Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
SVIÐOG
SVIÐAPATÉ
Nú er sláturtíð í algleymingi - og þó. Getur
hún ekki bara verið allt árið þegar farið er
að selja fryst slátur? í þessum þætti býður
Kristín Gestsdóttir okkur sviðapaté auk
sviða á hefðbundinn hátt.
Sláturgerð í dag er mun auð-
veldari en hún var hér áður fyrr
þegar vambir komu óhreinsaðar,
notaður var mör af ristlum og
hausamir komu óklipptir og
ósviðnir. En þrátt fyrir mikla hag-
ræðingu er fyrirferð hausanna
jafnmikil og þeir taka alltof mikið
pláss í frystikistunni og þola auk
þess ekki mjög langa geymslu. Eg
hef brugðið á það ráð að halda
„sviðamessu" í sláturtíðinni. Þá er
bæði boðið upp á svið eins og þau
koma fyrir og sviðapaté, sem er
réttur sem ég fann upp fyrir
nokkrum árum, þegar böm og
bamabörn vildu ekki borða svið.
Það er nú svo í minni fjölskyldu
að það eru einkum kvenfólkið,
stórt og smátt, sem ekki borðar
svið, en karlmennirnir og ömmu-
strákarnir tveir borða svið með
bestu lyst. Það er af sem áður
var, þegar svið vom það besta sem
íslendingar fengu. Líklega finnst
mörgum sviðapaté ekki mjög þjóð-
legur réttur, og kannski vilja sum-
ir kalla þetta sviðakæfu, en í mín-
um huga er kæfa allt annað en
paté, og ég held mig við orðið
sviðapaté.
Matarvenjur okkar Islendinga
hafa breyst mikið hin síðari ár og
þótt mín fjölskylda borði sviðap-
até, er hún ekki enn farin að borða
„sviðapizzu". Kannski það sé leið
til að koma sviðum í börnin.
Soðin svið
__________3 sviðahousar__________
___________7 lítrqr vatn_________
7 msk. gróft salt
1. Leggið sviðin í bleyti í kalt
saltvatn í 4-6 klst. Burstið þau síð-
an vel með grófum bursta.
2. Fjarlægið heilann, þvoið síðan
sviðin vel, sérstaklega upp með
tungunni. Skerið eymn af.
3. Hitið vatn og salt. Vatnið þarf
að vera brimsalt til þess að sviðin
verði góð og það þarf að vera það
mikið að sviðin séu á kafi. Notið
meira saltvatn ef með þarf.
4. Raðið hausunum ofan í sjóð-
andi vatnið. Leggið kjammana sam-
an og reynið að láta hausana liggja
þétt saman. Sjóðið við hægan hita
í li klst.
Meðlæti: Kartöflujafningur og
rófustappa.
Sviðapaté
2 stórir sviðohousor
brimsalt vatn til að sjóða
___________hausanq í___________
__________2 msk. smjör_________
2 msk. hveiti
4 dl mjólk
____________tsk. salt__________
___________tsk. pipar__________
mikið al ferskri steinselju
4 egg
1. Hreinsið og sjóðið sviðahaus-
ana, sjá hér að ofan. Gott er að
sjóða hausana legnur en þar segir
eða í 2 klst. Takið allt kjöt af svið-
unum meðan þau era heit. Setjið
síðan i kvörn (matvinnsluvél) og
tætið í sundur.
2. Setjið smjör í pott og bræðið,
hrærið hveiti út í, þynnið síðan með
mjólkinni og búið til þykkan jafning.
3. Setjið salt og pipar út í. Klipp-
ið steinseljuna fínt og setjið saman
við. Notið ekki leggi. Kælið örlítið
og setjið eggin út í. Setjið sviðin
saman við jafninginn og blandið vel
saman.
4. Smyijið aflangt, stórt jóla-
kökuform, álform eða patéform.
Setjið soppuna í það.
5. Hitið bakaraofn í 190qC, blást-
ursofn í 180qC, setjið mótið í ofninn
og bakið í 60-70 mínútur. Þetta
má líka baka í vatnsbaði og þá held-
ur lengur.
6. Stingið hníf í miðju patésins
til að aðgæta, hvort allt er hlaupið
saman. Látið kólna í mótinu í 15-20
mínútur, skerið þá niður með og
hvolfið á fat. Kælið.
Meðlætið: Rófustappa og kart-
öflujafningur.
Athugið: Þetta má baka í ör-
bylgjuofni og hafa meðalhita. Þá
verður hver og einn að fylgjast með
hvað tímann varðar. Þar skipta
magn, ílát og styrkleiki ofnsins
máli. íslensku álformin má setja í
örbylgjuofn.
IDAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
SKÁK
U m s j 6 n M a r g c i r
Pélursson
ÞESSI staða kom upp á
atskákmóti PCA og Intel í
London í september. Stór-
meistarinn Vladímir Mal-
anjúk (2.610) var með hvítt,
en alþjóðlegi meistarinn
Vladislav Tkaciev (2.535)
frá Kasakstan var með
svart og átti leik.
20. - Rxf4!, 21. Hxd8
(Hvítur má alls ekki taka
riddarann. Eftir 21. Hxf4?
- Bxe4 tapar hann drottn-
ingunni, því 22. Dxe4 -
Rg3 er mát.) 21. - Hxd8,
22. Rg4 - Bxe4, 23. Dxe4
- Rxe2, 24. Dxe2 - h5,
25. Re3 - Dxe5 og með
tveimur peðum meira vann
svartur auðveldlega. Seinni
skákinni lauk með jafntefli
svo Tkaciev komst í aðra
umferð en var þá sleginn
út af Vasílí Ivantsjúk.
Tkaciev er afar efnilegur
skákmaður. Hann vann sér
rétt til að tefla á mótinu
með góðum árangri í Lloyds
Bank mótinu í lok ágúst.
Góð þjónusta
hjá 10-11
ÉG hef lengi verið að
reyna að fá ananasmar-
melaði, m.a. í Hagkaupi í
Kringlunni. Þar fékk ég
þau svör að það seldist svo
lítið af því að það tæki
ekki að panta það. Ég fór
svo í 10-11 í Glæsibæ en
þar var það ekki heldur
til. Þá var mér tjáð að
þeir skyldu panta þetta
fyrir mig og viku síðar er
ég komin með mitt marm-
elaði og fjölskyldan er al-
sæl.
Ég vil þakka 10-11 í
Glæsibæ fyrir góða þjón-
ustu þar sem' þarfir við-
skiptavinarins eru hafðar
í fyrirrúmi.
Margrét
Fundarherferð
Alþýðubandalags-
manna
ELSA hringdi til Velvak-
anda því hún var að velta
-því fyrir sér hvort að þetta
fólk í Alþýðubandalaginu
sem er að fara í fundar-
herferð út á land eigi ekki
að sitja á þingi og ef svo
er, hvort það fái laun
vegna þingstarfa á meðan
á herferðinni stendur.
Einnig ef að allir þing-
flokkar gerðu slíkt hið
sama, hvort ekki þyrfti að
loka þinginu? Henni þætti
ekki verra að fá svör við
þessu.
Tapað/fundið
Kjuðinn er fundinn
Sigurður Jónsson knatt-
borðsáhugamaður sem
tapaði kjuðanum sínum í
Keiluhöllinni er beðinn að
hafa samband þangað í
síma 621599.
Úr tapaðist
ORIENT úr, hvít skífa á
brúnni leðuról, tapaðist á
hljómleikum hljómsveitar-
innar Prodigy í Kapla-
krika. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 79056.
Fundarlaun.
Gleraugu töpuðust
KRINGLÓTT sjóngler-
augu í málm- og brúnni
plastumgjörð töpuðust
fyrir rúmri viku. Þau eru
líklega í svörtu, mjúku
hulstri merktu gleraugna-
versluninni Auganu. Upp-
lýsingar í síma 666714.
Landsmót UMFÍ
ÞEKKIR þú einhvern sem
eignaðist dökkbláan loð-
fóðraðan kuldagalla á
landsmóti á Laugarvatni í
júlí sl.? Láttu mig þá vita
í síma 95-12711 á kvöldin.
Gleraugu töpuðust
HERRASJ ÓNGERAU GU
af gerðinni Alfa Romeo
töpuðust sl. fimmtudag,
sennilega við Tollhúsið við
Tryggvagötu eða í Skúla-
túni. Skilvís finnandi vin-
samlega hafi samband í
heimasíma 15621 eða
vinnusíma 673822.
Gæludýr
Týndur köttur og
kettlingar
ÓMERKT hvít og svört
læða, eins og hálfs árs og
smávaxin, tapaðist í
Garðabæ fyrir þremur vik-
um. Gegnir nafninu Sóley.
Viti einhver um_hana er
hann vinsamlega beðinn
að hafa samband í síma
657254 eftir kl. 18.30.
Einnig fást tveir kettling-
ar gefins á sama stað.
Farsi
,/7/t/c nttkiiþarftu, /lÁkuanníepa?
LEIÐRÉTT
Rangt föðurnafn
í afmælistilkynningu í
blaðinu í gær vegna sjö-
tugsafmælis var rangt
farið með föðurnafn af-
mælisbarnsins. Hann var
sagður Þorgeir Þorleifs-
son, en rétt nafn hans er
Þorgeir Hjörleifsson,
og beðist er velvirðingar
á þessu.
