Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 19 Lýðveldisvörður Saddams enn í S-Irak Bandaríkin hóta árásum verði lið- ið ekki á brott Kúveit, Bagdad. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að hugsanlega yrði ráðist gegn þeim sveitum Lýðveldisvarðar- ins, úrvalssveita Saddams Husseins íraksforseta, sem enn hefðust við í Suður-írak. Andrei Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, segir, að íraksstjórn hafi fallist á að viðurkenna núverandi landa- mæri Kúveits og því séu tilraunir Bandaríkjastjórnar til að halda áfram refsiaðgerðum aðeins hefndarráðstöfun. „Ef þungvopnaðar, íraskar her- sveitir verða áfram í suðurhlutan- um fyrir norðan Kúveit munum við auka viðbúnaðinn og ræða við bandamenn okkar um beinar árás- ir á þær,“ sagði Perry þegar hann kom til Kúveits í gær. Kvað hann meira en eina deild úr Lýðveldis- verðinum vera fyrir sunnan 32. breiddarbaug og lagði áherslu á, að Bandaríkjamenn myndu ekkert draga úr hernaðaruppbyggingunni fyrr en liðsaflinn væri farin. Bannsvæði á landi Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu sagði nokkru áður, að hugsanlega yrði kveðið á um bannsvæði á landi syðst í írak, sem yrði sambærilegt við flugbannið fyrir sunnan 32. breiddarbaug. Hefur Fahd, kon- ungur Saudi-Arabíu, lýst yfir stuðningi við bannsvæði af þessu tagi til að koma í veg fyrir hugsan- lega innrás í Kúveit. Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær eftir við- ræður við stjórnvöld í Irak, að þau væru reiðubúin að viðurkenna landamæri Kúveits án nokkurra skilyrða. Hefur refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna meðal annars verið beitt til að knýja fram þessa viðurkenningu og sagði Kozyrev, að Rússar myndu leggja til við öryggisráðið, að refsiaðgerðunum yrði smám saman aflétt. Viðurkenning engin trygging Douglas Hurd, utanríkisráð- herra Bretlands, hafnaði í gær yfirlýsingu Kozyrevs en lagði áherslu á, að það væri vissulega skref í rétta átt, að írakar viður- kenndu fullveldi Kúveits. Sú viður- kenning væri þó ekki komin fram enn og hún væri heldur engin trygging fyrir því, að Saddam Hussein réðist ekki aftur með her sinn inn í landið. Sagði hann, að verið væri að ganga frá drögum að ályktun, sem Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar ætluðu að leggja fyrir öryggisráðið, en þar yrði krafist brottflutnings alls írasks herliðs frá landamærum Kúveits og líklega kveðið á um bannsvæði. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng og Hurd og sagði, að það væri út í hött að tala um að aflétta refsiaðgerðum af írak viku eftir að þeir hefðu ógnað Kúveit með 80.000 hermönnum. Ágreiningur Rússa og Bandaríkjamanna Ljóst er, að mikill ágreiningur er milli Rússa og Bandaríkja- manna um afstöðuna til íraks og vestræn ríki er heldur ekki á einu máli. Það bætir svo ekki úr skák, að Persaflóaríkin eru ekki sam- taka. Saudi-Arabar hafa í raun krafist þess, að gengið verði á milli bols og höfuðs á Saddam í eitt skipti fyrir öll en önnur ríki óttast, að írak leysist þá upp milli Kúrda, shíta og súnníta. Það gætu íranir aftur nýtt sér en margir arabar líta á írani sem hinn eigin- lega óvin til lengri tíma litið. Stj órnarmy ndun reynd í Austurríki Starfandi kanslari hefur viðræður Vín. Reuter. FRANZ Vranitzky, starfandi kansl- ari Austurríkis, fékk í gær umboð til stjórnarmyndunar sem hann kvaðst vona að tækist á nokkrum vikum. Vranitzky, sem hefur verið í embætti frá 1986, fékk umboðið þrátt fyrir að flokkur hans, Jafnað- armannaflokkurinn, og samstarfs- flokkurinn, hinn hægrisinnaði Þjóð- arflokkur, hafi tapað miklu fylgi í kosningunum um síðustu helgi. Á blaðamannafundi sem Vran- itzky hélt eftir að Thomas Klestil, forseti landsins, veitti honum umboð- ið, benti hann á að þrátt fyrir fylgi- stapið, hefðu stjórnarflokkarnir enn meirihluta á þingi. Fyrir kosningar studdu hins vegar tveir þriðjuhlutar þings stjómina og hún gat því virt að vettugi flokka á borð við Frelsis- flokk Jörgs Haiders, sem er langt til hægri. Búist er við að stjórnarmyndun- arviðræður verði snúnar, þar sem Þjóðarflokkurinn tapaði ekki eins miklu fylgi og jafnaðarmenn. Er tal- ið að hinir fyrrnefndu muni því gera kröfu um aukið vægi í stjórninni. Eftir hina slæmu útreið í kosning- Reuter VRANITZKY kanslari (t.v.) gengur af fundi Thomasar Klestils, forseta AustuiTÍkis, sem veitti kanslaranum um- boð til stjórnarmyndunar. unum hafa jafnaðarmenn gert nokkr- ar breytingar á æðstu stöðum. Þá hafa talsmenn flokksins lofað að veita konum og ungu fólki meiri at- hygli, svo og meiri samvinnu við stjórnarandstöðuflokka á þingi. Op/ð / dag frá kl. 12-17 Vinsælasti skutbíll Evrópu. Yfir 41% seldra skutbíla í Evrópu er Opel Astra. Forskot Opel Astra er svo afgerandi ab þó svo næsti bílaframleibandi í röðinni tvöfaldaði sölu sína á skutbílum myndi hann ekki ná Opel Astra. Ope'. oryggi tvö- faldir styrktarbitar í hurbum. □PEL Innifalið í verði: - útvarp og segulband meb þjófavarnarkvóta og 6 hátölurum - vökva- og veltistýri - stillanleg hæb ökumannssætis - toppbogar - (sjá mynd) - heilkoppar - samlæsingar og þjófavörn 5 gíra eða sjálfskiptur m/þremur stillingum. (A) sparnaðar stilling (D spymu/ sportstilling @ spólvörn/ vetrarstilling Fossháls 1 UOReykjavík Sími 634000 Opel Astra skutbíll, þú færð ekki betri bíl á kr.1370.000. meö ryövörn, skráningu og fullan tank af bensíni. Argerö 1995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.