Morgunblaðið - 15.10.1994, Side 4
4 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sophia fékk ekki
að sjá dæturnar
Istanbul. Morgunblaðið.
SOPHIA Hansen fékk ekki að sjá
dætur sínar í gær, en sem kunn-
ugt er kveður úrskurður á um að
hún eigi að fá að hafa þær hjá
sér frá föstudegi til sunnudags.
Halim Al, fyrrverandi eiginmaður
hennar og faðir stúlknanna
tveggja, hefur ætíð komist upp
með að bijóta umgengnisrétt
hennar og í gær endurtók hann
fyrri ummæli sín þess efnis að hún
fengi aldrei að sjá stúlkurnar.
Taugatitringur
Blaðamenn Morgunblaðsins og
DV lögðu af stað með Sophiu í
gær og fóru með henni í dómhús-
ið, en þangað hefur hún farið á
hveijum föstudegi og fengið menn
með sér til að freista þess að ná
í dætumar. Að þessu sinni var hún
seinna á ferðinni en áður vegna
mikillar umferðar, en samt tíman-
lega. Engu að síður sögðu embætt-
ismenn henni að þeirra klukka
sýndi að hún væri um það bil 10
mínútum of sein og því gætu þeir
ekkert gert fyrir hana. Hún ætlaði
að gefast upp og hætta við, en
blaðamenn vildu láta reyna betur
á málið. Sem hún var að þrátta
við einn starfsmanninn tók undir-
ritaðaður mynd af þeim og þá
hreinlega trylltist Tyrkinn, en út-
skýrði fyrir henni seinna að hann
vildi ekki fá mynd af sér með
henni, því fengi hún ekki að sjá
stúlkurnar yrði honum kennt um.
Þegar deilan stóð sem hæst og
Sophia ætlaði að fara að hringja
í lögmann sinn bar þar að mann
sem hún kannaðist ekki við en
hann sá til þess að hún fékk þá
aðstoð, sem hún átti rétt á.
Áður en lagt var af stað frá
dómhúsinu var blaðamönnum fyr-
irskipað að taka ekki neinar mynd-
ir. Þeir fóru í öðrum bíl á eftir
Sophiu, en þegar komið var að
lögreglustöðinni kom Sophia að
bíl blaðamanna og sagði vænleg-
ast að fara, því starfsmaður dóm-
hússins hefði hótað að senda lög-
regluna á þá vegna myndatökunn-
ar áður. Engu að síður var bíl
hennar fylgt eftir, en þegar komið
var að húsnæði Halims Als kom
Sophia aftur með sömu skilaboð
og þá vegna þess að Halim A1 var
heima.
Blaðamaður DV kærður
Óttar Sveinsson, blaðamaður
DV, fór með Sophiu að húsi Hal-
ims Als í fyrrakvöld eftir að hafa
hætt við að hitta Tyrkjann fyrr
um kvöldið. Rétt eftir að þau komu
að húsinu kom Halim í bíl sínum
og Óttar gekk til hans. Hann tók
af honum mynd, en þá trylltist
Halim að sögn þeirra, og greip í
myndavélina. Eftir nokkur átök
tókst Halim að ná myndavélinni,
en Óttar var skrámaður á hendi
og fingri auk þess Halim sló hann
í andlitið. „Síðan reyndi hann að
bakka á mig, en keyrði svo í
burtu,“ sagði Óttar.
Halim A1 lagði í kjölfarið fram
kæru á hendur Óttari fyrir að
taka mynd og valda ónæði fyrir
utan húsið. Óttar vildi ekki kæra
á móti, en Halim kærði ekki að-
eins til lögreglu heldur einnig til
saksóknara, sem þýðir réttarhald.
Hasip Kaplan, tyrkneskur lög-
fræðingur Sophiu, ákvað að taka
mál Óttars að sér og í gær var
gengið frá þvl að hann fær að
fara úr landi á morgun. Hins veg-
ar fékk Sophia pappíra um það
að hún mætti fylgja Óttari í gegn-
um vegabréfaskoðun og sagði
Óttar það öryggisatriði því ef eitt-
hvað gerðist yrði hún til vitnis
um það.
Prófkjör á Vestfjörðum
PRÓFKJÖR um skipan fjögurra
efstu sætana á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð-
um fyrir alþingiskosningar fer
fram í dag.
Eftirtaldir bjóða sig fram: Ás-
geir Þór Jónsson verslunarmaður,
Einar Kristinn Guðfínnsson al-
þingismaður, Einar Oddur Kristj-
ánsson framkvæmdastjóri, Gísli
Ólafsson verktaki, Guðjón Arnar
Kristjánsson skipstjóri, Hildigunn-
ur Lóa Högnadóttir framkvæmda-
stjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fisk-
vinnslukona, Ólafur Hannibalsson
blaðamaður og Sigríður Hrönn
Elíasdóttir sveitarstjóri.
