Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ákvörðun um Keilisnes
eftir tólf til átíán mánuði
ALLEN BORNE, aðalforstjóri bandaríska áifram-
leiðslufyrirtækisins Alumax segir að óseldar birgð-
ir af áli í heiminum þurfi enn að minnka til muna,
þannig að framboð og eftirspum haldist í hendur,
til þess að Atlantsálhópurinn taki ákvörðun um
að hefja framkvæmdir við nýtt álver á Keilisnesi.
Bome gerir sér í hugarlund, að slík ákvörðun
verði tekin eftir 12 til 18 mánuði, ef raunin verð-
ur sú að heimsmarkaðsverð á áli verður áfram
1700 dollarar fyrir tonnið, eða meira, en áltonnið
náði því verði á heimsmarkaði í fyrsta sinn í fjög-
ur ár í gær.
Eftirspum eykst um 2% á ári
„Auðvitað eru þetta mjög gleðileg tíðindi fyrir
okkur, sem erum í áiframleiðslu, að verðið skuli
á ný komið í 1700 dollara fyrir tonnið, en það
er ekki þar með sagt að við ijúkum strax til og
tökum ákvörðun um byggingu nýs álvers á ís-
landi,“ sagði Bome.
Borne sagði að Alumax hefði reiknað út að
eftirspum eftir áli ykist um 2% á ári, og slík aukn-
ing myndi samkvæmt þeirra áætlunum halda
áfram til aldamóta. „Það þýðir í raun að nýtt ál-
ver þarf að bætast við árlega, svo að framboð og
eftirspum haldist í hendur, en slíkt má ekki taka
bókstaflega, því fyrst þarf að gangsetja öll álver-
in sem lokað hefur verið, af markaðsástæðum
undanfarin ár,“ segir Bome.
Bome sagði jafnframt: „Við vitum hvar við vilj-
um byggja nýtt álver, og þið á íslandi vitið það
einnig - það er á Keilisnesi. En ef við lítum á
stöðu álmarkaða í hinum vestræna heimi, þá skort-
ir enn töluvert á, að viðskiptaumhverfið sé það
sem við þurfum á að halda, til þess að geta tekið
ákvörðun um byggingu nýs álvers. Verksmiðjum
á Vesturlöndum með um einnar milljón tonna
framleiðslugetu hefur verið lokað að undanfömu
og þær lokanir hafa allar verið ákveðnar til þess
að draga úr framboði. Auk þess er ennþá mikið
af álbirgðum í heiminum, og ekki bætir það úr
ástandinu að Rússar beinilínis dæla álinu inn á
heimsmarkaðinn."
Bome sagði það vissulega jákvæða vísbend-
ingu, að efnahagsástand í heiminum væri nú stöð-
ugra. en það hefði verið um langa hríð. En til
þess að Alumax, ásamt samstarfsaðilum sínum í
Atlantsálhópnum, Hoogovens og Granges ákvæði
að ráðast í framkvæmdir á Keilisnesi, þyrftu ál-
birgðir í heiminum að minnka. „Ég geri mér í
hugarlund, ef þróunin verður sú sem við í áliðnað-
inum vonum að hún verði, að Atlantsálhópurinn
geti tekið slíka ákvörðun eftir 12 til 18 mánuði,"
segir Allen Bome.
Kindakjötsfram-
leiðslan minnkuð
FRAMLEIÐSLURÉTTUR sauðfjárafurða sem úthlutað verður til
bænda vegna innleggs næsta haust minnkar um 200 tonn frá því
sem var í haust. Þeim verður heimilt að leggja inn 7.200 tonn á
móti 7.400 tonnum nú. Framleiðslan var um 10 þúsund tonn haust-
ið 1991 og minnkar því um tæp 30% á fjórum árum.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Sjáandi sýni tillitssemi
Fulltrúar stjórnvalda og forystu-
menn bænda hafa að undanförnu
átt í viðræðum um framleiðslurétt
bænda fyrir næsta haust. Sam-
kvæmt upplýsingum Sigurgeirs
Þorgeirssonar, aðstoðarmanns
landbúnaðarráðherra, hefur neysla
heldur aukist á viðmiðunartímabil-
inu. Við það á heildargreiðslumark
sem stuðningur ríkissjóðs við bænd-
ur samkvæmt búvörusamningi mið-
ast við að aukast um 150 tonn, eða
úr 7.670 tonnum í 7.820 tonn.
