Morgunblaðið - 15.10.1994, Side 1

Morgunblaðið - 15.10.1994, Side 1
72 SÍÐUR LESBÓK/C/D 235. TBL. 82. ÁRG. LAUGARDAGUR15. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Aristide kvaddur BLLL Clinton Bandaríkjaforseti kvaddi í gær formlega Jean- Bertrand Aristide, forseta Ha- ití. Aristide, sem verið hefur í útlegð í Bandaríkjunum í þrjú ár, heldur i dag aftur til heima- lands sins til að taka þar við völdum. Clinton sagði að þar með hæfist „nýtt tímabil vonar fyrir íbúa Haíti“. ísraelskur hermaður myrtur af skæruliðum Hamas Óttast áhrifin á friðarviðræðurnar Tel Aviv. Reuter. ÍSRAELSKUR hermaður, sem palestínsku öfgasamtökin Hamas höfðu í haldi, féll er sérsveitir ísraelshers réðust til atlögu að húsinu þar sem honum var haldið, skammt fyrir utan Jerúsalem í gærkvöldi. Ehud Barak, yfirmaður ísraelska hersins sagði skæruliðana hafa skotið her- manninn til bana er áhlaupið hófst. Einn ísraelskur sérsveitarmaður og þrír palestínskir Hamas-skæruliðar féllu einnig í skotbardaga. Gerashtsjenko segir af sér Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, undirritaði tilskipun í gær um af- sögn Víktors Gerashtsjenkos seðla- bankastjóra „að hans eigin ósk“. Fyrr í vikunni fór Jeltsín fram á það við þingið, að það viki Gerash- tsjenko úr embætti vegna koll- steypu rúblunnar sl. þriðjudag og sjálfur vék hann starfandi fjármála- ráðherra, Sergei Dúbínín. Talsmaður Jeltsíns, Anatolí Krasikov, sagði, að Gerashtsjenko hefði lagt fram.afsögn sína á fundi með forsetanum, en embætti seðla- bankastjóra heyrir undir þingið og það eitt getur vikið honum frá. Ekki er hins vegar ljóst hvort það getur hafnað afsögn hans. Gerashtsjenko hefur átt stuðning vísan meðal harðlínumanna á þingi, en hagfræðingar flestir, jafnt í Rússlandi sem erlendis, hafa talið hann alls óhæfan um að stýra seðla- banka af ábyrgð. Þóttu seinleg við- brögð hans við gengishruninu í vik- unni sýna það. Orðrómur var um það í gær, að Borís Fjodorov, fyrrverandi fjár- málaráðherra, yrði boðið embætti seðlabankastjóra, en hann kvað ekkert slíkt boð hafa borist sér. Fjodorov er vel metinn á Vestur- löndum og var svarinn óvinur Ger- ashtsjenkos. Sagði hann af sér sem fjármálaráðherra í janúar sl. þegar Víktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra neitaði kröfu hans um að Gerashtsjenko yrði rekinn. „Ég sem varnarmálaráðherra og forsætisráðherra tek á mig fulla ábyrgð," sagði Yitzhak Rabin á blaðamannafundi. Hermanninum, Nachson Waxman, var rænt sl. sunnudag og kröfðust Hamas-samtökin þess að 200 félögum þeirra, sem sitja í fangelsum í ísrael, yrði sleppt. Var ísraelum gefinn frest- ur þangað til síðdegis í gær að verða við þessum skilmálum. Nokkrum klukkustundum áður en sérsveitimar hófu aðgerðir sínar framlengdi Ham- as frestinn um sólarhring. Aðstoð frá PLO Margir óttast að þetta kunni að raska friðarviðræðunum um Mið- Austurlönd en í gærmorgun var til- kynnt um það að þeir Yitzhak Rab- in, Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, og Yassir Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínu (PLO) hlutu friðarverðlaun Nóbels í ár. Rabin sagðist í gærkvöldi óska þess að hann gæti skipt á friðarverð- laununum og lífi drengsins. Formað- ur nóbelnefndarinnar sagði harm- leikinn engu breyta um réttmæti þess að veita þeim verðlaunin. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hvatti í gær Israela og Palestínu- menn að halda friðarumleitunum áfram. Heimildir herma að Israelar hafi notið aðstoðar PLO við að hafa uppi á aðsetri skæruliðanna. ■ Umdeild friðarverðlaun/18 Frönsk spilling París. Reuter. GERARD Longuet, iðnaðarráð- herra Frakklands, sagði í gær af sér embætti eftir fund með Edou- ard Balladur forsætisráðherra. Hann sagðist fremur kjósa að segja af sér en að veikja ríkis- stjórnina þó að samráðherrar hans höfðu veitt honum mánaðar frest til sanna sakleysi sitt. Fyrr um daginn hafði kaupsýslumaður bor- ið vitni fyrir dómara, sem rannsak- ar fjármál Repúblikanaflokksins, og sagt að Longuet hefði persónu- lega samið við sig um að fá sex milljóna franka þóknun vegna byggingaframkvæmda árið 1988. ---------» ------- Ráðist á Mahfouz Kaíró. Rcuter. RÁÐIST var á egypska rithöfund- inn Naguib Mahfouz fyrir utan heimili hans í Kaíró í gær og hann særður lífshættulega með hnífí. Mahfouz er þekktasti rithöfundur Egyptalands og hlaut hann bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1988, fyrstur arabískra rithöfunda. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Ihalds- flokksins, veifar til fagnandi full- trúa eftir ræðu sína á flokksþing- inu sem lauk i Bournemouth i gær. Major hvatti flokksmenn til að láta ekki hugfallast þrátt fyr- ir lélega stöðu í könnunum. Hann hét því að baráttan gegn glæpum yrði hert, m.a. yrði komið fyrir sjónvarpsupptökuvélum á fleiri Þingi íhalds- manna lokið opinberum svæðum til að hræða afbrotamenn. Stjórnvöld myndu koma á forskóla fyrir öll fjög- urra ára börn í landinu og jafn- framt sagði Major að heilbrigðis- Reuter þjónustan yrði ekki einkavædd meðan hann væri við völd. Fyrir síðastnefndu ummælin hlaut hann langt lófatak. Major sagði flokkinn hljóta að vera akkeri stöðugleika í síbreytilegum heimi en fjallaði lítt. um deilur um Evr- ópumálin sem þjakað hafa flokk- inn. ■ Evrópumálin valda/21 Þýsk kosningaspá Kohl með 1% forskot Bonn. Rcuter. SAMKVÆMT síðustu skoðana- könnun, sem birt er fyrir þýsku þingkosningarnar, hefur stjórn Helmuts Kohls kanslara 1% forskot á stjórnarandstöðuflokkana. í könn- uninni, sem Allensbach-stofnunin gerði, hefur stjórnin 48,5% fylgi en andstaðan 47,5%. Fylgi Kristilegra demókrata mældist í könnuninni 41% en fylgi hins stjórnarflokksins, Fijálsra demókrata, 7,5%. Stærsti stjórnar- andstöðufiokkurinn, jafnaðarmenn, nýtur 35,5% fylgis, græningjar um 8% og Lýðræðislegi sósíalistaflokk- urinn um 4% en 5% þarf til að ná manni inn á þing. Scharping kokhraustur Rudolf Scharping, leiðtogi jafn- aðarmanna, var kokhraustur í gær, og kvaðst þess fullviss að fylgis- aukning á síðustu stundu myndi fleyta flokknum inn í stjórn, í fyrsta skipti í 12 ár. ■ Stjórn ogstjórnarandstaða/19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.