Kjörstaðir verða opnir á öllum
helstu þéttbýlisstöðum kjördæmis-
ins. Lengst er opið á ísafirði og I
Bolungarvík frá klukkan 10 til 22,
en víða er lokað klukkan 18 eða
19. Utankjörstáðaratkvæða-
greiðsla fer fram í dag kl.10 til
16 á skrifstofu Sjálfstæðisflokks-
ins í Valhöll í Reykjavík.
Andlát
EMILÍA
SAMÚELSDÓTTIR
EMILÍA Samúelsdótt-
ir, húsmóðir, Klepps-
vegi 142, Reykjavík,
er látin. Emilía var
fædd 10. júní 1916.
Foreldrar hennar voru
Ingibjörg Danivals-
dóttir húsmóðir og
Samúel Guðmundsson
múrari. Eftir barna-
skólapróf fór hún í
Kvennaskólann í
Reykjavík. Emilía
vann á Alþýðublaðinu
í áratugi, var lengi
auglýsingastjóri
blaðsins. Hún var
framkvæmdastjóri Alþýðuprent-
smiðjunnar um nokkurra ára
skeið.
Emilía tók virkan
þátt í starfi Alþýðu-
flokksins og var t.d.
fyrsta konan sem varð
formaður Alþýðu-
flokksfélags Reykja-
víkur. Hún sat í
flokksstjórn Alþýðu-
flokksins og gegndi
mörgum trúnaðar-
störfum fyrir flokkinn.
Emilía var tvígift.
Fyrri maður hennar
var Sigurður Möller
vélstjóri. Sonur þeirra
er Jóhann Georg Möll-
er tannlæknir. Eftir
lát Sigurðar giftist Emilía Baldvini
Jónssyni lögmanni. Hann lifír
eiginkonu sína.
Rvk-Hliöar S
Rvk-Hlióar N
Morgunblaðið/Sverrir
*
Oánægja
með skamm-
stöfun
AÐ UNDANFÖRNU hafa starfs-
menn gatnamálastjóra sett upp
skilti við fjölfarnar akstursleið-
ir. Á skiltunum er Reykjavík
skammstafað sem Rvk eins og
sjá má á skilti sem reis við Miklu-
braut á dögunum. Jón Aðal-
steinn Jónsson, orðabókarit-
stjóri, hefur gert athugasemdir
við þessa skammstöfun og segir
m.a. að kennt hafi verið að
skammstafa Reykjavík sem
Rvík, þ.e. rita seinni liðinn alltaf
fullum stöfum og svo muni einn-
ig standa í kennslubókum. „Rla
fer líka á því að stytta nafnið
vík í vk, jafnvel þótt það sé
seinni liður samsetts orðs. Á
mörgum þeim skiltum, sem ég
hef séð, er auðvelt að nota -vík
og rita Rvík,“ segir Jón.
Breyting veltur á borgarráði
Sigurður I. Skarphéðinsson,
gatnamálastjóri, segir að áður
hafí verið gerð skilti þar sem
Reykjavík var skammstafað ein-
göngu sem R, en sú merking
hafí mætt andstöðu borgarráðs
og því verið ákveðið að nota
skammstöfunina Rvk. Hann seg-
ir að of mikill tilkostnaður sé
því samfara að breyta þeim
skiltum sem þegar hafa verið
gerð.
YFIRLÝSING
VEGNA KJARAMÁLA
UMFJOLLUN um kjaramál mín á
árinu 1991 hefur nú staðið í hálfan
mánuð í fjölmiðlum. Eftir stendur
þetta.
Það er upplýst að Guðmundur
Bjamason þáverandi heilbrigðisráð-
herra veitti mér:
a) Leyfi til að fara í launað náms-
leyfí í 5 mánuði með dagpening-
um.
b) Leyfi til að gegna starfí prófess-
ors og afla mér um leið viðbótar-
menntunar í Svíþjóð í 10 mán-
uði árið 1991 - að því tilskildu
að ég sinnti jafnframt starfí
skrifstofustjóra og væri stað-
gengill ráðuneytisstjóra. Ég
sinnti því tvöföldu starfi í náms-
leyfinu í stað þess að vera í laun-
uðu leyfí án starfs.
Niðurstaðan er því sú að ráð-
herra gerði bindandi samkomulag
um starfskjör.
Deilt er um hvort heimilt sé að
víkja frá ákvæðum kjarasamninga
þegar samið er við einstaka starfs-
menn. Fyrir liggur að ákvæði kjara-
samninga hljóti að teljast lágmarks-
ákvæði. Stéttarfélag lækna heldur
því gagnstæða fram; ákvæði kjara-
samninga séu hámarksákvæði sem
óheimilt sé að víkja frá. Þessi stað-
hæfing er athyglisverð í Ijósi þess
að á þessu sama ári, 1991, var í
gildi sú regla að yfírlæknar á Rík-
isspítölunum ættu rétt á 3ja vikna
námsleyfi á launum í stað 2ja vikna
skv. ákvæðum kjarasamninga.
Samkvæmt þessu brutu þeir yfir-
læknar sem þáðu 3ja vikna náms-
leyfí kjarasamninga. Auk þess
„gleymir" Læknafélag Islands að
geta þess í athugasemdum sínum
við námsleyfi mitt að ég starfa
ekki eftir samningi sjúkrahúslækna
heldur samningi fastráðinna lækna.