Nafnaruglingur
Nafnaruglingur varð í
myndatexta um afmæli
Verkalýðsfélags Akra-
ness í gær. A myndinni
er Hervar Gunnarsson,
formaður félagsins,
vinstrameginn við Guð-
mund M. Jónsson, starfs-
mann félagsins.
Ný Söngdeild
Á morgun, mánudag, kl.
20 verða tónleikar
Kvennakórs Reykjavíkur
og nýrrar Söngdeildar
sem starfar’ í húsnæði
kórsins við Ægisgötu 7.
Tónleikarnir verða þar,
með ítalskri efnisskrá. í
frétt sem birtist síðasta
föstudag láðist að geta
þess að Söngdeildin, ekki
einugis kórinn, stendur
að tónleikunum.
Beco ekki Byko
í frétt Morgunblaðsins
um Ljósmyndamaraþon
Tónabæjar sem birtist sl.
fimmtudag var sagt að
einn styrktaraðili keppn-
innar hefði verið Byko.
Hið rétta er að fyrirtækið
heitir Beco og biður
Morgunblaðið velvirðing-
ar á mistökunum.
Víkveiji skrifar...
Umræður um dagpeninga-
greiðslur til opinberra starfs-
manna hafa verið áberandi seinustu
daga og hefur ekki minnkað í kjöl-
far þeirra orða Friðriks Sophusson-
ar fjármálaráðherra í samtali við
Morgunblaðið sl. sunnudag, að ráð-
gert sé „að gera breytingar á regl-
um um dagpeningagreiðslur til rík-
isstarfsmanna". Almennir dagpen-
ingar opinberra starfsmanna em
um tæplega 15.300 krónur á dag.
Víkveiji átti fyrir helgi samtal
við hásettan embættismann í stjórn-
kerfinu, sem sagði það eindregna
skoðun sína að dagpeningagreiðslut'
væm allt of háar og þær hvetji
menn til ferðalaga. Menn reyni fyr-
ir vikið að ferðast sem oftast og
vera sem lengst. Víðast hvar gætu
menn fundið látlaus og þokkalega
staðsett hótel erlendis sem seldu
hveija gistinótt á um 5-6 þúsund
krónur og þá haft um 10 þúsund
krónur á dag sem eyðslufé. Þeir sem
fá hótelkostnað greiddan vegna
stöðu sinnar eða eðlis ferðar, fái
rúmar 12 þúsund krónur á dag og
„hafa sjaldnast tækifæri á að eyða
krónu“ sagði viðmælandi Víkveija.
„Þetta er alltof hátt og það er viður-
kenndur sannleikur og vita allir sem
njóta þessara greiðslna." Hann
kvaðst telja að taka ætti upp kerfi
það sem viðgengst á Norðurlöndum,
en þar mun hótelkostnaður greiddur
en dagpeningar þess fyrir utan
nema um 5-6 þúsund krónum og
síðan séu eðlilegir reikningar fyrir
leigubílakostnaði greiddir.
xxx
Annar starfsmaður hins opin-
bera sem Víkveiji ræddi við,
var algerlega á öndverðum meiði
og sagði erfítt og jafnvel ómögulegt
að fá viðunandi hótelgistingu í vest-
rænum ríkjum undir 10 þúsund
krónum og þeir dagpeningar sem
hann fengi hrykkju skammt. Stund-
um þyrfti hann jafnvel að bera
nokkurn kostnað af ferðalögum sín-
um fyrir vinnuveitenda, ekki síst í
stórborgum. Ekki er Víkveija ljóst
hvort sjónarmiðið er réttara, en tel-
ur þó fullvíst að lækka megi ferða-
kostnað nkisstarfsmanna og þar
með dagpeningagreiðslur, en fjár-
málaráðherra upplýsti í fyrrnefndu
viðtali að ferðakostnaður ríkis-
starfsmanna næmi um 1,5 milljörð-
um á hvetju ári. Náist fram sparn-
aður innan ríkiskerfisins á þessu
sviði, er vel að verki staðið.
xxx
Hljómplötuverslunin Japis á
mikið lof skilið fyrir innflutn-
ing og sölu á geisladiskum frá fyrir-
tækinu Naxos. Á boðstólum er mik-
ið úrval af klassískri tónlist og kost-
ar hver geisladiskur aðeins 690
krónur. Þetta er tiltölulega viðráð-
anlegt verð fyrir allan almenning,
sem getur með því að kaupa þessa
diska eignast ágætt safn sílgildrar
tónlistar. Víkveiji keypti sér I vik-
unni alla 5 píanókonserta Beet-
hovens í útgáfu Naxos og kostuðu
þeir rúmai' 2 þúsund krónur. Allir
eru diskarnir í háum gæðaflokki,
en sömu tónverk er unnt að kaupa
frá öðrum útgefanda og kosta kons-
ertarnir þá á níunda þúsund krón-
ur. Japis á hrós skilið fyrir að selja
þessa tónlist á svo góðu verði.