Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 39 ______________________________FRETTIR_____________________________ Elfa Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins - hljóðvarps Illuga sagt upp vegna brots á reglum RUV ELFA Björk Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Útvarpsins, segist hafa lagt til við Sigurð G. Tómas- son, dagskrárstjóra Rásar tvö, að Illugi Jökulsson hætti pistlagerð að sinni vegna þessa að hann hefði gerst brotlegur við starfsreglur Rík- isútvarpsins. Hún segir það hafi hins vegar verið ákvörðun Sigurðar að láta Hannes Hólmstein Gissurar- son hætta. Halldóra J. Rafnar, for- maður útvarpsráðs, segist vera þeirrar skoðunar að dagskrárstjóri Rásar tvö hafi staðið óheppilega að uppsögnunum. Elfa Björk sagði að það væri í samræmi við hlutverk sitt sem framkvæmdastjóri Útvarpsins að sjá til þess að starfsreglum Ríkisút- varpsins væri fylgt. Ulugi hefði brotið þessar reglur þegar hann tók í pistli sinum tveimur dögum fyrir kosningar í vor mjög eindregna afstöðu með öðrum framboðslistan- um í Reykjavík. Hún sagðist hafa rætt um það við Sigurð G. Tómas- son að varhugavert væri að hafa pistlahöfund við útvarpið sem ekki virti þessar reglur. Um þetta atriði hefði Sigurður verið sér sammála. Útvarpsstjóri skrifaði dagskrár- stjóra Rásar tvö bréf 1. júní í vor þar sem hann er áminntur um að koma í veg fyrir að Illugi bijóti starfsreglur Utvarpsins. Afrit af bréfinu var sent Uluga Jökulssyni. Áður hafði útvarpsráð samþykkt ályktun þar sem harmað var að 111- ugi skyldi gangá á svig við starfs- reglur Útvarpsins. Elfa Björk sagði að þó að pistlar Hannesar væru umdeildir hefði hann aldrei verið áminntur með sama hætti og Illugi. Hún sagðist því ekki hafa óskað eftir því að hann hætti sem pistlahöfundur. Ákvörðun um að hann hætti hefði Sigurður G. Tómasson tekið. Halldóra sagðist ekki vera fylli- lega sátt við yfirlýsingar Sigurðar um að rétt sé að þoka pólitík út úr pistlum á Rás tvö. Hún sagðist gera ráð fyrir að útvarpsráð leitaði eftir skýringum Sigurðar á þessari stefnu hans, en Sigurður mætti ekki á fund ráðsins í gær vegna veikinda. Illugi á Bylgjuna? Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Bylgjan hafi boðið 111- uga Jökulssyni að flytja pistla. 111- ugi vildi ekki staðfesta þetta í sam- tali við Morgunblaðið; sagði einung- is að margir hefðu haft samband við sig. Hannes Hólmsteinn bytjaði hins vegar fyrir nokkrum dögum að flytja pistla á Stöð tvö. „Það er mjög slæm staða ef það er orðið þannig að það er pláss fyr- ir allar skoðanir uppi á Krókhálsi [hjá Islenska útvarpsfélaginu], en ekki hér í Efstaleitinu [hjá Ríkisút- varpinu]. Ég harma það. Það er alltaf ástæða til að ræða um stjómmál í Ríkisútvarpinu og í öðrum fjölmiðlum. Miðlamar eiga auðvitað að endurspegla þjóðfélagið sem við erum í. Þess vegna er það eins og hvert annað grín þegar menn komast að þeirri niðurstöðu þegar dregur að kosningum og umfjöllun um pólitík í þjóðfélaginu eykst, að rétt sé að breyta vemleik- anum eins og hann birtist í Ríkisút- varpinu og draga úr umíjöllun um pólitík í Ríkisútvarpinu,“ sagði Val- þór Hlöðversson, sem sæti á í út- varpsráði fyrir Álþýðubandalagið. „Ríkisútvarpið verður að gera ákveðnar kröfur til sinna starfs- manna. Telji yfirmenn að þeir upp- fylli ekki þær kröfur