Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1994 33 að kvarta sem aldrei bað um neitt sjálfri sér til handa, en gladdist yfir velferð annarra. Ég sat hjá henni stund og stund þessa síðustu daga hennar og dáðist að þreki hennar og æðruleysi. Ekki síst dáðist ég að þessu góða fólki sem hjúkraði henni. Mér hlýnaði um hjartarætur við að sjá hvað við eigum mikið af dugmiklu og færu hjúkrunarfólki á að skipa. Það er gott að minnast slíkrar afburða- konu. Ég er þess fullviss að hún hefði sjálf viljað þakka því þessa góðu umönnun. Og nú er lífsgangan á enda, en eftir sitja bjartar minningar ást- vina hennar, bama og barnabarna, um ástríka móður og ömmu. Guð blessi minningu mætrar konu. Arína Ibsens. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Þessi fáu kveðjuorð eru skrifuð til að þakka löng og góð kynni og innilega vináttu áratugum saman. Ég minnist með hjartanlegu þakk- læti margra samverustunda á heimili Kristínar og barna hennar. Kristín var einstaklega viðræðu- góð og skemmtileg, margfróð og vel heima í flestum þeim málum sem til umræðu voru. Sérstaklega minnist ég síðasta afmælisdags hennar þegar fjölskyldan og nán- ustu vinir komu saman á heimili Svandísar, dóttur hennar. Ég þakka að lokum einstakan vinskap í minn garð og minnar fjölskyldu. Elsku Dísa, Magga, Gugga, Einar, Viðar og fjölskyldur ykkar. Ég og fjölskylda mín vott- um ykkur innilegustu samúð. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfír storð, þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Unnur. Þegar komið er að leiðarlokum er margs að minnast og fjalla um á lífsferli konu, sem hefur lifað í 80 ár. Lífsferill Kristínar var hljóð- látur og einkenndist af samvisku- semi og velvild í garð þeirra, sem hana umgengust. Það er augljóst öllum að það hlýtur að hafa verið hörð lífsbar- átta fyrir fráskilda konu að koma upp fimm börnum, sem öll voru á svipuðum aldri. Það krafðist mikill- ar útsjónarsemi og dugnaðar og oft þurfti að hafa mikið fyrir líf- inu. Það má segja, að þar hafi mannkostir Kristínar notið sín best, því að hún lifði fyrir böm sín og að sinna þeim og vildi veg þeirra sem mestan. Hún starfaði við öll þau störf, sem hún gat unnið til að geta jafnframt sinnt heimilinu og vann þá sérstaklega við ræst- ingar árum saman. Eftir að bömin fluttu að heiman og barnabömin komu til, þá tók við umhyggja hennar fyrir velferð þeirra og hvemig þeim vegnaði. Þau hændust mjög að henni og fannst eins og öðmm gott að vera í návist hennar. Einar, sonur minn, kveður kæra ömmu sína, þar sem hann dvelur erlendis og getur ekki verið viðstaddur útför hennar. Fyrir hönd aðstandenda Kristín- ar vil ég þakka læknum og öðm starfsfólki á deild lla á Landspít- alanum fyrir góða umönnun í veik- indum hennar á Landspítalanum en þar lá hún seinustu vikur ævi sinnar. Þegar kemur að leiðarlokum vilja böm Kristínar þakka henni fyrir samfylgdina. Nú er fallin frá merkiskona, sem braust í gegnum lífíð af ósérhlífni og dugnaði og skilur eftir bjarta minningu meðal afkomenda sinna. Sigurður Einarsson. JÓNAS SIGÞÓR EINARSSON + Jónas Sigþór Einarsson, fyrr- verandi afgreiðslu- maður Flugleiða á Egilsstöðum, var fæddur á Víðivöllum ytri 3. júní 1906. Hann lést í sjúkra- húsinu á Egilsstöð- um 21. þessa mánað- ar. Jónas var sonur Einars bónda frá Víðivöllum ytri og seinni konu hans, Þórunnar Einars- dóttur frá Breiðuvík á Borgarfirði. Þau bjuggu á Víðivöllum. Systkini Jónasar voru: Jón, verkamaður, lengst af á