Morgunblaðið - 15.10.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 7
P R Ó F K .1 Ö l
Skjaldborg stuðningsmanna
SÓLVEIGAR
PÉTURSDÓTTUR
alþingismanns
er að Vegmúla 2, s. 881380 og 881382
Opið virka daga frá kl. 14:00 - 22:00
laugard. og sunnud. frá kl. 14:00 - 19:00.
Sólveig skipaði 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við
síðustu kosningar, efst kvenna á þeim lista. Hún hefur
gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum á Alþingi. M.a. er
hún formaður allsherjarnefndar, á sæti í efnahags- og
viðskiptanefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd og er
formaður íslandsdeildar Norður-Atlantshafsþingsins.
„Ég leit svo á að ég væri að
stinga mér í djúpu laugina með
hákörlunum og nú lít ég svo á að
verið sé að reka mig uppúr. Að
sjálfsögðu sit ég ekki í stjórn Ís-
lenska útvarpsfélagsins í andstöðu
við starfsmenn _ sem voru mínir
umbjóðendum. Ég mun því, eftir
að ég hef farið fyrsta ijúpnatúr-
inn, tala við eitthvað af þessum
hákörlum,“ sagði Eggert Skúlason
og lýsti yfir vonbrigðum með gang
mála „Eg lít svo á að launþegalýð-
ræði á Islandi hafi sett niður við
þetta. Ég get ekki ráðlagt nokkr-
um starfsmanna nokkurs fyrir-
tækis að taka sæti í stjórn nema
að vera í það minnsta búinn að
kaupa sér einhvers konar trygg-
ingar. Hér var á ferðinni gott
tækifæri en eins og mál þróuðust
varð stjórnarsætið hálf ónýtt.“
Eggert segist hafa verið
borgaður út og í framhaldi af því
sagt sig úr starfsmannafélaginu.
„Ég óskaði eftir því að þau gjöld
sem ég var þegar búinn að greiða
fyrir október rynnu til Skotveiðifé-
lags íslands. Ég tel það í takt við
þennan málatilbúnað allan.“
Elín Hirst sagði ekki launungar-
mál að hún fagnaði og styddi heils-
hugar ákvörðun starfsmannafé-
lagsins. Hún sagðist hafa rætt við
Eggert. „í ljósi nýrra aðstæðna
kanna ég hvort að sjálfsögðu hvort
einhver grundvöllur sé fyrir því
að hann komi til baka,“ sagði Elín.
Eggert staðfesti að hann hefði átt
í viðræðum við fyrirtækið. En
sagðist ætla að taka sér góðan
tíma til að taka ákvörðun.
FRÉTTIR
Ekki óskað eftir að Eggert Skúlason silji
lengur í stjórn Islenska útvarpsfélagsins
Hef verið rekinn
uppúr hákarlalaug
STARFSMANNAFELAG Islenska
útvarpsfélagsins hefur afþakkað
áframhaldandi umboð til setu í
stjórn íslenska útvarpsfélagsins.
Eggert Skúlasyni, fréttartianni,
var vikið frá störfum eftir að hann
tók sæti Jóhanns Óla Guðmunds-
sonar fyrir hönd starfsmannafé-
lagsihs snemma í júlí. Elín Hirst,
fréttastjóri Stöðvar 2, hefur átt
viðræður við Eggert um að hann
komi aftur til starfa. Eggert segist
líta svo á að hann hafi verið rekinn
uppúr hákarlalaug og hann ætli
ekki að flýta sér að taka ákvörðun
um störf hjá fyrirtækinu.
Elín Hirst vék Eggert frá störf-
um á þeim forsendum að seta
haps í stjórninni ógnaði sjálfstæði
fréttastofunnar. Uppsögnin fór
fram í júlí og var miðuð við mán-
aðamótin á eftir. Uppsagnarfrest-
ur var þrír mánuðir og uppsafnað
leyfi Eggerts aðrir þrír mánuðir.
Eins og áður tók Eggert sæti
Jóhanns Óla fyrir hönd starfs-
mannafélags fyrirtækisins. Nú
hefur ný stjórn félagsins hins veg-
ar tekið málið fyrir að og var eftir-
farandi ályktun samþykkt félags-
fundi 13. október: „Fundurinn
ályktar að afþakka áframhaldandi
umboð til setu í stjórn íslanska
útvarpsfélagsins. Fundurinn telur
það ekki heppilegt að starfs-
mannafélagið þiggi umboð til
stjórnarsetu frá einstökum hlut-
höfum. Með þessu er ekki verið
að setja fram neina skoðun hvað
varðar ágreining á milli hluthafa,
heldur fyrst og fremst að tryggja
hlutleysi starfsmannafélagsins nú
og á hveijum tíma,“ segir í álykt-
uninni.
Fram kemur í fréttatilkynningu
að hún hafi verið samþykkt með
yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
Umboði til stjórnarsetu hafi verið
skilað og óskað eftir að aðal- og
varamaður segi sig úr stjórn Is-
lenska útvarpsfélagsins.
„Ég kýs að tjá mig ekki að svo
stöddu um það ráðslag sem þrífst
innan fyrirtækisins um þessar
mundir. Þeir sem þekkja af langri
reynslu þefinn vita af liverju hann
stafar," sagði Jóhann Óli Guð-
mundsson næststærsti hluthafi í
fyrirtækinu.
BikarafhendinqMjólkursamsölunnar,
\ æ > lauqardaq oq sunnudaq 15.-16. okt.
Mjolkurb
Vonbrigði
Eins og öllum er kunnugt varð
þátttakan í Mjólkurbikarleiknum
síðastliðið sumar svo gífurleg
að við urðum uppiskroppa
með verðlaunabikara.
Og nú er aukasendingin
komin með það sem
upp á vantaði!
Hér fást bikararnir a
Frá og með
mánudeginum 17. okt.
verða mjólkurbikarar
afhentin
í Mjólkursamsölunni,
Bitruhálsi, á milli
kl. 13 og 18 virka daga
til 15. nóvember.
REYKJAVÍK:
Mjólkursamsalan Bitruhálsi: Laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16.
Mjólkurbíll v/Laugardalsvöll: Laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16
verður mjólkurbíll við miðasölu aðalleikvangs.
HAFNARFJÖRÐUR:
Mjólkurbíll á bílastæðunum við Fjarðarkaup, laugardag og sunnudag
15. og 16. okt. kl. lOtil 16.
YTRI-NJARÐVÍK:
Við Hagkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16.
NJARÐVÍK:
Við Samkaup, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 10 til 16.
VESTMANNAEYJAR:
Geisli, Flötuin 29, laugardag og sunnudag 15. og 16. okt. kl. 13 til 16.
Um leíð og við þökkum ungum sem öldnum frábæra frammistöðu og
ómælda þolinmæði, hvetjum við þá til að láta sjá sig á laugardag eða sunnudag!
nmr
MJÓLKURSAMSALAN
,VIS / OISQH VI}AH