Sigurgeir segir að hins vegar séu
TRÚNAÐARMAÐUR Verslunar-
ráðs íslands, Reynir Vignir löggilt-
ur endurskoðandi, hefur sannreynt
upplag Morgunblaðsins í samræmi
við reglur upplagseftirlits Verslun-
arráðsins.
Um er að ræða upplag Morgun-
blaðsins mánuðina apríl-september
1994 og voru seld að meðaltali
51.098 eintök á dag. Á sama tíma-
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra deildi hart á forystumenn
Landssambands smábátaeigenda á
aðalfundi þess í gær og sagði að
þeir hefðu gert sig seka um mistök
í hagsmunagæslu sinni fyrir smá-
bátaeigendur. Hann sagði að þetta
fískveiðiár yrði krókabátum gjöfult
og talaði um veislu í samanburði við
það sem aðrir þyrftu að sætta sig við
í þorskveiðum. Telur hann víst að
verulega dragi saman í aflaheimild-
um hvers báts á næstu árum. Fjölga
þurfi banndögum, sem nú eru um
130, um 53 á næsta fiskveiðiári,
verði afli smábáta & þessu fiskveiði-
ári jafnmikiil og á því síðasta. Sam-
kvæmt því stefnir í að á næsta físk-
veiðiári, sem hefst 1. september
1995, verði krókabátum bannað að
veiða í að minnsta kosti 6 mánuði.
í máli Þorsteins kom einnig fram
að aukist veiðar smábáta jafnmikið
á þessu fiskveiðiárí og aukningin
varð á því síðasta þurfi að fjölga
banndögum enn frekar á næsta fisk-
veiðiári. Gætu þeir orðið 97, rúmlega
birgðir lambakjöts enn of miklar,
eða 1.400 tonn, og hafi fulltrúar
stjómvalda lagt áherslu á að
minnka þær. Samkomulag hafi
náðst við bændur um að úthluta
greiðslumarkinu ekki að fullu til
bænda heldur nýta mismuninn til
markaðsstarfs og ná birgðunum
niður á tveimur árum. Greiðslur þær
sem bændifr eiga rétt á umfram
7.200 tonn, alls 125-130 milljónir
kr., verða nýttar til markaðsstarfs
á næsta ári, meðal annars niður-
greiðslna og tilboða.
bili árið 1993 vom seld 52.365 ein-
tök daglega. Upplagseftirlit Versl-
unarráðs Islands annast eftirlit fyr-
ir þá útgefendur sem óska eftir
staðfestingu hlutlauss aðila á upp-
lagi viðkomandi blaða og rita.
Morgunblaðið er eina dagblaðið sem
nýtir sér þessa þjónustu, samkvæmt
upplýsingum frá Verslunarráði ís-
lands.
þrír mánuðir, sem myndi þýða um
sjö mánaða veiðibann. Smábátar
hefðu á þessu fiskveiðaári 14% af
þorskveiðiheimildum í landinu.
Samkvæmt endurskoðuðum fisk-
stjórnunarlögum var úthlutað
13.700 tonnum af þorskígildum sem
aflahlutdeild til krókaleyfisbáta í
ljósi aflareynslu þeirra í stað rúm-
lega 3 þúsund lesta þorskkvóta áður.
Samtökin sett til hliðar
„Ég geri ekki tilkall til þess að
eiga heiðurinn af þeirri niðurstöðu
sem varð. Ég tók þátt í að semja
DAGUR hvíta stafsins er í dag 15,
október og vill lögreglan hvetja
ökumenn til þess að taka tillit til
blindra og sjónskertra í umferð-
inni. Hyggst lögreglan fjarlægja
um hana en ég vona að þið þakkið
þeim sem þakka ber, bæði nú og í
framtíðinni," sagði Þorsteinn og
kvaðst vera þeirrar skoðunar að
Landssambandið hefði gert mistök í
hagsmunagæslu fyrir smábátaeig-
endur. Kenning forystumanna þess
um fijálsar veiðar smábáta hlaut að
leiða til þess að erfitt yrði að halda
fram á sama tíma hagsmunum þeirra
báta sem eru undir 10 lestum og
hafa veitt samkvæmt kvótakerfinu.
„Ég held að í þessu hafí verið fólgin
mistök af hálfu samtakanna sem
leiddu til þess að í reynd hafi hags-
bíla af gangstéttum og göngustíg-
um í dag svo blindir geti gengið
um án teljandi hættu.
■ Dagskrá á bls. 38.
munir þeirra sem hafa haft smábá-
taútgerð að aðalstarfi og lífsviður-
væri verið fyrir borð bornir."