Brekku og síðar á Minni-Giljá í Húna- þingi, Einar, bóndi á Bessastöð- um, Hemmert, bóndi f Víðival- lagerði, Sigurður, afgreiðslu- maður á Egilsstöðum, María, húsfreyja á Sturluflöt, Svafa, húsfreyja á Akureyri, og Mar- grét, sem dó ung. Nú eru þau öll látin. Útför Jónasar verður gerð frá Valþjófsstað í dag. GÓÐVINUR okkar og fóstri Jónas Einarsson er látinn, nærri 88 ára gamall. Hann hafði átt við heilsuleysi að stríða undanfarna mánuði en var allan þann tíma hress í anda og fylgdist með öllu sem gerðist. Síðast þegar við hittumst rifjaði hatnn upp ferðalag, er hann veturinn 1944 kom ríðandi á Jörp sinni og Skjóna ofan úr Fljótsdal og Ari læknir fékk að sitja á Jörp í Egilsstaði. Það var rið- ið á ísilögðu fljótinu út eftir frá Geitagerði, aðeins áð gegnt Valla- nesi og síðan í ijúkandi spretti, þar sem hestamir einir, heimfúsir, réðu ferðinni alla leið heim í hlað á Egils- stöðum. Jónas kom vinnumaður í Egils- staði, til Péturs og Elínar, vorið 1932. Þangað kom hann frá Hall- ormsstað, hafði verið hjá þeim Bene- dikt og Sigrúnu Blöndal, sem hann dáði mjög, árin áður. Hann var síðan hjá Pétri á Egilsstöð- um, sem ráðsmaður, allt fram til ársins 1947 er hann tekur við Tré- smíðaverkstæði KHB í Egilsstaðaþorpi, sem þá var að myndast. Þá byggir Jónas, ásamt Sigurði bróður sínum og Margréti konu hans, húsið Hjarðarhlíð á Fénaðarklöppinni ofan við Egilsstaði, eitt af fyrstu húsunum í þorp- inu. Er Stefán Einarsson útibússtjóri hjá KHB á Egilsstöðum tók við afgreiðslu Flugfélags íslands þar á staðnum réð hann Jónas sér til að- stoðar við afgreiðslu flugvélanna. Jónas starfaði svo hjá Flugfélaginu og síðar Flugleiðum allt til þess er hann neyddist til að hætta hjá þeim sökum aldurs. Þá flyst hann til Hem- merts bróður síns og Margrétar mágkonu í Víðivallagerði og vann með þeim við búskapinn af fullum krafti. Að þeim hjónum látnum flutt- ist Jónas í íbúð á dvalarheimili aldr- aðra á Egilsstöðum, hann lét þó ekki deigan síga og vann við að flétta gólfmottur úr baggaböndum og skera út í tré allt fram undir það síðasta. Allt þar til hann veiktist á sl. hausti eldaði hann sinn mat og bakaði pönnukökur og vöfflur fyrir gesti meðan sjálfvirka kaffikannan hellti upp á og gestimir þurftu ekki að bíða eftir neinu. Það var leitt, að Jónas kvæntist aldrei, því hann var afar barngóður og hafði mjög gott lag á börnum. Hvar sem hann kom hændust börnin að honum. Ein fyrsta minning þess er þetta ritar (J.Pje.) er hve honum þótti leitt, að Jónas hafði týnt úrinu sínu árið sem hann kom í Egils- staði. Þá var hann (J.Pje.) eina barn- ið á Egilsstöðum 2. Síðar komu fleiri börn (systkini undirritaðs) og annað- ist hann hvert og eitt með sömu umhyggju eins og besta barnfóstra. Öll héldu þau jafnt upp á Jónas enda var hann þeim afar góður. GUÐNIKRISTJÁN SÆVARSSON + Guðni Kristján Sævarsson var fæddur á Bolungavík 6. janúar 1957. Hann lést á Borgar- spítalanum 18. maí af völdum slyss er varð um borð í togaran- um Dagrúnu 10. maí síðastlið- inn. Útför Guðna fór fram frá Hólskirkju í Bolungavík laugar- daginn 28. maí. ÞAÐ ER komið stórt skarð í systk- ina hópinn á Traðarstígnum og oftar verður ekki tekin tröppumynd af okkur eins og oft var gert þegar við vorum lítil. Fréttin sem barst 10. maí sl. um að Kitti bróðir hefði orðið fyrir slysi úti á sjó var skelfileg og fréttin um andlátið 18. maí var enn verri. En við verðum að halda áfram að ylja okkur við allar góðu gömlu minning- amar. Kitti var eini bróðirinn