Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB-aðild í Finnlandi og Svíþjóð
Atkvæði kvenna geta
riðið baggamuninn
Karlarnir svara ekki spurningum þeirra
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞAR SEM konur eru í meirihluta kjósenda bæði í Finnlandi og Svíþjóð
og eru auk þess óákveðnari en karlarnir, munu atkvæði kvenna ráða
miklu um hver niðurstaðan verður í kosningunum um aðild að Evrópusam-
bandinu, ESB. Undanfama daga hafa konur í röðum meðmælenda aðild-
ar haft uppi sérstakar aðgerðir til að ná til kynsystra sinna. Herferðin
hefur annars verið rekin af körlum, sem eru gagnrýndir fyrir að sinna
ekki þeim málum, sem kvenfólkið hafi fyrst og fremst áhuga á.
Upplýsingamiðlun um Evrópu-
sambandið hefur í Finnlandi mikið
miðast við efnahagsmál. Konumar
hafa hins vegar mestan áhuga á fé-
lagsmálum, áhrifum ESB-aðildar á
velferðarkerfið og allt niður í einfald-
ar spumingar eins og hver áhrif
aðildin hafi á tilbúinn bamamat.
Síðustu dagana nú fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðsluna á sunnudag nota
konur í hópi stuðningsmanna aðildar
til að tala sérstaklega til kvenna.
Eva Biaudet er ung þingkona sænska
Þjóðarfiokksins í Finnlandi. Hún seg-
ir í viðtali við Svenska Dagbladet
umræðuna hafa verið alltof litaða
af áhugamálum og sjónarmiðum
karla. í síðustu hringborðsumræðun-
um í sjónvarpinu hafi að venju bara
„herrarnir frá Helsingfors" tekið
þátt, eins og venjulega. Einn skel-
eggasti talsmaður aðildar er Elisa-
beth Rehn varnarmálaráðherra og
forsetaframbjóðandi frá því fyrr á
árinu. Einnig hún einbeitir sér að
kvenfólki þessa dagana, því konurnar
hafí einfaldlega ekki fengið spum-
ingum sínum svarað.
Sænskar læra af finnskum
Sænskar stuðningskonur ESB
hafa einnig vaknað upp við vondan
draum um að röksemdir fyrir aðild
nái ekki til kvenna, af því þær taki
ekki til þeirra atriða, sem konur hafi
sérstakan áhuga á. Þær hafa því
tekið ti! sama bragðs og þær finnsku
og einbeita sér að því af alefli að ná
til kvenna.
Þar sem mjótt er á mununum milli
já- og nei-fylkingarinnar og konur em
yfirleitt neikvæðari í garð ESB en
karlar gætu slíkar aðgerðir haft af-
gerandi áhrif á niðurstöðumar.
Reuter
FRANCIS Sejersted, formaður norsku friðarverðlaunanefndar-
innar, skýrir frá því að Rabin, Peres og Arafat hafi hiotið
Nóbelsverðlaunin.
Reuter
KOHL kemur til kosningafundar í Erfurt. Honum var vel fagn-
að, að frátöldu eggjakasti sem nokkrir félagar í flokki fyrrum
kommúnista stóðu fyrir.
Eggjum kastað að Kohl kanslara
Stjórn o g stjórn-
arandstaðajöfn
í könnunum
Erfurt. Reuter.
EGGJUM var kastað að Helmut
Kohl, kanslara Þýskalands og leið-
toga Kristilegra demókrata (CDU),
er hann hélt lokafund kosningabar-
áttu flokksins í borginni Erfurt í
austurhluta landsins á fimmtudags-
kvöld. Þar vora að verki vinstrisinn-
ar, sem stóðu auk þess fyrir stöðug-
um frammíköllum er kanslarinn hélt
ræðu sína.
Rudolf Scharping, leiðtogi jafn-
aðarmanna (SPD), og flokksmenn-
imir Oskar Lafontaine og Gerhard
Schröder, luku kosningabaráttu sinni
hins vegar í Berlín- í gær. Gengið
verður til kosninga á morgun, sunnu-
dag.
