Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 2 7 JK**gtnifr(fKfetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. f lausasölu 125 kr. eintakið. OFRÍKI STÉTTARFÉLAGA VIÐBRÖGÐ Félags íslenzkra atvinnuflugmanna, Alþýðusam- bandsins og ýmissa aðildarfélaga þess við stofnun Frjálsa flugmannafélagsins bera vott um úreltan hugsunarhátt og þröng- sýni í garð starfshópa, sem telja hagsmunum sínum bezt borgið með öðrum hætti en aðild að hefðbundnum launþegafélögum. Frjálsa fiugmannafélagið var stofnað af 22 flugmönnum af 30 hjá flugfélaginu Atlanta, sem stundar eingöngu leiguflug, aðallega erlendis, en hefur haft þá stefnu að ráða íslenzkt starfs- fólk. Um leið og féiagið var stofnað, sögðu viðkomandi flugmenn sig úr FIA. Ástæða félagsstofnunarinnar er sú, að sögn talsmanna FFF, að flugmenn Atlanta töldu að FÍA hefði ekki skilning á sérstöðu rekstrar Atlanta og þar með hagsmunum starfsmanna fyrirtækis- ins, heldur væri FIA bundið á klafa eigin hagsmuna, sem miðuð- ust við stöðugt áætlunarflug á borð við það, sem Flugleiðir stunda. Talsmenn FFF hafa bent á að starfsvettvangur þeirra sé að meirihluta erlendis og vinnan vertíðarbundin og sveiflu- kennd. Þá hafi menn óttazt ójöfn valdahlutföll innan FÍA, þar sem 150 flugmenn Flugleiða hafi getað borið 30 flugmenn Átl- anta ofurliði. FÍA hafi hins vegar lagzt gegn deildaskiptingu félagsins. Atlanta hafði ekki fengizt til að taka upp viðræður við FÍA um gerð kjarasamnings, þar sem fyrirtækið taldi sig ekki geta uppfyllt kjarasamning FÍA vegna áðurnefndrar sérstöðu rekstrar- ins. Atlanta samdi hins vegar við FFF tveimur sólarhringum eftir stofnun þess. Samningurinn var samþykktur mótatkvæða- laust í leynilegri atkvæðagreiðslu í Frjálsa flugmannafélaginu, og má af því ráða að flugmenn Atlanta séu sáttir við hlut sinn. Viðbrögð FÍA við þessu voru þau að viðurkenna ekki úrsögn Atlanta-manna úr félaginu eða stofnun Frjálsa flugmannafélags- ins og talsmenn félagsins létu að því Iiggja að Atlanta hefði beitt flugmenn sína atvinnukúgun. FÍA hefur boðað til verkfalls hjá Atlanta, sem koma á til framkvæmda á mánudag nema Félagsdómur dæmi það áður ógilt, og forystumenn félagsins lýst því yfir að reynt verði- að stöðva flugrekstur Atlanta hér á landi „með öllum tiltækum ráðum“. Alþýðusambandið hefur nú gengtð í lið með FÍA og hefur uppi þær röksemdir gegn FFF að félagið hafi verið stofnað í miðjum viðræðum Atlanta og FÍA — en málsaðilar eru ekki sam- mála um hvort viðræður hafi yfirleitt farið fram — og að kjara- samningur FFF tryggi ekki atvinnuöryggi flugmanna hjá Atl- anta. Í ályktun miðstjórnar ASÍ, sem sagt var frá í Morgunblað- inu í gær, segir að aðferð flugmanna Atlanta sé til þess fallin að veikja stöðu og starfsemi stéttarfélaga almennt_ og bijóta niður samstöðu launafólks. Nokkur aðildarfélög ASÍ hafa svo bætzt í hópinn og Sjómannafélag Reykjavíkur t.a.m. ályktað að ASÍ beri að veita FÍA allan stuðning, sem hægt sé, „vegna þess að allt þetta mál getur gengið af verkalýðshreyfingunni dauðri“. Þessi viðbrögð eru öll með endemum. Ekkert hefur komið fram um að starfsmenn Atlanta hafi verið beittir atvinnukúgun, og margoft hefur komið fram af þeirra hálfu að félagið hafi verið stofnað af fúsum og frjálsum vilja. Það er auðvitað stórfurðu- legt ef Félag atvinnuflugmanna og Alþýðusambandið ætla að viðhalda einhvers konar einokun