Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan í 103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Opið bréf til lesenda > ÍMMAN' TÓ/MU OS LE'lÐlM - L&GU TlLVee.U Yi t____ _ tU HLJÖ/H4R B/weA V/EL_ J?M PflV?e> 2-2 Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk SHE’S REAPIN6 yoUR LOVE . MOTE! 7(----- HE'S STILL THERE..REALLY? OH, SURE, I UNPER5TAMD.. SHE 5AIP SHECOOLPN’T READVOUR SMUPST LURITIMG... AND WHEN I TOLP HER TOlTRE INTHE 5AME CLA55 AT 5CHOOL, 5HE 5AID SHE DIPN'T REMEMBERYOU.. Hún er að lesa Heyrðirðu til mín? ástarbréfið frá Ertu ennþá á bak þér! við tréð? Veifaðu hendinni! Hann er þar Hún sagði að Og þegar ég sagði enn... er það hún hefði henni að þú værir í satt? Ó, auðvit- ekki getað sama bekk og hún, að, ég skil... lesið þessa sagðist hún ekki muna kámugu eftir þér... Ég þoli skrift þína... þetta ekki! Frá Allen W. Hulett: Tilefni eftirfarandi bréfs er flug- slysið við Borgarnes 28. ágúst sl. þegar tveir menn fórust. Þeir voru Magnús Helgason, Háaleit- isbraut 133, Reykjavík, og Jó- hann P. Jónsson, Hraunbæ 162, Reykjavík; báðirf. 1944. Jóhann kynntist syni greinarhöfundar (Mike) í námsferð í Bandaríkj- unum. TUTTUGASTI og áttundi ágúst og næstu dagar á eftir voru sorg- ardagar í lífi fjölskyldna og vina Jóhanns og Mikes. Við teljum okk- ur þar á meðal. Mér og Kent, syni mínum, finnst við einhvern veginn bera óbeinlínis ábyrgðina. Leyfíð mér að segja ykkur hvernig leiðir okkar hafa legið saman og að hve miklu liði þessir tveir menn hafa orðið íslensku þjóðinni með fram- taki sínu og trúmennsku. Við erum stoltir af því að gegna sama starfi. Ég var ungur sjóliði í banda- ríska sjóhernum um borð í orrustu- skipinu Árkansas í skipalestinni, sem flutti_ bandarískú landgöngul- iðana til íslands í júní 1941. Skip mitt kom þangað aftur í desember 1941 og við lögðumst við akkeri í Hvalfírði. Þess vegna hef ég allt- af talið mig nátengdan íslandi og íslendingum. Aflaði sér þekkingar í sumarleyfinu í júní 1980 hringdi í mig Jim Cragan slökkviliðsstjóri í Rock- ford, Illinois, sem vissi um áhuga minn á íslandi, og sagði mér að slökkviliðsmaður frá Reykjavík, Jóhann Jónsson, væri í Rockford að kynna sér slökkviliðsstörf í Bandaríkjunum. Mér skilst að hann hafi gert þetta á eigin kostn- að í sumarleyfi sínu og til þess að afla sér aukinnar þekkingar og reynslu. Cragan slökkviliðsstjóri sagði mér að kona Jóhanns, lítil dóttir og móðir hans væru í Bánda- ríkjunum og þyrftu að hitta Jó- hann einhvers staðar að lokinni dvöl hans í Rockford. Um þetta leyti bjó ég skammt frá í Chicago og því dvöldust þau hjá mér í nokkra daga, þar til Jóhann kom og þau héldu öll aftur til íslands. Eftir þessi fyrstu kynni kom Jóhann oft til Chicago til þess að kynna sér sjúkraflutninga eins og þeim er háttað í flestum deildum slökkviliðsins í Bandaríkjunum. Ég var slökkviliðsstjóri í Elk Gagnasafn Morgxmblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Grove, Illinois (útborg Chicago, nálægt O’Hare-flugvelli), og Kent sonur minn starfaði í slökkviliðinu í Rockford. Við fórum með Jóhanni og skoð- uðum margar ólíkar gerðir og teg- undir af sjúkrabílum. Um svipað leyti tengdist hann Rauða krossin- um á Íslandi og átti mikinn þátt í því ásamt Mike að útvega sjúkra- bíla á marga staði á íslandi. Þeir áttu sömuleiðis þátt í því að útbúa þessa sjúkrabíla og þjálfa mann- skapinn. Jóhann og Mike sóttu marga fundi og tóku þátt í mörgum nám- skeiðum til þess að kynnast nýj- ustu aðferðum við slysavarnir og björgunarstörf í Bandaríkjunum. Jafnframt fóru þeir oft til Kansas og óku nýju sjúkrabílunum til Boston, en þaðan voru þeir sendir til íslands. Kent sonur minn og vinur hans fóru í eina svona ferð með Mike og Jóhanni, þegar fjórir sjúkrabílar voru tilbúnir til afhend- ingar í einu. Hrifumst afmenningu og vinsemd Islendinga Kona mín, Marlene, og ég höf- um farið nokkrum sinnum til ís- lands á síðari árum og höfum állt- af hrifist af menningu og vinsemd íslensku þjóðarinnar, auk þess sem við höfum haft gaman af að ferð- ast um land ykkar. Ég hef nokkuð fengist við að búa til sérstakar ábreiður í tómstundum og færði eina slíka Vigdísi Finnbogadóttur forseta að gjöf. Það var mér heið- ur að hitta hana í eigin persónu. Hún er indæl manneskja og land ykkar getur verið stolt af henni Qg framkomu hennar þegar hún kemur fram fyrir landsins hönd. Okkur var fyrst sagt frá hinu hörmulega slysi sama dag og út- förin fór fram. Kent og ég hefðum áreiðanlega mætt, ef við hefðum frétt þetta fyrr. Trúmennska í starfi Með þessu bréfi viljum við tjá íslensku þjóðinni að við megum ekki gleyma því sem Jóhann og Mike hafa gert fyrir fólkið í þessu landi. Sviplegan dauða þeirra má að sumu leyti rekja til trúmennsku í starfi fyrir slökkviliðið. Það er einlæg von okkar að rík- isstjórn íslands, Reykjavíkurborg, Rauði kross Islands og íslenska þjóðin geri sér grein fyrir að það minnsta sem hægt er að gera í minningu þessara tveggja manna er að losa fjölskyldur þeirra við fjárhagsbyrðar. Érfitt verður að viðhalda lífskjörum þeirra án eig- inmanna og feðra. Mestu skiptir að börn þeirri fái að njóta allrar þeirrar menntunar, sem hugur þeirra stendur til, og þau hefðu notið væru Jóhann og Mike meðal þeirra. ALLEN W. HULETT, fv. slökkviliðsstjóri, KENT A. HULETT, slökkviliði Rockford, Oregon, WI53575, USA, og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.