verða þeir að víkja,“ sagði Halldóra. Hún tók jafnframt fram að hún sæi eftir 111- uga. Starfsmenn vilja fá Hannes aftur Starfsmenn Útvarpsins komu saman til fundar í gær og sam- þykktu eftirfarandi ályktun: „Vinnustaðafundur á vegum starfsmannasamtaka Ríkisútvarps- ins, haldinn 14. október 1994, mót- mælir harðlega fyrirvaralausum brottrekstri Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem pistlahöfundar á Rás 2, og krefst þess að hann verði þegar í stað endurráðinn. Fundurinn telur skýringar yfirstjómar Ríkisút- varpsins á ástæðum fyrir brott- rekstri hans og Illuga Jökulssonar rökleysu eina. Við ítrekum að það samræmist hvorki leikreglum lýð- ræðisríkis né hlutverki Ríkisútvarps- ins að segja ákveðnum einstakling- um upp störfum til að koma í veg fyrir að skoðanir þeirra heyrist." Skiptar skoðanir í útvarpsráði í útvarpsráði í gær komu mál Hannesar og Illuga til umfjöllunar. Eftirfarandi bókanir voru gerðar: „Við, undirritaðir útvarpsráðs- menn, teljum með öllu óveijandi að yfirmenn Útvarps skuli taka sér það vald að ekki megi hafa skoðanir á öldum ljósvakans. Þarf að leita ára- tugi aftur í tímann til að fmna hlið- stæðu fyrir slíku ráðslagi og furðu- legt að þeir skuli finna sig knúna til að grípa til þeirra örþrifaráða að segja upp pistlahöfundum sem hafa lýst skeleggum skoðunum sín- um á mönnum og málefnum. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki við mótun umræðu og allrar skoðanamyndunar í þjóðfélaginu. Til að auka hlustun og efla umræðu hefur stofnunin um árabil kallað til starfa pistlahöfunda með ólíkar skoðanir og þar með lagt á það áherslu að öll meginviðhorf fái að koma fram. Nú virðist sem sú tíð sé á enda — að minnsta kosti um stundarsakir. Pistlahöfundar eru ágætir full- trúár ólíkra viðhorfa á bylgjulengd- um Ríkisútvarpsins. Þeir eru gjam- an í fámennum hópi manna sem hafa þróað með sér knappan gagn- rýnisstíl og tekið það hlutverk að sér að skoða og skilgreina málefni líðandi stundar. Pistlahöfundarnir hafa verið umdeildir sem sannar betur en flest annað að þeir hafa verið starfi sínu vaxnir. Við mótmælum harðlega upp- sögnum á starfssamningum Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar og Illuga Jökulssonar. Þau vinnubrögð hljóta áfram að kalla á hörð við- brögð þeirra sem unna tjáningar- frelsi og vilja veg Ríkisútvarpsins sem mestan. Við óttumst að þetta mál skaði stofnunina varanlega og verði til þess að auka veg miðju- moðs og meðalmennsku í dag- skránni. Við krefjumst þess að títtnefndir pistlahöfundar verði boðnir til starfa á ný og mótmælum því um leið að grundvallarbreyting hafi verið gerð á dagskrástefnunni án samráðs við þá sem á henni bera ábyrgð, þ.e. útvarpsráð." Undir þetta rita Valþór Hlöðvers- son, Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir og Kristín A. Árnadóttir. Gera ekki athugasemdir Halldóra J. Rafnar, Hjálmar Jónsson, Davíð Stefánsson og Guðni Guðmundsson bókuðu á móti: „Samkvæmt lögum og reglu- gerðum er það ekki hlutverk Út- varpsráðs að fjalla um starfs- mannamál nema að því leyti að í 21. grein útvarpslaga er gert ráð fyrir tillögum þess þegar ráðið er starfsfólk dagskrár. Á undanfömum árum hefur þeirri skoðun vaxið fylgi innan Útvarps- ráðs að yfirmenn innan stofnunar- innar ráði sjálfír sína starfsmenn án afskipta ráðsins. í ljósi þessa og skýringa framkvæmdastjóra Út- varpsins og útvarpsstjóra gerum við ekki athugasemdir við ákvarðanir í máli Illuga Jökulssonar." í framhaldi af þessu bókuðu Valþór, Ásta Ragnheiður og Krist- ín: „Við undirrituð ítrekum að við lítum ekki á þetta mál sem starfs- mannamál. Heldur er hér um grundvallarbreytingar á dagskrár- stefnu Ríkisútvarpsins að ræða.