Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 29
AÐSENDAR GREIIMAR
Bjartsýni blindra
ÞEGAR þú ert á gangi með
dökku gleraugun þín í rökkri, er
eins víst að einhver frumlegur
kvaki; „Sá er bjartsýnn!" Og óafvit-
andi hefur hann lög að mæla, blind-
ir eru bjartsýnir. Og í dag, á degi
hvíta stafsins, hafa þeir ærin til-
efni. Því göngum við frá Kringlunni
kl. 13.00 að Hamrahlíð 17 og bjóð-
um þér þangað í opið hús. I farar-
broddi fer borgarstjórinn í Reykja-
vík, sem í tilefni dagsins ætlar að
ganga spölinn blindandi með hjálp
hvíta stafsins.
Hvíti stafurinn er tákn blindra
um allan heim. í dag kynnum við
íslendingum nýtt merki okkar,
mann á gangi með staf. Sá er hvít-
ur á bláum grunni. Með því viljum
við vekja athygli sjáandi á þörfum
okkar, því mörg berum við ekki
utan á okkur að vera sjónskert. Þá
segir merkið þér til svo þú getur
sýnt tillitssemi eða boðið fram að-
stoð, t.d. sagt okkur númer hvað
strætisvagninn er, hvort kviknað
er á græna ljósinu, hvað sé á mat-
seðlinum, o.s.frv. Þannig verður
merkið til að greiða fyrir samskipt-
um okkar og minnka misskilning.
Um það erum við bjartsýn í dag.
Það er einmitt á þessari greið-
vikni og velvild samborgara okkar
sem bjartsýnin þrífst. Sammannleg
er þörfin á samhjálp þegar erfiðleik-
ar steðja að. A þessari öld hafa
blindir orðið æ meiri þátttakendur
í samfélaginu. Almenningur um-
gengst okkur í auknum mæli sem
jafningja og fordómar víkja. Við
erum því bjartsýn um að sú öld sem
nú hillir í taki enn hinni fram.
Ríkur þáttur í þessari þróun eru
örar tækniframfarir. Mörg helstu
vandamál sem fylgja blindu lieyra
sögunni til. Þannig hafa hljóðbæk-
ur, talandi tölvur, lessjónvörp og
umferlitækni rutt fjölmörgum
hindrunum úr vegi. Og í burðarliðn-
um enn fleiri hjálpartæki, s.s. tal-
andi dagblöð, hanskar sem skynja
veggi, leiðsögu- og staðsetningar-
kerfí, og þannig ótal ástæður til
bjartsýni.
Slíkar nýjungar verða þó ekki
innleiddar ókeypis. Því er mikilvægt
að hið opinbera hafi skilning á arð-
semi og réttlæti þess að blindir séu
í dag gefst þér kostur
á að kynnast starfsemi
Blindraheimilisins í
Hamrahlíð 17, segir
Helgi Hjörvar, sögu
Blindrafélagsins, hljóð-
bókagerðinni, vinnu-
stofunni, hjálpartækj-
unum og sitthvað fleiru.
fullgildir þátttakendur í samfélag-
inu. Það hefur það haft hin síðari
ár. Uppbygging Sjónstöðvar og
Blindrabókasafns sýna það.
En í rúma hálfa öld hefur
Blindraféiagið, samtök blindra og
sjónskertra, lagt áherslu á sjálf-
stæði og lítið leitað á náðir hins
opinbera. Það hefur notið þess
stuðnings sem því þykir mest um
verður, stuðnings íslensks almenn-
BLINDRAFÉLAGIÐ býður öllum í opið hús í Hamrahlíð 17
í tilefni dagsins.
Vofa kynþáttahaturs
Jóhann M.
Hauksson
HÉR virðist ljótur
draugur lifa góðu lífi,
og hann skýtur stöku
sinnum upp kollinum,
nú nýlega í grein í
Morgunblaðinu, „Ætt-
erni og menning" eftir
Þorstein nokkurn Guð-
jónsson. Þetta er vofa
kynþáttahaturs. Það
hlýtur að vekja furðu
hversu góðu lífi þessi
vofa lifir í hugum
fólks, eins óskynsam-
leg og hún er. Líklegt
er að hún haldi velli
vegna þess að hún upp-
fylli andlegar þarfir lít-
ilsiglds fólks.
Rökleysa
Víst er auðvelt að færa mörg rök
gegn kynþáttafordómum, en ég læt
nægja að benda á tvennt.
