Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 25
AÐSEIMDAR GREINAR
Grunnskólinn o g
sveitarfélögin
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
FLUTNINGUR
alls rekstrarkostnað-
ar grunnskólans yfir
til sveitarfélaganna
hefur verið til mikill-
ar umfjöllunar sl. tvö
til þrjú ár. Þess mis-
skilnings virðist gæta
hjá mörgum að ríkið
eitt sjái um rekstur
grunnskólans og
greiði allan kostnað.
Hið rétta er að rekst-
ur grunnskólans er í
dag sameiginlegt við-
fangsefni ríkis og
sveitarfélaga. Heild-
arkosthaður grunn-
skólans á árinu 1993
var u.þ.b. 10 milljarðar og skiptist
þannig, að hlutur ríkisins var sam-
kvæmt fjárlögum um 5,3 milljarð-
ar og hlutur sveitarfélaga um 4,7
milljarðar.
Hlutverk ríkisins samkvæmt
gildandi grunnskólalögum er m.a.
að bera kostnað af og sjá um laun
vegna kennslu og stjórnunar í al-
mennum grunnskólum og sérskól-
um, námsráðgjöf, rekstur fræðslu-
skrifstofu, æfinga- og tilrauna-
starf og þróunarstarf. Hlutverk
sveitarfélaga er m.a. að bera
kostnað af og sjá um almennan
rekstur grunnskólans, þ.m.t.
skólaakstur, heimavistargæslu,
stofnkostnað grunnskóla, viðhald
kennsluhúsnæðis og kennslutæki.
Sveitarstjórnir kjósa skólanefndir
sem fara með málefni grunnskól-
ans í umboði sveitarstjórna.
Menntamálaráðuneytið hefur yfir-
stjórn þessa málaflokks með hönd-
um.
Frumkvæði og ábyrgð
Sveitarfélögin hafa gegnt afar
þýðingarmiklu hlut-
verki í uppbyggingu
grunnskólans í land-
inu. Sveitarfélögin
hafa einnig víða um
land gengist fyrir því,
langt umfram lagaleg-
ar skyldur sínar, m. a.
þegar ríkisvaldið hefur
skorið niður, að
tryggja og auka skóla-
starf með margskonar
hætti. Auk þess hafa
mörg sveitarfélög beitt
sér fyrir nýmælum og
framþróun í skóla-
starfi.
Samstarfsverkefn-
um ríkis og sveitarfé-
laga hefur fækkað töluvert á sl.
árum, sem leitt hefur til meiri
skilvirkni og markvissari stjórnun-
ar. Grunnskólinn er dæmigert
staðbundið þjónustuverkefni, sem
eflir sveitarstjórnarstigið og eykur
ábyrgð þess. Yfirfærsla á öllum
grunnskólakostnaði frá ríki til
sveitarfélaga er eðlilegt framhald
á þeirri viðleitni að fækka sam-
starfsverkefnum þessara tveggja
stjórnsýslustiga. Það er jafnframt
eitt meginmarkmiðið með yfir-
færslunni að bæta menntun ís-
lenskra grunnskólabarna.
Það hefur verið yfirlýst stefna
ríkisstjórnarinnar og Sambands
íslenskra sveitarfélaga, að hlut-
deild ríkisins í rekstrarkostnaði
grunnskóla verði færð yfír til sveit-
arfélaganna 1. ágúst 1995 ogenn-
fremur að fleiri verkefni verði í
höndum sveitarfélaganna, líkt og
hjá mörgum nágrannaþjöðum okk-
ar. Staðreyndin er sú, að margir
málaflokkar, sem ríkið annast hér
á landi, eru í verkahring sveitar-
stjórna eða þriðja stjórnsýslustigs-
Jú, jú, hgr getum við
sjálfsagt fundið fullt
af afsökunum, vinnuá-
lag, þreyta, tímaskortur
og hvað það nú heitir
allt saman, segir Guð-
rún Hjartardótir
og bætir við að stað-
reyndin sé því miður
sú að þegar upp er
staðið snúist málið
ekki um þessa þætti
neitað sér um fara með félögunum
niður í bæ?