í hópnum og var í miðjunni, þijár systur eldri og þijár yngri. Eitt af því fjölmarga sem komið hefur upp í hugann und- anfama daga er minningin um það þegar hann varð undir snjóhúsinu forðum. Við krakkarnir höfðum byggt okkur snjóhús framan við húsið hjá Kalla Steina og Mörthu og vorum búin að leika okkur í því í nokkra daga. Þennan dag höfðum við gert gat á þakið og leikurinn fólst í því að klifra upp á þakið og renna sér niður gatið og út um dyrn- ar. Leiknum lauk með því að húsið hrundi og Kitti varð undir. Við hin urðum skelfingu lostin og grenjuðum í kór meðan Pálmi hennar Únnu krafsaði í glerharðan skaflinn með skóflu til að losa um. Á endanum náði mamma taki á Kitta og tókst að draga hann undan og síðan var hlaupið til læknisins. í þetta skiptið rankaði Kitti við sér og varð ekki meint af. Sumarið 1966 hagaði þannig til að mamma var í Reykjavík með yngstu krakkana, sem þá voru Imba, Nenna, Kitti og Beta, en pabbi lá á sjúkahúsi. Eftir fijálsræðið í Bolung- arvík voru ekki allir sáttir við það að þurfa að hanga inni á leikskóla og geta ekki valsað um göturnar af vild. Kitti hafði það hlutverk að fara með Imbu á leikskólann og hanga yfir henni þar. Hann var nú ekki hrifinn af því og oftar en einu sinin skipaði hann: „Pissaðu nú á þig, stelpa, svo við getum farið heim.“ Nú erum við öll komin með fjöl- skyldur og búum víðs vegar um land- ið, en alltaf höfum við lagt rækt við fjölskylduböndin og hist reglulega. Úm páskana 1993 hittumst við öll síðast, í fermingu hjá Dódó á Akur- eyri. Þar áttum við langa, góða helgi saman, fórum á skíðf milli þess sem við borðuðum góðan mat og tertur, en hvort tveggja var í miklu uppá- haldi hjá Kitta bróður. Við þökkum góðum bróður fyrir allt of stutta samveru. Megi góður guð gefa pabba, mömmu, Gullu, Baddý, Sveinbirni, Kitta Ella og okkur öllum styrk til að komast í gegnum þetta allt. Halldóra, Jensína, Elísabet, Guðmunda, Ingibjörg og Sól- veig Sævarsdætur. Undirritaður minnist þess er yngri systir hans, þá aðeins þriggja ára, týndist. Hafði sú stutta brugðið sér af bæ til að leita að fóstra sínum sem þá var við vinnu uppi á tré- smíðaverkstæði. Þetta var langur gangur fyrir litla manneskju. Lýsir þetta atvik því hve börn hændust að Jónasi. Þegar börn okkar, sem þetta skrif- um, komu til sögunnar nutu þau sömu umhyggju og faðir þeirra naut. Það var alveg sérstakt hve öll börn hændust að Jónasi. Þess nutu sér- staklega börn Sigurðar og Margrét- ar, sem ólust upp með honum, svo og bróðurbörnin á Bessastöðum. Ekki fóru börn Stefáns Einarssonar og Sigríðar Þórarinsdóttur varhluta af umhyggju Jónasar. Það gladdi hann mjög er dóttir þeirra, Unnur Pálína, lét skíra son sinn í höfuðið á honum og gat hann verið viðstaddur þá athöfn nú um síðastliðna páskahá- tíð, þrátt fyrir hrakandi heilsu. Undirrituð (H. Matth.) minnist Jónasar fyrir alla hans aðstoð og góðmennsku er Reykjavíkurstúlkan fluttist í Egilsstaði. Aðstoð við sláttö' og rúliupylsugerð, stúlkan alls óvön slíkri vinnu og leitaði því oft góðra og skjótra ráðlegginga hjá honum. Ekki stóð á hjálp hans þegar þurfti á barnfóstru að halda og oft stytti hann stundirnar á löngum vetrar- kvöldum. Jónas var mjög duglegur, verklaginn og útsjónarsamur, hann taldi ekki tímana sem hann vann sínum húsbændum. Við þekkjum varla meiri trúmennsku. Enn er minning undirritaðs (J.Pje.) svo sterk að hann skimar, 61 ári síðar, eftir úrinu hans Jón^. ar er hann á leið um „nýræktina" á Egilsstöðum. Blessuð sé