I fyrsta lagi tengja kynþáttahat-
arar hörundslit — sem talinn er
aðgreina kynþætti — við andlegt
og líkamlegt atgervi. Þannig talar
Þorsteinn um hvað „eigin stofn [sé]
frábærum gáfum gæddur“, og að
„við“ höfum „sérstaka hæfileika“.
Þetta sama segja sumir Japanir,
Senegalbúar og fleiri, en eiga þá
við sjálfa sig, fólk sem ekki er hvítt
á hörund. Vitaskuld er þessi kenn-
ing fáránleg þar sem allt aðrir litn-
ingar ráða hörundslit en greind,
fimi eða vöðvastyrk, að svo miklu
leyti sem þessir eiginleikar ganga
í erfðir. Að því er umhverfi varðar
þá veldur sólarljós dökkum hör-
undslit, en sólskin kemur atgervi
manna ekkert við. Umhverfisþættir
sem hafa áhrif á atgervi fólks, sem
aðallega er uppeldi, hafa ekkert
með útlitseinkenni að gera. Og
koma kynþáttum ekkert við.
í annað stað benda kynþáttahat-
arar á að kynþættir móti menn-
ingu, og því sé t.d. samfélag í
Ameríku, þar sem svertingjar eru
í meirihluta, „afrískt“ og ástand
allt „rúandískt og kenjaískt og úg-
andískt". Þannig væri kynþáttur
orsök og menning afleiðing, og því
ætti sama menning að ríkja hjá
öllum þeim sem eru af sama kyn-
þætti.
En það nægir að benda á þróun-
ina í tímans rás til að hrekja þetta:
Kynþættir breytast löturhægt, út-
litseinkenni haldast óbreytt í aldir
og árþúsund, en menning getur
umbylst á nokkrum árum. Ekki
þarf að leita langt: Hér á íslandi
hefur menning gjörbreyst síðustu
öld, svo ekki sé farið
lengra aftur, en kyn-
þátturinn verður að
teljast sá sami allt frá
landnámi. Víða annars
staðar má finna svip-
aða þróun; sumstaðar
hefur fólk meira að
segja skipt um tungu-
mál, og er þá lítið eftir
af fyrri menningu, —
en kynþátturinn helst
sá sami.
Auðvitað eru menn
og samfélög miklu
flóknari er svo að hægt
sé að glápa á útlit fólks
og útskýra allt með því.
Hví þrífst
kynþáttahatur?
En af hverju skyldi þessi ljóti
draugur ganga aftur æ ofan í æ?
Líklegast er það vegna blórabögg-
ulsaðferðarinnar við að stækka sig,
en hún felst í því að þeim sem finnst
Að því er umhverfi varð-
ar veldur sólarljós dökk-
um hörundslit, segir
Jóhann M. Hauksson,
en sólskin kemur at-
gervi manna ekkert við.
lítið til sjálfs sín koma finnst hann
stærri og meiri er hann stendur á
höfði sektarlambsins sem þrýst er
niður í skítinn. Dæmi um þetta er
þegar Þorsteinn talar um hve „við“,
og hann þá sjálfur, séum frábærum
gáfum gædd, og hve sérstakir hæfi-
leikar „okkar“ séu. Þessi aumkun-
arverðu raupyrði minna á það þegar
litlir strákar þykjast meiri því að
„pabbi minn er sterkari en pabbi
þinn“. En hví að hafa ímigust á
kynþáttahatri, hví ekki að brosa og
hrista höfuðið eins og við rausi
stráklinganna? Jú, vegna þess að
kynþáttahatur bitnar á öðrum: Þeim
sem eru frábrugðnir að útliti. Ahrif
þess geta náð frá andúð, hatri og
fyrirlitningu, sem leiðir m.a. til and-
stöðu við að fólk flytjist búferlum
— sé „flutt inn“ eins og íslenskir
kynþáttahatarar orða það, — og
allt til útrýmingar heilla þjóða. Þor-
steinn fetar í fótspor annarra hvítra
kynþáttahatara, sem oft eru nýnas-
istar, og heldur því fram að gasklef-
ar nasista hafi aldrei verið til. Talar
um „gasklefameinloku“, og vitnar
í David Irving. Það er að vísu rétt,
að allt þar til rússnesku skjalasöfn-
in voru opnuð mátti draga í efa,
vegna skorts á rituðum frumheim-
ildum, að gyðingamorðin í gasklef-
unum hefðu verið framin, — en í
þeim er að finna plögg sem Rússar
tóku í Auschwitz og annars staðar
í Þýskalandi við stríðslok, og þau
skjöl taka af allan vafa.