Foreldri sem vill inna uppeldis-
hlutverkið vel af hendi verður að
vakna upp af doðanum, leti og
uppeldi eiga ekki samleið. En því
miður er það staðreynd að undanl-
átssemi uppalenda stafar oft fyrst
og fremst af leti. Foreldrar hrein-
lega nenna ekki að rökræða við
barnið, gefa því tíma, setja sig í
spor þess og útskýra gang lífsins.
Jú, jú hér getum við sjálfsagt fund-
ið fullt af afsökunum, vinnuálag,
þreyta, tímaskortur og hvað það
nú heitir allt saman. En staðreynd-
in er því miður sú að þegar upp
er staðið snýst málið sjaldnast um
þessa þætti, heldur miklu fremur
um forgangsröðun. Við leggjum
hvað sem er til hliðar ef barnið
okkar meiðir sig eða veikist og
sinnum því. En gerum við það líka
þegar því líður illa andlega? Hvað
þá þegar því líður ágætlega? Það
barn sem fær reglulega andlega
umönnun foreldris (án þess að
þurfa að sækjast stíft eftir henni)
finnur betur en önnur börn fyrir
væntumþykju og ást foreldrisins
og jafnframt finnur það fyrir þeirri
vellíðan sem fylgir því að vera
metinn að verðleikum.
Ef við sem foreldrar erum óá-
kveðnir og með hringlandahátt í
uppeldinu eru börnin fljót að spila
á þánn veikleika. Þegar tveir for-
eldrar eru á heimili er líka mjög
mikilvægt að vera samstíga í upp-
eldinu. Börn og unglingar hafa
ríka þörf fyrir öryggi og reglu.
Ef við látum allt eftir þeim fer
þeim að líða illa. Þau vita ekki
livar þau hafa okkur og fá jafnvel
á tilfinninguna að okkur standi á
sama um þau. Ekki er það tilfellið?
Höfundur er tveggja barna móðir
og annar ritstjóra Uppeldis.
Sveitarstjórnir hafa
mikinn metnað, segir
Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, tilað starfa
vel að rekstri grunn-
skólans.
ins, t. d. í Svíþjóð, Noregi og Dan-
mörku.
Ég er sannfærður um, að sveit-
arstjórnarmenn og sveitarfélögin
í landinu séu þess fullmegnug að
taka við þessu verkefni, enda hafa
þau verulega mikla reynslu af því
að reka grunnskóla. Eins og marg-
oft hefur komið fram, má færa
fyrir því mjög ákveðin rök, að
rekstur grunnskólans sé dæmigert
staðbundið verkefni, þar sem ætla
megi, að þekking á aðstæðum og
frumkvæði heimamanna geti leitt
til betri þjónustu og þess vegna
hljóti að vera æskilegt, að allur
rekstur grunnskólans verði fremur
verkefni sveitarfélaga en ríkis.
Markvissari stjórnun
I tengslum við fyrirhugaðar
breytingar á rekstri grunnskólans
þarf að skoða fjölmörg álitamál.
Augljóst er, að ýmis vandamál,
sem eru til staðar í dag, verða
auðveldari í meðferð, þegar sveit-
arfélögin taka að fullu við þessu
verkefni. Þá er ég að vísa til
margskonar stjórnunarvanda-
mála, sem eru til staðar á þessum
vettvangi. Ennfremur er ljóst, að
á næstu árum munu kröfur um
samfelldan og lengdan skóladag
og ýmsar nýjungar í skólastarfi
aukast.
Þess vegna tel ég augljóst hag-
ræði fólgið í því, að eitt stjórnvald
beri ábyrgð á málefnum grunn-
skólans. Það er í raun forsenda
þess, að öll sú vinna, sem er fram-
undan á þeim vettvangi, skili
árangri. Sveitarstjórnum er full-
komlega treystandi til þess að
bera ábyrgð á rekstri grunnskól-
ans í samræmi við þau lög og regl-
urgerðir, sem gilda um hann. Eg
fullyrði, að sveitarstjórnir hafa
mikinn metnað til að starfa vel
að rekstri grunnskólans og tryggja
góða þjónustu og menntun.