Arthur Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda,
segir að forystumennirnir hafi legið
undir þessu ámæli frá því samtökin
voru stofnuð. „Ráðherrann verður
að geta þess í leiðinni að Landssam-
bandið hefur alfarið mótmælt kvóta-
kerfinu yfir höfuð. Að hluti bátanna
sé í kvótakerfinu er ekki að beiðni
Landssambandsins og færi hann að
okkar vilja afnæmi hann þær kvaðir
sem eru á bátum innan okkar sam-
taka. Gagnrýni af þessu tagi er orð-
in ansi léttvæg í mínum eyrum.
Ráðherrann sagði þetta í einu orðinu
en í því næsta að það sætti undrum
hveijum árangri svo lítil samtök
næðu. Ég verð að viðurkenna að ég
skil ekki samhengið þarna,“ segir
Arthur.
Þorsteinn sagði að hætta væri á
því að mjög ætti eftir að þrengja að
þeim sem hafa smábátaútgerð að
aðalstarfi.
Ellefu í
prófkjör
ELLEFU gefa kost á sér í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi sem fram fer 5.
nóvember.
Þeir sem gefa kost á sér í
prófkjörinu eru þingmennimir
Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra, Ámi Johnsen
úr Vestmannaeyjum og Egg-
ert Haukdal á Bergþórshvoli,
Drífa Hjartardóttur varaþing-
maður á Keldum á Rangárvöll-
um, Amar Sigurmundsson í
Vestmannaeyjum sem skipáði
6. sæti listans við síðustu
kosningar, Jóhannes Krist-
jánsson á Höfðabrekku í Mýr-
dal sem skipaði 7. sætið, Kjart-
an Bjömsson á Selfossi sem
var i 9. sætinu, Einar Sigurðs-
son Þorlákshöfn, Grímur
Gíslason Vestmannaeyjum,
Guðmundur Skúli Johnsen í
Hveragerði og Ólafur Bjöms-
son á Selfossi.
Kjömefnd hefur heimild til
að bæta fleiri nöfnum á fram-
boðslistann og kemur hún
saman til fundar á morgun,
sunnudag.
Vilja kaupa
Miklalax
NORSKIR aðilar sem festu
kaup á fiskinum í laxeldisstöð
Miklalax hf. í Fljótum, sem
gjaldþrota varð fyrr á árinu,
hafa lýst áhuga á að kaupa
stöðina á 25 milljónir króna.
Að sögn Guðmundar
Malmquist, forstjóra Byggða-
stofnunar, sem á veðréttinn í
laxeldisstöðinni, liggur fyrir
viljayfirlýsing um kaupin, en
stjóm Byggðastofnunar á eftir
að ijalla um málið. Að sögn
Guðmundar mun sala stöðvar-
innar til norsku aðilanna þýða
að Byggðastofnun afskrifí
20-25 milljóna kr. veð í stöð-
inni.
Landagerð
stöðvuð
FÍKNIEFNALÖGREGLAN
stöðvaði í fyrrakvöld starfsemi
tveggja bruggverksmiðja, lagði
hald á rúmlega 150 lítra af eim-
uðum landa, 500 lítra af
gambra og bruggtæki.
í verksmiðju við Skeiðarvog
fundust 150 lítrar af eimuðum
landa og um 300 lítrar af
gambra, auk afkastamililla
tækja til landagerðar en í hinni
verksmiðjunni, sem var í Aspar-
felli reyndust vera nokkrir lítrar
af eimuðum landa en um 200
ítrar af hálfsoðnm gambra.
Á hvorum stað stóð einn
maður fyrir framleiðslunni og
hefur hvorugur þeirra áður
komið við sögu bruggmála svo
vitað sé.
Dóni hand-
tekinn
LÖGREGLAN í Reykjavík
handtók mann í fyrrakvöld eftir
að tilkynnt hafði verið að hann
hefði haft í frammi ósiðlega til-
burði við hús við Laugarnesveg.
Við athugun á bifreið manns-
ins fannst þar óhlaðin hagla-
byssa í aftursæti og tveir pakk-
ar af skotum í framsæti.
Maðurinn var færður á lög-
reglustöð og hafður í fanga-
geymslu þar til í gær að hann
var yfírheyrður af Rannsóknar-
lögreglu og síðan látinn laus.
Upplagstölur Morg-
unblaðsins staðfestar
Sjávarútvegsráðherra talar um veislu krókaleyfisbáta á aðalfundi smábátaeigenda
Banndagar
líklega 180