á kjarasamningum við fyrir- tæki, jafnvel þótt starfsmenn þeirra hafi engan áhuga á full- tingi þessara samtaka í kjarabaráttu sinni og telji þau ekki gæta hagsmuna sinna. FÍA virðist ekki hafa léð máls á að gera kjarasamninga, sem hentuðu leigufluginu, sem Atlanta hefur með höndum, og gera þannig slíkum flugrekstri vært hér á landi. Slíkur ósveigjanleiki stéttarfélaga hlýtur að standa framþróun í hvaða rekstri sem er fyrir þrifum. Tal um atvinnukúgun, samstöðu launafólks eða aðvífandi and- lát verkalýðshreyfingarinnar í þessu sambandi hljómar eins og úreltar, marxískar klisjur um að stéttir eigi allar sömu hagsmun- ina, og líti ákveðnir hópar svo á að þeir eigi ekki samleið með verkalýðshreyfingunni, hljóti þeir annaðhvort að hafa misskilið hagsmuni sína eða „auðvaldið" komið inn hjá þeim ranghugmynd- um- Afstaða á borð við verkfallsboðun FÍA — sem í raun er ekk- ert annað en tilraun til að koma í veg fyrir að félagar í Fijálsa flugmannafélaginu geti unnið fyrir sér — er sömuleiðis aðför að rétti manna samkvæmt stjórnarSkránni til að njóta félagafrels- is. Flugmönnum Atlanta, rétt eins og öðrum, hlýtur að vera frjálst að stunda sína kjarabaráttu eins og þeim þykir bezt, burtséð frá því hvað verkalýðsrekendum þykir henta. Komist stéttarfélögin og samtök þeirra hins vegar upp með þessa afstöðu, er allt eins líklegt, eins og forráðamenn Atlanta hafa bent á, að fyrirtækið hverfi úr landi með rekstur sinn. Að hvaða gagni hafa aðgerðir og yfirlýsingar FÍA og ASÍ þá komið íslenzkum launþegum, ef Atlanta sér sér ekki fært áð ráða ís- lenzkar áhafnir á flugvélar sínar? iWiaaiayBi 53i5..v?r rnt*rsspn«i öötoPÍí BRUNATRYGGINGAR Með lausa samninga í 19 mánuði og vilja hækka eins og aðrir L ÖGMENN tryggingafélaganna sem nú annast brunatryggingar fasteigna og fleiri telja að álagning umsýslu- gjalds til að standa undir nýrri sam- ræmdri skrá Fasteignamats ríkisins yfir bruna- tryggðar fasteignir og fleiri atriði reglugerðar Sighvats Björgvinssonar heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra hafi ekki lagagrundvöll. Nefndin sem samdi reglugerðina vakti raunar athygli ráðherra á því að lagagrundvöllurinn gæti verið traustari. Þrátt fyrir það undirritaði ráðherra reglugerðina þann sama dag. Hefur hann jafnframt að ráði nefndarinnar boðað breytingafrumvarp þar sem ætlunin er að treysta lagagrundvöll reglugerðarinnar en frumvarpið hefur ekki verið lagt fram á Al- þingi. Umrædd reglugerð er sett 5. september síð- astliðinn á grundvelli laga um þrunatryggingar sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Lögin gengu meðal annars út á það að afnema einka- rétt Húsatrygginga Reykjavíkur og Vátrygg- ingafélags Islands á lögboðnum brunatrygg- ingum fasteigna. Þar er Fasteignamati ríkisins falið ákveðið hlutverk við framkvæmd laganna sem áður var í höndum þessara tveggja félaga. „Ólögmæt skattheimta“ Lögmenn tryggingafélaganna fínna mest að tveimur atriðum reglugerðarinnar, innheimtu svokallaðs umsýslugjalds til Fasteignamats rík- isins og stærra hlutverki Fasteignamatsins við fyrstu brunabótavirðingu fasteignar en lögin heimila. I þeim kafla reglugerðarinnar sem fjallar um framkvæmd mats og kostnað segir m.a.: „Húseigendur greiða árlega umsýslugjald 0,025%o (prómill) af brunabótamati húseignar til Fasteignamats ríkisins. Viðkomandi vá- tryggingafélag innheimtir þetta