Samkomulag um tekjustofna
Ymis vandamál fylgja fyrirhug-
uðum flutningi. Ég þykist vita, að
bæði foreldrar og kennarar hafi
áhyggjur af framtíðaskipulagn-
ingu skólastarfsins og sveitar-
stjórnir af því, á hvern hátt samið
verður um flutning á tekjustofnum
frá ríki til sveitarfélaga vegna yfír-
töku grunnskólans.
Mikilvægt er, að vel verði stað-
ið að flutningi tekjustofnatil sveit-
arfélaga. Fullyrt hefur verið af
hálfu þeirra, sem eru ekkert sér-
staklega áhugasamir um, að sveit-
arfélögin taki við grunnskólanum,
að ríkið sé beinlínis að gera þetta
til þess að draga úr útgjöldum.
Slíkar hugmyndir eða tillögur hafa
aldrei komið fram af hálfu fulltrúa
ríkisins í þeirri nefnd, sem var
falið að meta kostnað vegna
færslu grunnskólans til sveitarfé-
laganna.
Ég hef lýst því yfir sem skoðun
minni, að ekkert verði af flutningi
grunnskóla til sveitarfélaga, ef
ekki næst samkomulag um flutn-
ing á tekjustofnum. Þetta er al-
gert grundvallaratriði fyrir utan
þau fjölmörgu faglegu atriði, sem
þarf að fjalla um og leysa í tengsl-
um við flutning alls rekstrarkostn-
aðar grunnskólans yfir til sveitar-
félaganna.
Fyrirvarar
Á 15. landsþingi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, sem haldið
var á Akureyri 31. ágúst til 2.
september sl. ályktaði þingið um
yfirtöku sveitarfélaga á öllum
rekstrarkostnaði grunnskóla og
setti fram þijá skýra fyrirvara á
afstöðu sinni til málsins:
1. Að fullt samkomulag náist milli
ríkis og sveitarfélaga varðandi
flutning verkefna og tekju-
stofna til sveitarfélaganna, til
að standa undir öllum þeim
aukna kostnaði, er yfirtökunni
fylgir, þannig að grunnskóla-
nám allra barna í landinu verði
tryggt.
2. Vanda sveitarfélaga sem yfir-
taka hlutfallslega háan grunn-
skólakostnað miðað við tekjur
verði mætt með jöfnunarað-
gerðum.
3. Að fullt samkomulag náist milli
ríkis, sveitarfélaga og stéttar-
félaga kennara um kjara- og
réttindamál kennara þ. m. t.
meðferð lífeyrisréttinda.
Færsla grunnskólans yfir til
sveitarfélaganna er eitt stærsta
mál, er sveitarfélögin hafa staðið
frammi fyrir í langan tíma. Málið
er vandasamt, bæði hvað varðar
samninga við ríkið og stéttarfélög
kennara.
Landsþing Sambands íslenskra
sveitarfélaga lagði þunga áherslu
á mikilvægi þess, að góð samstaða
ríkis, sveitarfélaga og kennara
næðist um þessa þýðingarmiklu
verkefnatilfærslu.
Höfundur er formaður Sambands
íslenSkra sveitarfélaga.
Hefur þú kynnt
þér
Lffeyrissjóðinn
Einingu?
Hringdu í síma 689080
og fáðu upplýsingar
KAUPÞING HF.
- löggilt verðbféfafyrirtæki -
SUZUKI SWIFT GLSi
Sparneytinn og vel búinn bíll
á mjög hagstæðu verði,
kr. 945.000.
$ SUZUKI
SUZUKI BILAR HF SKEIFUNNl 17 SÍMI 68 51 00
Opiðídagfrákl. 12:00-16:00
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S. 619550