Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ „84 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 MIIMIMIIMGAR + María Sigurlína Arngrímsdóttir fæddist á Skarði í Glerárþorpi 20. maí 1924. Hún lést á heimili sínu, Hreið- arsstaðakoti í Svarfaðardal, 17. september síðast- liðinn og var jarð- sett að Urðum 26. september. For- eldrar Maríu voru Arngrímur Sigur- jónsson, f. 1884, d. 1953, og Elín Giss- urardóttir, f. 1891, d. 1952, er bjuggu á Skarði. Systkini Maríu eru Baldur, f. 1920, og Dagmar, f. 1925, bæði búsett á Akureyri. María giftist 1947 Guðjóni Steingrímssyni, f. 24. desember 1925,- frá Hjaltastöðum í Skíðadal og HINN 17. september síðastliðinn barst okkur sú harmafregn að elsku amma okkar í sveitinni, eins bjuggu þau þar til ársins 1955 er hann lést. Börn þeirra eru Jóhann, f. 1947, Elín, f. 1949, Sum- arrós, f. 1950, og Ingibjörg, f. 1955. María bjó á Hjalta- stöðum eftir lát Guðjóns með ráðs- manni, Sigurði Eiðssyni, f. 1923, frá Ingvörum í Svarfaðardal, er síðar varð sambýl- ismaður hennar. Árið 1962 fluttu þau í Hreiðarsstaðakot og hjuggu þar til ársins 1989 er sonur þeirra, Júlíus, tók við búi í félagi við þau. Börn Maríu og Sigurðar eru Ofeigur, f. •1957, Július, f. 1961, Eiður, f. 1962, og Sigurgeir, f. 1965. og við kölluðum hana alltaf, væri dáin. Við frænkurnar vorum báðar nýbyrjaðar í námi, önnur fyrir aust- an en hin fyrir sunnan og því fannst okkur sérstaklega erfitt að geta ekki verið til staðar fyrir hina sem heima voru, til að styðja þá. Þegar við hugsum til baka í sveitina, rifjast upp allar góðu stundirnar sem við áttum þar. Oft dvöldum við þar dögum saman, fyrst með mæðrum okkar, en síð- ar, þegar við urðum eldri, fengum við að dvelja þar án þeirra og þá var oft reynt að hjálpa til og þótti okkur fátt skemmtilegra en að fá að gefa kúnum, mjólka þær og leika okkur í hlöðunni og alltaf var gott að hafa ömmu og afa nálægt. Það er gott að hugsa til baka, þótt það sé sárt núna, því við eigum óteljandi minningar um ömmu og sveitina og núna finnst manni að maður hefði átt að heimsækja þau miklu oftar. Hinn 28. ágúst síðastliðinn fór- um við í sveitina til að kveðja ömmu og afa áður en við færum til náms. Eins og alltaf var gott að koma þangað, því manni var tekið opnum örmum. Amma var í eldhúsinu sínu að baka pönnukökur og ekki vant- aði brosið hennar og hláturinn sem okkur þótti svo vænt um. Dagurinn leið furðu fljótt, því alltaf var um nóg að spjalla í sveitinni. Og þegar við bjuggumst til heimferðar og vorum að kveðja þau, var ómögu- legt að ímynda sér að það yrði í síðasta sinn er við sæjum ömmu okkar. Hún sem alltaf var svo hress og kát og kenndi sér einskis meins. Af hveiju þurfti hún að fara? Þess- arar spurningar spyijum við okkur aftur og aftur. Manni hættir til að vera eigin- gjarn þegar ástvinir deyja. Maður skilur ekki af hveiju Guð þarf að velja þá sem eru ekki tilbún- ir til að fara. En þrátt fyrir allt er hægt að hugga sig við þá stað- reynd að Guð tók hana til sín á fallegan hátt. Enginn spítali, engin stofnun, heldur bara sveitin sem henni þótti svo vænt um. Hvergi vildi hún annarstaðar vera en í sveitinni og vinna sín störf, sem hún gerði fram á síðustu stundu. Síðastliðið vor héldum við upp á 70 ára afmælið hennar ömmu og auðvitað var það haldið í Hreiðars- staðakoti heima hjá henni. Þar var margt um manninn, því þar voru samankomin börn ömmu, barna- börn og barnabarnabörn og fleira fólk. Þetta var myndarlegur hópur. Amma var í essinu sínu og skemmti sér konunglega, því hvernig er annað hægt þegar búið er að koma upp svona stórum og myndarlegum hópi eins og amma gerði? Alls eign- aðist amma átta börn, fjögur þeirra með Guðjóni afa, sem hún missti, og fjögur með Sigga afa. Lífið var henni oft erfítt, en hún skilaði sínu hlutverki í þessu lífi vel, því hún var jákvæð en jafnframt ákveðin kona. Elsku amma. Með þessum fá- tæklegu orðum langar okkur að þakka þér samveruna og að fá að kynnast þér eins og við gerðum. Þú sýndir okkur aðeins hlýju og væntumþykju og við munum alltaf eiga fallega minningu um þig. Elsku afi, Jói, Ella, Rósa, Inga, Júlli, Ódi, Eiður, Sissi, barnabörn og barnabarnabörn og allir að- standendur. Við vottum ykkur