“ Einnig má geta þess að Rithöf- undasamband Islands samþykkti á stjórnarfundi í gær ályktun þar sem uppsögnunum er harðlega mótmæit og þær kallaðar atlaga að tjáning- arfrelsi rithöfunda. Stjórn Blaða- mannafélags íslands mótmælti einnig uppsögnunum harðlega og í ályktun kemur fram að þær ástæð- ur sem gefnar séu fyrir uppsögnun- um sýni „best að þessi ríkisfjölmið- ill gerir ekki greinarmun á hlutlaus- um fréttum og almennri umræðu annars vegar og persónulegri um- fjöllun einstakra pistlahöfunda, sem sérstaklega hafa verið ráðnir til að segja hlustendum álit sitt á mönn- um og málefnum.“ Þá er einnig vakin athygli á því algera réttleysi sem lausráðnir starfsmenn Ríkisút- varpsins hafi þurft að búa við um árabil, en stjórnendur RÚV hafi neitað öllum viðræðum um almenn réttindamál lausráðinna starfs- manna þþrátt fyrir ítrekaðar óskir Blaðamannafélagsins. Menningar- og listaferð Heimsklúbbs Ingólfs Jóla- stemmning í London MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Jólablærinn, sem hvílir yfir London í desember þykir einstakur. Götumar og fjöldi bygginga eru fagurlega skreyttar og lýstar, eink- um Regent Street, Piccadilly og Oxford Street og gluggar stórversl- ana s.s. Seldfridges eru heil leiksýn- ing. Glaðvært yfirbragð aðventunn- ar og tilhlökkun jólanna er alls stað- ar augljós og jólatónlist í hverju horni. Hvergi í heiminum er jafn- mikið flutt af jólatónlist fyrir hljóð- færi og mannsraddir og í London, einkum í vikunni 11.-18. desember. Hótel í London þykja dýr, en Heimsklúbbi Ingólfs buðust sérstök kjör á þessum háannatíma, sem þykir sá skemmtilegasti á árinu, og er búið á einu vinsælasta hóteli Lundúna steinsnar frá Oxford Street til að njóta lystisemda heims- borgarinnar. Þátttakendur munu skoða frægustu bygginar og söfn borgarinnar í fylgd Ingólfs Guð- brandssonar og gefst kostur á að heyra heimsfræga tónlitarmenn í Royal Festival Hall eða Barbican listamiðstöðinni eða að fara á óperu- sýningu í Govent Garden, sjá upp- færslu á vinsælasta söngleiknum eða í fræg leikhús. Þá getur fólk gætt sér á jólakrásum í hádeginu eða kvöldin milli listviðburðanna eða milli þess að kíkja í búðarglugga. Aðsókn að ferðinni var mikil, svo að hún seldist strax upp, en tekist hefur að bæta við nokkrum sætum.“ Morgunblaðið/Sverrir FRÁ OPNUN sýningarinnar Handverk og iðnmennt sem haldin er í Geysishúsinu f.v. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, Leifur Jónsson, formaður Meistarafélags gullsmiða og Ólafur Jensson, Geysissafni. Handverk og iðn- mennt í Geysishúsi SÝNINGIN Handverk og iðnmennt var opnuð í Geysishúsinu á fimmtu- dag af borgarstjóranum í Reykja- vík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur. Sighvatur Björgvinsson, iðnað- arráðherra flutti ávarp. Sjö félög og stofnanir iðnaðar- manna, sem eiga stórafmæli á þessu ári, efna til sameiginlegrar sögusýningar, starfskynningar og annarra dagskráratriða í tilefni tímamótanna, með áherslu á lifandi handverk. Félögin eru: Trésmiðafé- lag Reykjavíkur 95 ára, stofnað 10.12. 