Ekkert eggjanna hitti kanslarann
og var aðeins um fáa mótmælendur
að ræða, meirihluti fundargesta var
hliðhollur kanslaranum. „Þeir sem
hingað koma til að trufla, gera til-
raun til þess að skapa skelfingu á
grandvelli marxískrar sannfæringar
sinnar, hafa ekkert með lýðræði að
gera,“ sagði Kohl. Sveifluðu óróaseg-
gimir fána Lýðræðislega sósíalista-
flokksins (PDS), sem er flokkur fyrr-
um kommúnista í Austur-Þýska-
landi. Kohl segir flokkinn vera „rauð-
málaða nasista og fasista."
Fundargestir vora um 25.000, sem
er mun minna en sá fjöldi sem fagn-
aði Kohl á sama stað fyrir kosning-
amar fyrir fjórum áram.
Kosningabarátta að
amerískum hætti
Samkvæmt nýjustu skoðanakönn-
unum er jafnt á með stjómarflokkun-
um, CDU og Fijálsum demókrötum
(FDP), og stjómarandstöðunni, SPD,
Græningjum og PDS. Talið er að
útkoma minni flokkanna, FDP og
PDS, kunni að skipta sköpum í næstu
stjómarmyndun. Ovíst er hvort PDS
nái 5% fylgi, sem nauðsynlegt er til
að ná manni inn á þing. Takist það,
er því spáð að flokkurinn geti náð
allt að 30 þingsætum. Gæti það leitt
til þess að stóru flokkamir kristileg-
ir demókratar og jafnaðarmenn,
neyðist til að ganga til stjórnarsam-
starfs, þar sem hvoragur vill í stjórn
með PDS.
Stjórnmálaskýrendur segja kosn-
ingabaráttuna hafa snúist um menn
en ekki málefni, fólki sé boðið að
velja á milli vinalegs ungs manns,
serfi gæti rétt eins verið nágranninn
á neðri hæðinni, eða hins þraut-
reynda þungavigtarmanns. Erwin
Scheuch, félagsfræðingur við Köln-
arháskóla, segir bæði Koh! og
Scharping hafa staðið í kosningabar-
áttu að bandarískri fyrirmynd og að
Scharping hafi apað eftir Bill Clint-
on, Bandaríkjaforseta þegar hann
lagði drög að kosningabaráttu sinni.
Umdeild friðarverðlaun til Arafats, Rabins og Peres
Sagði sig úr úthlutunar-
nefnd í mótmælaskyni
Ósló. Reuter.
KAARE Kristiansen, fyrrverandi leiðtogi Kristilega lýðræðisflokksins í
Noregi og félagi í úthlutunamefnd friðarverðlauna Nóbels, sagði sig úr
nefndinni í gær. Tilefnið var að verðlaunin fengu að þessu sinni þeir
Yasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), Yitzhak
Rabin, forsætisráðherra ísraels og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísra-
els. Arafat fagnaði í gær verðlaununum og sagði þau í reynd veitt þjóð
Palestínumanna sem hefði þjáðst svo mikið.
Kristiansen taldi skæruliðaferil
Arafats. gera hann óhæfan verð-
launahafa. „Fortíð hans einkennist
of mikið af ofbeldi, hryðjuverkum
og blóðsúthellingum og framtíð
hans er of óviss til að gera hann
að handhafa friðarverðlauna Nó-
bels“, sagði Kristiansen um Palest-
ínuleiðtogann.
Verðlaunahafarnir þrír voru
heiðraðir fyrir þátt sinn í að koma
á friðarsamningum milli ísraela og
Palestínumanna í september sl. og
er þetta í fyrsta sinn Sem þrír menn
deila með sér verðlaununum. Er
þeir Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna og Le Duc
Tho, aðalsamningafulltrúi Norður-
Víetnams, fengu verðlaunin 1973
var einnig harðlega mótmælt og
sögðu tveir nefndarmenn sig úr
nefndinni.
Saddam hæfur?
Kristiansen sagðist óttast að með
veitingunni væri verið að að draga
úr vægi friðarverðlaunanna. „Hvað
gerist næst? Getur t.d. Saddam
Hussein orðið næs.ti friðarverð-
launahafi ef hann lætur undan
þrýstingi Sameinuðu þjóðanna?"