sam- úð okkar í þessari miklu sorg og biðjum góðan Guð að veita okkur öllum styrk til að deyfa mesta sárs- aukann, þótt við vitum að það verð- ur aldrei hægt að fylla það skarð sem hefur myndast. Nú er amma í góðum höndum Guðs og þar mun henni ávallt líða vel og við vitum að sá dagur mun koma er við hittumst öll aftur hin- um megin, en þangað til mun minn- ingin um yndislega konu lifa í hjört- um okkar, eða eins og Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11.25-26.) Kristín Heimisdóttir, Heiðrún Frímannsdóttir. MARÍA SIGURLÍNA - ARNGRÍMSDÓTTIR t Þökkum innilega samúð og hluttekningu við fráfall og útför HELGU EIIMARSDÓTTUR, Stýrimannastíg 3. Danfel Sigurðsson, Einar Þór Daníelsson, Hiidigunnur Danfelsdóttir, Þórunn Sigurðardóttir, Erna Einarsdóttir, Óttar Guðmundsson, Sigurður Einarsson, Arndfs Björnsdóttir, Arnþrúður Gunnlaugsdóttir. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okk- ur hlýhug og samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚIMAR SIGURÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við öllu starfs- fólki Sjálfsbjargarhússins, Hátúni 12, fyrir alla þá aðstoð og umönnun, sem henni var veitt, svo og öllu heimilisfólki 4. hæðar. Kjartan K. Friðþjófsson, Ástrföur S. Valbjörnsdóttir, Sigvaldi Karlsson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elskulegrar móð- ur okkar, ERNU HAFDÍSAR BERG KRISTINSDÓTTUR, Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12, Reykjavík. Borgar Þór Guðjónsson, Bergþóra Berta Guðjónsdóttir, Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU SIGURLÍNU ARNGRÍMSDÓTTUR, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal. Sigurður Eiðsson, Ófeigur Sigurðsson, Júlíus Sigurðsson, Edda Valgeirsdóttir, Eiður Sigurðsson, Sigurgeir Sigurðsson, Erla Gestsdóttir, Jóhann Guðjónsson, Elsa Axelsdóttir, Elín Guðjónsdóttir, Ingvi Antonsson, Sumarrós Guðjónsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sigursveinn Hallsson, barnabörn og barnabarnabörn. ELÍN KARITAS THORARENSEN + Elín Karitas Thorarensen var fædd í Reykjavík 27. júní 1934. Hún lést á Landspít- alanum 30. september síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 12. október. MIKIL og góð vinkona mín er lát- in, Elín Karitas Thorarensen. Það er svo sárt að vera svo víðs fjarri á stundu sem þessari. Kynni okkar Elínar hófust árið 1959, þá var ég nýbakaður kennari að hefja minn starfsferil. Ég fékk kennslu við þrjá skóla hvern í sínu borgar- hverfi og var sífellt í kapphlaupi við skólabjöllur og strætisvagna. Einn af þessum skólum var Mela- skólinn, en þar var Elín kennari. Við kenndum hvor í sinni skólastof- unni. Hún kom til mín strax á fyrsta degi og bauð mig velkomna til starfa og bað mig að hika ekki við að leita til sín gæti hún á ein- hvern hátt aðstoðað mig. Svona var Elín, alltaf reiðubúin að veita að- stoð og beið ekki með það til næsta dags. A kennarastofunni gætti hún þess einnig vel að nýliðinn sæti ekki hjá, en tæki þátt í umræðu dagsins. Elín var mikils metin og virtur kennari, hún hafði mikinn metnað fyrir hönd nemenda sinna og bar umhyggju fyrir hveijum og einum. Hún hélt góðum aga, var réttsýn, góður félagi og vinsæll kennari. Það var mér mikill styrkur og lær- dómur á upphafi míns kennsluferils að fylgjast með henni. Frá þessum vetri við Melaskólann á ég góðar minningar um starfsfélaga og gott andrúmsloft í fallegu skólahúsi. Borgin okkar óx og næsta vetur fékk ég starf við annan skóla. Við kenndum ekki lengur hlið við hlið. Ég mat Elínu mikils sem félaga og naut vinskapar hennar. I góðum hópi var hún hrókur alls fagnaðar, orðheppin, glettin, sagði skemmti- lega frá og gerði óspart grín að sjálfri sér ef við átti. Hún var föst fyrir, ekkert gat snúið henni frá hennar innstu sannfæringu, þar var hún óhagganleg. Hún var ekki tækifærissinni. Því sætti hún sig ekki við nýskólastefnuna sem dundi yfir svo fyrirvaralaust. Viðhorf og hlutverk kennara breyttist án þess að séð væri fyrir að betra tæki við. Minningamar streyma að, en efst er mér í huga þakklæti til hennar fyrir allar þær góðu stund- ir sem við áttum saman. Þegar við bmgðum okkur í bíó, á kaffihús með fleiri góðum vinum og enduð- um oft þessar samverustundir með