1899, Iðnskólinn í Reykjavík 90 ára, stofnaður 1.10.1904, Félag íslenskra gullsmiða 70 ára, stofnað 19.10. 1924, Meistarafélag hár- skera 70 ára, stofnað 23.2. 1924, Innemasamband íslands 50 ára, stofnað 23.9. 1944, Meistarafélag húsasmiða 40 ára, stofnað 4.6. 1954 og Félag íslenskra línumanna 20 ára, stofnað 18.5. 1974. Kynningarefni um nám og störf inaðarmanna liggur frammi og fé- lögin halda kvöldvökur fyrir félags- menn sína og aðra áhugasama. Sýningin er opin kl. 9-18 virka daga og kl. 11 — 16 um helgar til 27. nóvember. Aðgangur er ókeyp- is. Basar og kaffisala KVENNADEILD Barðstrendinga- félagsins í Reykjavík^ verður með basar og kaffísölu sunnudaginn 16. október í safnaðarheimili Lang- holtskirkju, Sólheimum 11-13, opn- að verður kl. 15. Á basarnum verður ýmiss konar handavinna, heimabakaðar kökur af ýmsum gerðum, aðalblábetja- sulta o.fl. Efnt verður til happ- drættis og eru margir góðir vinn- ingar í boði. Eingöngu er dregið úr seldum miðum. Tekið verður á móti kökum og öðru á basarinn í safnaðarheimili Langholtskirkju kl. 11-13 sunnu- daginn 16. október. Nánari upplýs- ingar veitir formaður deildarinnar, Ásta Jónsdóttir, í síma 51031. Óskilakettir í Dýraríkinu GÆLUDÝRAVERSLUNIN Dýra- ríkið við Grensásveg ætlar í dag, laugardag, að aðstoða við að fínna heimilislausum köttum framtíðar- heimili, en kettirnir hafa ailir dval- ist einhvem tíma S Kattholti. Þetta átak er haldið undir yfir- skriftinni: Týndir kettir úr Katt- holti að leita að eigendum, og stendur frá kl. 10-16. í beinu framhaldi af þessu átaki heldur Kattholt flóamarkað á morgun, sunnudag, frá kl. 14 og frameftir í húsnæði sínu í Stangarhyl 2 til styrktar starfseminni. Hátíð varnar- liðsmanna VARNARLIÐSMENN halda ár- lega hausthátíð sína með „karniv- al“-sniði laugardaginn 15. október nk. og eru allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýl- inu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá kl. 11-17. Aðgangur er ókeypis, umferð er um Grænáshlíð ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlega beðnir um að hafa ekki með sér hunda. NBK-leikur á Sambíólínunni í TILEFNI frumsýningar stór- myndarinnar „Natural Born Killer" býður Sambíólínan upp á símaleik þar sem aðalvinningurinn er 25“ sjónvarpstæki frá Hljómco. Um er að ræða fullkomið Mitsub- ishi-sjónvarpstæki með íslensku textavarpi, víðóma með fullkominni fjarstýringu og fleira. Þeir sem hringja inn þurfa að svara nokkrum laufléttum spurningum og sá sem er fljótastur að svara hlýtur tækið. Líkt og í myndinni er sjónvarpið hér í áðalhlutverki en í myndinni má sjá hvernig áhrif fjölmiðla geta mótað almenningsskoðanir svo mjög að fjöldamorðingjar verði þjóðhetjur. Breyting á dagskrá BREYTING verður á áður auglýst- um pallborðsumræðum íslenskra og danskra rithöfunda í Norræna húsinu í dag kl. 16.00. í stað Sven Holm sem áður hafði verið boðaður til þátttöku kemur skáldkonan Nina Malinovski. ■ FRAMHALDSSTOFNFUND- UR Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju verður haldinn laugar- daginn 15. október. Fundurinn verður haldinn á Hótel Lind í Reykjavík og hefst kl. 14. Fund- urinn er opinn öllum áhugamönn- um um umfjöllunarefnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.