gjald og skilar til Fasteignamatsins." I lögunum er ráðherra gert að setja reglugerð um nánari framkvæmd laganna, meðal annars um kostnað við virðing- ar, en ekki er minnst á almenna gjaldtöku. Ingvar Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður hjá Vátryggingafélagi íslands og Jón G. Tóm- asson borgarritari, en Húsatryggingar Reykja- víkur eru borgarstofnun, telja að þetta ákvæði skorti lagastoð. ________ Jón G. Tómasson bendir á að lög- in heimili gjaldtöku vegna virðingar en engin heimild sé til að leggja umsýslugjald á allar fasteignir_ í landinu, alls 35 milljónir á ári. „Ég —— tel að þetta sé ólögmæt skattheimta og hafi enga lagastoð," segir hann. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að það skortir lagastoð fyrir þessari gjaldtöku," segir Ingvar. Hann segir að fjölmargir lögfræðingar hafí skoðað þetta mál með honum og allir væru sömu skoðunar. Reglugerð breytir ekki lögum Hitt atriðið sem Jón G. Tómasson gagnrýnir í samtali við Morgunblaðið er hlutverk Fast- eignamatsins við fyrsta brunabótamat. í 2. grein íaganna segir að dómkvaddir matsmenn og Fasteignamat ríkisins annist virðingu skylduvátryggðra húsa. í reglugerðinni er þetta endurtekið nema hvað Fasteignamatið er þar talið upp á undan. Síðar í greininni segir: Fast- Efast um laga- gTiindvöll nýja umsýslugjaldsins Lögfræðingar efast um lagagrundvöll reglugerðar um álagningu nýs umsýslugjalds á brunatryggðar fasteignir sem þegar er byrj að að innheimta Helgi Bjarnason kannaði málið Nefndin benti á ótraustan lagagrundvöll Jón G. Ingvar Tómasson Sveinbjörnsson eignamat ríkisins skal að jafnaði annast fyrsta brunabótamat fasteignar eftir að hús er tekið í notkun. Fyrir fyrsta mat skal ekkert mats- gjald greitt ef Fasteignamat ríkisins annast matið enda nýtist skoðunin einnig til fasteigna- mats. Samkvæmt þessu hafa menn ekki það val milli fyrsta mats hjá Fasteignamati og dómkvöddum matsmönnum sem lögin virðast gera ráð fyrir, að minnsta kosti þurfa menn að greiða fyrir matið hjá þeim dómkvöddu en ekki hjá matsmönnum Fasteignamatsins. Jöfn hlutverk Jón G. Tómasson segir að í lögunum sé gert ráð fyrir jöfnu hlutverki Fasteignamats og dómkvaddra matsmanna við brunabótamat. _________ Ákvæði reglugerðarinnar um for- gang Fasteignamatsins við fyrsta mat hafi því ekkert gildi. Ekki sé hægt að breyta lagaákvæðum með reglugerð. ..... Nefndin sem samdi reglugerðina segir í skilagrein sinni til ráðherra 5. septem- ber síðastliðinn að henni sé ljóst að lagagrunn- ur fyrir tilteknum atriðum í reglugerðinni, meðal annars þeim tveimur sem hér hafa ver- ið rakin, „gæti verið traustari" og gerir því fyrirvara um þau. Nefndin telur á hinn bóginn rétt að haga reglugerðinni með þeim hætti sem hún leggur til en beinir þeim eindregnu tilmæl- um til ráðherra að lagagrunnur reglugerðarinn- ar verði treystur strax og Alþingi kemur sam- an. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Páll Sigurðsson ráðu- neytisstjóri skrifuðu undir reglugerðina sam- dægurs. Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í ráðuneyt- inu, var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarpið. Hún segir að nefndin hafi talið Dögg Pálsdóttir Magnús Ólafsson að reglugerðin stæðist en að betra væri að fá tryggari lagastoð. Dögg segir að búið sé að semja frumvarp til breytinga á þessum lögum. Þar væri gert ráð fyrir því að ráð- herra væri heimilt að leggja á umsýslugjald með reglugerð og væri hámark þess tiltekið 0,03%o. Frumvarpsdrögin hafa að sögn Dagg- ar verið send fjármálaráðuneytinu til kostnað- armats og þau hafa enn ekki verið lögð fram í ríkisstjórn eða þingflokkum stjórnarflokk- anna. Jón G. Tómasson segir að ráðherra hafi staðfest reglugerðina þrátt fyrir ummæli nefndarinnar sem samdi það um nauðsyn á traustari lagastoð. Með þessu tæki fram- kvæmdavaldið sér vald til skattiagningar sem það hefði ekki. Síðan ætti að fara til Alþingis til að fá eftirásamþykki þess. Bend- ir hann á að reglugerð sé ætlað að fylla út í lagaramma en ekki öfugt. „Þetta eru fráleit vinnubrögð, ná engri átt,“ segir Jón. Ingvar Sveinbjörnsson segir að .........— þótt gjaldtaka sem þessi hefði stoð í lögum væri umdeilt hvort svona framsal Alþingis á skattlagningarvaldi stæðist stjórnarskrána. Telur hann hæpið að þessi gjaldtaka standist þannig skoðun. Dögg Pálsdóttir segir gjald- töku sem þessa eiga sér fjölmörg fordæmi og ekki sé ástæða til að efast um heimild til hennar á þessum forsendum. Gagn af samræmdri fasteignaskrá Umsýslugjaldið er 0,025%o eða um 250 krón- ur á fasteign sem metin er á 10 milljónir kr. Gjaldið verður lagt á allar fasteignir í landinu og mun skila Fasteignamatinu 35 milljónum á ári. í því ákvæði reglugerðarinnar sem kveður á um innheimtu gjaldsins er ekki tekið fram fyrir hvaða þjónustu á að innheimta gjaldið. Þó er tekið fram að ef Fasteignamatið fram- kvæmir fyrsta mat á nýju húsi verði ekki inn- heimt matsgjald. Dögg Pálsdóttir segir að engin sameiginleg skrá sé yfir brunatryggðar fasteignir í land- inu. Nú þegar breytingar verði á lögunum, þannig að fólki verði heimilt að færa trygging- ar sínar milli tryggingafélaganna, væri talið nauðsynlegt að koma upp slíkri skrá, á svipað- an hátt og sameiginleg bílaskrá væri yfír allt landið. Þetta yrði öllum til hagsbóta. Segir Dögg að umsýslugjaldinu sé ætlað að standa undir kostnaði Fasteignamatsins við þessa nýju skrá og aðgang að henni. Dögg segir aðspurð að það hafi eitthvað komið til tals við undirbúning reglugerðarinnar að innheimta kostnað fyrir veitta þjónustu frem- ur en almenna gjaldtöku en niðurstaðan orðið sú að leggja þetta gjald á alla. Magnús Ólafs- son, forstjóri Fasteignamats ríkisins, rökstyður þetta svo að gjaldinu sé ætlað að standa undir kostnaði við eftirlit með því að allar húseignir á landinu séu brunatryggðar og því hafí þótt eðlilegt að innheimta gjaldið af öllum húseign- um. Hann bendir einnig á að Fasteignamatið eigi að taka við brunabótamati frá dómkvöddum matsmönnum, halda því við og uppfæra. Bend- ir hann á að tilkoma fasteignaskrárinnar muni spara fólki snúninga. Búast megi við því að íbúðarkaupandi vilji færa trygginguna til síns tryggingafélags, á sama hátt og gert er við bflaviðskipti. Það muni fólk geta gert með því einu að geta þess í kaupsamningi. „Tvísköttun“ Magnús segir að mesti kostnaðurinn við nýju brunabótamatsskrána verði í upphafí, það kosti mikið að útbúa slíka skrá. Telur hann líkur á að hægt verði að lækka umsýslugjaldið þegar frá líður. Fasteignamatið mun ekki innheimta þóknun fyrir að gefa út vottorð um brunabótamat. Hins vegar eru líkur á að innheimt verði þjón- ustugjald af þeim fasteignasölum og trygg- ingafélögum sem vilja tengjast tölvukerfínu. Hingað til hefur verið litið svo