Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI MESSUR LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 37 HANSKR. EYJÓLFSSON í DAG er níræður öð- lingurinn Hans Kr. Eyjólfsson fyrrum bakarameistari á Vesturgötu og síðar móttökustjóri í Stjórn- arráði. Hann er fæddur í Bjarnaeyjum á Breiðafirði 15. októ- ber 1904. Foreldrar hans voru Guðrún Hansdóttir og Eyjólf- ur Eyjólfsson, sem þar bjuggu. Hálfs árs gamall var hann tekinn í fóst- tugs. isráðherra. Hann vann með tveimur forsetum og átta forsætisráð- herrum og enn fleiri ríkisstjómum þessi rúm tuttugu ár sem hann var móttökustjóri og hafði jafnvel einn for- sætisráðherrann á orði, að hann væri hæfasti maðurinn í húsinu. Þegar Hans kom til starfa í Stjórnarráðinu var hann 65 ára gam- all og hefði undir venju- legum kringumstæðum átt að vera þar til sjö- En starfslokum Hansa var samt frestað hvað eftir annað og ur af Margréti Magnúsdóttur og Sigurvin Hanssyni sem var skip- stjóri á ísafirði. Hjá fósturforeldrum dvaldist hann til 4 ára aldurs. Flutt- ist fóstra hans þá til Reykjavíkur til dóttur sinnar Steinunnar Sigurð- ardóttur sem gift var Sveini Hjart- arsyni bakarameistara að Bræðra- borgarstíg 1. Þar ólst Hans upp með fósturbörnum þeirra hjóna. Minnist hann jafnan þessara ára með mikilli ástúð til þessa fólks. Þegar hann var 13 ára hóf hann störf í bakaríi Sveins og nam þar bakaraiðn. Að námi loknu í Iðn- skóla Reykjavíkur fór hann til frek- ara náms í kökugerð og dvaldist hann í Kaupmannahöfn í 3 ár hjá viðurkenndu brauðgerðarhúsi sem var í eign Aage Hansen sem einnig var aðalkennari hans við skólann. Námið gekk mjög vel og hann braut- skráðist úr skólanum með 1. verð- laun, en verðlaunin voru forláta silf- urbikar áletraður. Að námi loknu kom hann aftur til starfa í bakaríi Sveins og starfaði eingöngu við kökugerð. Þegar Hans minnist á Vesturbæinn glaðnar jafnan yfir honum og dylst engum, hve mjög hann ann því afbragðsfólki, sem hann átti samleið með. Eftir að Sveinn lést í nóvember 1944 stjórnaði Hans bakaríinu og starfaði þar sem bakarameistari. Eftir langan og strangan vinnudag við brauðgerð tókst honum að auka „degi í æviþátt" og hóf starf sem móttökustjóri í forsætisráðuneytinu og vann þar til ársins 1990. Hann hefur tekið virkan þátt í félags- starfi iðngreinar sinnar. Arið 1942 gerðist hann félagi í Oddfellow-regl- unni og reyndist hann þar sem ann- ars staðar hollur félagi. Hinn 24. maí 1930 kvæntist hann Ólöfu Jónsdóttur frá Isafirði og eignuðust þau þrjú böm. Árið 1991 fluttust þau að Droplaugarstöðum og leið þeim þar vel í umsjá þess góða fólks sem þar starfar, uns Ölöf andaðist 9. september sl. og er söknuður hans sár. Eins og nærri má geta er vini okkar farið að förlast, en mér er sagt af nærgætnum ástvinum hans, að enn séu honum hugleiknar sióðir þær í Kaupmannahöfn, þar sem hann átti jafnan góðar stundir í broddi lífsins sem hann minnist ávallt með trega. Börnin hans og makar þeirra hafa nú sýnt honum þá sæmd að fara með honum á forn- ar slóðir í Kaupmannahöfn og engan mann hef ég heyrt tala hlýlegar um þá borg en Hans Kr. Eyjólfsson og eiga þó ýmsir ljúfar endurminningar um hana. Við hérna á miðloftinu sendum þér hlýjar kveðjur, góði drengur, úr útnorðri til landsuðurs. Guðmundur Benediktsson. Hartnær sautján ár unnum við Hansi saman í Stjórnarráðshúsinu, þar sem hann var móttökustjóri á árunum 1969 til 1990. Það hafði ekki lítið að segja að koma til vinnu á hveijum morgni og hitta fyrir þennan elskulega og „elegant“ full- orðna mann, sem alltaf var mættur fyrstur allra, í góðu skapi og fagn- aði samstarfsfólkinu. Hans einstaka viðmót hafði ósjálfrátt áhrif á okkur öll sem með honum unnum. Hansi hafði sérstakt lag á að taka virðu- lega á móti gestum sem erindi áttu í húsið við forseta íslands og forsæt- meira að segja sérstakar bókanir gerðar í ríkisstjórn um að hann mætti halda áfram starfi sínu eins og heilsan leyfði. Enginn gat hugsað sér Stjórnarráðshúsið án Hansa svo sérstakur er hann og vel metinn. Margir eru þeir sem leið