosningaúrslitunum í
Reykjavík og hvað þau
þýði fyrir samstarf
flokkanna fjögurra
Þær eru ófáar spurningarnar
sem vakna um það, hver
áhrifin verði á næstu árum,
á litróf stjórnmálanna, að
R-listinn, sameiginlegur listi ijögurra
stjórnmálaflokka fór með sigur af
hólmi í borgarstjórnarkosningunum
nú um helgina. Sínum augum lítur
hver á silfrið, eins og glöggt hefur
komið fram I tilsvörum forystumanna
stjórnmálaflokkanna eftir að niður-
stöður kosninganna lágú fyrir. Mark-
verðast við kosningaúrslitin í Reykja-
vík, hlýtur annars vegar að vera það,
að vinstri fiokkunum ijórum, sem
buðu sameiginlega fram R-listann
tókst að telja meirihluta kjósenda í
Reykjavík trú um, að R-listinn væri
„hreyfing fólksins", sem hefði orðið
til vegna sterks vilja þess og hins
vegar það, að hér er algjörlega um
persónubundinn kosningasigur Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur að ræða,
sem ein hélt uppi kosningabaráttu og
ein var í sviðsljósinu allan tímann,
og komst upp með það í „hreyfingu
fólksins“.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
segir að sameiningartal vinstri flokk-
anna hafi yfirleitt ekki verið mark-
tækt. Hann á von á því að sýndar-
mennska og mikið tal muni einkenna
R-listasamstarfið, en minna verði um
, atbaí'nii'. ,
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAK: Skiptiborð: 691100.
Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frét.t-
ir 691181, íþrðttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, Skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
SAMKEPPNI
KALLARÁ