á að eigend- ur fasteigna eigi það brunabótamat sem þeir hafa greitt fyrir, þó það hafi verið geymt hjá viðkomandi tryggingafélagi og þau hafa aldrei innheimt gjald fyrir að veita upplýsingar um brunabótamat fasteigna. Ingvar Sveinbjörns- son segir að félögin þurfí áfram að reka sín tölvukerfi og muni veita endurgjaldslausar upplýsingar til tryggingataka. Bendir hann á að gjaldið leggist jafnt á þá húseigendur sem enga þjónustu fá og aðra. Maður sem greitt hefur fyrir brunabótamat eignar sinnar greiði jafnt og sá sem fær „ókeypis" brunabótamat eftir gildistöku laganna. Jón G. Tómasson seg- ir að þetta sé tvísköttun. Fram kom hjá forstjóra Fasteignamatsins _________ hér í blaðinu í gær að kostnaður tryggingafélaganna ætti að minnka við það að stofnunin kæmi sér upp nýrri fasteignaskrá. Jafnframt kom fram að iðgjöld þeirra hafa ekki lækkað. Ingvar Sveinbjörnsson hjá VÍS segir að tryggingafélögin hafí aldrei reikn- að kostnað við tölvukerfí sín inn í brunatrygg- ingamar og sé því ekki grundvöllur til þess að lækka iðgjaldið þess vegna. Þetta væri for- stjóra Fasteignamatsins kunnugt um. Umsýslugjaldið á að innheimtast frá næstu áramótum. Brunatryggingin hjá Húsatrygg- ingum Reykjavíkur endurnýjast þá, hafí menn ekki sagt henni upp fyrir 1. desember. End- urnýjun brunatrygginga hjá VÍS, sem annast allar skyldutryggingar fasteigna utan höfuð borgarinnar, er hins vegar í dag. Þrátt fyrir umræður um lagagrundvöll fyrir innheimtu umsýslugjaldsins treystir félagið sér ekki til annars en að innheimta gjaldið frá og með áramótum eins og kveðið er á um í reglugerð inni, að sögn Ingvars Sveinbjömssonar. Ráðherra boð- ar breytinga- frumvarp Aðilar kjaradeilunníir túlka launasaman- burð með ólíkum hætti Baráttuhugur er kominn í sjúkraliða, sem hafa verið með lausa samn- inga í 19 mánuði. Krefj- ast þeir sömu kjarabóta og aðrir hafa fengið á undanfömum mánuðum. í grein Ómars Friðriks- sonar kemur fram að ríkið telur ekki ástæðu til að semja við sjúkraliða um samskonar launahækkun og hjúkr- unarfræðingar og meinatæknar fengu síðastliðið vor KRISTÍN Á. Guðmunds- dóttir, formaður Sjúkral- iðafélags íslands, segir að ýmsar stéttir og starfshópar hafí fengið veralegar kjarabætur á undanförnum ámm en sjúkraliðar hafi setið eftir og teijist ótvírætt til láglaunastétta. Byijunarlaun sjúkraliða á dagvakt á sjúkrahúsum séu 56.631 króna en hæstu laun komist upp í 68.900 kr. Sjúkraliðartelji að nú sé kominn tími til að færa launakjör þeirra 'eitthvað upp fyrir hungurmörkin. Haldinn var vinnufundur starfs- hópa í kjaradeilu sjúkraliða og við- semjenda þeirra í húsnæði ríkis- sáttasemjara í gærmorgun og var í framhaldi af því ákveðið að boða til samningafundar klukkan 13.30 á morgun, sunnudag. 6% launahækkun Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fellst ríkið ekki á að samið verði við sjúkraliða um sambærileg- ar launahækkanir og urðu á töxtum hjúkrunarfræðinga í kjarasamning- unum sem gerðir voru við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sl. vor. Meginástæðan sé sú að ekki hafi orðið nein sambærileg breyting á menntun sjúkraliða og á menntun hjúkrunarfræðinga á undanförnum árum. Hjúkrunarfræðin sé nú orðin fjögurra ára háskólagrein auk þess sem hjúkmnarfélögin hafi samein- ast. Talið er að þær launabreyting- ar sem samið var um við -----1— un að beina því til stjómar og