minning vinar og fóstra. Hulda og Jón, Egilsstöðum. SIGURJÓN JÓNSSON ■4- Sigurjón Jóns- ‘ son fæddist í Skógarkoti á Þing- völlum 1. júní 1894 og eru því liðin 100 ár í dag frá fæð- ingu hans. Hann lést í Reykjavík 29. september 1982. Foreldrar Sigur- jóns voru þjónin Jón Guðmundsson og Þuríður Sig- urðardóttir, sem bjuggu í Skógar- koti. Var hann í miðið þriggja al- systkina, eldri var Ágústa og yngri Guðsteinn. Siguijón átti einnig fjöigur hálfsystkini, þau Mörtu, Astu Maríu, Sigur- laugu og Skarphéðin. Fyrri kona Siguijóns var Guðríður Stefánsdóttir og áttu þau sam- an fjögur börn: Guðmund, sem nú er látinn, Sigurð Stefán, Þuríði og Lilju. Þau skildu. Seinni kona Siguijóns var Soffía Ingimundardóttir, f. 18. september 1900, d. 6. júní 1964. Þau áttu saman fimm dætur: Siguijónu, Elínu, Ingu, Ágústu og Bergþóru, en fyrir átti Soffía soninn Þórarin. Þau þjón, Siguijón og Soffía, bjuggu í Reykjavík alla sína búskapartíð, lengst af á Bakkastig 4. ÞANNIG hefst alkunnugt kvæði Jóns Thoroddsens og vissulega er það okkur landsmönnum ofarlega í huga í góðviðri og gróanda þessa dagana. Ekki veit ég hvernig þessu var farið er tengdafaðir minn, Sig- uijón Jónsson, leit dagsins ljós í lok síðustu aldar á Þingvöllum, en hitt veit ég að hann hafði sérstak- ar mætur á þessum árstíma, þar sem gróður og dýralíf lifnar og glæðist svo ört við hækkandi sól. Þessi orð skáldsins komu mér í hug er ég settist niður til að setja nokkur orð á blað í þeim tilgangi að minnast þess að hundrað ár eru nú liðin frá fæðingu hans. Uppvaxtarár Siguijóns voru erfið sökum aðskilnaðar við for- eldra og systkini er fjölskyldan leystist upp vegna fátæktar. Ólst hann upp á bænum Nesjum í Grafningi fram yfir fermingu. t KROSSAR Á LEIÐI Framleiði krossa á leiði. Útvega skilti ef með þarf. Upplýsingar í síma 91 -73513. Fyrst stundaði hann vinnumennsku í ná- lægum sveitum, en lagði síðan land undir fót og hélt suður með sjó þar sem hann sötti sjóinn á opnum bátum úr Garðinum og síðar til margra ára á tog- urum. Siðar starfaði hann sem netagerðar- maður og einnig um árabil hjá Eimskip. Síðustu störf Sigur- jóns á efri árum hér í borg voru við netafell- ingar. Siguijón hafði flust til Reykja- víkur laust fyrir 1930. Síðustu árum ævinnar eyddi hann svo í sveitinni hjá dóttur sinni Siguijónu og tengdasyni í Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi, meðan heilsa hans leyfði. Við hjónin og ekki síður börn okkar höfðum bæði gaman og gagn af því að hafa hann hjá okkur í nokkra vetur eftir að hann fluttist aftur í sveit- ina og minnist ég þess tíma með ánægju sem og annarra samveru- stunda. Siguijón naut þeirrar gæfu að vera alla tíð sérlega heilsuhraust- ur, ef undan er skilið síðasta árið sem hann lifði. Hann hélt þó sínu góða minni að mestu til síðustu stundar, en hann andaðist 29. september 1982 á 89. aldursári. Siguijón hafði unun af lestri góðra bóka og var, þrátt fyrir sína stuttu skólagöngu, vel fróður um menn og málefni og fylgdist vel með landsmálum, enda hafði hann lifað mesta breytinga- og framf- araskeið íslandssögunnar. Afkomendur Siguijóns munu nú vera nálægt hundraði. Hér hefur í raun aðeins verið drepið á nokkur atriði í lífshlaupi Siguijóns, en minningin um góðan mann lifír í huga þeirra sem þekktu hann, oftast glaðan og hressan. Guð blessi minningu hans og þeirra hjóna, sem og alla hans afkomendur og venslafólk um ókomin ár. Andrés Andrésson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.