Á þessu er munur sem hér greinir:
I 10. grein samnings um fast-
ráðna lækna segir:
10.1.1 Við gerð samnings þessa
er samningsaðilum ljós gagnkvæm
þörf ríkisins og starfsmanna þess
fyrir, að þeir starfsmenn, sem eru
áhugasamir um störf sín, eigi kost
á reglubundinni þjálfun, námskeið-
um og annars konar menntun til
að viðhalda og auka við starfshæfni
sína. Við veitingu á námsleyfum
skal höfð hliðsjón af þeim reglum,
sem gilda um námsleyfí sjúkrahús-
lækna, eins og þær eru á hveijum
tíma. [Leturbr. höfundar.]
Eftir stendur að heilbrigðisráð-
herra þurfti einungis að hafa hlið-
sjón af reglum um námsleyfí sjúkra-
húslækna en gæti vikið frá þeim
ef gildar ástæður væru fyrir hendi.
í mínu tilviki voru ástæðumar eftir-
farandi:
Fyrir lá staðfest að ég hafði ekki
átt þess kost að njóta námsleyfís-
réttar hjá landlæknisembættinu
m.a. vegna fjárskorts embættisins
sem sjá má á athugasemdum emb-
ættisins við fjárlagagerð áranna
1987, 1988, 1989 og 1990 - öll
þessi ár er vakin athygli ráðuneytis-
ins og fíárveitingarnefndar á þörf-
inni fyrir viðbótarfjárveitingu til að
embættið geti fullnægt skyldum
sínum gagnvart starfsmanni sínum,
þáverandl' aðstoðarlandlækni. Þess-
ar fjárveitingar fengust ekki.
Deilt er um ákvæði kjarasamn-
ings sjúkrahúslækna er kveður á
um endurgreiðslu ef launþegi er á
launum hjá öðrum vinnuveitanda í
námsleyfí. Læknaráð Landspítala
og Borgarspítala fullyrða að þar á
bæ hafí þetta ákvæði aldrei átt við.
Hið rétta er að þessu ákvæði kjara-
samningsins um endurgreiðslu hef-
ur aldrei verið beitt á þessum spítöl-
um. í mínu tilviki kom endur-
greiðsla einfaldlega aldrei til um-
ræðu enda þótt vitað væri að ég
þægi laun erlendis. Hef ég skýrt
frá því áður að mér hafí verið
ókunnugt um þetta ákvæði í kjara-
samningi.
Deilt er um hvort ráðherra hafí
heimild til að semja við starfsmann
um betri kjör en kjarasamningar
kveða á um. Um það er ekki mitt
að dæma. Hitt get ég fullyrt að ég
tók við þeim starfskjörum sem mér
voru boðin í þeirri trú að ráðherra
hefði vald til að semja við starfs-
mann sinn eins og hann gerði. Ég
ætlast því til þess að fyrrverandi
heilbrigðisráðherra, Guðmundur
Bjamason, sem ég hef ekki þekkt
af öðm en drengskap, axli pólitíska
ábyrgð sína á umræddum samn-
ingi. Þá ætlast ég einnig til að stétt-
arfélag mitt falli ekki aftur í þá
gryfju að túlka samninga gegn
hagsmunum félagsmanns. Annars
hljóta að vakna spumingar um hvað
þar búi að baki.
Guðjón Magnússon, dr. med.
skrifstofustjóri
heilbrigðisráðuneytisins.
YFIRLÝSING
VEGNA fyrirspuma fjölmiðla um
greiðslu til mín fyrir þýðingu rit-
gerðarinnar „Elderly in Iceland“
sem ég samdi meðan á námsdvöl
minni stóð í Bandaríkjunum vetur-
inn 1985-1986 hef ég aflað bók-
haidsgagna frá Tryggingastofnun
ríkisins.
Samkvæmt þeim hljóðaði reikn:
ingurinn upp á 101.350 krónur. í
formála íslensku útgáfunnar kemur
fram að ritgerðin var gefín út á
ensku í tengslum við fund norrænna
heilbrigðis- og félagsmálaráðherra
sem haldinn var í Reykjavík í júní
1986 en á þeim fundi voru öldrunar-
mál til sérstakrar umfjöllunar. Jafn-
framt kemur þar fram að ritgerðin
hafí verið þýdd á íslenSku að beiðni
stjómar Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra og er reikningurinn af þeim
sökum áritaður af formanni sjóð-
stjómar, Ingu Jónu Þórðardóttur.
I minnisblaði ráðuneytisstjóra
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytis um námsferðir starfsmanna
í ráðuneytinu o.fl. hefur fallið niður
að geta þess hvað mig varðar að í
námsleyfí mínu I Bandaríkjunum
fékk ég hvorki greidda dagpeninga
í tengslum við námsdvölina né
kostnað við ferðir.
Dögg Pálsdóttir.
t
I
I
t
i
I
i
i