kjara- nefndar félagsins að efnt verði til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun. Ef ekkert miðar í samkomulagsátt yfír helgina er reiknað með að und- irbúningur allsheijaratkvæða- greiðslu hefjist strax í byijun næstu viku. Kristín segir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar á fundinum sl. fimmtudag sýni best hvaða hug- ur sé í sjúkraliðum, sem krefjist þess að launakjör þeirra verði leið- rétt til jafns við launahækkanir sem ýmsar starfsstéttir hafí fengið á undanfömum tveimur árum. í þessu sambandi má rifja upp að þegar greidd voru atkvæði í aðildar- félögum BSRB um verkfallsboðun árið 1993 hafnaði afgerandi meiri- hluti sjúkraliða því í sams- hjúkrunarfræðinga sl. vor T oiiy-iolriöy ^onar skoðanakönnun og hafi jafngilt rúmlega 6% . J fram fór sl. fimmtudag að launahækkun til þeirra. fan upp fyrir efna til atkvæðagreiðslu Þá var einnig samið við Vmnrrnrmöylr um verkfallsboðun. meinatækna um 6% rltlll^ UIIIlUIiv Kristín segir ekki unnt að meta kröfur Sjúkraliða- meinatækna um 6% _______________ launahækkun sl. vor, mis- mikla eftir flokkum og mesta hækk- un hjá þeim sem vom á lægstu töxtum. Það mun einnig vera sjón- armið ríkisins að þar sem meina- tæknanám sé komið á háskólastig séu aðrar forsendur að baki þeim kjarabreytingum sem um samdist við þá en en hægt sé ganga út frá í samningum við sjúkraliða. Atkvæðagreiðsla um verkfall Á fjölmennum félagsfundi í Sjúkraliðafélaginu sl. fímmtudag var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í skoðanakönn- félagsins til ákveðinnar prósentu- hækkunar. Hún segir að í kröfu- gerðinni sé ekki tekið frekar mið af breytingum sem orðið hafi á launakjörum einstakra hópa innan heilbrigðiskerfísins heldur en utan þess og sagði að sjúkraliðar horfðu til dæmis á umtalsverðar launa- hækkanir sem kjaradómur og kjaranefnd hefðu úrskurðað til dómara og presta. Aðspurð sagði Kristín að veru- legur munur væri á launakjömm sjúkraliða og annarra starfsstétta á sjúkrahúsum. En sjúkraliðar væm mjög „flöt stétt", eins og hún orð- aði það, með fáa stjórnartoppa og litil launabreidd innan félagsins. Kristín sagði að vel flestir sjúkralið- ar ynnu vaktavinnu en það segði sig sjálft að þegar grunnlaunin væru þetta lág næmu heildarlaunin ekki háum upphæðum. „Vaktavinn- an er líka það erfíð, að meirihluti sjúkraliða er í hlutastarfi vegna þess hversu erfítt starfið er. Álagið á stéttina hefur aukist mjög mikið á undanförnum árum,“ segir hún. Mikið ber í milli Kristín sagði einnig að mikið bæri í milli samningsaðila og sjúkraliðar teldu sig ekki fá nægj- anleg viðbrögð við kröfum sínum en viðræðurnar héldu þó áfram. Samninganefnd ríkisins telur að sjúkraliðar ofmeti launahækkanir annarra hópa á undanförnum mán- uðum og ámm. „Við eram að ræða við sjúkraliðana um þeirra mál út frá þeirra eigin stöðu,“ segir Þor- steinn Geirsson, formaður samn- inganefndar ríkisins. „Við emm að ræða menntunarmálin í tengslum við þetta og að hvaða leyti bætt menntun og viðbótarmenntun getur nýst þeim til hækkunar," segir hann. Þorsteinn sagði að heilbrigðis- stéttimar sem störfuðu inn á spítöl- unum hefðu hver um sig sína sér- stöðu og ekki væri unnt að yfir- færa samninga sem t.d. hjúkmnar- fræðingar eða meinatæknar hefðu gert yfír á sjúkraliða enda væri menntun þeirra misjöfn. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.