Frank Sejersted, formaður
nefndarinnar, sagði í gær að hlut-
verk hennar væri ekki að vera æðsti
dómari í siðferðisefnum. „Okkur er
fullkomlega ljóst að þeir [verð-
launahafarnir] hafa lifað og verið
' virkir stjórnmálamenn í heimshluta
þar sem stríð, hryðjuverk, þjáningar
og ótti eru daglegt brauð“, sagði
hann.
Almeimingur herskárri
en rádamenn í Washington
Boston. Morgunblaöiö.
ÞVÍ HEFUR verið haldið fram að
Bandaríkjamenn missi móðinn þeg-
ar blóði bandarískra hermanna er
úthellt á erlendri grandu og þetta
grafi undan leiðtogum þeirra í aug-
um andstæðinganna. Ný könnun
bendir hins vegar til að þessu sé
öfugt farið, almenningur sé sýnu
blóðþyrstari en ráðamenn í Wash-
ington og vilji þegar á hólminn er
komið knésetja andstæðinginn með
öllum tiltækum ráðum.
í könnun Rand-fyrirtækisins,
sem er sjálfstæð rannsóknarstofn-
un og fjallar aðallega um varnar-
mál, segir að almenningur hafi í
heimsstyijöldinni síðari, Kóreu-
stríðinu og Víetnamstríðinu sýnt
að afstaða hans til styijaldar er
„allt eða ekkert“.
Niðurstöður könnunarinnar, sem
kostuð var af land- og flugher
Bandaríkjanna, benda til þess að
andstaða við íhlutun sé mest fyrst
eftir að mannfall verður í Banda-
ríkjaher, en snúist svo við, og ekki
megi setja samasemmerki milli
andstöðu við íhlutun og kröfu um
að kveðja herinn heim.
Þannig hafi stuðningur við íhlut-
un Bandaríkjamanna í Kóreu verið
66 prósent í ágúst 1950, en farið
niður í 39 prósent í desember eftir
að Kínveijar skárast í leikinn. Hins
vegar hafi aðeins 11 prósent viljað
kveðja herinn heim og stuðningur
við að beita meira afli hafí aukist
úr 20 prósentum og farið upp í 45
til 49 prósent það sem eftir var
stríðsins. Mestur stuðningur hafi
verið við það að gera innrás í Kína.
Samkvæmt skýrslu Rand var
sömu sögu að segja um Víetnam.
Andstaða við íhlutun lýsti sér ekki
í vilja til að draga sig í hlé. Milli
1965 og 1968 kváðust að meðal-
tali 77 prósent vilja halda stríðinu
í Víetnam áfram og þeir, sem vildu
herða átökir., voru að jafnaði fleiri,
en þeir, sem vildu beita sama her-
styrk.
Beiting kjarnavopna
Skýrslan tekur einnig til Persa-
flóastríðsins. Þótt flestir væru
þeirrar hyggju að stríðið yrði
„hræðileg reynsla" hvað mannfall
varðaði, vildu 67 prósent aðspurðra
í Gallup-könnun, sem gerð var í
febrúar 1991, halda stríðinu áfram
þar til Saddam Hussein hefi verið
steypt af stóli.
Rand-stofnunin segir Banda-
ríkjamenn „miskunnariausa" þegar
kjarnorkuvopn era annars vegar.
24 prósent hafi viljað beita kjam-
orkuvopnum gegn írökum ef það
bjargaði lífum bandamanna í byij-
un janúar 1991 þegar horfur voru
á átökum. í lok janúar þegar stríð-
ið var hafið var sú tala komin upp
í 46 prósent og náði 48 prósentum
í byijun febrúar.
I könnun, sem USA Today, CNN
og Gallup birtu á miðvikudag,
kváðust 72 prósent aðspurðra
hlynnt því að hrekja Hussein frá
völdum.
Fréttaskýrendur hafa almennt
talið að einræðisherrar víða um
heim haldi að þeir geti boðið
Bandaríkjamönnum byrginn af því
að forsetinn láti stjórnast af skoð-
anakönnunum, sem almennt sýni
að bandarískur almenningur þoli
ekki að sjá blóði úthellt.
Nú getur Bandaríkjaforseti skot-
ið andstæðingum sínum skelk í
bringu með því að sýna fram á að
hann eigi fullt í fangi með að halda
aftur af blóðþyrstri þjóð í vígahug,
sem muni sprengja allt í loft upp
ef sleppt sé af henni beislinu.