hafa átt um miðbæinn, sem kannast við þennan virðulega, hvíthærða, full- orðna mann sem stóð löngum á tröppum Stjórnarráðshússins og naut þess að púa stóran vindil. Hann átti það einnig til að standa á stéttinni fyrir framan húsið og gefa dúfunum. Þær biðu á Útvegs- bankahúsinu og vöktuðu dyrnar á Stjórnarráðshúsinu og hreyfðu sig ekki nema Hansi kæmi út á tröpp- urnar með poka í höndum, þá flaug skarinn yfir Lækjartorgið. Gamli maðurinn hafði lúmskt gaman af þessu og alltaf átti hann brauðmola handa þessum fiðruðu vinkonum sínum. Þær hurfu þegar Hansi hætti að vinna en áttu það til að mæta á stéttina ef hann var gestkomandi í húsinu. Hansi, ásamt konu sinni Lóu, hefur ávallt verið hrókur alls fagn- aðar þegar starfsfólk hússins kemur saman og hefur við slík tækifæri ævinlega sungið fyrir okkur bakara- sönginn „Kan du lave kager“ (á dönsku að sjálfsögðu) og hefur hann á öllum árshátíðum reynt að kenna okkur „Charleston" með misjöfnum árangri þó, og aldrei hefur hann getað skilið að við „ungar stúlkurn- ar“ skulum ekki kunna að dansa Lancier og Charleston. Hansi starfaði með okkur þar til fyrir íjórum árum, þá orðinn 86 ára gamall. Honum fannst að hann þyrfti að sinna henni Lóu sinni dálít- ið meira en heilsu hennar hafði þá hrakað nokkuð. Þau fluttu skömmu síðar af Rauðalæknum, þar sem þau bjuggu lengst af, í þjónustuíbúð á Droplaugarstöðum. Við söknum Lóu öll mikið en hún lést fyrir skömmu eftir erfið veikindi. Það var gaman að heyra Hansa segja frá ýmsu sem á daga hans hafði drifið áður en hann byijaði að vinna í Stjórnarráðinu. Hann hafði til dæmis verið bakari í hálfa öld. Hann byrjaði að vinna í Sveinsbak- aríi 13 ára gamall og eftir nám í Iðnskólanum sigldi hann til kóngsins Kaupmannahafnar þar sem hann lærði fínni köku- og konfektgerð. Honum líkaði afar vel í Kaupmanna- höfn og talar um þá borg með sér- stakri hlýju. En Lóa beið hans heima og einnig starf í Sveinsbakaríi, fyrir- tæki fóstra hans, þar sem hann vann lengst af og rak svo sjálfur frá árinu 1944. Um tíma á síldarárunum var hann bakari norður í Djúpuvík á Ströndum. Það þótti honum ævin- týralegur timi. Hann vann sem bak- ari um skeið á Gullfossi þegar hann var í siglingum milli íslands, Kaup- mannahafnar og Leith og flestir „sigldu“ í þá daga. Þau hjónin ferð- uðust töluvert ytra og héldu t.d. upp á silfurbrúðkaupsafmælið „með elegans" í Monte Carlo. Hann kynnt- ist mörgu og mörgum og er sannur heimsmaður. Hann hefur svo sann- arlega lifað timana tvenna. Ég óska Hansa vini mínum inni- lega til hamingju ineð afmælið og vona að hann eigi góða daga. Vigdís Bjarnadóttir. ASKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsjónusta kl, 14 á vegum Kirkju heyrnarlausra. HRAFNISTA: Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermdar verða Karólína Jóhann- esdóttir og Kristín Dagmar Jó- hannesdóttir, Aðallandi 2. Ein- söngur: Hanna Björg Guðjóns- dóttir. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Basar Kvenfélagsins verður að lokinni guðsþjónustu í safnaðarheimilinu. Pálmi Matthí- asson. DÓMKIRKJAN: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Kór Vesturbæjar- skóla syngur. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir messu. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Hjalti Guðmundsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrver- andi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Barnakór og kórskóli Grensáskirkju syngja. Messa kl. 14. Altarisganga. Kammerkór ungs fólks í Garðakirkju syngur. Kórstjóri Margrét Pálmadóttir. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. Viborg G. Guðna- dóttir hjúkrunarfræðingur flytur erindi, sem hún nefnir: Út úr ein- semdinni. Messa og barnasam- koma kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Org- anisti Pavel Manasek. Sr. Ingólfur Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Kór Langholtskirkju (hóp- ur I) syngur. Barnastarf á sama tíma. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. LAUGARNESKIRKJA: Á sunnu- dag er kirkjudagur í Laugarnes- kirkju. Barnaguðsþjónusta kl. 11 verður að vanda með fjölbreyttu sniði. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Þar verður m.a. helgaður og tek- inn í notkun nýr altarisdúkur sem Kvenfélag Laugarneskirkju hefur gefið kirkjunni. Sigrún Hjálmtýs- dóttir leiðir söng og Jónas Þórir annast orgelleik. Að guðsþjónustu lokinni fer fram kaffisala Kvenfé- lagsins í safnaðarheimilinu. Þeir sem þurfa akstur til og frá kirkju láti vita í s. 889422 sunnudag kl. 10-12. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 1.1. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jón- asson. Guðmundur Óskar Ólafs- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónustunni verður útvarpað. Þuríður Sig- urðardóttir og Svava Kristín Ing- ólfsdóttir syngja stólvers. Organ- isti Viera Gulasciova. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sigur- línar ívarsdóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Sigrún Stein- grímsdóttir. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Fundur með foreldrum fermingar- barna eftir guðsþjónustuna. Kaffi- veitingar. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Daníel Jón- asson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Gísli Jónasson DIGRANESKIRKJA: Barnasam- koma í Digraneskirkju kl. 11. Guðsþjónustak kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í umsjón Ragn- ars Schram. Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18. Prestur í guðs- þjónustunum sr. Hreinn Hjartar- son, organisti Lenka Mátéova. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Valgerður, Hjörtur og Rúna aðstoða. Guðs- Guðspjall dagsins: (Matt. 22.). BrúðkaupS' klæðin. þjónusta kl. 14. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Fundur með for- eldrum fermingarbarna gr Hamra- og Rimaskóla eftir guðsþjón- ustuna. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Oddný Jóna Þorsteinsdóttir. Kristján Ein- ar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Örn Falkner. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Fundur og kaffi með þeim í Borgum að lokinni guðsþjónustu. Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Yngri og eldri deild barnakórs Seljakirkju syngja. Stjórnandi Margrét Gunnarsdótt- ir. Guðsþjónusta kl. 14. Valgeir Ástráðsson predikar. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. FRI'KIRKJAN í Rvík: Barnaguðs- þjónusta kl. 11.15. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cec- il Haraldsson. KVENNAKIRKJAN: Messa í Hall- grímskirkju sunnudag kl. 20.30. Guðfræðinemarnir Inga Hanna Guðmundsdóttir, Karítas Krist- jánsdóttir og Guðrún Karlsdóttir fjalla um máltíðina, fyrirgefning- una og samfélagið í altaris- göngunni. Eydís Franzdóttir leikur á óbó. Sönghópur Kvennakirkj- unnar leiðir almennan söng við undirleik Laufeyjar Ólafsdóttur. Kaffi á eftir í safnaðarheimilinu. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK við Holtaveg: Samkoma sunnudag kl. 16.30. „Vertu trúr allt til dauða." Sr. Ólaf- ur Jóhannsson er ræðumaður. Gospelkvartettinn syngur. Barna- stundir og barnagæsla á sama tíma. Léttur kvöldverður eftir sam- komu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelf- la: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Mike Fitzgerald. Almenn samkoma kl. 16.30. ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnasam- koma og barnagæsla á sama tíma. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Hátíðar- guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Kirkjudagurinn er árviss hjá Óháða söfnuðinum og er hann ávallt haldinn hátíðlegur á sunnudegi í októbermánuði. Guðsþjónustan er þungamiðja hátíðarinnar. Guð- rún Lóa Jónsdóttir, sópransöng- kona, syngur einsöng og ferming- arbörn lesa ritningarlestra. Kirkju- kór safnaðarins syngur undir stjórn Péturs Máté organista. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma. Kaffisala Kvenfélagsins verður í Kirkjubæ eftir guðsþjón- ustuna. Þórsteinn Ragnarsson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Dagur heimilasambandsins. Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Heimilasam- bandssystur mæta í Garðastræti 40 kl. 17. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Anna Voldhaug, Anne Gurine og Daníel Óskarsson og Heimila- sambandssystur taka þátt í sam- komum dagsins. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11. Jón Þprsteinsson. GARÐASÓKN: Fræðslustundir verða laugardagana 15., 22. okt. og 5. nóv. nk. kl. 13-14. í dag mun dr. Gunnar Kristjánsson flytja erindi í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli um efnið: Myndlist og tákn- fræði kirkjunnar. Sunnudaginn 6. nóv. kl. 14 mun dr. Gunnar préd- ika við guðsþjónustu í Garðakirkju. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Fermingarbörn að- stoða. Barnakórinn syngur. Organisti Helgi Bragason. Prestur sr. Þórhildur Olafs. Gunnþór Inga- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Á sunnudag er Kirkjudagur Fríkirkj- unnar. Barnaguðsþjónusta kl. 11 og guðsþjónusta kl. 14. Geir Waage prestur í Reykholti og for- maður Prestafélags Islands mun prédika og þjóna fyrir altari. Við guðsþjónustuna verður sunginn og kynntur gregorískur messu- söngur. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo hin árlega kaffisala Kvenfélagsins, að þessu sinni í Álfafelli, sal íþróttahússins við Strandgötu. Allur ágóði rennur til starfsins í kirkjunni en þess má geta að kvenfélagskonur bera all- an kostnað af endurbótum sem nú fara fram á lóð kirkjunnar. Ein- ar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. BESSASTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 14. Kirkjudagur. Nemend- ur úr Álftanesskóla og Tónlistar- skóla Bessastaðahrepps taka þátt í athöfninni. Kaffisala í hátíða- sal íþróttahússins að athöfn lok- inni. Bragi Friðriksson. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkju- skóli í dag laugardag í Stóru- Vogaskóla kl. 11. Bragi Friðriks- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- inn. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Ræðuefni: Stefnumót trúar og listar. Konur í Kvenfélagi Keflavíkur, sem halda upp á 50 ára afmæli félagsins um þessar mundir, fjölmenna til kirkju og lesa lestra dagsins. Kór Kefla- víkurkirkju syngur. Organisti Einar Örn Einarsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Biblíulestur mánudagskvöld kl. 20.30. Tómas Guðmundsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Fræðslukvöld um hjónaband og sambúð mánu- dagskvöld kl. 20.30 í kirkjunni. Sr. Þorvaldur Karl Helgason flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni alla miðvikudaga kl. 17.30. Svavar Stefánsson. HJALLAKIRKJA, Ölfusi: Messa sunnudag kl. 14. Rúta fer frá grunnskólanum í Þorlákshöfn kl. 13.30 og til baka að messu lok- inni. Svavar Stefánsson. STÓRA-NÚPSPRESTAKALL: Fjölskylduguðsþjónusta verður í Ólafsvallakirkju sunnudag kl. 14. Axel Árnason. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprest- ur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. HVAMMSTANGAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Kristján Björnsson. BLÖNDUÓSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Barnasamvera á sama tíma í safnaðarsal kirkjunnar í umsjá barnafræðara. Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra strax eftir guðsþjónustuna. Kristján Björnsson. HÓLANESKIRKJA, Skagaströnd: Messa kl. 17. Fundur með ferm- ingarbörnum og foreldrum þeirra að henni lokinni. Egill Hallgríms- son. REYNIVALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Gunnar Kristjánsson. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í dag laugardag í kirkj- unni kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sigurðsson. Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheim- ilinu sama dag kl. 13. Stjórnandi Axel Gústafsson. Messa í kirkj- unni sunnudag kl. 14. Björn Jóns- son. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju kl. 11.15. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Árni Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.