Kynþáttahatur er skammarleg
stefna sem byggist ekki á neinum
skynsamlegum rökum, heldur ein-
ungis á hleypidómum og háðulegum
tilburðum til að auka sinn eigin veg
á kostnað annarra.
Höfundur stundar framhaldsnám
í stjórnmálafræði við Institut
d’Etudes Politiques de Paris.
ings. Frjáls framlög einstaklinga
hafa að mestu staðið undir þeim
fjölþættu úrræðum er félagið býður.
I starfi mínu sem framkvæmda-
stjóri Blindrafélags og Blindra-
vinnustofu hef ég kynnst meiri vel-
vild en mig óraði fyrir. Vandalaust
fólk vindur sér inn með gjafir, börn
halda hlutaveltur fyrir félagið, af-
mælisbörn beina gjöfum til þess,
það er arfleitt að eignum, nýtur
viðskiptavildar í verslunum, fær
gefins vinnu, að ógleymdum viðtök-
um við happdrætti okkar. Og á síð-
ustu árum hafa hundruð einstakl-
inga gerst styrktarfélagar þess.
Þessi velvild hefur gert félaginu
kleift að takast á við hin fjölmörgu
verkefni sín. Það hefur komið á fót
sambýli, ýtt úr vör bókasafni og
umferlikennslu, byggt fjölda ódýrra
leiguíbúða, mötuneyti, aðstöðu fyrir
félagsstarf og námskeið, það annar
eftirspurn eftir atvinnu, veitir fé-
lags- og blindraráðgjöf, styður ný-
blinda og fjölskyldur þeirra, gefur
út valdar greinar úr d,agblöðum og
tímaritum á hljóðsnældum, útvegar
blindravöru, veitir námsstyrki og á
síðari árum mætt vaxandi þörf fyr-
ir tómstundastarf eldri borgara. Á
næstunni verður opnuð ný hjúkrun-
ardeild fyrir sjónskerta í Eir og í
framhaldinu þjónustuíbúðir í Eirar-
húsum.
Verkefnin hafa verið ærin, sum
að baki en önnur framundan. Þann-
ig undrumst við í dag að það var
fyrst fyrir 20 árum að grunnskólinn
var opnaður blindum og voru þeir
þó lögskyldaðir til náms þar. Það
er liðið, og nú ryðja blindir sér braut
í frarnhaldsskólum. Tæknin sem
fyrr var getið, kallar á kennslu og
þjálfun svo við getum hagnýtt okk-
ur hana. Hvers konar endurhæfingu
þarf mjög að efla svo við getum
staðið jafnfætis öðrum þjóðum í
umferli. í stækkandi borg vex þörf
á ferðaþjónustu. Þá blasa mikil
verkefni við með lengri lífaldri og
fjölgun eldri borgara. Sívaxandi
hópur blindra og sjónskertra eru
þeir er förlast sjón á efri árum og
þurfa á ævikvöldinu að takast á við
heim okkar og tileinka sér aðra lífs-
hætti -en þeir hafa átt að venjast.
Þá er mikilsvert að búa að samfé-
lagi á borð við Blindrafélagið.
í Blindraheimilinu í Hamrahlíð
17 viljum við í dag sýna þér svoiít-
ið af starfsemi okkar og aðstöðu.
Kynna þér hjálpartæki, sýna þér
vinnustofuna, hljóðbókagerðina,
kynna þér sögu félagsins og ýmis-
legt fleira. Þá verður Sjónstöðin
opin. Við bjóðum þig hjartanlega
velkominn, enda hefur stuðningur
þinn og annarra landsmanna gert
þetta allt mögulegt. Og í dag viljum
við njóta veitinga og skemmtunar,
því við fögnum þeim áföngum sem
við höfum í sameiningu lagt að
baki. Og við fögnum líka þeim
áföngum er framundan eru í þeirri
von og vissu að með bjartsýni okk-
ar og velvild þinni reynist þeir okk-
ur auðfarnir.
Höfundur ritar í nafni
Blindrafélagsins, samtaka blindra
og sjónskertra á íslandi.
Vegna breytínga á vöruúrvali
seljum við
nokkrar eldhúsinnréttíngar
með 40% afslættí
* ÖVfW&r
eldhus-
miðstöðin
Lágmúla 6,
sími 684910,