spjalli yfir kaffibolla á hennar æskuheimili. Foreldrar hennar, séra Jón Thorarensen og frú Ingi- björg, litu þá oft inn til okkar með hlýjum orðum að áliðnum degi. Þau eru bæði látin. Elín mat foreldra sína mikils, hún virti þau og sinnti þeim af alúð þegar þau þurftu þess með. En hún bar ekki aðeins um- hyggju fyrir sínum foreldrum, einn- ig foreldrum vina sinna. Elín var skemmtilegur og góður ferðafélagi, á sumrin þegar við átt- um báðar frí frá kennslustörfum, brugðum við okkur oft út fyrir borgina. Þessar ferðir voru ógleymanlegar. Elín var mjög næm, ekki bara á mannlegar tilfinningar heldur á allt í umhverfínu, hún mátti ekkert aumt sjá án þess að láta sig það varða. Ég minnist einnar ferðar okkar á björtu sumarkvöldi. Við vorum að koma að norðan. Við komum niður í Borgarfjörðinn sem ljómaði allur í kvöldsólinni, eitt af þessum fallegu íslensku sumar- kvöldum. Við gengum niður að Norðurá að fossinum Glanna. Þar birtist okkur eitt af undrum náttúr- unnar. Fossinn var fullur af laxi sem stökk af mikilli kúnst. Við sátum þarna alveg dolfallnar og horfðum á, þar til allt í einu að Elín sér hvar lax hafði lent í sjálf- heldu. Hún snaraðist úr skónum, braut upp buxur og óð út í til bjarg- ar laxinum svo hann gæti haldið áfram leik sínum. Það var gaman að vera með Elínu á slíkum ferðum, njóta náttúrunnar, hlusta á kyrrð- ina og fuglana og alltaf kom hún auga á spaugilegar hliðar hverrar stundar. Elínu var maígt til lista lagt. Hún var listmálari af lífí og sál. Því ekki að undra næmi hennar fyrir öllu sem á vegi hennar varð. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Reykjavík að mig minnir 1966. Síðan hélt hún til Spánar á lista- háskóla, hún setti ekki fyrir sig þó hún þyrfti að læra spænsku, þar átti hún ánægjulegt ár. Við Elín vorum uppteknar hvor við sín störf um árabil, við vissum þó alltaf hvor af annarri, þar til nú fyrir fímm árum að ég flutti af landi burt, en hef aðsetur mitt í vesturbænum. Ég hitti Elínu oft- ast þegar ég kom til landsins. Við brugðum okkur þá gjarnan saman í sund. Nú síðast í sumar töluðum við saman í síma. Hún var að búa sig í ferð til Parísar og ég út á land. Hún var sama vinkonan og áður, alltaf jafn hress og kát. Að lokum viljum við, ég og fjöl- skylda mín, þakka henni allar góð- ar stundir sem við höfum átt með henni. Við söknum góðrar vinkonu. Guð blessi minningu hennar og styrki ástvini og vini sem nú eiga um sárt að binda. Sérstakar kveðj- ur sendum við héðan frá Sviss til Hildar systur hennar, Óla og hans fjölskyldu. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Ég kem heim til mín að kvöldi eftir vinnu og fæ þær fréttir að Elín Thorarensen sé látin. Margar hugsanir sækja á mig við svona skyndilegt fráfall jafn hæfíleika- ríkrar konu og Elín var. Ég kynnt- ist Elínu í gegnum ömmu mína Jóhönnu Sigbjörnsdóttur sem nú er látin. Þær. Élín og amma kynnt- ust þegar þær voru báðar sem vinnukonur á Þingeyrum í Húna- þingi en búið átti þá og jörðina Sigfús Bjarnason í Heklu. Þar tókst með þeim mikil vinátta sem rofnaði aldrei meðan báðar lifðu. Ég kynnt- ist því Elínu strax sem barn þegar hún kom í heimsóknir til ömmu. Síðan liðu árin og það var alltaf einhver þráður milli okkar þó sam- fundum okkar fækkaði eftir að amma lést. Þegar ég missti móður mína fyrir tveimur árum þá hringdi Elín í mig og vildi aðstoða mig ef hún gæti eitthvað gert. Auk þess að hughreysta mig á alla lund þeg- ar ég átti erfitt skrifaði hún fallega grein í minningu um mömmu. Elín og móðir hennar Ingibjörg voru ákaflega nánar enda lýsir það því best hvernig hún hugsaði um hana síðustu æviárin. Það má segja að hvert sem Iitið er í fari Elínar þá átti hún svo gott með að miðla öðrum og græða hjartans sár. Hún var kennari að mennt og var einnig góður frístundamálari liðtækur píanóspilari. Það má segja að með Élínu hverfi af sjónarsvið- inu kona sem var prýdd hinum bestu mannkostum af guðs náð. Að lokum vil ég þakka alla þá vináttu og tryggð sem hún sýndi mér og minni fjölskyldu með þess- um_ fátæklegu línum. Ég sendi systkinum hennar og öðrum ættingjum mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Milla H. Kay.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.