Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 1994 21 ERLENT ^ Reuter Gegn niðurskurði á Italíu VERKFALLSMENN í Róm halda á borða þar sem landinu í gær til að mótmæla áformum stjórnarinn- stendur að Silvio Berlusconi forsætisráðherra sé ar um að skera niður í velferðarkerfinu til að draga búinn að vera. Efnt var til allsheijarverkfalls í úr geigvænlegum fjárlagahalla. Bresk hjón dæmd fyrir barnasmygl í Rúmeníu Búkarcst. Reuter. BRESK hjón voru dæmd í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsi í Rúmeníu í gær fyrir að kaupa og reyna að smygla barni frá landinu. Verjandi hjónanna sagði dóm- inn vera mikið áfall og refsinguna þyngri en búist hefði verið við. Hefðu bresku hjónin tekið úr- skurðinum þunglega. Þau voru dæmd fyrir tilraun til að smygla fjögurra mánaða gömlu barni í kassa úr landi. Þetta er fyrsti dómur sem fellur gegn útlendingum sem reyna að ættleiða börn með ólöglegum hætti í Rúmeníu. Talsvert hefur verið um að börn hafi-verið seld úr landi en reynt hefur verið að taka fyrir það og þung viðurlög verið sett. PRÓFKJÖR 28. og 29. október Markús Örn í 4. sæti Stuðningsfólk! Verið velkomin á skrifstofuna Suðurlandsbraut 20. Opið : 16.30 - 21.30. Laugard. og sunnud.: 13.30-18.00. Símar: 882299 & 883399 Ihaldsmenn fylkja liði gegn Blair Evrópumálin valda deilum Bournemouth. Reuter, The Daily Telegfraph. HART var tekist á um Evrópumálin á þingi breska íhaldsflokksins sem lauk í gær og ljóst að þau eiga enn eftir að verða flokknum fjötur um fót. John Major, flokksleiðtogi og forsætisráðherra, verður nú að bregðast við gerbreyttum aðstæðum eftir kjör Tonys Blairs í embætti leiðtoga Verkamannaflokksins. Skoðanakannanir sýna að Verkamannaflokkurinn myndi vinna yfirburðasigur ef kosið yrði núna. Ef Major á að takast að rífa flokk sinn upp úr þeirri lægð sem hann hefur verið í, hlýtur hann að treysta fyrst og fremst á tvennt. I fyrsta lagi, að mun betri horfur í efnahagsmálunum síð- ustu mánuði reynist ekki svikalogn heldur raunverulegur bati og jafnframt að friðartilraunir á Norður-írlandi beri ávöxt. Það kom sér einstaklega vel fyr- ir Major að herskáir mótmælendur á N-írlandi skyldu samþykkja vopnahlé meðan þingið stóð yfir, samningur hans og Alberts Reyn- olds, forsætisráðherra Írska lýð- veldisins, virðist nú geta orðið grundvöllur að varanlegri lausn í héraðinu. Takist að treysta þennn- an árangur fyrir næstu kosningar, sem verða ekki seinna en 1997, gæti íhaldsflokkurinn rétt úr kútn- um i tæka tíð. En Evrópumálin eru sem fyrr fleinn í holdi flokksins. ESB kvatt? Norman Lamont, fyrrverandi fjármálaráðherra, hóf gagnrýnina á ESB og sakaði Major um ósk- hyggju er forsætisráðherrann gerði því skóna að hinar aðildar- þjóðirnar myndu ekki þrýsta á um að tekinn yrði upp sameigin- legur gjaldmiðill. Ekkert benti til þess að hinar þjóðirnar 11 væru sammála sjónarmiðum bresku stjórnarinnar um að fara hægar í sakirnar í einingarmálum. Lamont sagði á fundi með nokkrum skoðanabræðrum sínum á þinginu að hann mælti ekki með því að Bretar segðu sig umsvifalaust úr sambandinu en árekstur væri óumflýjanlegur ef ekki tækist að finna málamiðlun í deilum þeirra við hin aðldarríkin. Norman Tebbit, fyrrverandi flokksformaður, sem einnig er andvígur auknum samruna, sagði á hinn bóginn að hugmyndir um úrsögn væru uppgjöf. Ráðherr- amir Michael Portillo og Peter Lilley uppskáru mikil fagnaðar- læti fundarmanna en þeir gagn- rýndu ESB harkalega. Lilley lýsti andstöðu við allar hugmyndir um Bandaríki Evrópu og Portillo gagnrýndi harðlega félags- og atvinnumálastefnu sambandsins. Með henni væri hvatt til bruðls og stuðlað að atvinnuleysi; ef hann þyrfti að velja milli þess að fylgja stefnu valdamanna í Bruss- el og þess að efla atvinnu í Bret- landi myndi hann ávallt velja síð- ari kostinn. Nokkrir ráðherrar sökuðu Nor- man Lamont um að láta hefndar- þorsta ráða er hann gagnrýndi stefnu Majors en hinn síðarnefndi vék Lamont úr embætti fjármála- ráðherra á sínum tíma. Þeir Douglas Hurd utanríkis- ráðherra og Michael Heseltine iðnaðarráðherra vörðu Evrópu- stefnu stjómarinnar af festu. „Hagsmunir okkar felast í því að þoka Evrópumálunum í þá átt sem við viijum, ekki að láta eins og við séum í annarri heimsálfu", sagði Hurd. Eining ríkisins Ian Lang Skotlandsmálaráð- herra virtist gaf tóninn í baráttu- máli sem ljóst er að á að nota mjög gegn Verkamannaflokkn- um. Ráðherrann réðst í tilfinn- ingaþrunginni ræðu á hugmyndir Blairs um að vald verði fært frá stjórnarskrifstofum í London til þinga í Skotlandi og Wales. Lang sagði íhaldsmenn myndu beijast af alefli fyrir því að sambandið milli Englands og Skotlands yrði ekki rofið. Ef Verkamannaflokk- urinn fengi sínu framgengt myndi það merkja endalok breska kon- ungsríkisins. Þess má geta að Blair er Skoti. mm mm í dagogámorgun kl. 2 og kl. 6 (um 1 klukkustund í senn) Vegna mkHkr aðsóknar og hve margir krftujfá aó hverfa síóast, ejhwn við nda m helgina. úi nýrra Dagskrá 1. Haustlaukar og notkun þeirra Lára Jónsdóttir spjallar um haust- lauka og sérstaklega um ræktun haustlaukanna í utikerjum og svalakössum. 2* Haustskreytingar - þurrskreytingar Blómaskreytingameistararnir Hjördís Jónsdóttir og Gitte Nielsen ætla að sýna hvermg hægt er að nota haustlaufin úr garðmum í þurrskreytingar. Allir velkomnir Ókeypis aðgangur Ibll (TlflCWJCil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.